Lego-kubbarnir eru sígild leikföng, og hafa verið einkar vinsæl á íslenskum heimilum um áratugaskeið. Þeir eru fallegir í einfaldleika sínum, og gefa sköpunarkrafti barna vængi, enda má byggja úr þeim næstu allt sem fólki dettur í hug.
Á undanförnum árum hefur rekstur þessa danska nýsköpunarrisa verið með ólíkindum góður, og vöxturinn mikill á nær öllum markaðssvæðum heimsins.
Hagnaðurinn Lego í fyrra nam 173 milljörðum íslenskra króna, eins og greint var frá á vef Kjarnans í gær, og jukust tekjur milli ára um fjórðung.
Svona getur nú „eitthvað annað“ verið gjöfult fyrir hagkerfi ríkja í alþjóðavæddum heimi.