Búvörusamningarnir eru verðtryggðir

Búvörusamningar
Auglýsing

Búvöru­samn­ing­arnir sem ritað var undir við íslenska bændur á föstu­dag hafa valdið miklu upp­námi í íslensku sam­fé­lagi. Hags­muna­sam­tök versl­un­ar­innar fóru af hjör­unum yfir þeim og valdir þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins ­sömu­leið­is. Stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn hafa kallað þá glóru­lausa.  Fram­sókn­ar­menn, með for­sæt­is­ráð­herr­ann Sig­mund Da­víð Gunn­laugs­son fremstan í flokki, verja samn­ing­anna hins vegar út í yst­u æs­ar, líkt og við var að búast.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er líka, að minnsta kosti í orði, afar á­huga­samur um afnám verð­trygg­ing­ar. Slík aðgerð var eitt stærsta kosn­inga­mál og –lof­orð flokks­ins fyrir síð­ustu kosn­ingar og þing­menn hans eru sífellt að ­skrifa greinar og vekja athygli á mál­inu á þingi. Þegar fram fór sér­stök umræða um afnám verð­trygg­ingar í síð­ustu viku tók hins vegar ein­ungis einn þing­maður Fram­sókn­ar, Willum Þór Þórs­son, þátt í henni, en það er önnur saga.

Kjarn­inn beindi fyr­ir­spurn til Sig­mundar Dav­íðs um hvað ­felist í afnámi verð­trygg­ingar að hans mati þann 18. jan­úar síð­ast­lið­inn. Henn­i hefur ekki verið svarað þrátt fyrir ítrek­an­ir.

Auglýsing

Það er að minnsta kosti ljóst að algjört afnám verð­trygg­ingar er ekki það sem var Sig­urði Inga Jóhanns­syni, vara­for­mann­i Fram­sókn­ar­flokks­ins, efst í huga þegar hann rit­aði undir búvöru­samn­ing­anna nýju í lok síð­ustu viku. Í þeim segir nefni­lega: „Árleg fram­lög sam­kvæmt samn­ingi þessum mið­ast við for­sendur fjár­laga ­fyrir árið 2016, en taka árlegum breyt­ingum í sam­ræmi við verð­lags­upp­færslu fjár­laga. Ef þróun með­al­tals­vísi­tölu neyslu­verðs (með­al­tal árs­ins) verður önn­ur en verð­lags­for­sendur fjár­laga á árinu, skal mis­mun­ur­inn leið­réttur í fjár­lög­um næsta árs."

Með öðrum orðum eru nýir búvöru­samn­ing­arn­ir, sem eiga að gilda í tíu ár, verð­tryggð­ir. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None