Búvörusamningarnir eru verðtryggðir

Búvörusamningar
Auglýsing

Búvöru­samn­ing­arnir sem ritað var undir við íslenska bændur á föstu­dag hafa valdið miklu upp­námi í íslensku sam­fé­lagi. Hags­muna­sam­tök versl­un­ar­innar fóru af hjör­unum yfir þeim og valdir þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins ­sömu­leið­is. Stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn hafa kallað þá glóru­lausa.  Fram­sókn­ar­menn, með for­sæt­is­ráð­herr­ann Sig­mund Da­víð Gunn­laugs­son fremstan í flokki, verja samn­ing­anna hins vegar út í yst­u æs­ar, líkt og við var að búast.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er líka, að minnsta kosti í orði, afar á­huga­samur um afnám verð­trygg­ing­ar. Slík aðgerð var eitt stærsta kosn­inga­mál og –lof­orð flokks­ins fyrir síð­ustu kosn­ingar og þing­menn hans eru sífellt að ­skrifa greinar og vekja athygli á mál­inu á þingi. Þegar fram fór sér­stök umræða um afnám verð­trygg­ingar í síð­ustu viku tók hins vegar ein­ungis einn þing­maður Fram­sókn­ar, Willum Þór Þórs­son, þátt í henni, en það er önnur saga.

Kjarn­inn beindi fyr­ir­spurn til Sig­mundar Dav­íðs um hvað ­felist í afnámi verð­trygg­ingar að hans mati þann 18. jan­úar síð­ast­lið­inn. Henn­i hefur ekki verið svarað þrátt fyrir ítrek­an­ir.

Auglýsing

Það er að minnsta kosti ljóst að algjört afnám verð­trygg­ingar er ekki það sem var Sig­urði Inga Jóhanns­syni, vara­for­mann­i Fram­sókn­ar­flokks­ins, efst í huga þegar hann rit­aði undir búvöru­samn­ing­anna nýju í lok síð­ustu viku. Í þeim segir nefni­lega: „Árleg fram­lög sam­kvæmt samn­ingi þessum mið­ast við for­sendur fjár­laga ­fyrir árið 2016, en taka árlegum breyt­ingum í sam­ræmi við verð­lags­upp­færslu fjár­laga. Ef þróun með­al­tals­vísi­tölu neyslu­verðs (með­al­tal árs­ins) verður önn­ur en verð­lags­for­sendur fjár­laga á árinu, skal mis­mun­ur­inn leið­réttur í fjár­lög­um næsta árs."

Með öðrum orðum eru nýir búvöru­samn­ing­arn­ir, sem eiga að gilda í tíu ár, verð­tryggð­ir. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Páll Hermannsson
Sundabraut og Sundahöfn
Kjarninn 22. nóvember 2019
Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti
Hringbraut var á leið í þrot og því bjargaði samnruninn við Torg, útgáfufélags Fréttablaðsins, því sem bjargað varð.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró
Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None