Einkennileg staða fyrir umsækjendur

Baldur Guðlaugsson
Auglýsing

Íslensk stjórn­völd ákváðu að búa til þriggja manna nefnd, sem metur hæfi 38 umsækj­enda um starf skrif­stofu­stjóra í atvinnu­vega­ráðu­neyt­inu. Á meðal þeirra eru margir reynslu­miklir ein­stak­lingar sem hafa mikið fram að færa í starf­ið. Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, skipar hæf­is­nefnd­ina en Baldur Guð­laugs­son leiðir hana. Gylfi Dal­mann Aðal­steins­son, dós­ent við við­skipta­fræði­deild Háskóla Íslands, og Helga Hlín Hákon­ar­dóttir lög­fræð­ingur eru einnig í nefnd­inn­i. 

Baldur hefur tekið út refs­ing­una sem hann fékk fyrir stór­felld inn­herja­brot sín, sem hann framdi sem ráðu­neyt­is­stjóri í fjár­mála­ráðu­neyt­inu fyrir hrun, þegar hann seldi hluta­bréf í Lands­bank­anum fyrir um 192 millj­ónir króna, á sama tíma og hann bjó yfir upp­lýs­ingum um fall­valta stöðu bank­ans, starfs síns vegna. Brot hans eru án for­dæma í íslenskri rétt­ar­sögu, og íslenskri stjórn­sýslu.Þeir sem vitn­uðu gegn Baldri fyrir dómi voru meðal ann­ars nánir sam­starfs­menn hans í stjórn­sýsl­unn­i. Allir eiga rétt á öðru tæki­færi, og Baldur er í þeim hópi. Íslenskt atvinnu­líf hefur tekið honum opnum örm­um, því hann fékk fljót­lega eftir að hann var dæmd­ur, verk­efni og síðan starf hjá Lex lög­manns­stofu. Skipan í nefnd eins og þá, sem metur hæfi umsækj­enda, þyrfti að vera eins vönduð og óum­deild og hugs­ast get­ur, ekki síst til að sýna umsækj­endum þá virð­ingu sem þeir eiga skilið í ferli sem þessu. Um er að ræða krefj­andi starf, sem öðru fremur byggir á trausti og nánu sam­starfi við stjórn­mála­menn, óháð flokks­skír­teini þeirra. Umsækj­endur geta með réttu dregið í efa að hæf­is­nefndin sé hæf, vegna þess að for­mað­ur­inn sem leiðir nefnd­ina hefur gerst frek­lega brot­legur við lög í starfi sínu sem ráðu­neyt­is­stjóri. Hvers vegna ætti hann að vera best til þess fall­inn að meta hæfni umsækj­enda? Er eng­inn betri en hann í þetta verk­efni?Spurn­ingar eins og þessar eru sjálf­sagðar og eðli­leg­ar, alveg óháð því að Baldur skuli vera kom­inn til lög­fræði­starfa á ný eftir að hafa tekið út sína refs­ingu, sem er hið besta mál.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Páll Hermannsson
Sundabraut og Sundahöfn
Kjarninn 22. nóvember 2019
Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti
Hringbraut var á leið í þrot og því bjargaði samnruninn við Torg, útgáfufélags Fréttablaðsins, því sem bjargað varð.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró
Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None