Traustið er farið og Borgunarsalan mun hafa afleiðingar

Auglýsing

Sala Lands­bank­ans á 31,2 pró­sent hlut í Borgun í nóv­em­ber 2014 hefur heldur betur dregið dilk á eftir sér. Bank­inn, sem er að nán­ast öllu ­leyti í eigu íslenska rík­is­ins, seldi hlut­inn á 2,2 millj­arða króna til­ ­Eign­ar­halds­fé­lags­ins Borg­un­ar, sem var í eigu stjórn­enda Borg­unar og ­með­fjár­festa þeirra. Í við­skipt­unum var miðað við að heild­ar­virði Borg­unar væri sjö millj­arðar króna.

Við­skiptin voru upp­haf­lega gagn­rýnd harka­lega í kjöl­far þess að Kjarn­inn greindi frá því að hlut­ur­inn hafi verið seldur bak­við luktar dyr, í ó­gagn­sæju ferli og að bjóð­endur hafi setið einir að því að fá tæki­færi til að ­kaupa hlut­inn. Sá hópur sem keypti þorra hlutar rík­is­bankans á hrakvirði sam­an­stóð ann­ars vegar af stjórn­endum Borg­unar – sem höfðu besta yfir­sýn yfir­ hversu mik­ils virði fyr­ir­tækið er – og hins vegar hópi mjög efn­aðra ­með­fjár­festa, sem keyptu stærstan hluta þess sem selt var.

Auglýsing

Á meðal þeirra eru Stál­skip ehf., þar sem Guð­rún Lár­us­dótt­ir hefur stýrt ferð­inni í ára­tugi, og félag í eigu Ein­ars Sveins­son­ar, sem skráð er í Lúx­em­borg. Einar er föð­ur­bróðir Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, og var við­skipta­fé­lagi hans árum saman áður en Bjarni hætti í við­skiptum til að ein­beita sér að stjórn­mál­um. Þótt nokkuð aug­ljóst sé að ­Bjarni hafi aldrei verið í nokk­urri stöðu til að beita sér fyrir því að frænd­i hans fengi að kaupa hlut­inn í Borgun - og hefur þar af leið­andi ekki haft nokkuð með kaupin að gera - þá er jafn ljóst að þessi tengsl eru óheppi­leg. Þau hafa skapað tor­tryggni og dregið úr trausti.

Það var ekki til að bæta ásýnd við­skipt­anna þegar eig­end­ur ­Borg­unar ákváðu að borga sér 800 millj­ónir króna í arð í febr­úar 2015, rúm­um t­veimur mán­uðum eftir að gengið var frá sölu á hlut rík­is­bank­ans.

Úr sjö millj­örðum í allt að 26

Gagn­rýnin á Borg­un­ar­söl­una fékk byr undir báða vængi í upp­hafi árs 2016 þegar greint var frá því að Borgun ætti rétt á hlut­deild í sölu­and­virði Visa Europe, en Visa Inc. er að kaupa það félag. Morg­un­blað­ið hefur sagt frá því að Borgun sé nú metið á allt að 26 millj­arða króna, eða næstum fjórum sinnum meira en þegar Lands­bank­inn seldi hlut sinn. Sam­kvæmt þessu mati er hlutur þeirra sem keyptu á 2,2 millj­arða króna nú allt að 8,1 millj­arða króna virði. Fjár­fest­arnir hafa grætt tæpa sex millj­arða króna á rúm­lega fjórtán mán­uð­um. Það eru tæpar 560 millj­ónir króna á hverjum ein­asta mán­uð­i ­sem liðið hefur frá því að kaupin voru frá­geng­in.

Í gær upp­lýsti Borgun loks um það að fyr­ir­tækið muni fá 6,5 millj­arða króna vegna söl­unnar á Visa Europe, þar af munu 4,8 millj­arðar króna skila sér í pen­ingum þegar form­lega verður gengið frá söl­unni. Auk þess mun ­Borgun fá afkomu­tengda greiðslu árið 2020 sem fyr­ir­tækið hefur ekki upp­lýst um hversu há er. Það liggur því fyrir að það sem fellur Borgun í skaut vegna þess­arra við­skipta, sem voru ekki tekin með í reikn­ing­inn þegar rík­is­bank­inn ­seldi hlut sinn í fyr­ir­tæk­inu, er að öllum lík­indum hærri fjár­hæð en heild­ar­virði Borg­unar var áætlað í við­skipt­unum í lok árs 2014.

Borgun segir að meg­in­hluti hagn­að­ar­hlut­deildar Borg­unar meg­i rekja til rekstr­ar­sögu Borg­unar síð­ustu 18 mán­uði fyrir sölu Visa Europe. Það þýðir að hluti hagn­að­ar­ins hið minnsta varð til áður en Lands­bank­inn seldi hlut s­inn í Borgun fyrir rúmum fjórtán mán­uð­um.

Kasta á milli sín kart­öfl­unni

Framan af létu bæði stjórn­endur Lands­bank­ans og Borg­unar sem að ekk­ert hafi verið athuga­vert við söl­una. Eftir mikla gagn­rýni við­ur­kennd­i ­banka­ráð Lands­bank­ans snemma árs í fyrra að standa hefði átt að söl­unni með­ öðrum hætti og að hlut­ur­inn hefði átt að selj­ast í opnu og gagn­sæju ferli. Bank­inn hélt því þó ávallt fram, síð­ast í aðsendri grein eftir Stein­þór Páls­son ­banka­stjóra sem birt­ist í Morg­un­blað­inu 22. jan­úar 2016, að hann hefði feng­ið gott verð fyrir hlut­inn í Borg­un.

Nú er annað hljóð í strokknum og stjórn­endur Borg­unar og Lands­bank­ans hafa und­an­farna daga kastað ábyrgð­inni á því að stjórn­end­ur Lands­bank­ans hafi ekki áttað sig á mögu­legu verð­mæti Borg­un­ar, við söl­una á hlut sínum fyrir um fjórtán mán­uð­um, á milli sín eins og heitri kart­öflu. ­Banka­sýsla rík­is­ins er komin á fullt í að kanna söl­una og hefur farið fram á ít­ar­legar upp­lýs­ingar um hana. Stein­þór breytti síðan tóni sínum í mál­inu mjög ræki­lega í við­tali við RÚV um liðna helgi þegar hann sagði að ef það komi í ljós að ­upp­lýs­ingum hafi verið haldið frá Lands­bank­anum í sölu­ferl­inu á hlut hans í Borgun muni bank­inn leita réttar síns. „Þá er málið mjög alvar­legt, þá fer þetta bara í lög­fræði­legan fer­il. Þá munum við ­gæta okkar hags­muna með þeim aðferðum sem hægt er.“

Borgun svar­aði því til í svari við fyr­ir­spurn Lands­bank­ans í gær að það hafi alltaf legið fyr­ir­, og ekki verið neitt leynd­ar­mál, að Borgun hefði verið leyf­is­hafi í Visa Europe. Þetta hafi verið kynnt á fundum með Lands­bank­anum í aðdrag­anda söl­unar á hlut hans. Það hafi líka legið fyrir að til staðar var val­réttur sem gæti skil­að ­sölu­hagn­aði ef Visa Inc. myndi ákveða að kaupa Visa Europe. Borgun hefði ekki talið hann vera vera „veru­leg verð­mæti“ á sínum tíma og bók­fært val­rétt­inn þannig.

Síðar breytt­ist þessi val­réttur hins vegar í risa­vax­inn happa­drætt­is­vinn­ing fyrir nýja eig­end­ur ­Borg­un­ar.

Hápóli­tískt og mun hafa afleið­ingar

Málið er nú orðið hápóli­tískt og ljóst að það mun hafa af­leið­ing­ar. Stjórn­mála­menn þvert á hið póli­tíska lit­róf hafa kallað eftir því að ein­hver verði lát­inn axla ábyrgð á gjörn­ingn­um, sem Sig­mundur Dav­íð G­unn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra hefur kallað klúður og Árni Páll Árna­son, ­for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hefur lengi sagt að sé reg­in­hneyksli. Árni Páll hefur enn fremur sagt að atburð­ar­rásin öll lýsi mjög ógeð­felldum sam­skiptum í æðstu lögum í fjár­mála­kerf­inu sem kalli á spurn­ingar um þann kúltúr sem þar við­gengst.“

Í gær­kvöldi urðu síðan ákveðin vatna­skil þegar Bjarn­i Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sagði í kvöld­fréttum RÚV að aug­ljóst hefði verið að salan á Borgun hefði verið klúður og að standa hefð­i átt öðru­vísi að henni. Málið gæti haft áhrif á áform rík­is­ins um að selja 28,2 ­pró­sent hlut í Lands­bank­an­um, en fjár­lög árs­ins 2016 gera ráð fyrir því að hún skil­i ­rík­is­sjóði 71 millj­arði króna í kass­ann í ár.

Það eru engir smá­pen­ingar sem þarf þá að finna ann­ars­stað­ar­ til að láta fjár­lög ganga upp.

Ljóst er að þungi var í orðum Bjarna þegar hann sagð­ist á­skilja sér allan rétt til að íhuga hvað væri hægt að gera til að vernda hina ­miklu hags­muni rík­is­ins í mál­inu. Þar var hann án efa að vísa til þess að ­traust er lyk­il­for­senda alls banka­rekst­urs. Ef traust til banka, banka­ráðs eða ­stjórn­enda banka er laskað eða horfið þá hefur það eðli­lega áhrif á virð­i ­bank­ans og mögu­legan áhuga áhuga­samra kaup­enda á hon­um.

Það virð­ist því blasa við að aðgerða sé að vænta vegna ­Borg­un­ar­máls­ins. Bein­harðir fjár­hags­legir hags­munir rík­is­sjóðs, og þar með okkar allra, eru und­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None