Veraldarhyggjan stendur sterkum fótum á Íslandi

Auglýsing

Sið­mennt hefur látið fyr­ir­tækið Mask­ínu fram­kvæma könnun um lífs­skoð­an­ir Ís­lend­inga. Svar­endur voru 821 manns og vigtuð með til­lit til kyns, ald­urs og ­bú­setu. Helstu nið­ur­stöður hennar stað­festa að ver­ald­ar­hyggja (e. secul­aris­m) stendur sterkum fótum í íslensku sam­fé­lagi. Trú og stuðn­ingur við Þjóð­kirkj­una hefur farið hratt minnk­andi á síð­ustu 20 árum. Hér skal í örstuttu máli reynt að gera grein fyrir helstu nið­ur­stöð­um.

Minni­hluti þjóð­ar­innar trú­að­ur!

Árið 1996 voru 87% þjóð­ar­innar trúuð en í dag eru þeir 46%. Þeir sem eru ­trú­lausir eða gefa ekki upp trú eru 54% þjóð­ar­inn­ar. Þetta er í fyrsta skipt­i ­sem kann­anir sýna að minni­hluti þjóð­ar­innar sé trú­uð. Einnig kemur í ljós að 36% trúa helstu kenn­ingum kirkj­unnar um guð, eilíft líf og upp­ris­una. Í yngsta ald­urs­hópnum eru yfir 80% sem eru trú­laus eða telja enga vissu fyrir til­vist guðs. Fjórð­ungur þjóð­ar­innar eiga sam­leið með Þjóð­kirkj­unni sam­kvæmt könn­un­inni.

Við spurn­ing­unni um þjóð­kirkju­á­kvæði í stjórn­ar­skrá telja yfir 61% af þeim ­sem taka afstöðu að það eigi ekki að vera. Spurn­ingin er sett fram með­ hlut­laus­ari hætti en gert var í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni árið 2012.

Auglýsing

Sýnd­ar­veru­leiki skrán­inga í trú­fé­lög

Nið­ur­stöður stang­ast á við þann sýnd­ar­veru­leika sem er við skrán­ingu fólks í trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög. Sjálf­krafa skrán­ing hvít­voð­unga fram til 2013 hefur skapað þá blekk­ingu að „við séum kristin þjóð“, „allir eru í kirkj­unn­i“ og að „meiri­hlut­inn til­heyri kristnum söfn­uð­u­m“. Sú breyt­ing varð á skrán­ing­u ­barna árið 2013 að nú þurfa báðir for­eldrar að til­heyra sama trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lagi til að barnið sé skráð í félag, ann­ars skrá­ist barnið utan­ ­trú­fé­laga.

60% vilja breyt­ingu á fyr­ir­komu­lagi skrán­ingu barna í trú­fé­lög, t.d. að ­for­eldrar skrái börn sín eða þau geri það sjálf síðar á ævinni þegar þau hafa ald­ur og þroska til.

Þessi blekk­ing og skekkja hefur leitt til þess að ýmsar ólýð­ræð­is­leg­ar hug­myndir og kröfur hafa verið settar fram. T.d. að í krafti „meiri­hlut­ans“ eigi börn að læra krist­in­fræði í stað trú­ar­bragða­fræði. Kraf­ist hefur ver­ið ó­hefts aðgangs presta Þjóð­kirkj­unnar að leik- og grunn­skólum til þess að veiða sálir auk ann­ars trú­boðs með dreif­ingu á efni. Jafn­vel kirkju­ferðir á aðvent­u eru rök­studdar með þessum „stað­reynd­um“.

Íslend­ingar vilja ver­ald­legt sam­fé­lag

Könn­unin stað­festir enn eina ferð­ina að þjóðin vill aðskilnað ríkis og ­kirkju en 72% þeirra sem taka afstöðu eru þeirrar skoð­un­ar. Reynt er að af­vega­leiða umræð­una með frösum eins og „hvað þýðir eig­in­lega þessi spurn­ing?“. Svarið er ein­falt í hugum fólks. Þjóðin er búin að aðskilja sig frá kirkj­unn­i. Það vantar bara form­legu ákvörð­un­ina.

Það kemur fram að 46% telja að ríkið eigi EKKI að ann­ast skrán­ingu á trú- eða lífs­skoðun fólks, hvað þá að skatt­borg­arar eigi að borga millj­arða til­ þess­ara félaga í stað þess að þau inn­heimti tíund eða ein­fald­lega félags­gjöld. ­Sam­tals telja 60% að breyta þurfi kerf­inu en 40% styðja óbreytt kerfi þar sem fjár­hags­leg mis­munun er inn­byggð í það.

Talandi um skóla og trú­boð kirkj­unnar þá er afstaða Íslend­inga afar skýr. 69% sem taka afstöðu telja að skólar eigi að halda trú­ar­legu hlut­leysi.

Yfir 91% Íslend­inga styðja líkn­andi dauða

Í loka­spurn­ingu könn­un­ar­innar er spurt: „Ertu hlynntur eða and­vígur því að ein­stak­lingur geti fengið aðstoð við að binda endi á eigið líf ef hann er hald­inn ólækn­andi sjúk­dómi (líkn­andi dauð­i)?“

Svarið er ótví­rætt. Yfir 91% þeirra sem taka afstöðu styðja líkn­ar­dauða. Vissu­lega er umræðan hér á landi ekki komin langt á veg en samt hefur hún ver­ið nokkur á und­an­förnum árum. Greini­legt er að sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt­ur ein­stak­lings­ins um eigið líf er mönnum hug­leik­ið. Mannúð ræður þarna einnig ­miklu.

Þjóðin er sam­mála Sið­mennt

Sið­mennt hefur und­an­farna ára­tugi barist fyrir breyt­ingum á þeim málum sem könn­unin tekur yfir. Trú­ar­bragða­fræði í stað krist­in­fræði, hlut­leysi skóla í t­rú­mál­um, úthýs­ing trú­boðs úr leik- og grunn­skól­um, breyt­ingu á sjálf­krafa ­skrán­ingu hvít­voð­unga í trú­fé­lög og breyt­ingum á að ríkið skrái þá lífs­skoð­un ­fólks og greiði trú­fé­lögum millj­arða í félags­gjöld. Ekki má gleyma kröf­unni um að­skilnað ríkis og kirkju sem er grund­vall­ar­at­riði trú­frels­is.

Nið­ur­staða könn­un­ar­innar stað­festir að mál­flutn­ingur Sið­menntar fellur að ­skoð­unum Íslend­inga. Krafa Sið­menntar er: Ver­ald­legt sam­fé­lag. Hvað þýðir það? Í stuttu máli allt það sem kemur fram í könn­un­inni. Ver­ald­legt sam­fé­lag tryggir hlut­leysi rík­is­valds og ann­arra opin­bera aðila þegar kemur að trú­málum og mis­munar ekki á grund­velli trú­ar. Tryggt er að allir geti iðkað trú sína og ­trú­leysi.

Ver­ald­legt sam­fé­lag er fjöl­breyti­legt, lýð­ræð­is­legt sam­fé­lag byggt á mann­rétt­ind­um.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Sið­mennt­ar. 

Persónuvernd segir Báru hafa brotið gegn lögum með upptöku
Stjórn Persónuverndar hefur komist að því að Bára Halldórsdóttir hafi brotið gegn lögum um persónuvernd, með upptöku sinni á spjalli Alþingismanna á Klaustur bar.
Kjarninn 22. maí 2019
Kærkomin vaxtalækkun - Frekari vaxtalækkun í pípunum?
Það kom ekki á óvart að meginvextir Seðlabanka Íslands hafi lækkað í morgun. Nú er spurningin: verður gengið enn lengra?
Kjarninn 22. maí 2019
Tveir landsréttardómarar sækja um embætti landsréttardómara
Þrír þeirra sem sækja um stöðu Landsréttardómara eru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen fjarlægði af lista sem hæfisnefnd hafði lagt fyrir. Tveir aðrir umsækjendur eru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður bætti á listann.
Kjarninn 22. maí 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Nemendur beita kennara ofbeldi
Kjarninn 22. maí 2019
Aðsókn í listkennsludeild LHÍ eykst um ríflega 120 prósent
Aðsókn í listkennsludeild Listaháskóla Íslands jókst um ríflega 120 prósent á milli áranna 2018 og 2019 en nú standa yfir inntökuviðtöl við deildina.
Kjarninn 22. maí 2019
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling kallar eftir ábendingum um vanefndir
Efling hefur fengið ábendingar um að fyrirtæki hafi brugðist við launahækkunum í nýjum kjarasamningi með því að taka af starfsfólki bónusa, aukagreiðslur og ýmis konar hlunnindi. Félagið kallar eftir frekari ábendingum frá félagsmönnum um slíkar aðgerðir.
Kjarninn 22. maí 2019
Katrín Jakobsdóttir
„Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“
Forsætisráðherra segir að líkamar kvenna séu dregnir inn í pólitíska umræðu með hætti sem ætti að heyra sögunni til og grafið sé undan fyrri sigrum í baráttu kvenna fyrir yfirráðum yfir sínum eigin líkama.
Kjarninn 22. maí 2019
Ástráður Haraldsson
Ástráður meðal umsækjenda um stöðu landsréttardómara
Ástráður Haraldsson, héraðsdómari, er á meðal þeirra sem sóttu um lausa stöðu landsréttardómara, en umsóknarfrestur rann út síðastliðinn mánudag.
Kjarninn 22. maí 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None