Að gefnu tilefni

Búvörusamningar
Auglýsing

Ummæli Jóns Við­ars Jón­munds­sonar í grein sem birt hefur verið í vefrit­inu Kjarn­anum í garð Bænda­blaðs­ins og sviðs­stjóra útgáfu- og kynn­ing­ar­sviðs eru í hæsta máta ómak­leg. Jón hefur í nokkrum blöðum birt merkan greina­flokk undir fyr­ir­sögn­inni "Úr­val­stil­raunir með búfé og til­rauna­dýr". 

Þetta eru langar greinar og í þriðja tölu­blaði 11. febr­úar kom fjórða greinin í þessum flokki sem var upp á 3.231 orð. Þessi grein fór á rúm­lega eina og hálfa síðu. Í fram­haldi af því að Jón stað­festi að þessi grein væri vænt­an­leg sagði hann að lík­legt væri að hann myndi óska eftir að fá að birta aðra grein. Þá var honum strax tjáð að ólík­legt væri að pláss yrði í sama blað­inu fyrir tvær greinar frá hon­um. Var þá ekk­ert vitað um end­an­legt inni­hald þeirrar grein­ar, enda var hann ekki búinn að skrifa hana.

Auglýsing

Þegar blaðið var langt komið í vinnslu á mánu­deg­inum 8. febr­úar sagð­ist Jón hafa sent blað­inu nýja grein sem hann seg­ist nú hafa skrifað laug­ar­dag­inn 6. febr­úar og óskaði eftir birt­ingu á. Var hann þá strax minntur á fyrri orða­skipti um að ekki yrði pláss fyrir tvær greinar frá honum í blað­inu þá vik­una. Þegar greinin var svo opnuð kom í ljós að hún var upp á 2.166 orð sem myndi fylla heila síðu. Fyrir slíkt var ein­fald­lega ekki pláss.

Þegar þetta lá fyrir hót­aði Jón að fara með grein­ina í aðra prent­miðla ásamt ásamt full­yrð­ingu um að Bænda­blaðið neit­aði að birta greina vegna inni­halds henn­ar. Honum var þá tjáð að hann réði því hvað hann gerði við grein­ina, en hann vissi það mæta­vel sjálfur að þessi full­yrð­ing væri alröng.

Þegar hér var komið sögu hafði Tjörvi Bjarna­son, yfir­maður útgáfu- og kynn­ing­ar­sviðs, sem Jón nefnir sér­stak­lega í pistli sínum í Kjarn­an­um, enga vit­neskju haft af þessum sam­skiptum rit­stjóra Bænda­blaðs­ins og Jóns, né nokkur úr for­ystu­sveit Bænda­sam­taka Íslands. Var Tjörvi, sem yfir­maður sviðs­ins, svo upp­lýstur um málið í fram­haldi af þessum orða­skiptum við Jón. 

Í blað­inu 11. febr­úar var birt önnur grein eftir bónda á Suð­ur­landi sem búið var að lofa birt­ingu á löngu áður, án þess að inni­haldið væri nokkuð rætt. Sú grein var með harðri gagn­rýni á bænda­for­yst­una eins og inni­haldið reynd­ist vera í grein Jóns. Í blað­inu sem kom út í dag, 25. febr­ú­ar, er enn önnur grein, líka með gagn­rýni á for­ystu bænda. Áður hafa svo verið birtar fjöl­margar greinar eftir Jón Viðar og ýmsa fleiri með gagn­rýni á for­ystu bænda. Það er því full­kom­lega ómak­legt að segja að Bænda­blað­ið, rit­stjóri, stjórn­endur innan Bænda­sam­tak­anna eða for­ysta bænda hafi komið í veg fyrir birt­ingu á grein Jóns eða ann­arra sem fela í sér gagn­rýni á for­ystu bænda.

Höf­undur er rit­stjóri Bænda­blaðs­ins. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None