Björgólfur Thor og Róbert Wessmann heyja enn eina orustuna

Björgólfur Thor Björgólfsson
Auglýsing

Greint var frá því í Við­skipta­Mogg­anum í morgun að ­Björgólfur Thor og við­skipta­fé­lagar hans hjá Novator séu að skella sér í sam­heita­lyfja­brans­ann á ný. Þeir hafa þegar stofnað fyr­ir­tækið Xantis Pharma, ­sem er með höf­uð­stöðvar í Zug í Sviss. Það er sama borg og hýsti höf­uð­stöðv­ar Act­a­vis, sam­heita­lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins sem Björgólfur Thor réð yfir forðum daga, hér áður fyrr. Act­a­vis hefur síðan gengið í gegnum fjöl­margar sam­ein­ingar og heitir nú All­erg­an. Um mitt ár í fyrra var hlutur Novator í All­ergan kom­inn undir eitt pró­sent, en gengi bréfa í félag­inu hefur fimm­fald­ast á tæpum fjórum ár­um. Sam­kvæmt fréttum er stutt í að aðkoma Novator að All­ergan verði að fullu lok­ið.

End­ur­koma Björg­ólfs Thors og Novators í sam­heita­lyfja­bransann er athygl­is­verð fyrir margra sakir, meðal ann­ars vegna ára­langrar pissu­keppn­i milli hans og Róberts Wess­mann, fyrrum for­stjóra Act­a­v­is. Frá því Róbert, og hans ­nán­asti sam­starfs­maður Árni Harð­ar­son, hættu störfum hjá Act­a­vis hefur nefni­lega andað veru­lega köldu milli þeirra og Björg­ólfs Thors.

Björgólfur Thor hefur ætið haldið því fram að hann hafi rek­ið Ró­bert fyrir að setja félagið á hlið­ina en Róbert hefur hafnað því. Björgólf­ur T­hor hefur meðal ann­ars stefnt bæði Róberti og Árna til greiðslu skaða­bóta ­fyrir mein­tan fjár­drátt og báðir aðilar hafa atyrt hinn á opin­berum vett­vang­i við hvert tæki­færi á und­an­förnum árum. Deil­urnar náðu síðan nýjum hæðum í fyrra­haust þegar í ljós kom að um 60 pró­sent þeirra hluta­bréfa sem eru að baki hóp­mál­sókn fyrrum hlut­hafa Lands­bank­ans gegn Björgólfi Thor eru í eigu félags­ ­sem Árni Harð­ar­son á. Björgólfur Thor sagði á heima­síðu sinni að „fingraför þess­arra kump­ána [Ró­berts og Árna] hafa verið á mál­inu frá upp­hafi“.

Auglýsing

Róbert hefur á und­an­förnum árum stýrt upp­bygg­ing­u ­sam­heita­lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins Alvogen, en Árni er lög­maður þess og situr í stjórn. Fyr­ir­tækið er meðal ann­ars með skrif­stofur í Mið- og Aust­ur-­Evr­ópu, sem er það mark­aðs­svæði sem Xantis Pharma ætlar að herja á. Róbert og Árni verða því brátt aftur í beinni sam­keppni við Björgólf Thor á alþjóð­lega ­sam­heita­mark­aðn­um. Áhuga­vert verður að sjá hvort sama heiftin muni vera í þeim slag og öðrum sem þeir hafa tekið á und­an­förnum árum.

Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor, sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla, stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None