Veraldarhyggjan stendur sterkum fótum á Íslandi

Auglýsing

Sið­mennt hefur látið fyr­ir­tækið Mask­ínu fram­kvæma könnun um lífs­skoð­an­ir Ís­lend­inga. Svar­endur voru 821 manns og vigtuð með til­lit til kyns, ald­urs og ­bú­setu. Helstu nið­ur­stöður hennar stað­festa að ver­ald­ar­hyggja (e. secul­aris­m) stendur sterkum fótum í íslensku sam­fé­lagi. Trú og stuðn­ingur við Þjóð­kirkj­una hefur farið hratt minnk­andi á síð­ustu 20 árum. Hér skal í örstuttu máli reynt að gera grein fyrir helstu nið­ur­stöð­um.

Minni­hluti þjóð­ar­innar trú­að­ur!

Árið 1996 voru 87% þjóð­ar­innar trúuð en í dag eru þeir 46%. Þeir sem eru ­trú­lausir eða gefa ekki upp trú eru 54% þjóð­ar­inn­ar. Þetta er í fyrsta skipt­i ­sem kann­anir sýna að minni­hluti þjóð­ar­innar sé trú­uð. Einnig kemur í ljós að 36% trúa helstu kenn­ingum kirkj­unnar um guð, eilíft líf og upp­ris­una. Í yngsta ald­urs­hópnum eru yfir 80% sem eru trú­laus eða telja enga vissu fyrir til­vist guðs. Fjórð­ungur þjóð­ar­innar eiga sam­leið með Þjóð­kirkj­unni sam­kvæmt könn­un­inni.

Við spurn­ing­unni um þjóð­kirkju­á­kvæði í stjórn­ar­skrá telja yfir 61% af þeim ­sem taka afstöðu að það eigi ekki að vera. Spurn­ingin er sett fram með­ hlut­laus­ari hætti en gert var í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni árið 2012.

Auglýsing

Sýnd­ar­veru­leiki skrán­inga í trú­fé­lög

Nið­ur­stöður stang­ast á við þann sýnd­ar­veru­leika sem er við skrán­ingu fólks í trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög. Sjálf­krafa skrán­ing hvít­voð­unga fram til 2013 hefur skapað þá blekk­ingu að „við séum kristin þjóð“, „allir eru í kirkj­unn­i“ og að „meiri­hlut­inn til­heyri kristnum söfn­uð­u­m“. Sú breyt­ing varð á skrán­ing­u ­barna árið 2013 að nú þurfa báðir for­eldrar að til­heyra sama trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lagi til að barnið sé skráð í félag, ann­ars skrá­ist barnið utan­ ­trú­fé­laga.

60% vilja breyt­ingu á fyr­ir­komu­lagi skrán­ingu barna í trú­fé­lög, t.d. að ­for­eldrar skrái börn sín eða þau geri það sjálf síðar á ævinni þegar þau hafa ald­ur og þroska til.

Þessi blekk­ing og skekkja hefur leitt til þess að ýmsar ólýð­ræð­is­leg­ar hug­myndir og kröfur hafa verið settar fram. T.d. að í krafti „meiri­hlut­ans“ eigi börn að læra krist­in­fræði í stað trú­ar­bragða­fræði. Kraf­ist hefur ver­ið ó­hefts aðgangs presta Þjóð­kirkj­unnar að leik- og grunn­skólum til þess að veiða sálir auk ann­ars trú­boðs með dreif­ingu á efni. Jafn­vel kirkju­ferðir á aðvent­u eru rök­studdar með þessum „stað­reynd­um“.

Íslend­ingar vilja ver­ald­legt sam­fé­lag

Könn­unin stað­festir enn eina ferð­ina að þjóðin vill aðskilnað ríkis og ­kirkju en 72% þeirra sem taka afstöðu eru þeirrar skoð­un­ar. Reynt er að af­vega­leiða umræð­una með frösum eins og „hvað þýðir eig­in­lega þessi spurn­ing?“. Svarið er ein­falt í hugum fólks. Þjóðin er búin að aðskilja sig frá kirkj­unn­i. Það vantar bara form­legu ákvörð­un­ina.

Það kemur fram að 46% telja að ríkið eigi EKKI að ann­ast skrán­ingu á trú- eða lífs­skoðun fólks, hvað þá að skatt­borg­arar eigi að borga millj­arða til­ þess­ara félaga í stað þess að þau inn­heimti tíund eða ein­fald­lega félags­gjöld. ­Sam­tals telja 60% að breyta þurfi kerf­inu en 40% styðja óbreytt kerfi þar sem fjár­hags­leg mis­munun er inn­byggð í það.

Talandi um skóla og trú­boð kirkj­unnar þá er afstaða Íslend­inga afar skýr. 69% sem taka afstöðu telja að skólar eigi að halda trú­ar­legu hlut­leysi.

Yfir 91% Íslend­inga styðja líkn­andi dauða

Í loka­spurn­ingu könn­un­ar­innar er spurt: „Ertu hlynntur eða and­vígur því að ein­stak­lingur geti fengið aðstoð við að binda endi á eigið líf ef hann er hald­inn ólækn­andi sjúk­dómi (líkn­andi dauð­i)?“

Svarið er ótví­rætt. Yfir 91% þeirra sem taka afstöðu styðja líkn­ar­dauða. Vissu­lega er umræðan hér á landi ekki komin langt á veg en samt hefur hún ver­ið nokkur á und­an­förnum árum. Greini­legt er að sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt­ur ein­stak­lings­ins um eigið líf er mönnum hug­leik­ið. Mannúð ræður þarna einnig ­miklu.

Þjóðin er sam­mála Sið­mennt

Sið­mennt hefur und­an­farna ára­tugi barist fyrir breyt­ingum á þeim málum sem könn­unin tekur yfir. Trú­ar­bragða­fræði í stað krist­in­fræði, hlut­leysi skóla í t­rú­mál­um, úthýs­ing trú­boðs úr leik- og grunn­skól­um, breyt­ingu á sjálf­krafa ­skrán­ingu hvít­voð­unga í trú­fé­lög og breyt­ingum á að ríkið skrái þá lífs­skoð­un ­fólks og greiði trú­fé­lögum millj­arða í félags­gjöld. Ekki má gleyma kröf­unni um að­skilnað ríkis og kirkju sem er grund­vall­ar­at­riði trú­frels­is.

Nið­ur­staða könn­un­ar­innar stað­festir að mál­flutn­ingur Sið­menntar fellur að ­skoð­unum Íslend­inga. Krafa Sið­menntar er: Ver­ald­legt sam­fé­lag. Hvað þýðir það? Í stuttu máli allt það sem kemur fram í könn­un­inni. Ver­ald­legt sam­fé­lag tryggir hlut­leysi rík­is­valds og ann­arra opin­bera aðila þegar kemur að trú­málum og mis­munar ekki á grund­velli trú­ar. Tryggt er að allir geti iðkað trú sína og ­trú­leysi.

Ver­ald­legt sam­fé­lag er fjöl­breyti­legt, lýð­ræð­is­legt sam­fé­lag byggt á mann­rétt­ind­um.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Sið­mennt­ar. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None