Árið 2007 er brennimerkt í huga fólks, sem ár óhófs og óstöðugleika í efnahagslífinu, sem markaði upphafið að hruni fjármálakerfisins og að beitingu neyðarréttar til að vernda efnahagsleg sjálfstæði landsins. Óhætt er að segja að fáir hafi fært hugann að því árið 2007, að hagkerfið yrði á barmi hruns aðeins ári síðar.
Tölur sem nú má sjá um kaupmáttaraukningu einstaklinga eru ískyggilega líkar þeim tölum sem sáust hér á landi árið 2007. Seðlabankinn gerir ráð fyrir að kaupmáttur ráðstöfunartekna hafi aukist um átta prósent í fyrra, og muni aukast um níu prósent á þessu ári. Þetta er mesta kaupmáttaraukning sem sést hefur frá árinu 2007.
Tölur sem nú má sjá um kaupmáttaraukningu einstaklinga eru ískyggilega líkar þeim tölum sem sáust hér á landi árið 2007. Seðlabankinn gerir ráð fyrir að kaupmáttur ráðstöfunartekna hafi aukist um átta prósent í fyrra, og muni aukast um níu prósent á þessu ári. Þetta er mesta kaupmáttaraukning sem sést hefur frá árinu 2007.
Vonandi ber stjórnvöldum, og stjórnendum í atvinnulífinu, gæfa til þess að halda vel um hagstjórnartaumana í þetta skiptið. Þó vel ári núna, og staðan sé um margt góð og ólík því sem var árið 2007, þá getur hún breyst hratt. Sporin hræða.