Húsasmiðjan tilkynnti um það í gær, að listaverð fyrirtækisins á byggingavörum, myndi lækka um allt að 20 prósent. Í tilkynningu er ástæðan sögð vera sú, að með þessu móti sé verið að einfalda afsláttakerfi og gera verðstefnu fyrirtækisins gagnsærri fyrir almenning. Á sama tíma sé verið að vinna gegn verðbólgu og lækka byggingakostnað. Ljóst sé að þetta muni kosta fyrirtækið umtalsverða fjármuni, en til lengdar sé vonin sú að þetta búi til traustara viðskiptasamband við viðskiptavini.
Ekki er hægt að segja annað en að þetta sé jákvætt innlegg í gang mála á byggingavörumarkaði, og vonandi mun þessi ákvörðun ýta af stað bolta sem skilar sér í lægra verði fyrir neytendur hjá samkeppnisaðilum sömuleiðis. Ef verð lækkar almennt á markaðnum, þá njóta neytendur þess enn meira.
Ekki er hægt að segja annað en að þetta sé jákvætt innlegg í gang mála á byggingavörumarkaði, og vonandi mun þessi ákvörðun ýta af stað bolta sem skilar sér í lægra verði fyrir neytendur hjá samkeppnisaðilum sömuleiðis. Ef verð lækkar almennt á markaðnum, þá njóta neytendur þess enn meira.
Það er vonandi listaverð verði framvegis þau verð sem miðað er við í öllum viðskiptum, ekki aðeins hjá Húsasmiðjunni heldur hjá öllum öðrum einnig, svo að almenningur sé ekki látinn borga meira en hann þarf. Í reynd er það sjálfsögð krafa.