Björgólfur Thor og Róbert Wessmann heyja enn eina orustuna

Björgólfur Thor Björgólfsson
Auglýsing

Greint var frá því í Við­skipta­Mogg­anum í morgun að ­Björgólfur Thor og við­skipta­fé­lagar hans hjá Novator séu að skella sér í sam­heita­lyfja­brans­ann á ný. Þeir hafa þegar stofnað fyr­ir­tækið Xantis Pharma, ­sem er með höf­uð­stöðvar í Zug í Sviss. Það er sama borg og hýsti höf­uð­stöðv­ar Act­a­vis, sam­heita­lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins sem Björgólfur Thor réð yfir forðum daga, hér áður fyrr. Act­a­vis hefur síðan gengið í gegnum fjöl­margar sam­ein­ingar og heitir nú All­erg­an. Um mitt ár í fyrra var hlutur Novator í All­ergan kom­inn undir eitt pró­sent, en gengi bréfa í félag­inu hefur fimm­fald­ast á tæpum fjórum ár­um. Sam­kvæmt fréttum er stutt í að aðkoma Novator að All­ergan verði að fullu lok­ið.

End­ur­koma Björg­ólfs Thors og Novators í sam­heita­lyfja­bransann er athygl­is­verð fyrir margra sakir, meðal ann­ars vegna ára­langrar pissu­keppn­i milli hans og Róberts Wess­mann, fyrrum for­stjóra Act­a­v­is. Frá því Róbert, og hans ­nán­asti sam­starfs­maður Árni Harð­ar­son, hættu störfum hjá Act­a­vis hefur nefni­lega andað veru­lega köldu milli þeirra og Björg­ólfs Thors.

Björgólfur Thor hefur ætið haldið því fram að hann hafi rek­ið Ró­bert fyrir að setja félagið á hlið­ina en Róbert hefur hafnað því. Björgólf­ur T­hor hefur meðal ann­ars stefnt bæði Róberti og Árna til greiðslu skaða­bóta ­fyrir mein­tan fjár­drátt og báðir aðilar hafa atyrt hinn á opin­berum vett­vang­i við hvert tæki­færi á und­an­förnum árum. Deil­urnar náðu síðan nýjum hæðum í fyrra­haust þegar í ljós kom að um 60 pró­sent þeirra hluta­bréfa sem eru að baki hóp­mál­sókn fyrrum hlut­hafa Lands­bank­ans gegn Björgólfi Thor eru í eigu félags­ ­sem Árni Harð­ar­son á. Björgólfur Thor sagði á heima­síðu sinni að „fingraför þess­arra kump­ána [Ró­berts og Árna] hafa verið á mál­inu frá upp­hafi“.

Auglýsing

Róbert hefur á und­an­förnum árum stýrt upp­bygg­ing­u ­sam­heita­lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins Alvogen, en Árni er lög­maður þess og situr í stjórn. Fyr­ir­tækið er meðal ann­ars með skrif­stofur í Mið- og Aust­ur-­Evr­ópu, sem er það mark­aðs­svæði sem Xantis Pharma ætlar að herja á. Róbert og Árni verða því brátt aftur í beinni sam­keppni við Björgólf Thor á alþjóð­lega ­sam­heita­mark­aðn­um. Áhuga­vert verður að sjá hvort sama heiftin muni vera í þeim slag og öðrum sem þeir hafa tekið á und­an­förnum árum.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Páll Hermannsson
Sundabraut og Sundahöfn
Kjarninn 22. nóvember 2019
Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti
Hringbraut var á leið í þrot og því bjargaði samnruninn við Torg, útgáfufélags Fréttablaðsins, því sem bjargað varð.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró
Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None