Búvörusamningarnir eru verðtryggðir

Búvörusamningar
Auglýsing

Búvöru­samn­ing­arnir sem ritað var undir við íslenska bændur á föstu­dag hafa valdið miklu upp­námi í íslensku sam­fé­lagi. Hags­muna­sam­tök versl­un­ar­innar fóru af hjör­unum yfir þeim og valdir þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins ­sömu­leið­is. Stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn hafa kallað þá glóru­lausa.  Fram­sókn­ar­menn, með for­sæt­is­ráð­herr­ann Sig­mund Da­víð Gunn­laugs­son fremstan í flokki, verja samn­ing­anna hins vegar út í yst­u æs­ar, líkt og við var að búast.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er líka, að minnsta kosti í orði, afar á­huga­samur um afnám verð­trygg­ing­ar. Slík aðgerð var eitt stærsta kosn­inga­mál og –lof­orð flokks­ins fyrir síð­ustu kosn­ingar og þing­menn hans eru sífellt að ­skrifa greinar og vekja athygli á mál­inu á þingi. Þegar fram fór sér­stök umræða um afnám verð­trygg­ingar í síð­ustu viku tók hins vegar ein­ungis einn þing­maður Fram­sókn­ar, Willum Þór Þórs­son, þátt í henni, en það er önnur saga.

Kjarn­inn beindi fyr­ir­spurn til Sig­mundar Dav­íðs um hvað ­felist í afnámi verð­trygg­ingar að hans mati þann 18. jan­úar síð­ast­lið­inn. Henn­i hefur ekki verið svarað þrátt fyrir ítrek­an­ir.

Auglýsing

Það er að minnsta kosti ljóst að algjört afnám verð­trygg­ingar er ekki það sem var Sig­urði Inga Jóhanns­syni, vara­for­mann­i Fram­sókn­ar­flokks­ins, efst í huga þegar hann rit­aði undir búvöru­samn­ing­anna nýju í lok síð­ustu viku. Í þeim segir nefni­lega: „Árleg fram­lög sam­kvæmt samn­ingi þessum mið­ast við for­sendur fjár­laga ­fyrir árið 2016, en taka árlegum breyt­ingum í sam­ræmi við verð­lags­upp­færslu fjár­laga. Ef þróun með­al­tals­vísi­tölu neyslu­verðs (með­al­tal árs­ins) verður önn­ur en verð­lags­for­sendur fjár­laga á árinu, skal mis­mun­ur­inn leið­réttur í fjár­lög­um næsta árs."

Með öðrum orðum eru nýir búvöru­samn­ing­arn­ir, sem eiga að gilda í tíu ár, verð­tryggð­ir. 

Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor, sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla, stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None