Réttmætar væntingar

Dr. Haukur Arnþórsson fjallar um upplýsingasamfélagið, og þær miklu breytingar sem komið hafa fram á skömmum tíma. Hann mun á næstunni birta greinaflokk um þessar miklu áskoranir sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir.

á-netið.jpg
Auglýsing

Fyrir um þremur ára­tugum sá fram­sýn­asta fólk fyrir sér að upp­lýstur almenn­ingur á Vest­ur­löndum myndi inn­an­ ­skamms lesa opin­ber gögn í frí­tíma sínum og taka þátt í að stjórna land­inu á kvöld­in. Þetta gerð­ist með til­komu einka­tölvanna og nets­ins.

Hug­mynd­in var kannski ekki alveg ný, Lenín hafði stefnt að hinu sama tæpri öld áður og ­sagt að jafn­vel elda­buskur ættu að geta stjórnað rík­inu, en nú kom hún á rétt­u augna­bliki í sögu vest­ræns lýð­ræð­is; þátt­taka í kosn­ingum hafði minnkað og einnig til­trú ungs fólks á sjálfu stjórn­kerf­inu - og nútíma­tæknin vakti nýjar vonir um áhuga almenn­ings á stjórn­mál­um.

Ný fram­tíð­ar­sýn

Í fram­hald­inu komu fram hug­tök sem studdu ný hlut­verk upp­lýs­inga­tækni. Þau vörð­uðu einkum upp­lýs­inga­gjöf sem nú er ­kallað gagn­sæi og síðan þátt­töku sem við köll­u­m hér sam­ráð (e. part­icipatory democracy). Í þriðja lagi má tala um frels­is­hug­myndir nets­ins sem að vissu marki er ný sam­fé­lags­sýn. Hér er einkum fjallað um þessi þrjú aðal­at­riði þótt upp­lýs­inga­tæknin hafi borið með sér margar fleiri hug­myndir og ­form, til dæmis um sam­vinnu og hún og sam­fé­lags­miðl­arnir leika stórt frels­is­hlut­verk víða um heim. Hafa verður í huga að bar­áttan fyrir þessum nýju hug­tökum eða hug­myndum er við­var­andi enda eru þær fram­andi hefð­bund­inn­i op­in­berri fram­kvæmd og jafn­vel hug­myndum um mark­aðs­hegð­un. Eftir hrun, í bús­á­halda­bylt­ing­unni, voru þær fyrir alvöru kynntar í íslenskum stjórn­mál­um.

Auglýsing

Áhrif ­nets­ins á stjórn­mál og lýð­ræði eru við­fangs­efni fræði­manna og víða hafa ver­ið ­settar upp sér­stakar informat­ics-deild­ir innan stjórn­mála­fræði- eða félags­vís­inda­deilda sem rann­saka hag­nýt­ing­u ­tækn­innar og áhrif hennar á sam­fé­lög.

Fram­kvæmd þess­ara hug­mynda er nú opin­ber­lega keppi­kefli allra lýð­ræð­is­legra rík­is­stjórn­a og hefur verið studd af Sam­ein­uðu þjóð­unum frá því Mil­lenium áætl­unin kom fram, og Stjórn­sýslu­stofnun þeirra (UN­PAN, United Nations Public Administration Network) hefur mælt fram­kvæmd lýð­ræð­is­legrar upp­lýs­inga­gjafar og sam­ráðs í aðild­ar­ríkj­u­m sínum frá 2003, einkum í því skyni að leið­beina og veita rík­is­stjórnum í þriðja heim­inum aðhald. Þá hafa Alþjóð­lega efna­hags­stofn­unin (WEF) og Alþjóð­lega fjar­skipta­sam­bandið (ITU) beitt sér fyrir inn­leið­ingu upp­lýs­inga­tækni og ­nets­ins. 

Gagn­sæi

Upp­lýs­inga­gjöf er mik­il­væg­ust fyr­ir­ lýð­ræð­ið. Krafan um opinn aðgang að opin­berum gögnum á net­inu er almenn og ­tekur til flest allra opin­berra starfa. Að orðið sé við henni er grund­vall­ar­at­rið­i í lýð­ræð­inu og for­senda sam­ráðs og virkni almenn­ings. Og full­yrða má að aldrei í sögu mann­kyns­ins hafi verið jafn opinn aðgangur að upp­lýs­ing­um.

Alþjóða­stofn­an­ir hafa not­fært sér netið til þess að koma töl­fræði og stað­reyndum á fram­færi, ­meðal ann­ars í því skyni að veita stjórn­völdum ein­stakra ríkja aðhald varð­and­i það sem þau leggja á borðið gagn­vart íbúum sín­um. Þær hafa farið á undan í þessu efni, en ein­stakar rík­is­stjórnir og sveit­ar­fé­lög á Vest­ur­löndum hafa lík­a brugð­ist vel við bæði í orði og verki. Alþjóða­stofn­anir fylgj­ast með­ ­tölvu­væð­ingu ríkja, en minna eft­ir­lit er með lægri stjórn­sýslu­stig­um.

Til­ að byrja með voru deilur á alþjóða­vett­vangi um eign­ar­hald á upp­lýs­ing­um. Í anda NPM (New Public Mana­gement, hægri stjórn­mála- og stjórn­sýslu­stefna sem kom fram undir 1990 á tímum Reag­ans og Thatcher) komu fram hug­myndir um að einka­að­il­ar dreifðu opin­berum upp­lýs­ingum á net­inu gegn hóf­legu gjaldi og þær tók­ust á við frels­is­hug­mynd­ir ­nets­ins um opnar upp­lýs­ing­ar. Net­verjar og raunar margir lög­menn og fræði­menn sögð­u að almenn­ingur hefði þegar greitt fyrir gerð opin­berra upp­lýs­inga og að op­in­bert vald yrði að fjár­magna starf­semi sína með öðrum hætti, ekki síst í ljósi lýð­ræð­is­hlut­verks upp­lýs­inga. Segja má að hug­mynd­irnar um opin aðgang hafi orðið ofan á í okkar heims­hluta. 

Hér á landi tókst Alþingi á árinu 1995 á við ­dóms­mála­ráðu­neytið um hvort selja ætti aðgang að laga­safn­inu og vann eft­ir­minni­legan sig­ur. Engu að síður selja íslensk stjórn­völd enn aðgang að nokkrum gagna­söfnum rík­is­ins. Þessar alþjóð­legu deilur eru raunar enn í gang­i og taka til sífellt nýrra sviða, má þar nefna aðgang að nýrri þekk­ingu sem verð­ur­ til með rann­sóknum sem nú er í síauknum mæli í opnum aðgangi. En alþjóð­leg­ir auð­hringir hafa um ára­bil reynt að loka eða hafa lokað á dreif­ingu hennar með­ ein­ok­un­ar­til­burðum í fræði­greina­út­gáfu. HÍ hefur nýverið sam­þykkt stefnu um op­inn aðgang að rann­sóknum og Rannís setur slíkt skil­yrði fyrir vís­inda­styrkj­um.

Eft­ir árás­irnar á tví­bura­t­urn­ana 2001 fóru flestar vest­rænar rík­is­stjórnir að ­sam­þætta upp­lýs­ingar (sam­keyra), það var orðin óhjá­kvæmi­leg nauð­syn og það er nú við­tekið verk­efni rík­is­ins. Sam­þættar upp­lýs­ingar gera stjórn­völdum kleift að ­stjórna með meiri nákvæmni og bregð­ast fyrr við en nokkru sinni áður, að ekki sé minnst á árangur á öðrum sviðum svo sem varð­andi það að tryggja öryggi og hindr­a ­svik – engu far­sælu rík­is­valdi verður lengur stjórnað með eldri tækni, sam­þætt­ing­in hefur tekið við sem öfl­ug­asta stjórn­tæk­ið. Sam­þætt­ing upp­lýs­inga er tækni­leg­ur grund­völlur þess að veita almenn­ingi heild­stæðar upp­lýs­ingar um opin­ber­an ­rekstur sem og um eigin sam­skipti ein­stak­linga og fyr­ir­tækja við opin­bert vald, auk þess sem hún gerir mögu­legt að afgreiða á einum stað erindi aðila sem fara til­ af­greiðslu margra stofn­ana. Hún er þannig lyk­ill­inn að ein­földun þjón­ustu og ­auk­inni hag­kvæmni og skilvirkni opin­berra starfa. Sam­þætt­ingin skapar upp­lýs­inga­sam­fé­lag fram­tíð­ar. UNPAN mælir hversu vel rík­is­stjórnir sam­þætta þjón­ustu sína og það hefur ESB líka gert.

Á síð­asta ára­tug síð­ustu aldar kom upp mikil umræða um að sam­þættar upp­lýs­ing­ar ­sköp­uðu nýja per­sónu­vernd­ar­hættu. En sú umræða hefur alveg hljóðnað og þær hug­myndir eru nú gam­al­dags og hindra fram­þró­un. Í dag nota stjórn­völd aðr­ar að­ferðir til að hafa eft­ir­lit með almenn­ingi, þau gera það í for­virk­um ­rann­sókn­um; hler­anir á símum og net­inu (hjá þjón­ustu­að­il­um) eru raun­tíma­eft­ir­lit. En sam­þætt­ingin hefur út af fyrir sig ekki skapað þá per­sónu­vernd­ar­hættu sem ­spáð var.

Sam­ráð

Fá mál­efni sem varða ­upp­lýs­inga­tækn­ina hafa fengið meiri athygli á umliðnum árum en nýir mögu­leik­ar ­nets­ins á sam­ráði stjórn­valda við almenn­ing, við það hafa ekki hvað síst ver­ið bundnar vonir og vænt­ing­ar. Flestar alþjóða­stofn­anir hafa fjallað um málið og ESB varið fjár­magni í rann­sóknir og fram­kvæmd­ir. Umræðan hefur verið mjög víð­tæk. Ný hug­tök hafa komið fram; þátt­töku­lýð­ræði er almennt yfir­heiti um sam­ráð á net­in­u (e. part­icipatory democracy, oft kallað e-part­icipation af alþjóða­stofn­un­um), í­búa­lýð­ræði tekur til sam­ráðs á lægri stjórn­sýslu­stigum (e. local democracy) og um­ræðu­lýð­ræði er heiti á fræði­kenn­ingu sem varðar málið (e. deli­ber­ati­ve democracy). Líka kallað rök­ræðu­lýð­ræði.



Umræðu­lýð­ræði er vin­sælt á Norð­ur­lönd­unum og á Vest­ur­löndum sem aðferð við fram­kvæmd sam­eig­in­legrar ákvarð­ana­töku og hefur víða komið til fram­kvæmda á lægri stjórn­sýslu­stig­um. Umræðu­lýð­ræði leggur áherslu á að nið­ur­stöður í sam­eig­in­leg­um ­málum megi fá fram með sam­ræðu og  að hún­ ­geti leitt til sam­eig­in­legs skiln­ings, til lög­mætrar og rétt­mætrar nið­ur­stöð­u, án þess að til kosn­inga komi. Umræðu­lýð­ræði er í miklu upp­á­haldi hjá ­fylg­is­mönnum þátt­töku­lýð­ræðis sem nýtt sam­ræðu­form á net­inu. Margir hafa lag­t á­herslu á að það styrki full­trúa­lýð­ræðið og bæti und­ir­bún­ing mála og tækn­i ­fé­lags­miðla hefur í mörgum til­vikum verið notuð til þess að mynda um­ræðu­vett­vang sveit­ar­stjórna við íbúa sína, einkum erlendis og í litlum mæli hér á landi.

Hins vegar hafa eldri banda­rískar hug­myndir um lýð­ræði líka breiðst út á net­inu og einkum hug­myndir um beint lýð­ræði. Þær leggja áherslu á aðkomu almenn­ings­ að ákvarð­ana­tök­unni og að ein­faldur meiri­hluti taki réttar ákvarð­anir (þessu ­fylgir áhersla á taln­ingu) og hafa náð ákveð­inni hylli í nýfrjálsum ríkjum Aust­ur-­Evr­ópu þar sem hug­myndir um vest­rænt lýð­ræði hafa verið gerðar tor­tryggi­legar um nokk­urra ára­tuga skeið. Einnig hér á landi þar sem nor­ræna lýð­ræð­is­formið okk­ar varð fyrir áfalli með hrun­inu.

Frels­is­hug­myndir nets­ins

Nýjar frels­is­hug­myndir breidd­ust út ­með þróun upp­lýs­inga­tækn­inn­ar.  Þær eru oft kall­aðar frels­is­hug­myndir nets­ins. Netið ger­breytti sam­skipta­mögu­leik­um að­ila í stjórn­málum og ekki síst aðstöðu gras­rót­ar­hreyf­inga, það hafði og hef­ur ekki síst áhrif á póli­tíska bar­áttu og aðstöðu aðila í stríði og friði víða um heim. Þær hug­myndir sem hér er vísað til eru um (a) nýtt og auk­ið tján­ing­ar­frelsi, (b) um rétt­inn til þess að vita og (c) um jafn­rétti og jafn­a ­stöðu aðila sem í seinni tíð er kallað net neutrality.

Tækn­i Inter­nets­ins er lyk­il­at­riði í þessu til­liti. Hún byggir á jöfn­uði milli aðila þannig að þeir geta bæði verið í mót­töku- og þjón­ustu­hlut­verki sem var um­snún­ingur frá stjörnu­netum síma­fé­lag­anna. Þá er upp­bygg­ing þess eig­in­lega al­veg frjáls, það er hægt að bæta við það frá hvaða punkti sem er sem þýðir að erfitt er að hlera á einum stað (nema kannski eyj­ar) og send­ingar rata ekki alltaf sömu leið, send­inga­leið ræðst af álagi. Þá er tækni nets­ins ekki höf­und­ar­rétt­ar­var­in.

Vest­ræn ­stjórn­völd sáu mögu­leik­ana í net­inu og að með sölu rík­is­síma­fé­lag­anna og til­komu sam­keppni í fjar­skipt­um, en hvort tveggja varð fljót­lega keppi­kefli lýð­ræð­is­legra rík­is­stjórna, var talið að búið væri að sjá við hætt­unum sem ­Ge­orge Orwell hafði rétti­lega bent á í bók sinni Ninet­een Eighty-­Four (1949) að fylgdu sam­runa síma- og tölvu­tækni. Hann gekk út frá stjörnu­neti í rík­i­s­eigu. Þannig sam­ein­að­ist tölvu­fólk síð­ustu ára­tuga, aktí­vistar og stjórn­mála­menn um að gera netið að því sem það er í dag, þótt ­deila megi um hvort frels­is­hug­myndir þess hafi allar gengið eftir en kúg­un­ar­hætt­urn­ar ­sem Orwell benti á hafa tekið á sig aðra mynd en hann spáði.

Net­ið hefur leikið stórt hlut­verk við að frelsa minni­hluta­hópa og er t.d. óhugs­and­i að staða sam­kyn­hneigðra hefði batnað jafn mikið og raun ber vitni hér á land­i ­nema vegna til­komu þess. Þá hefur það kallað heilar þjóðir til frels­is­bar­átt­u og er þá einkum litið til ríkj­anna við botn Mið­jarð­ar­hafs­ins. Þar hafa þó veik­leikar nets­ins orðið að aðal­at­riði, enda þótt það auð­veldi bylt­ing­ar, hef­ur það hvorki stofn­anir né skipu­lag og í fram­haldi af bylt­ing­unum í þessum ríkj­u­m hafa sterk­ustu og best skipu­lögðu öflin í hverju þjóð­fé­lagi tekið völd­in, en ekki „al­menn­ing­ur“.

Þá hefur ekki verið minnst á aðal­málið varð­andi frelsi net­not­enda og raunar heilla ­þjóða, því stórir einka­að­il­ar, auð­hring­ar, hafa í vax­andi mæli komið sér upp­ ­bún­aði til þess að fylgj­ast með almenn­ingi og gera sér upp­lýs­ingar um hann að ­fé­þúfu. Það hafa rík­is­stjórnir nýtt sér og einkum rík­is­stofn­anir í BNA. Og hætt­urnar af rík­is­vald­inu eru vissu­lega ekki horfn­ar, öll ríki sem vilja taka þátt í valda­tafli í stærri málum í heim­inum stunda eft­ir­lit og fram­kvæma að­gerðir á net­inu – og kosta þróun bún­aðar í eigin þágu.

Hættur upp­lýs­inga­frels­is­ins

Hér skal að lokum tek­inn útúr­dúr sem ­sýnir að þró­unin er ekki ein­hlít og áhrif nets­ins eru lyk­il­at­riði í umræðu um frelsi og lýð­ræði í dag. Því er varpað fram hvort frelsið og upp­lýs­ing­arnar séu bara jákvætt afl. Þær vald­efla vissu­lega almenn­ing (e. empowerment) en spurn­ing er hvort það þurfi að eiga sér tak­mörk. Það kann að stytt­ast í að félaga­sam­tök ráði yfir þekk­ingu og afli á gerð kjarn­orku­sprengj­unnar (jafn veikt ríki og N.-Kórea ræður við að búa hana til). Vera má að „ábyrgir“ aðilar þurfi að kort­leggja hvað hver jarð­ar­búi veit og til hvers hann er lík­legur að nota þekk­ingu sína. Ef sú þörf er raun­veru­leg til þess að tryggja fram­tíð mann­kyns­ins og jarð­ar­innar getur netið og upp­lýs­inga­frelsið í fram­tíð­inni frekar dregið úr frelsi en aukið það.

Loka­orð

Það er óhætt að segja að íslensk ­stjórn­völd hafi ekki skilið hverjum klukkan glymur í þessu mik­il­væga máli, með­ ­fá­einum und­an­tekn­ingum þó.

Í næst­u ­greinum verður fjallað um stöðu Íslands, fyrst verður í grein­inni Rofin fyr­ir­heit fjallað um stöðu upp­lýs­inga­tækni­mála hjá ­rík­inu, í grein­inni um Upp­lýs­inga­sam­fé­lag eða ekki af hverju við erum að missa og hvaða áhrif það virð­ist hafa á stjórn­mál, síðan um mögu­lega fram­kvæmd þess í Fram­kvæmd ­netlýð­ræðis.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None