Er Ísland trúræðisríki?

Auglýsing

„Nei,“ svar­aði mað­ur­inn með þjósti og bætti við:„Það er eitt­hvað sem við­gengst í íslömskum klerka­veldum eins og Íran en ekki hér.“ „Já, býst við að það sé rétt hjá þér“ svar­aði ég en þó með smá sem­ingi og bætti við: „Við erum þó undir þrýst­ingi frá Agn­esi biskup að velja aðeins krist­inn for­seta úr röðum þjóð­kirkju­fé­laga og minnir á að for­set­inn sé vígður til emb­ættis í Dóm­kirkj­unni. Hún sagði þetta fyrir for­seta­kosn­ing­arnar árið 2012 og aftur nún­a.“

„Hmm..“ mað­ur­inn hugs­aði sig um og virt­ist í fyrstu smá hissa, en það rann svo af hon­um: „En svona hefur þetta alltaf verið og er það ekki bara í góðu lagi? Það þýðir ekki að trú­ar­for­kólfar ráði hér ein­hverju sem skiptir máli!“

Ég varð hugsi. Voru áhyggjur mínar bara óþarfar? Því skyldi maður vera að ergja sig á hefðum sem hafa gengið frið­sam­lega fyrir sig frá því að lýð­veldið var stofn­að? Er maður kannski orð­inn of var um sig eftir öll hneyksl­is­málin í Þjóð­kirkj­unn­i?  Nei, þetta gengur bara ekki upp í rétt­látu sam­fé­lagi.

Auglýsing

„Heyrð­u,... mér finnst þetta samt ekki rétt - þó að við búum ekki við klerka­veld­i,“ svar­aði ég loks­ins.

„Við eigum enn í bar­áttu við trú­ar­leg aft­ur­halds­öfl sem lýsa því yfir með fram­komu sinni og gerðum að við Íslend­ingar séum ekki allir jafn­ir!“ Við­mæl­anda mínum fannst þó fátt til þess­ara orða koma og svar­aði: „Þetta hefur nú aldrei skaðað mig neitt og sama er mér hvað ein­hver biskup seg­ir,“ og þar með var hann rok­inn burt.

Hvað ef við­mæl­andi minn væri ása­trúar og vildi einn dag­inn verða fram­bjóð­andi til for­seta? Þætti honum þá orð bisk­ups skað­leg?

Vissu­lega er Ísland ekki trú­ræð­is­ríki sem slíkt en leif­arnar af hinu geist­lega valdi mið­alda eru enn til staðar og fá for­rétt­inda­stöðu sem rík­is­vald­inu (og þar með for­set­an­um) er ætlað að vernda sam­kvæmt stjórn­ar­skránni sjálfri. Þá situr eftir spurn­ingin sem mað­ur­inn ýjaði að. Skiptir það ein­hverju máli?

Aug­ljós­lega skiptir þetta bisk­upinn og Þjóð­kirkj­una miklu máli því að missi hin evang­el­íska lút­erska stór­kirkja (til eru aðrar hér­lend­is) stöðu sína sem þjóð­kirkja, missir hún millj­arð­ana sem hún fær frá rík­inu. Hún missir einnig alla upp­hefð­ar­bit­ana eins og að messa yfir þing­mönnum og for­seta við setn­ingu Alþingis hvert ár og að „krýna“ for­set­ann með hátíð­legri vígslu­at­höfn í Dóm­kirkj­unni. Þessir for­rétt­inda­bitar eru bara fáir af mörgum sem hún myndi missa. Hún yrði ekki lengur „aðal aðal“ heldur bara rétt eins og hin­ir, úrköstin sem eru utan hennar og eru nú 28% þjóð­ar­innar.

Þessi orð bisk­ups ganga þvert á rétt­læt­is­kennd manns og und­ir­stöðu­gildi lýð­ræð­is, því sem ég held að lang­flestir lands­menn kunni að meta; frelsi, jöfn tæki­færi og að „[A]llir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mann­rétt­inda án til­lits til kyn­ferð­is, trú­ar­bragða, skoð­ana, þjóð­ern­is­upp­runa, kyn­þátt­ar, lit­ar­hátt­ar, efna­hags, ætt­ernis og stöðu að öðru leyt­i,“ eins og segir í 65. grein stjórn­ar­skrár Íslands. Rétt­látt fyr­ir­komu­lag lýð­ræðis krefst þess að rétt­indi okkar (t.d. til að bjóða okkur fram til emb­ætta) séu veitt undir fávís­is­feldi eins og einn þekkt­asti kenni­smiður 20. ald­ar­innar á sviði félags­legs rétt­læt­is, John Rawls, orð­aði það.

Agnes biskup vegur að þessum grund­vall­ar­rétt­indum okk­ar, þegar hún leyfir sér að draga for­seta­fram­bjóð­endur í dilka eftir því hvort að það er kristið þjóð­kirkju­fólk eða ekki. Þetta er í senn ólýð­ræð­is­legt og mann­fjand­sam­legt. Í þessum árekstri höf­uðs for­rétt­inda­trú­fé­lags­ins Þjóð­kirkj­unn­ar, við einn mik­il­væg­asta kjarna lýð­ræð­is­ins sem rétt­læt­is­sam­fé­lag, krist­all­ast órétt­mæti og tíma­skekkja þess að þjóð­kirkju­skipan sé enn við lýði. Valda­staða Þjóð­kirkj­unnar byggir á yfir­gangs­semi og hroka þessa trú­fé­lags og for­vera þess róm­versk-kaþ­ólsku kirkj­unnar í rúm­lega ell­efu ald­ir. 

Það er sorg­legt að bisk­upinn getur þó rétt­lætt þennan yfir­gang með því að vísa í 62. grein stjórn­ar­skrár­innar um að kirkjan hennar skuli vera þjóð­kirkja á Íslandi. Agnes biskup leyfir sér því að lýsa van­þóknun sinni á utan­fé­lags­fólki við Þjóð­kirkj­una sem mögu­lega fram­bjóð­endur til for­seta. Ef til vill meinar hún það ekki per­sónu­lega en það verður það óhjá­kvæmi­lega því að sér­rétt­inda­staða Þjóð­kirkj­unnar er úti­lok­andi á aðra og það kemur per­sónu­lega niður á fólki. Hún sér ekki fyrir sér að „vígja“ ókrist­inn for­seta og það væri skilj­an­legt í trú­ræð­is­ríki þar sem reglum lýð­ræðis um mann­rétt­indi væru ekki áhyggju­efni yfir­valda. 

Í lýð­ræði á for­seti ekki að hafa opin­bert hlut­verk með trú­ar­leið­toga og trú­ar­leg emb­ætt­is­vígsla er tákn trú­ræð­is, þar sem valdið var talið koma frá guði til hins vígða. Ólíkt öðrum stofn­unum rík­is­ins þar sem fyllstu óhlut­drægni er kraf­ist er biskup þessum orðum sínum ekki klæddur „fá­vís­is­feld­in­um“ góða heldur „skrúð­kufli“ sér­trúar sem hefur ekk­ert með lýð­ræði og rétt­látt sam­fé­lag að gera. Ég segi „sér­trú­ar“ því að með þessu er biskup geng­inn á skjön mann­rétt­inda­á­kvæði stjórn­ar­skrár­innar og 64. grein­ina sem seg­ir; „Eng­inn má neins missa í borg­ara­legum og þjóð­legum rétt­indum fyrir sakir trú­ar­bragða sinna“ og ákvæði 63. grein­ar­innar um trú­fé­lög þar sem segir „[...] ekki [má] kenna eða fremja neitt sem er gagn­stætt góðu sið­ferði eða alls­herj­ar­reglu“. 

Það er „alls­herj­ar­regla“ að hafa þau borg­ara­legu rétt­indi að mega bjóða sig fram til for­seta eða ann­arra opin­berra emb­ætta. Agnes getur haft sína einka­skoðun á því hvaða fólk hún teldi best falið til emb­ættis for­seta, en sem orð úr munni bisk­ups (sem enn hefur opin­beru hlut­verki að gegna) hafa þessi orð allt annað vægi og vega að frelsi fólks til þátt­töku og ýja að því að for­seti utan Þjóð­kirkj­unnar yrði henni til óánægju eða erf­ið­leika.

Lítum aðeins á for­seta­emb­ættið sjálft. For­seti, óháð per­sónu­legri stöðu sinnar innan eða utan Þjóð­kirkj­unnar og allra trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­laga, hefur þá skyldu að starfa líkt og hann væri undir „fá­vís­is­feldi“ og þannig blindur á þá „merki­miða“ sem fólk hengir á sig eða hefur fengið hengda á sig af öðr­um. Hann/hún dregur ekki í dilka. Rétt­sýnn og lýð­ræð­is­legur for­seti gætir þess vand­lega að koma jafnt fram við alla borg­ara Íslands. Það þýddi að hann myndi halda í heiðri 64. og 65. greinar stjórn­ar­skrár­innar og sleppa því að hygla sér­rétt­indum líkt og þjóð­kirkju­á­kvæðið (62. grein) fer fram á gagn­vart „rík­is­vald­in­u“. 

Á meðan þjóð­kirkju­á­kvæðið er í gildi er nóg „vernd­un“ að ríkið styðji Þjóð­kirkj­una með núver­andi fjár­fram­lög­um. Það er hvergi í lögum eða reglu­gerðum að for­set­an­um, ráð­herrum eða alþing­is­mönnum beri að taka þátt í bæna­haldi, vígslum og skrúð­göngum Þjóð­kirkj­unnar og það er satt að segja veru­legur trú­ræð­is­bragur á því að for­set­inn sé vígður kirkju­lega. Út frá sjón­ar­hóli lýð­ræðis og rétt­lætis eru „alls­herj­ar­regl­ur“ 64. og 65. grein­anna um mann­rétt­indi og banni við mis­mun­um, öðrum greinum mik­il­væg­ari. Á herðum þess­ara greina hvílir það þjóð­fé­lag frels­is, vel­ferð­ar, rétt­lætis og far­sældar sem við höfum keypt dýrum dómum frá tímum Upp­lýs­ing­ar­innar og er okkur svo dýr­mætt. Án þeirra ættum við okkur ekki sjálf og lægjum enn á hnjánum sem kúguð þjóð ósjálf­stæðra fátæk­linga sem fengi úthlutað „rétt­læti“ eftir duttl­ungum klerka og kon­unga.

Höf­undur er læknir og nemi í heim­speki við HÍ.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None