Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, sat fund þjóðarleiðtoga um sjötíu ríkja, sem ræddu málefni Sýrlands, í London. Ákveðið var að leggja til allt að tíu milljarða Bandaríkjadala, rétt um 1.300 milljarða króna, til þess að vinna að eflingu hjálparstarfs.
Fram kom í máli Sigmundar Davíðs, í viðtali við RÚV, og flestir hefðu verið sammála um mikilvægi þess að efla hjálparstarf í nágrannaríkjum Sýrlands, þar sem er mikið álag vegna straums flóttamanna frá stríðshrjáðum svæðum.
Fram kom í máli Sigmundar Davíðs, í viðtali við RÚV, og flestir hefðu verið sammála um mikilvægi þess að efla hjálparstarf í nágrannaríkjum Sýrlands, þar sem er mikið álag vegna straums flóttamanna frá stríðshrjáðum svæðum.
Það er gott að forsætisráðherra taki þátt í mikilvægum umræðum um málefni Sýrlands, og þau hrikalegu vandamál sem fylgja stríðsrekstri í landinu. Vonandi mun fjárstuðningurinn, sem var hærri en Sameinuðu þjóðirnar höfðu óskað eftir, nýtast hratt og vel til uppbyggingar og mannúðarstarfa.