Flest merki í hagkerfinu vísa nú í rétta átt, og er ekki hægt að segja annað en að merki um góðæri séu greinanlegt. Kaupmáttur hefur ekki aukist meira síðan 2007 og töluverðar launahækkanir eru í kortunum á næstunni. Ef að verðbólga helst lág, þrátt fyrir launahækkanirnar, þá verður enn meiri kaupmáttaraukning, með tilheyrandi aukningu í neyslu, framkvæmdum og fjárfestingum.
Allt verða það að teljast jákvæð tíðindi, enda síðastliðin verið um margt erfið í efnhagslegu tillti.
Eins og alltaf eru þó hættumerki, sem þarf að varast.
Ef vel tekst til við losun hafta, og þrýstingurinn á krónuna mun svo til hverfa, þegar hengja aflandskrónuna fer úr hagkerfinu, þá mun standa eftir raunhagkerfi sem hefur tekið tölverðum breytingum á undanförnum árum. Gjaldeyrissköpunin hefur stóreflst, ekki síst vegna þess hversu hratt ferðaþjónustan hefur vaxið. Hætt er við því að krónan styrkist mikið, vegna mikils innstreymis gjaldeyris. Það hefur bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar, enda getur samkeppnisstaða fyrirtæki gjörbreyst til hins verra ef krónan styrkist mikið og hratt.
Það er að mörgu að hyggja í hagstjórninni, og vonandi verða stjórnvöld og Seðlabankinn vel undirbúin þegar losun hafta verður framkvæmd.