Að gefnu tilefni

Búvörusamningar
Auglýsing

Ummæli Jóns Við­ars Jón­munds­sonar í grein sem birt hefur verið í vefrit­inu Kjarn­anum í garð Bænda­blaðs­ins og sviðs­stjóra útgáfu- og kynn­ing­ar­sviðs eru í hæsta máta ómak­leg. Jón hefur í nokkrum blöðum birt merkan greina­flokk undir fyr­ir­sögn­inni "Úr­val­stil­raunir með búfé og til­rauna­dýr". 

Þetta eru langar greinar og í þriðja tölu­blaði 11. febr­úar kom fjórða greinin í þessum flokki sem var upp á 3.231 orð. Þessi grein fór á rúm­lega eina og hálfa síðu. Í fram­haldi af því að Jón stað­festi að þessi grein væri vænt­an­leg sagði hann að lík­legt væri að hann myndi óska eftir að fá að birta aðra grein. Þá var honum strax tjáð að ólík­legt væri að pláss yrði í sama blað­inu fyrir tvær greinar frá hon­um. Var þá ekk­ert vitað um end­an­legt inni­hald þeirrar grein­ar, enda var hann ekki búinn að skrifa hana.

Auglýsing

Þegar blaðið var langt komið í vinnslu á mánu­deg­inum 8. febr­úar sagð­ist Jón hafa sent blað­inu nýja grein sem hann seg­ist nú hafa skrifað laug­ar­dag­inn 6. febr­úar og óskaði eftir birt­ingu á. Var hann þá strax minntur á fyrri orða­skipti um að ekki yrði pláss fyrir tvær greinar frá honum í blað­inu þá vik­una. Þegar greinin var svo opnuð kom í ljós að hún var upp á 2.166 orð sem myndi fylla heila síðu. Fyrir slíkt var ein­fald­lega ekki pláss.

Þegar þetta lá fyrir hót­aði Jón að fara með grein­ina í aðra prent­miðla ásamt ásamt full­yrð­ingu um að Bænda­blaðið neit­aði að birta greina vegna inni­halds henn­ar. Honum var þá tjáð að hann réði því hvað hann gerði við grein­ina, en hann vissi það mæta­vel sjálfur að þessi full­yrð­ing væri alröng.

Þegar hér var komið sögu hafði Tjörvi Bjarna­son, yfir­maður útgáfu- og kynn­ing­ar­sviðs, sem Jón nefnir sér­stak­lega í pistli sínum í Kjarn­an­um, enga vit­neskju haft af þessum sam­skiptum rit­stjóra Bænda­blaðs­ins og Jóns, né nokkur úr for­ystu­sveit Bænda­sam­taka Íslands. Var Tjörvi, sem yfir­maður sviðs­ins, svo upp­lýstur um málið í fram­haldi af þessum orða­skiptum við Jón. 

Í blað­inu 11. febr­úar var birt önnur grein eftir bónda á Suð­ur­landi sem búið var að lofa birt­ingu á löngu áður, án þess að inni­haldið væri nokkuð rætt. Sú grein var með harðri gagn­rýni á bænda­for­yst­una eins og inni­haldið reynd­ist vera í grein Jóns. Í blað­inu sem kom út í dag, 25. febr­ú­ar, er enn önnur grein, líka með gagn­rýni á for­ystu bænda. Áður hafa svo verið birtar fjöl­margar greinar eftir Jón Viðar og ýmsa fleiri með gagn­rýni á for­ystu bænda. Það er því full­kom­lega ómak­legt að segja að Bænda­blað­ið, rit­stjóri, stjórn­endur innan Bænda­sam­tak­anna eða for­ysta bænda hafi komið í veg fyrir birt­ingu á grein Jóns eða ann­arra sem fela í sér gagn­rýni á for­ystu bænda.

Höf­undur er rit­stjóri Bænda­blaðs­ins. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úttekt á séreignarsparnaði var kynnt sem úrræði til að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar, sem var kynntur í mars 2020.
Tekjur ríkissjóðs vegna úttektar á sparnaði um tíu milljörðum hærri en áætlað var
Þegar ríkisstjórnin ákvað að heimila fólki að taka út séreignarsparnað sinn til að takast á við kórónuveirufaraldurinn var reiknað með að teknir yrðu út tíu milljarðar króna. Nú stefnir í að milljarðarnir verði 38.
Kjarninn 18. janúar 2022
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None