Reykjanesbær hefur náð samkomulagi við kröfuhafa Eignarhaldsfélagsins Fasteignar ehf. samkvæmt tilkynningu frá bænum.
Bæjaryfirvöld í bænum hafa lengi barist fyrir því að fá hluta af skuldum bæjarins felldar niður, en í lok árs 2014 námu heildarskuldirnar rúmlega 41 milljarði króna, og var skuldahlutfallið um 250 prósent.
Fróðlegt verður að sjá hvernig samkomulag bæjarins við Fasteign lítur út, því önnur sveitarfélög hafa ekki fengið afskriftir vegna skulda sinna við félagið, sem hafa þó verið að glíma við miklar skuldir. Samkomulagið hefur ekki verið útlistað í nákvæmisatriðum ennþá.
Bæjaryfirvöld í bænum hafa lengi barist fyrir því að fá hluta af skuldum bæjarins felldar niður, en í lok árs 2014 námu heildarskuldirnar rúmlega 41 milljarði króna, og var skuldahlutfallið um 250 prósent.
Fróðlegt verður að sjá hvernig samkomulag bæjarins við Fasteign lítur út, því önnur sveitarfélög hafa ekki fengið afskriftir vegna skulda sinna við félagið, sem hafa þó verið að glíma við miklar skuldir. Samkomulagið hefur ekki verið útlistað í nákvæmisatriðum ennþá.
Ekki er ólíkt að sveitarstjórnir muni ræða um jafnræði í þessu samhengi, þó flestir geri sér líklega grein fyrir því að staða Reykjanesbæjar var og er alvarleg.