Samtök atvinnulífsins andsnúin lífskjarabótum fyrir almenning

Auglýsing

Fyrir Alþingi liggur nú frum­varp um ­stytt­ingu vinnu­dags­ins. Þetta frum­varp, sem er lagt fyrir í annað sinn, er komið til umræðu í nefnd hjá Al­þingi og því var kallað eftir umsögnum frá ýmsum hags­mun­að­il­um. Umsagn­ir bár­ust meðal ann­ars frá Sam­tökum Atvinnu­lífs­ins og Alþýðu­sam­bandi Íslands.

Merki­legt nokk, þá eru Sam­tök Atvinnu­lífs­ins og Alþýðu­sam­band Íslands sam­mála um eitt varð­andi frum­varp­ið, en það er ekki það að launa­fólk fái nú að vinna minna, heldur að frum­varpið beri ekki að ­sam­þykkja.

Það er vert að skoða betur af hverju ­sam­tökin leggj­ast bæði gegn frum­varp­inu.

Auglýsing

Byrjum á fram­lagi Sam­taka Atvinnu­lífs­ins. Í um­sögn þeirra segir meðal ann­ars að grein­ar­gerð með frum­varp­inu „ein­kenn­ist af órök­studdum alhæf­ingum og mis­skiln­ing­i“. Ekki fylgir með í umsögn Sam­taka At­vinnu­lífs­ins í hverju meintar alhæf­ingar og mis­skiln­ingur felast, heldur er vaðið fram og til baka í sund­ur­slit­inni umræðu um hitt og þetta sem teng­ist vinnu­tíma.

Skoðum nokkur dæmi.

Sam­tökin segja að lögin sem voru sett árið 1971 um 40 stunda vinnu­viku hafi verið upp­haf „óða­verð­bólg­unnar sem ríkti næst­u 10-15 árin“. Hér fylgir eng­inn rök­stuðn­ing­ur, engin ítar­leg grein­ing á þessu ­sam­bandi skemmri vinnu­viku og óða­verð­bólgu, og auk­in­heldur er hér alger­lega litið fram­hjá þeirri hag­stjórn sem ríkti á þeim tíma. Merki­legt nokk, þá saka ­Sam­tök Atvinnu­lífs­ins flutn­ings­menn laga­frum­varps­ins um alhæf­ing­ar, en sam­tök­in ­leyfa sér svo sjálf að varpa fram alhæf­ingum eins og þess­ari, og raunar gott bet­ur, því þau varpa hér fram alger­lega nýrri skýr­ingu á þeim miklu verð­bólgu­tímum í Íslands­sög­unni sem átt­undi ára­tug­ur­inn var.

En hér má ekki láta glepjast, því þetta er hræðslu­á­róð­ur: Mark­miðið er fyrst og fremst að hræða þing­menn á Alþing­i Ís­lend­inga til að hunsa frum­varp­ið, en jafn­framt koma þeirri hug­mynd að í hug­um ­fólks að skemmri vinnu­tími muni orsaka verð­bólg­u. Sam­tökin segja líka að vinnu­tími hafi styst á und­an­förn­um fjórum ára­tug­um. Af hverju fjórum ára­tug­um? Ef litið er á með­fylgj­andi mynd, þá sést að vinnu­tími á Íslandi stytt­ist mjög mikið milli 1970 og 1980, en síðan þá hefur lítið breyst. Sam­tökin bæta að vísu við að vinnu­tími hafi almennt styst um fjórar stundir á viku, und­an­farna tvo ára­tugi.Það er samt aug­ljóst að Sam­tök Atvinnu­lífs­ins völdu þarna tíma­bil sem þeim hent­ar, til að láta sýn­ast sem svo að það sé fram­þróun í þessum mál­um, þegar í raun og veru hefur fjöldi vinnu­stunda fremur ein­kennst af stöðnun en öðru síðan 1980. Ekki má hér láta glepjast af eft­ir-hrunsár­un­um, því þar er um að ræða afleið­ingu af því að fólk fékk ekki lengur að vinna jafn mikla yfir­vinnu, og auk­in­held­ur, þá ku fjöldi vinnu­stunda vera á upp­leið á ný – eru ýmsir hag­fræð­ingar him­in­lif­and­i ­yfir því.

Sam­tök Atvinnu­lífs­ins segja líka að það verði að miða við „virkan vinnu­tíma á Íslandi, en ekki greiddan vinnu­tíma sem ­felur í sér neyslu­hlé og eru eigin tími starfs­manna“. Þessi mantra, sem heyr­is­t ­stundum frá and­stæð­ingum skemmri vinnu­stunda, er orðin nokkuð göm­ul. Þarna er ­dregin upp ein­hver sú mynd að íslenskir launa­menn eyði svo miklum tíma í „­neyslu“, að engum mæl­ingum á fjölda vinnu­stunda megi treysta.

Stað­reynd­irnar tala þó sínu máli: Vinnu­tím­i á Íslandi er lengri en í nágranna­ríkj­un­um, og lengri en í ýmsum  þró­uðum evr­ópu­ríkj­um, eins og Þýska­landi og Frakk­landi – myndin sýnir þetta vel. Þessi mynd er teiknuð eftir gögnum frá The Con­fer­ence Board, en þar á bæ hefur einmitt verið gerð ítar­leg til­raun til að draga kerf­is­bund­ið úr hinum ýmsu skekkjum sem meðal ann­ars verða til af „neyslu­hléum“. Þessi gamla m­antra um að íslenskir launa­menn eyði öðrum fremur löngum tíma i „neyslu“ á þvi varla við.

Sam­tök Atvinnu­lífs­ins reyna ekki í umsögn sinni að teikna upp nokkra raunsanna mynd af því hvernig Ísland stend­ur ­sig gagn­vart öðrum löndum þegar kemur að vinnu­tíma – ekki út frá raun­gögnum í það minnsta. Það sem sam­tökin reyna að gera, öllu held­ur, er að byggja sína um­ræðu á þvi hver umsam­inn vinnu­tími er á Íslandi miðað við önnur lönd, og þar á Ísland að standa sig mjög vel – en, eins og allir vita sem hafa ein­hvern­tím­ann unnið hand­tak um ævina, þá eru gerðir samn­ingar ekki sama og raun­veru­leik­inn: Það ger­ist ótt og títt að samn­ingar stand­ast ekki, og alveg ­sér­stak­lega oft á Íslandi. Enga sér­staka umræðu er þó að finna í umsögn­inni um hvernig íslend­ingar standa sig í vinnu­tíma­mál­um, í raun og veru, gagn­vart öðrum löndum – ættu þó Sam­tök Atvinnu­lífs­ins að átta sig á þvi að samn­ingar eru ekki ­sama og raun­veru­leiki, því þessi sam­tök hafa verið í eld­línu brost­inna samn­inga svo árum skipt­ir.

Það sem sam­tökin gera enn frem­ur, er stór­merki­legt. Þau reyna að sýna fram á að fækkun vinnu­stunda yrði stór­kost­lega ­kostn­að­ar­söm fyrir fyr­ir­tækin í land­inu. Aftur er hér dregin fram klass­ísk m­antra, í þetta sinnið sú sem atvinnu­rek­endur hefja til lofts við hvert ­til­efni: Mantran um auk­inn kostnað og verð­bólgu. Sam­kvæmt Sam­tök­um At­vinnu­lífs­ins myndi fólk í raun bara vinna jafn lengi og áður, þrátt fyr­ir­ laga­setn­ingu um skemmri vinnu­dag, en að hluti vinnu­tím­ans yrði nú yfir­vinna, ­sem er betur borguð – það yrði því kostn­að­ar­auki fyrir fyr­ir­tæk­in. Hér líta ­Sam­tök Atvinnu­lífs­ins, enn á ný, alger­lega fram­hjá reynslu­heim­in­um: Það sem ­yf­ir­leitt ger­ist við stytt­ingu vinnu­dags – og það er meðal ann­ars reynslan frá­ mið-­Evr­ópu – er að fólk fer að vinna öðru­vísi, það fer að vinna vinn­una á hag­kvæm­ari hátt, þannig að það megi gera jafn mik­ið, jafn­vel meira, á skemmri ­tíma. Þannig fer fólk fyrr úr vinn­unni, en sinnir sömu verk­efnum – kannski fleiri. Við þetta þarf ekki að borga yfir­vinnu, auð­vit­að, og engin sér­stök ­kostn­að­ar­aukn­ing sem á sér stað. Til að þetta lukkist, auð­vit­að, þarf svo­lít­ið að hafa fyrir hlut­un­um.

Harma- og tára­söngur sem þessi er nú við­bú­inn frá hags­muna­sam­tökum eins og Sam­tökum Atvinnu­lífs­ins. En nú leggst ASÍ ­gegn frum­varp­inu líka, hvernig skyldi nú standa á því?

ASÍ er á móti frum­varp­inu á þeim for­send­um að Alþingi eigi ekki að skipta sér af vinnu­tíma, því það sé „ótíma­bært inn­grip“ á „heild­ar­end­ur­skoðun aðila“ vinnu­mark­að­ar­ins á vinnu­tíma. Les­ist: ASÍ vill að það sé látið í friði á meðan það reynir að gera eitt­hvað ótil­greint með­ hags­muna­sam­tökum atvinnu­rek­enda. Vanda­málið sem ASÍ glímir við hér, er hrein­lega það að ASÍ hefur ekki sýnt það í verki að sam­band­inu sé treystandi í þessum mála­flokki: Lítið hefur þok­ast í þessum mál­um, eins og um getur að fram­an, en auk þess hefur ASÍ verið með tvær nefndir að störf­um, aðra frá 1997 og hin frá 2006, báðar um vinnu­tíma – það er ágætt að halda því hér til haga að ­börn fædd 1997 verða bráðum tví­tug. Það hefur því lítið hafa þok­ast með þessa vinnu – gögnin sýna það, svart á hvítu. Kannski er hrein­lega best að menn fái vin­sam­legt klapp á bakið með laga­setn­ingu lög­gjafans – kannski þeir fari að vinna ein­beittar að þessum mál­um, og slaki á í kaffi­drykkj­unni?

Þess ber að geta að önnur hags­muna­sam­tök, BS­RB, lýsa yfir ánægju með frum­varpið og eru hlynnt sam­þykki þess.

Það er löngu kom­inn tími á raun­veru­leg­ar að­gerðir með stytt­ingu vinnu­tím­ans. Fram­lag þeirra alþing­is­manna sem settu fram hið títt­nefnda frum­varp, er allt af hinu besta.

 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None