Jóhann Jóhannsson, tónskáld, hefur verið tilnefndur annað árið í röð til Óskarsverðlauna. Þetta er einstakt afrek hjá þessum hægláta hæfileikaríka tónlistarmanni.
Tilnefninguna fær hann fyrir tónlistina í kvikmyndinni Sicario.
Sigurjón Kjartansson, söngvari og helsti lagasmiður hljómsveitarinnar HAM, sem Jóhann var eitt sinn meðlimur í sem gítar- og hljómborðsleikari, lýsti Jóhanni sem „hæglátum trukk“ sem alla tíð hefði verið iðinn, duglegur og stórkostlega hæfileikaríkur tónlistarmaður. Þetta sagði hann í viðtali við Kjarnann í fyrra.
Árangur Jóhanns er öllu menningarlífi Íslendinga mikil hvatning, enda einstaklega mikil viðurkenning að vera tilnefndur til Óskarsverðlauna tvö ár í röð. Þessi „hægláti trukkur“ sem á upphafsárum sínum í tónlistinni spratt upp úr pönki og rokki, hefur nú sýnt og sannað hversu langt er hægt að ná, þegar hæfileikar og dugnaður fara saman, og er öðrum fyrirmynd í þeim efnum.
Til hamingju Jóhann!
Auglýsing
Við þurfum á þínu framlagi að halda
Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.
Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.
Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.
Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.
Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.
Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.
Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.
MorgunpósturinnEkki missa af neinuNánar