Að tapa allri baráttustöðu

Auglýsing

Í árs­byrjun rakst ég á for­mann Bænda­sam­tak­anna á göng­unum í Bænda­höll­inni og spurði hvort ég ætti ekki að flytja bún­að­ar­þings­full­trúum svarta messu. Hann var ákaf­lega snöggur til svara og svarið var að sjálf­sögðu nei. Þá var hugsun mín ekki víð­tæk­ari en það að mig lang­aði að rök­ræða við full­trúa bænda hve illa samn­inga­nefnd þeirra hefðu farið með mál­stað sinn gagn­vart búvöru­samn­ingum og gertapað stöðu þar sem þeir í fyrsta skipti átt kost á að verða með allt frum­kvæmi í þeim við­ræð­um.

Síðan ger­ist það næst að ég glæp­ist til þess að horfa á upp­töku frá sjón­varps­stöð­inni ÍNN um miðjan jan­úar þar sem mætt var þrí­stirni bænda­for­yst­unnar til spjalls við Ingva Hrafn. Þennan þátt verða allir bændur að horfa á til að skilja vanda sinn en hann er að finna á vef LK. Þátt­ur­inn hét virðu­legu heiti „Land­bún­aður á tíma­mót­u­m“, sem allir munu sam­mála um að sé rétt­mæli. Strax og ég hafði horft á þessa upp­töku sem ég hefði frekast viljað kalla „álfar út úr hól“ hringdi ég í vin minn Baldur Benja­míns­son og spurði hvers vegna hann væri slíkt ill­menni að vekja athygli manna á þessu. Ég hafði aldrei í mínum villt­ustu draumum gert mér grein fyrir að Ingvi Hrafn kynni betri skil á til­gangi búvöru­samn­inga en for­ysta bænda. Ingvi fór að vísu aðeins út af lín­unni undir lok­inn þegar hann fór að brjóta varn­ar­girð­ingar BÍ sem er eitt með betri málum BÍ frá for­mann­s­tíð Har­aldar Bene­diks­son­ar. Ekki var nú svo vel að þrí­st­irnið gerði samt neinar þannig athuga­semdir við mál­flutn­ing Ingva heldur settu á sam­heng­is­laust spjall sem mér þykir ólík­legt að hafi geta skýrt nokkurn hlut gagn­vart almennum áhorf­enda. Fyrir mig leit þessi þáttur mest út sem pöntuð stilli­mynd fyrir full­yrð­ingu Ingva að full­trúar bænda virt­ust alltaf tapa allri umræðu um sín mál.

Síðan hafa síð­ustu dagar verið upp­fullir af fréttum og umræðu í tengslum við búvöru­samn­inga, sem nú eru í gangi, sem mér virð­ist nán­ast að óþörfu bjóða heim fjör­broti íslensks land­bún­að­ar.

Auglýsing

Ég fæ ekki betur séð en bændur verði að fara að gera sér betri grein fyrir núver­andi stöðu og hún snýst um miklu meira en glat­aða samn­ings­stöðu bænda og ég kem að síð­ar, heldur einnig að bændur verða að fá hæf­ari for­ystu en þeir hafa ratað í að hafa síð­asta ára­tug­inn. Ég þekki það betur en margir aðrir að þar hafa bændur úr miklum fjölda úrvals­fólks að spila.

Samn­ings­staða búvöru­samn­ing­ar­nefndar

Víkjum þá aðeins nánar að samn­ings­stöðu bænda gagn­vart búvöru­samn­ing­um, sem ég hef áður sagt að bænda­for­ystan hafi að öllu leyti spilað úr höndum sér.

Strax við setn­ingu bún­að­ar­þings á síð­asta ári þá boð­aði land­bún­að­ar­ráð­herra nýja og breytta sýn í samn­inga­mál­um, sem var að flestu leyti mjög jákvæð. Þess vegna full­yrði ég að sjaldan eða aldrei hafi bændur haft skýr­ari og betri skiln­ing af hálfu stjórn­valda en að þessu sinni. Að auki eru við­horf í þjóð­fé­lag­inu land­bún­að­inum hlið­holl­ari en nokkru sinni áður. Fyrsta meiri­háttar skip­brotið í samn­inga­málum bera samt fleiri en efstu toppar í for­ystu­liði bænda ábyrgð á. Þar á ég við ályktun síð­asta bún­að­ar­þings þar sem seg­ir; „varað er við greiðslum út á ræktað og óræktað land þar sem slíkur stuðn­ingur er lík­legur til að eign­ger­ast“. 

Að hugsa sér að það sé aðal­sam­koma atvinnu­grein­ar, sem telur sig standa undir nafn­inu land­bún­að­ur, sem sendir frá sér slíka álykt­un. Þó að for­ystu­lið bænda hafi á tíma­bili verið mjög upp­tekið af störu­keppni á ESB þá er ekki neitt sem segir að þörf sé til að apa upp allar hug­myndir það­an. Ég hef sagt að slíkan stuðn­ing tengdan landi megi vinna, fram­kvæma og hugsa í það minnsta á 101 mis­mun­andi veg. Hins vegar hefur mér lærst betur og betur að mestu eit­ur­yrði núver­andi bænda­for­ystu eru vinna, fag­leg reynsla og hugsun eins og víða mun koma fram í þessum texta. Stuðn­ings­kerfi til fram­tíðar verður og getur aldrei orðið annað en samn­ingur lands og þjóðar um það hvernig við búum í sátt við land­ið. Allt annað gerir ekk­ert nema bjóða heim andúð gagn­vart land­bún­aði sem gæti orðið enn þung­bær­ari og ósvífn­ari en fyrir þrem ára­tug­um. 

Þetta teng­ist um leið því að við upp­lifum í dag hrað­ari og meiri breyt­ingar í við­horfum og hugs­un­ar­hætti fólks en nokkru sinni áður. Hvað mestar eru þessar breyt­ingar og sér­stak­lega verða á sviði loft­lags- og umhverf­is­mála. Í des­em­ber var hald­inn fundur í Par­ís, sem áreið­an­lega mun hafa meiri var­an­leg áhrif á hugs­un­ar­hátt og fram­vindu flestra hluta næstu ára­tuga en flest ann­að, sem gerst hefur á síð­ustu ára­tug­um. Fáar þjóðir munu eiga meira undir hvað þar ger­ist en Íslend­ing­ar, þjóð sem lifir og mun lifa áfram meira af sjálf­bærri og skyn­sam­legri nýt­ingu nátt­úru­auð­linda en flestar aðr­ar. Nú var ekki svo að þessar hug­myndir hafi komið sem þruma úr heið­skýru lofti þar sem þungi þess­arar umræðu hefur verið sívax­andi um allan heim og umræddur fundur boð­aðar með nokk­urra ára fyr­ir­vara. Ekki verður samt séð að þetta hafi raskað hugsun þeirra, sem um búvöru­samn­inga véla. Í stað þess að þetta hefði átt að vera eitt sterkasta vopn bænda í samn­ingum að þessu sinni og gefa þeim þar visst frum­kvæði í allri umræðu, eins og þeim bar að hafa, virð­ast þeir standa eftir sem salt­stólpar í þessum mál­um. Þar er stefna bænda­for­ystu sama og íslenskra stjórn­valda sem hefur ein­kennst af því að hægri höndin viti aldrei hvað sú vinstri gerir í stað þess að hugsa og vinna mál. 

Þessar hrað­fara breyt­ingar sam­tím­ans gera það einnig að allar hug­myndir um tíu ára samn­ing, sem verið hefur eitt aðal­tromp bænda­for­yst­unnar í samn­inga­við­ræðum nú, hlýtur að vera kval­ar­full sam­visku­spurn­ing að sam­þykkja fyrir alla hugs­andi alþing­is­menn, en von­andi er ein­hverja slíka að finna enn.

Fram­leiðslu­stýr­ing – rík­is­stuðn­ingur við land­búnað

Þá vil ég víkja aðeins að helstu hugs­un­ar­villu í allri umræðu dags­ins um verð­andi samn­inga sem er heilfryst hugsun bænda­for­yst­unnar að stjórnun fram­leiðsl­unnar sé það sama og stuðn­ingur við bænd­ur. Því miður urðu það örlög íslenskra bænda einna, að ég held í heim­in­um, að tengja saman þessa þætti. Eins og Ari Teits­son bendir á í stuttri grein í fyrsta tölu­blaði Bænda­blaðs­ins í ár þá þarf þetta alls ekki svo að vera og ætti raunar aldrei að verða af ein­földum sið­ferði­legum ástæð­u­m. 

Aðeins langar mig að víkja að atriðum úr sögu fram­leiðslu­stýr­ingar sem ég held að öllum sé hollt að þekkja aðeins til, sem því miður urðu í tím­ans rás meira glappa­skot en nokk­urn, sem að vann, grun­aði þá. Á níunda ára­tugnum sat land­bún­að­ur­inn undir stöð­ugum nán­ast hat­ursá­róðri ákveð­inna fjöl­miðla, var bor­inn ákaf­lega órétt­mætum sök­um. Í lok þessa tíma­bils kemur þjóð­ar­sáttin þegar full­trúar laun­þega, bænda, vinnu­veit­anda og stjórn­valda taka höndum saman í bar­áttu við verð­bólg­una. Þáttur í þeim aðgerðum var end­ur­skoðun á land­bún­að­ar­kerf­inu á þann hátt að bændur hættu að sækja tekjur sínar allar til afurða­stöðv­anna en þess í stað færð­ist stuðn­ingur frá nið­ur­greiðslum yfir á bein­greiðslur beint til bænda sjálfra. 

Þegar þessi ákvörðun var tekin þá var ég feng­inn að hálfu Stétt­ar­sam­bands­ins til að vinna hug­myndir um fram­kvæmd breyt­ing­anna ásamt full­trúum atvinnu­rek­enda og laun­þega. Þarna voru bein­greiðslur teknar upp og við völdum þá ein­föld­ustu og auð­skild­ustu fram­kvæmda­leið að tengja saman bein­greiðsl­urnar og fram­leiðslu­kvót­ann, sem þá hafði verið við líðið um hálfan ára­tug. Ég get full­yrt það að eng­inn þeirra góðu manna sem að þjóð­ar­sátt­inni unnu grun­aði það að innan fárra ára yrðu bein­greiðsl­urnar í mjólk orðin með virk­ari fjár­magns­mörk­uðum þeirra græðg­i­svæð­ingar sem heltók íslenskt sam­fé­lag hálfum ára­tug síð­ar. Þarna reikna ég með að for­ystu­lið LK á þeim árum eigi efni í milli­kafla. Í ljósi sög­unnar má því segja að sam­teng­ing fram­leiðslu­stýr­ingar og rík­is­stuðn­ings hafi verið mikið flaust­urs­verk. Hitt þori ég að full­yrða að það mun ekki hafa hvarflað að nokkrum af þeim ágætu mönnum sem unnu hug­myndir þjóð­ar­sáttar að þróun um eign­væð­ingu rík­is­stuðn­ings yrði slík sem raunin varð.

Hverjir eru bænd­ur? Umræða síð­ustu viku

Víkjum þá að umræðu vik­unnar sem er að líða. Áður er rétt að víkja að þeirri goð­sögn bænda­for­yst­unnar að unnið sé að heild­ar­samn­ingi land­bún­að­ar­ins. Í þeim gögnum frá samn­ing­un­um, sem þolað hafa að líta dags­ljósið, minn­ist ég ekki að hafa séð einu orði minnst á hrossa­bú­skap. Seint verð ég víst sak­aður um að vera tals­maður hrossa­ræktar en óljós grunur segir mér að aukn­ing fram­leiðslu­tekna í hesta­mennsku geti verið hlut­falls­lega meiri en í öðrum búgreinum á síð­asta fimm ára tíma­bili sam­hliða upp­gangi ferða­mennsk­unn­ar. Mér hefur virst að einn sé sá hópur öðrum fremur sem kinn­roða­laust kennir sig við bændur en það eru ferða­þjón­ustu­bænd­ur. Þeir hljóta því að vera mjög nauð­syn­legur hlekkur í allri umræðu um heild­ar­mynd land­bún­að­ar­ins og þá ekki síst þegar kemur að áður­nefndu atriði um sam­skipti lands og þjóð­ar.

Það sem ég ætl­aði samt að gera að umtals­efni voru við­töl við for­ystu­menn svína- og ali­fugla­bænda í Morg­un­blað­inu í vik­unni. Þar er haft eftir for­manni svína­bænda að sú spurn­ing hljóti að vakna hver eigi sam­leið með hverjum í fram­tíð­inni. Verði aðal­ár­angur búvöru­samn­ing­anna núna fyrst og fremst að brjóta niður sam­stöðu bænda hlakkar lík­lega í hug­mynda­smiðn­um.

Í dag voru síðan nokkur ekki síður furðu­leg ummæli fram­kvæmda­stjóra BÍ í þætti Helga Seljan í viku­lok­in. Í fyrsta lagi fannst mér margt breytt frá síð­asta ára­tug síð­ustu aldar þegar ég var oft að ganga frá ýmis­konar papp­írum með Geir­mundi fyrir hönd KS um flutn­inga á greiðslu­marki í mjólk milli búa og land­svæða. Nú var það svo orðið í máli Sig­urð­ar, að KS virt­ist orð­inn heil­agur eng­ill í þessum málum og enn furðu­legra þar sem fram­kvæmda­stjór­inn lýsti sig síðan allkunnan innviðum í Fram­sókn­ar­flokkn­um.       

Enn furðu­legri voru samt ummæli hans um mjólk­ur­verð. Áður höfðu verið nefndar í þætt­inum þær ógn­ar­tölur um hlut kostn­aðar kvóta­kaupa í mjólk­ur­verði síð­ustu ára, sem því miður eru stað­reynd. Fram­kvæmd­ar­stjór­inn benti á þá gríð­ar­legu sókn­ar­mögu­leika sem nýir samn­ingar mundu skapa alveg eins og skuldir vegna greiðslu­marks­kaupa hefðu gufað upp á einni nóttu. Mér er hins vegar tjáð að enn sitji alltof margir mjólk­ur­fram­leið­endur eftir með alltof mik­inn fjár­magns­kostnað og skuldir vegna slíkra við­skipta þannig að í of mörgum krónum telur á hvern fram­leiddan lít­ir.      

Staða mjólk­ur­fram­leiðsl­unnar í ljósi búvöru­samn­inga

Árið 2001 gaf RANNÍS út skýrslu sem mér ásamt nokkrum fleiri ágæt­is­mönnum hafði verið falið að vinna um fram­tíð­ar­þróun íslenskrar mjólk­ur­fram­leiðslu og mjólkur­iðn­að­ar. Verkið var unnið að frum­kvæmi LK. Þar kom fram að vinna yrði strax að grunn­breyt­ingum á stuðn­ings­kerfi mjólk­ur­fram­leiðsl­unnar og bein­greiðslu­kerfið væri mögu­lega á síð­asta snún­ingi. Þannig fengu for­ystu­menn bænda skila­boð fyrir meira en ára­tug um þau atriði, sem nú eru að brjóta flest niður í höndum þeirra. Ekk­ert var hins vegar gert. Fyrir all­nokkrum árum þegar mjólk­ur­samn­ingur var end­ur­nýj­aður voru gerðar bók­anir um end­ur­skoð­un. Ekk­ert var gert. LK fór að vísu að sinna ein­hverri heima­vinnu fyrir einu eða tveimur árum. Ára­tug síðar en eðli­legt hefði ver­ið. Enn eitt dæmi um óbeit bænda­for­ust­unnar á öllu sem krefst þess að vinna og hugsa.  

Það atriði sem hvað skiptastar skoð­anir munu vera um í þeim samn­ingum sem nú fara fram er um mjólk­ur­fram­leiðsl­una eru heim­ildir til stýr­ingar henn­ar. Mín skoðun er að allar hug­myndir um mjólk­ur­fram­leiðslu hér á landi án mögu­leika til virkar stýr­ingar fram­leiðsl­unnar séu óraun­hæfir draum­ór­ar, án þess stefna bændur þráð­beina leið í skip­brot fram­leiðslu­stefnu þeirrar í mjólk sem nú má sjá í löndum ESB. Bændur verða að gera sér grein fyrir að umfang íslenskrar mjólk­ur­fram­leiðslu er ekki meira en nemur dagsinn­vigtun stærstu mjólk­ur­fram­leiðslu­fyr­ir­tækj­anna á meg­in­land­inu og víða um heim. Hug­myndir um óljósan sam­keppn­is­markað á þessum grunni eru bull. Ljóst er að umfram­fram­leiðsla síð­asta miss­eris hefur tæp­lega styrkt rekstr­ar­lega stöðu MS. Reynsla síð­ustu ára­tuga bæði hér á landi og erlendis hefur þrátt fyrir allt kennt að hag­kvæm­asta og virkasta stýr­ing mjólk­ur­fram­leiðsl­unnar næst aðeins með að verðmætum sé ekki sóað í umfram­fram­leiðslu. Aðgerðir eins og ræddar eru í núver­andi samn­inga­um­ræðum um eft­irá­inn­grip geta aldri orðið eins hag­kvæmar og eru því vís­vit­andi sóun á almenna­fé, sem þarf sterk bein til að rétt­læta á okkar tím­um.

Hug­myndir um gripa­greiðslur er annar þátt­ur, sem mikið ein­kennir núver­andi samn­ings­drög. Þetta eru af tveim ástæðum aðeins draugar for­tíð­ar. Gallar þeirra eru að þær munu ávallt draga úr hag­kvæmni fram­leiðsl­unnar og slíkar aðgerðir hvorki getur né á nútíma­bú­skapur að kalla yfir sig. Í öðru lagi verða vart fram­kvæmdar nokkrar aðgerð­ir, sem eru jafnt á skjön við breytt við­horf til umhverfis og loft­lags­mála. Eina hlut­verk þeirra sem fæst séð er því að verða salt­stólpar, eins konar minjar um for­tíða­hyggju búvöru­samn­inga­nefnd­ar­manna.

Tengslin við tví­flokk­inn nú og áður

Eitt atriði enn held ég sé rétt að ræða og nauð­syn­legt fyrir hinn almenna bónda að átta sig á er, að for­ysta bænda hefur ætíð verið að öllu leyti í höndum tví­flokks­ins, þar sem ætíð mun hafa verið gott sam­komu­lag um skipt­ingu gæð­anna. Vegna mik­illa per­sónu­legra kynna af mörgum úrvals­mönnum úr þessum hópi á síð­ustu nær fimm ára­tugum og má þar nefna Ara Teits­son, Sig­ur­geir Þor­geirs­son, Hauk Hall­dórs­son, Ás­geir Bjarna­son, Gunnar Guð­bjarts­son og Hall­dór Páls­son, að fjöl­mörgum öðrum úrvals­mönnum ónefnd­um. Það er því ömur­legt að horfa í dag til bænda­for­ystu, sem er orð­inn helsti óvinur bænda og land­bún­aðar í land­inu. Ég full­yrði að aldrei gætti á þessum tímum beit­ingar á póli­tísku valdi á neinn hátt og held ég að þar geti með mestum rétti vitnað til stafs­sögu minn­ar. Mér hefðu varla verið falin öll þau störf af þessum mönnum öllum eða Jóni Helga­syni sem ráð­herra, hefði slík hugsun bærst hjá þessu fólki því að stjórn­mála­legar skoð­anir mínar hafa aldrei verið felu­mál.

Eftir að nýir menn­irnir tóku við stjórn á síð­asta ára­tug hafa póli­tískir draugar hins vegar farið að gera sér of tíð­förult í þessum sam­tök­um. Þó að ég ­per­sónu­lega hafi sloppið við að horfast í augu við þá hef ég alltof margar öruggar fréttir af slíkri spill­ingu síð­asta ára­tug­inn. Þeir, sem taka við for­ystu bænda í fram­tíð­inni, þurfa að gera sér þetta alveg ljóst og hreinsa þennan ömur­lega blett af sam­tökum bænda.

Greinin er skrifuð laug­ar­dag­inn 6. febr­ú­ar. Ég hafði viku áður beðið rit­stjóra Bænda­blaðs­ins um rými fyrir grein­inni í blaði, sem út kemur 11. febr­úar en á mánu­dags­kvöld var mér til­kynnt að ekki væri rými fyrir hana í blað­inu. For­stöðu­maður útgáfu- og kynn­ing­ar­sviðs, sem ann­ast útgáfu blaðs­ins, heitir Tjörvi Bjarna­son þurfi menn að ræða þessi mál frekar við ábyrgan aðila. Ég eft­ir­læt síðan bændum og öðrum les­endum að dæma hvers vegna greinin fékkst skyndi­lega ekki birt þar sem hún átti heima. Lík­lega er það í sam­ræmi við stefnu bænda­for­yst­unnar að þessi umræða varði ekki íslenskan land­búnað og bænd­ur. 

Morg­un­blað­inu var boðin greinin til birt­ingar en var talin of löng fyrir það blað. Í fram­hald­inu hafði ég sam­band við Frétta­blaðið þar sem komu jákvæð við­brögð en þjóð­mála­um­ræða virð­ist þar lítt virk þannig að þar hafa skrifin legið nokkuð á aðra viku án birt­ing­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None