Auglýsing

Almenn­ingur verður að átta sig á að nú stendur yfir harð­asta atlaga að íslensku rétt­ar­kerfi sem nokkurn tím­ann hefur verið lagt í. Lög­fræð­ing­um, fjöl­miðlum og almanna­tenglum er beitt óspart til að sparka í stoðir þess kerfis í þeirri von að það hrikti í þeim svo að hinir dæmdu fái upp­reist æru og þeir sem eru enn í ákæru­ferli sleppi við það ömur­lega hlut­skipti að vera refs­að. 

Þeirra skila­boð eru ein­föld: það eru ekki alvöru lög sem dæma banka­menn og fylgitungl þeirra í fang­elsi.

Umfjöllun í Frétta­blað­inu gerir dóm­ara van­hæfan

Í gær var greint frá því að Jón Ásgeir Jóhann­es­son, sem oft leggur mikið á sig við að segj­ast ekki vera eig­andi Frétta­blaðs­ins, hefði látið leggja fram bókun við fyr­ir­töku Aur­um-­máls­ins, þar sem hann er ákærður fyrir stór­felld efna­hags­brot. Bók­unin er þess efnis að einn dóm­ari máls­ins, Símon Sig­valda­son, eigi að víkja við með­ferð máls­ins.

Auglýsing

Ástæð­an: Jón Ásgeir efast um óhlut­drægni Sím­onar vegna þess að haustið 2014 fjall­aði Frétta­blaðið um fyr­ir­tækið Rann­sóknir og grein­ingu, sem er í eigu Ingu Dóru Sig­fús­dótt­ur, eig­in­konu Sím­on­ar. Í þeim fréttum var sagt frá því að fyr­ir­tækið hefði fengið yfir 50 millj­ónir króna frá hinu opin­bera, í gegnum samn­ing við mennta­mála­ráðu­neyt­ið, til að vinna að rann­sóknum á högum ungs fólks og þær fjár­veit­ingar gerðar tor­tryggi­leg­ar. Inga Dóra, sem er pró­fessor við Háskól­ann í Reykja­vík og Col­umbia háskól­ann í New York, svar­aði umfjöllun Frétta­blaðs­ins í aðsendri grein í októ­ber sama ár

Þess má geta að Inga Dóra fékk tveggja millj­óna evra rann­sókn­ar­styrk, um 285 millj­ónir króna, frá Evr­ópu­sam­band­inu fyrir ári síðan vegna rann­sóknar sinna á högum ungs fólks. Hún er ein­ungis annar Íslend­ing­ur­inn sem hlýtur slíkan styrk, sem var líkt við Nóbels­verð­laun.

Jón Ásgeir telur að draga megi óhlut­drægni Sím­onar í sinn garð í efa vegna þess að Frétta­blað­ið, sem er að stærstum hluta í eigu Ingi­bjargar Pálma­dótt­ur, eig­in­konu Jóns Ásgeirs, hafi flutt fréttir af félagi Ingu Dóru. „Frétt­irn­ar snér­ust um að fyr­ir­tækið hefði notið óeðli­­legs aðgangs að op­in­beru fé auk þess sem ekki hefði verið rétt staðið að út­hlut­un arðs úr fé­lag­in­u,“ seg­ir í bók­un­ lög­manns hans.

Neitar ítrekað afskiptum en er ítrekað upp­vís að þeim

Nokkrar spurn­ingar vakna við þessa til­raun Jóns Ásgeirs til að losna við til­tek­inn dóm­ara úr Aur­um-­mál­inu. Í fyrsta lagi er hún í full­kominni and­stöðu við opin­berar yfir­lýs­ingar Jóns Ásgeirs um afskipti sín af rit­stjórnum fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­is­ins 365, en Frétta­blaðið er vita­skuld einn þeirra. Snemma árs 2013 sagði hann við Eyj­una: „Ég hef aldrei haft afskipti af rit­stjórn miðla 365. Bæði rit­stjórnir Frétta­blaðs­ins, Stöðvar 2 og Vísis eru sjálf­stæðar og þola hvorki afskipti mín, stjórnar 365 miðla ehf. eða ann­arra starfs­manna félags­ins.“

Ef Jón Ásgeir stýrir ekki frétta­flutn­ingi Frétta­blaðs­ins, líkt og hann heldur fram, þá ætti Símon Sig­valda­son vænt­an­lega ekki að hafa neina ástæðu til þess að vera honum reið­ur. Það er jú sjálf­stæð rit­stjórn­ ­sem starfar á blað­inu, sam­kvæmt Jóni Ásgeiri. 

Fyrir okkur sem vitum betur en að Jón Ásgeir reyni ekk­ert að skipta sér af rit­stjórn miðla sinna, líkt og hann hefur marg­sýnt virð­ist þetta hreint ótrú­leg til­raun hjá honum til að hafa áhrif á rétt­ar­kerf­ið. Ef rök­sæmd­ar­færsla Jóns Ásgeirs um að frétta­flutn­ingur í Frétta­blað­inu um ein­hvern sem teng­ist dóm­ara verður tekin gild þá getur Jón Ásgeir ein­fald­lega beitt áhrifum sínum innan fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­is­ins sem hann á ekki, en stýrir aug­ljós­lega, til að fréttir verði skrif­aðar um við­kom­andi þannig að van­hæfi skap­ist. Fyrir þá sem efast enn um að Jón Ásgeir geti komið hverju sem hann vill inn í Frétta­blaðið er bent á að lesa átta síðna auka­blað sem gefið var út um ákær­urnar í Baugs­mál­inu sem birt var fyrir rúmum ára­tug. Við hvern ákæru­lið eru hengdar athuga­semdir sak­born­inga þar sem þeir segja þá vera tóma steypu.

Vélin mallar

Í bókun Gests Jóns­son­ar, lög­manns Jóns Ásgeirs, þar sem farið er fram á að Sím­oni verði víkið frá, er einnig vísað í ummæli sem dóm­ar­inn lét falla í við­tali við Síð­deg­is­út­varp Rásar 2 þann 8. des­em­ber síð­ast­lið­inn. Þar var Símon að ræða um kyn­ferð­is­brot og dóma í þeim málum sem for­maður dóm­stóla­ráðs. Rætt var um að mik­ill þrýst­ingur hefði verið á þyngri refs­ingar í kyn­ferð­is­brota­málum og Símon sagði að það hefði átt þátt í því að refs­ingar í mál­unum hefðu þyngst á síð­ustu árum. „Það er alveg ábyggi­legt að þar hefur við­horf almenn­ings haft áhrif. Við megum ekki gleyma því að dóm­stól­arnir eru sprottnir upp úr okkar eigin sam­fé­lagi og eiga að end­ur­spegla við­horf okkar til mál­efna líð­andi stund­ar. Dóm­ar­arnir koma úr því sama umhverfi. Það er mjög eðli­legt að dóm­arar end­ur­spegli sam­fé­lags­vit­und­ina.“

Hin vel fjár­magn­aða og áhrifa­ríka vél sem mallar í kringum þann hóp manna sem ákærður hefur verið vegna hrun­mála, og í sumum til­fellum dæmd­ur, greip þessi ummæli á lofti og snéri þeim sam­stundis upp í að dómar í hrun­málum hefðu fallið til að sefa múgsefjun sam­fé­lags sem viti ekk­ert um banka­mál.

Faðir Magn­úsar Guð­munds­sonar, sem hefur verið dæmdur í sam­tals sex ára fang­elsi vegna tveggja mála, skrif­aði grein í Morg­un­blaðið nokkrum dögum síðar þar sem hann dró þá ályktun að Sím­on, sem var einn hér­aðs­dóm­ara sem dæmdi í báðum málum Magn­ús­ar, hefði haft almenn­ings­á­litið að leið­ar­ljósi þegar sonur hans var dæmd­ur. Hæsti­réttur hefur stað­fest annan umrædda dóma yfir Magn­úsi.

Þann 8. jan­úar síð­ast­lið­inn skrif­aði Jónas Sig­ur­geirs­son, sem var upp­lýs­inga­full­trúi Kaup­þings fyrir hrun en rekur nú bóka­út­gáfu, grein í Frétta­blaðið þar sem hann gerir orð Sím­onar í við­tal­inu að umtals­efni, ásamt öðru. Þar sagði hann að ummæli Sím­onar „ættu að öllu jöfnu að hringja við­vör­un­ar­bjöllum en fanga í raun einkar vel þá stemmn­ingu sem hér hefur ríkt.“

Þor­valdur Lúð­vik Sig­ur­jóns­son, sem var dæmdur í 18 mán­aða fang­elsi í Stím-­mál­inu svo­kall­aða, skrif­aði grein í Frétta­blaðið dag­inn eft­ir, þann 9. jan­ú­ar, þar sem hann setti fram sömu gagn­rýni á orð Sím­on­ar, en hann dæmdi einnig í Stím-­mál­inu.

Sverrir Ólafs­son, bróðir Ólafs Ólafs­son­ar, sem afplánar nú þungan dóm vegna Al Than­i-­máls­ins, og fyrrum með­dóm­ari í Aur­um-­mál­inu, skrif­aði síðan grein í Morg­un­blaðið í byrjun vik­unnar þar sem hann gagn­rýnir Símon Sig­valda­son harð­lega. Þar sagði hann að ummæli Sím­onar hafi vakið undrun margra, þau séu ótrú­leg og „setja, ásamt nýlegum dóms­upp­sögum dóm­ar­ans, stórt spurn­inga­merki við hæfi Sím­onar Sig­valda­sonar til að taka hlut­lausa, ígrund­aða og mál­efna­lega afstöðu til jafn mik­il­vægra mála og banka­málin eru.“ Vert er að taka fram að sýknu­dómur hér­aðs­dóms í Aur­um-­mál­inu var ógiltur vegna van­hæfis Sverris, þar sem ekki hafi legið fyrir vit­neskja um að hann væri bróðir Ólafs Ólafs­son­ar.

Og nú eru orð Sím­onar í við­tal­inu fræga orðin hluti af kröfu Jóns Ásgeirs Jóhann­es­sonar um að Símon víki í Aur­um-­mál­inu. Í bókun lög­manns Jóns Ásgeirs seg­ir: „Skjól­stæð­ingur minn telur sig eiga rétt á dómi byggðum á birtum lögum en ekki óskil­greindri þjóð­fé­lags­vit­und þar sem hand­valdi dóm­ar­inn sit­ur.“

Varla nýmæli

Þegar rætt er við lög­menn þá kemur fljótt í ljós að þau orð sem Símon lét falla eru varla nýmæli. Sig­urður Líndal, sem var pró­fessor við laga­deild Háskóla Íslands frá 1972 til 2001, höf­undur fjöl­margra rita sem kennd eru í íslenskri lög­fræði og lík­lega virt­asti lög­maður lands­ins, skrif­aði til að mynda um sam­bæri­lega hluti í bók­inni Um lög og lög­fræði, þar sem skýrð eru grund­vall­ar­at­riði í gild­andi lög­skipan þjóð­fé­lags­ins með meg­in­á­herslu á helstu rétt­ar­heim­ild­ir. Hún er kennslu­bók í almennri lög­fræði hér­lend­is. Þar seg­ir: „Þannig getur rétt­læt­is­vit­und og sið­gæð­is­við­horf sem ríkj­andi eru í þjóð­fé­lagi og lífs­skoðun þess sem lög túlkar, til dæmis dóm­ara, ráðið því hvernig regla er end­an­lega mót­uð. Þótt dóm­stólar taki mið af ríkj­andi gild­is­mati þegn­anna felst engan veg­inn í því að þeir láti stjórn­ast af skyndi­upp­hlaupum eða múgsefjun á þeim vett­vang­i.“

Annað dæmi má finna í grein Sig­ríðar Ingv­ars­dóttur hér­aðs­dóm­ara, í Tíma­riti lög­ræð­inga árið 2000 sem ber heitið Rök­stuðn­ingur dóms­úr­lausna. Þar segir m.a. : „Hér er einnig rétt að hafa í huga að margt annað en laga­regl­ur, venjur og lög­mál rök­fræð­innar getur haft áhrif á það hvernig dóm­ari rök­styður nið­ur­stöðu í dóms­máli. Má þar t.d. nefna almenn við­horf til dóm­stóla og vænt­ingar sem til þeirra eru gerðar vegna stöðu þeirra í stjórn­skip­an­inni eða af öðrum ástæð­um. Þannig geta aðstæður í þjóð­fé­lag­inu, tíð­ar­and­inn og þjóð­fé­lags­þró­unin haft áhrif á það hvernig dóm­ari hagar rök­stuðn­ing­i.“

Nú taka fjöl­miðl­arnir við

Öllum með­ulum er beitt í þeirri atlögu að stoðum rétt­ar­rík­is­ins sem stendur yfir. Atlagan hefur aldrei verið harð­ari en eftir þá þungu dóma Hæsta­réttar sem fallið hafa und­an­farið ár. 

Það finnum við blaða­menn sann­ar­lega og reglu­lega. En nýjasta útspil Jóns Ásgeirs, þar sem hann bein­línis notar fjöl­miðil sem hann/­konan hans eiga til að hafa áhrif á skipan dóm­ara í máli gegn hon­um, á að hringja aðvör­un­ar­bjöll­um.

Það er nefni­lega ljóst, líkt og rit­stjóri Frétta­blaðs­ins boð­að­i í leið­ara sem hún skrif­aði um Aur­um-­mál Jóns Ásgeirs í apríl 2015, að fjöl­miðl­arnir hafa sann­ar­lega ­tekið við. Þeir taka ekki ein­ungis þátt í veg­ferð þeirra sem hafa verið dæmdir eða verða það mögu­lega í fram­setn­ingu frétta og skoð­ana­skrif­um. Nú má nota frétta­skrif miðla 365 til að koma frá dóm­urum sem Jóni Ásgeiri líst ekki á. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nichole Leigh Mosty
Kvennafrídagur 2020 og nokkra staðreyndir um stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Leslistinn 24. október 2020
Óléttan sem allir þrá en enginn þorir enn að fagna
Það treystir sér varla nokkur maður að segja það upphátt. Þó að hún sé mikil um sig. Þyngri á sér en venjulega. Þó að hún sé einmitt á réttum aldri. En, er hvíslað í þröngum hópi, getur það mögulega verið að hún sé ólétt?
Kjarninn 24. október 2020
Yfirlitsmynd yfir fyrirhugað framkvæmdasvæði. Guli kassinn og blái þríhyrningurinn afmarka svæði 1. og 2. áfanga.
Vilja virkja vindinn á Mosfellsheiði
Ef áætlanir Zephyr Iceland ganga eftir munu 30 vindmyllur, um 200 MW að heildarafli, rísa á Mosfellsheiði. Fjölmargar hugmyndir að vindorkuverum bárust verkefnisstjórn rammaáætlunar en Zephyr telur óljóst að vindorka eigi þar heima.
Kjarninn 24. október 2020
Silja Dögg Gunnarsdóttir
Ostur í dulargervi
Kjarninn 24. október 2020
Íslands-Færeyja straumurinn (IFSJ) er sýndur með dökk fjólubláum lit á kortinu.
Uppgötvuðu hafstraum og kenna hann við Ísland
Norskir vísindamenn hafa borið kennsl á nýtt fyrirbæri í hafinu sem hefur umtalsverð áhrif á loftslag á okkar norðlægu slóðum. Hafstraumurinn hefur fengið nafnið Íslands-Færeyja brekkustraumurinn (e. Iceland-Faroe Slope Jet).
Kjarninn 24. október 2020
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Segir endurbata í ferðaþjónustu vera hröðustu leiðina úr kreppunni
Fyrrverandi seðlabankastjóri telur að aukin virkni ferðaþjónustunnar sé fljótvirkasta leiðin til að ná viðsnúningi í hagkerfinu.
Kjarninn 24. október 2020
Nasistar, rasistar, fasistar og hvíthettir – eða kannski bara einn stór misskilningur?
Viðbrögð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fánamálinu hafa verið afgerandi – en embættið styður ekki með neinum hætti hatursorðræðu eða merki sem ýta undir slíkt. Það hefur þó ekki verið nóg til að lægja öldurnar á samfélagsmiðlum.
Kjarninn 24. október 2020
Meirihluti borgarstjórnar stendur á bak við þá sýn sem birtist í tillögunum að breyttu aðalskipulagi fram til ársins 2040.
Borgaryfirvöld vilja meiri borg og færri bíla
Borgaryfirvöld hafa kynnt breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur, sem framlengja núgildandi skipulag til ársins 2040. Háleit markmið eru sett um byggingu 1.000 íbúða á ári að meðaltali, alls rúmlega 24 þúsund talsins til 2040 ef vöxtur verður kröftugur.
Kjarninn 24. október 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari
None