Hverjir mata krókinn?

Auglýsing

Föstu­dag­inn 19. febr­úar voru und­ir­rit­aðir nýir ­bú­vöru­samn­ing­ar. Þeir gilda til árs­ins 2026 og munu kosta skatt­greið­endur um 13-14 millj­arða króna á ári. Ofan á það er íslenskum land­bún­aði veitt ­toll­vernd, sem kostar neyt­endur um tíu millj­arða króna til við­bótar. Þar sem samn­ing­ur­inn er til tíu ára munu næstu þrjár ­rík­is­stjórnir verða bundnar af ákvörðun núver­andi rík­is­stjórn­ar. Samn­ing­ur­inn mun vit­an­lega hafa mest áhrif á neyt­endur í land­inu og því verður að teljast f­urðu­legt að eng­inn full­trúi þeirra hafi verið aðili að gerð samn­ing­anna. Ein­ungis stjórn­mála­menn og full­trúar bænda komu að gerð þeirra.

Mikil leynd býður upp á gagn­rýni

Á bak við luktar dyr var ákveðið að binda skyld­i hendur þjóð­ar­innar næstu tíu árin, sem er raunar svipað og land­bún­að­ar­ráð­herra ­reyndi að gera með mak­ríl­frum­varpið fræga þegar átti að úthluta kvóta til sex ára. Á bak við þessar dyr var svo líka ákveðið verð­tryggja þessa fjár­skuld­bind­ingu skatt­greið­enda - og það kom­andi frá flokknum sem berst hvað mest ­gegn verð­trygg­ing­unni.

Þegar svo mik­il­vægar ákvarð­anir eru teknar á bak við ­luktar dyr er skilj­an­legt að gagn­rýn­is­raddir heyr­ist. Nú þegar ríkir of mik­il ­leynd varð­andi mik­il­vægar ákvarð­anir rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Land­bún­að­ar­kerfið á Ís­landi ein­kenn­ist einmitt af þessu leynd­ar­dóms­fulla og oft á tíðum óeðli­lega ­sam­bandi milli hags­muna­sam­taka bænda og ráðu­neyti land­bún­að­ar. Hags­muna­sam­tök ­sem hljóta gíf­ur­lega fjár­muni á ári hverju, sem þó er ekk­ert endi­lega óeðli­leg­t í sjálfu sér. Þau hafa hins vegar verið gagn­rýnd harð­lega fyrir það hvern­ig farið hefur verið með þetta opin­bera fé. Þar ber helst að nefna ­rekstur þeirra á Hótel Sögu, sem þykir umdeildur meðal ann­ars í ljósi þess að skattfé var notað árið 2014 til að koma hót­el­inu á réttan kjöl.

Auglýsing

Neyt­endur sitja eftir með sárt ennið

Neyt­endur fengu ekki sæti við samn­inga­borðið og það ­sýnir sig einmitt best í því að lítið bendir til þess að þeir muni hljóta góðs af þessum nýju samn­ing­um. Sam­tök versl­unar og þjón­ustu telja raunar að ­samn­ing­arnir munu kosta skatt­greið­endur meira en margir gera sér grein fyr­ir­. Þau benda á að ofan á þann beina stuðn­ing, sem land­bún­að­ur­inn fær, bæt­ist við ó­beinn stuðn­ingur í formi vernd­ar­tolla. Í heild sinni getur stuðn­ing­ur­inn því verið upp á 22 til 24 millj­arða á ári. Þegar slíkar tölur eru yfir­færðar á tíu ára tíma­bil er verið að tala um upp­hæð á bil­inu 220 til 240 millj­arða króna. ­Upp­hæð­ina má svo umreikna í fjölda rekstr­ar­ára Land­spít­al­ans. Hún jafn­gild­ir til að mynda um 5 ára rekstr­ar­kostn­aði spít­al­ans. Þegar hugsað er til þess að ein helstu rök fyrir verndun land­bún­aðar eru lýð­heilsurök á borð við þau að ­tryggja þurfi fæðu­ör­yggi, þá er varla nokkuð sem ógnar heilsu lands­manna jafn mikið og fjársveltur Land­spít­ali, sem hefur því miður verið raunin síðust­u ár­in. Raunar má færa rök fyrir því að þessar tölur séu jafn­vel enn hærri, en ­þjóð­hags­legur kostn­aður vegna búvöru­laga er tal­inn nema 35 millj­örðum króna fyrir árið 2014.

Að und­an­förnu hefur hið opin­bera þurft að skera veru­lega niður fjár­magn til­ grunn­stoða sam­fé­lags­ins, en samt sem áður munu fram­lög til land­bún­aðar nú aukast gríð­ar­lega með gerð nýrra samn­inga. Sam­an­borið við aðrar atvinnu­grein­ar er einnig ósann­gjarnt að land­bún­aður búi við jafn mikla vernd og raun ber vitni. Á almennum mark­aði hefur sam­keppni reynst helsti hvati til þró­unar á vör­um. Annað ætti ekki að gilda um land­bún­að. Til öryggis er þó best að skoða ­reynslu ann­arra landa.

Ísland í sam­an­burði við önnur lönd

Aðeins fjögur ríki Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­inn­ar (OECD) nið­ur­greiða land­búnað meira með styrkjum heldur en Ísland. Íslenskir skatt­greið­endur greiða þannig um tvö­falt hærri styrki til land­bún­aðar en ríki OECD gera að með­al­tali. Stuðn­ing­ur­inn hér á landi nemur um 48% af tekjum bænda á meðan hann er að með­al­tali um 17% inn­an­ OECD-­ríkja, svipað og í Evr­ópu­sam­band­inu. Styrkir hér á landi hafa einnig að ­mestu verið fram­leiðslu­tengdir og þar af leið­andi sam­keppn­is­hamlandi og ­mark­aðs­trufl­andi. OECD telur raunar að hlut­fall mark­aðs­trufl­and­i land­bún­að­ar­styrkja hafi að und­an­förnu verið um 70% á Íslandi, til sam­an­burð­ar­ er sú tala um 25% í ESB. Þar að auki má hér finna svo háa vernd­ar­tolla fyr­ir­ land­bún­að­ar­vörur að Ísland trónir nán­ast á toppnum hvað það varðar í sam­an­burð­i við helstu ríki heims. Þess má svo geta að með afnámi slíkra tolla gætu útgjöld til mat­ar­inn­kaupa með­al­fjöl­skyldu á Íslandi lækkað um lið­lega 19%.

Það er algeng villa í umræð­unni að halda því fram að land­bún­aður muni leggj­ast af með breyt­ingum á núver­andi styrkja­kerfi- eða ­tolla­kerfi. Umbætur nágranna­landa okkar á land­bún­aði hafa einmitt sýnt að það er vel hægt að lækka kostnað skatt­greið­enda og um leið skapa betra land­bún­að­ar­kerf­i ­með því að ýta undir skil­virkni, þróun og nýj­ungar í land­bún­aði. Hægt er að ­taka reynslu Nýja-­Sjá­lands sem dæmi. Áður fyrr var stuðn­ingur skatt­greið­enda þar­lendis um 40% af tekjum bænda, en nú er hann ein­ungis 1% af tekjum bænda. Þó blómstrar land­bún­að­ur­inn þar og halar inn meiri­hluta útflutn­ings­tekna lands­ins. Sömu­leiðis hefur græn­met­is­fram­leiðsla hér­lendis blómstrað eftir að tollar á græn­meti voru lækk­aðir eða afnumd­ir.

Það má einmitt færa rök fyrir því að kerfið hér­lendis sé ekki ein­ung­is slæmt fyrir neyt­end­ur, heldur einnig fyrir bændur. Rann­sóknir hafa sýnt að núver­andi kerfi felur í sér hækkun fram­leiðslu­kostn­aðar hjá bændum til­ ­lengri tíma, sem svo dregur úr aðhaldi í fram­leiðslu. Auk þess er mjög lítil verð­mæta­sköpun í núver­andi land­bún­að­ar­kerfi þegar það er ­borið saman við aðrar atvinnu­grein­ar.

Kerfið ein­kenn­ist af fákeppni

Land­bún­að­ar­kerfið á Íslandi er ekki ein­ungis dýrt og ó­hag­kvæmt, heldur leiðir það líka af sér fákeppni. Svo tekið sé dæmi kaupa ­Mjólk­ur­sam­salan og Kaup­fé­lag Skag­firð­inga nær alla mjólk sem bændur á Ísland­i ­selja. Þessi tvö fyr­ir­tæki vinna náið saman og eru með ein­ok­un­ar­stöðu á mark­aði. Sam­keppnin er því varla til stað­ar. Raun­ar var Mjólk­ur­sam­salan sektuð af Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu fyrir að brjóta gegn ­sam­keppn­is­lögum með því mis­nota mark­aðs­ráð­andi stöðu sína. Hvernig stendur á því að sá fjár­mála­ráð­herra, sem oft hefur talað um mik­il­vægi þess að sam­keppn­i skuli ríkja á frjálsum mark­aði, skuli skrifa undir nýjan búvöru­samn­ing og þannig vinna gegn breyt­ingum í land­bún­að­ar­kerf­inu?

Í skýrslu Hag­fræði­stofn­unar Háskóla Íslands frá árinu 2015 er mjólk­ur­fram­leiðsla á Íslandi gagn­rýnd harð­lega. Þar kemur fram að á árunum 2011 til 2013 hafi kerf­ið ­kostað íslenska ríkið 15.5 millj­arða króna á ári að jafn­aði. Til sam­an­burð­ar­ hefði inn­flutt mjólk á sama tíma kostað að jafn­aði 7.5 millj­arða króna með­ ­flutn­ings­kostn­aði. Stuðn­ingur íslenskra neyt­enda við fram­leiðslu nemur því um átta millj­örðum króna á ári. Þessi stuðn­ingur er fyrst og fremst til kom­inn ­vegna þess hve dýr íslenska mjólkin er í fram­leiðslu.

Núver­andi kerfi ger­ir ­mjólk­ina miklu dýr­ari í fram­leiðslu heldur en þekk­ist ann­ars stað­ar. Þar að ­auki er fram­leidd meiri mjólk fyrir inn­an­lands­markað en þörf er á. Þessi of­fram­leiðsla kostar neyt­endur til við­bótar um millj­arð króna á ári. OECD tek­ur í sama streng og bendir á að íslensk mjólk sé að jafn­aði um 30% dýr­ari en inn­flutt mjólk. Ljóst er að breyt­inga er þörf á mjólk­ur­fram­leiðslu lands­ins. Skýrslu­höf­undar lögðu reyndar til ýmissa breyt­inga. Ein þeirra var ­meðal ann­ars að magn­tollar af mjólk­ur­vörum yrðu afnumdir og verð­tollar lækk­að­ir úr 30 pró­sentum í 20 pró­sent, svo fram­leiðsla nágranna­landa yrði sam­keppn­is­fær við íslenskar mjólk­ur­af­urðir hér á landi. Þannig hefðu neyt­endur úr fleiri vörum að velja en nú.

Það þarf að umbylta kerf­inu

Um það á málið einmitt að snú­ast. Fjöl­breytni og sam­keppni verður að ríkja svo ­neyt­endur fái sjálfir að velja, enda eru þeir stærsti hags­muna­hóp­ur­inn í þess­ari jöfnu. Vafa­laust yrði íslensk gæða­vara oft fyrir val­inu, en það þarf þá ­fyrst og fremst að vera ákvörðun neyt­enda sjálfra. Ljóst er að núver­andi land­bún­að­ar­kerfi hentar ekki ­neyt­endum og er hvort tveggja óhag­kvæmt og dýrt. Þess vegna þarf að auka hag­kvæmni og tryggja aukna verð­mæta­sköp­un. Stuðla þarf að sjálf­bæru kerfi og ­með mark­vissum breyt­ing­um, einna helst á styrkja­kerf­inu og tollaum­hverfi, er það vel hægt. Slíkt yrði ekki bara til hags­bóta fyrir neyt­end­ur, heldur einnig bænd­ur. Nýtt kerfi er ekki fjar­læg útópía hug­sjón­ar­manna, heldur þvert á mót­i eitt­hvað sem getur vel orðið að veru­leika. Slíkur veru­leiki hefst um leið og al­menn­ingur í land­inu hafnar núver­andi kerfi og varð­hundum þess í næst­u ­þing­kosn­ing­um.

Isavia mátti kyrrsetja vél ALC úr flota WOW air
Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu úr héraði, að Isavia hafi verið í fullum rétti að kyrrsetja vél úr flota WOW air.
Kjarninn 24. maí 2019
Magnús Halldórsson
Aðkallandi að hagræða í bankakerfinu
Kjarninn 24. maí 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Nemendur hafa áskað grunnskólakennara með slæmum afleiðingum
Kjarninn 24. maí 2019
Skýrsla um neyðarlánið kemur á mánudag klukkan 16
Skýrsla um afdrif neyðarláns Seðlabanka Íslands til Kaupþings, og hvernig unnið var úr veðinu sem tekið var vegna lánsins, verður birt á mánudaginn klukkan 16.
Kjarninn 24. maí 2019
Bann við notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerðarbreytingu sem bannar notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi.
Kjarninn 24. maí 2019
Pottersen
Pottersen
Pottersen 16. þáttur: Harry fer í bað
Kjarninn 24. maí 2019
Skattakóngar eða -drottningar verða ekki opinberaðar af skattinum
Ríkisskattstjóri mun ekki senda út upplýsingar til fjölmiðla um þá 40 einstaklinga sem greiða hæstu skattana, líkt og hann hefur gert árum saman. Ástæðan er ákvörðun Persónuverndar í máli gegn Tekjur.is.
Kjarninn 24. maí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Huawei missir Android og ARM leyfi, nýjar Macbook Pro tölvur komnar á markað og Game of Thrones Galaxy Fold á leiðinni
Kjarninn 24. maí 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None