Félagsmálaaðstoð fyrir fjármálafyrirtæki?

Auglýsing

Fyrir nokkrum dögum var haldin  fast­eigna­ráð­stefna í Hörp­u­nn­i. Ráð­stefnan og umræða henn­ar er stað­fest­ing á hversu lítið  hús­næð­ispólítíkin hefur breyst  frá­ 2008. List­inn yfir bak­hjarla ráð­stefn­unnar er líka listi yfir helstu hags­muna­að­ila á bak við (­sér) íslensku sér­eigna­stefn­una í hús­næð­is­mál­um: Bankar og fast­eigna­sal­ar. Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja, Líf­eyr­is­sjóðir og lán­veit­end­ur, ásamt fleir­um.

Í raun snérist ráð­stefnan aðeins um  eitt búsetu­form. Það er sama  sér­eigna­stefna og fyrir 2008. ­Sem bygg­ist á því að sem flestir kaupi og eigi sitt hús­næð­i. Og taki lán fyrir því. Og taki alla áhætt­una í við­skiptum við vold­uga bak­hjarla ráð­stefn­unn­ar. 

Á ráð­stefn­unni hélt Ragnar Árna­son, há­skóla­pró­fess­or er­indi. Meg­in­inn­tak þess voru yfir­burða­kostir sér­eigna­stefn­unn­ar. Hann sagði leigu­fyr­ir­komu­lagið skapa við­bót­ar­kostnað fyrir sam­fé­lagið vegna illrar umgengni leigj­enda um það sem þeir eiga ekki.

Auglýsing

Dag­inn eftir birt­ist hluti af ræðu pró­fess­ors­ins í Spegl­in­um: „Það þýðir það að leigusal­inn verður að leggja í kostn­að­ar­samar til­fær­ingar og eft­ir­lit til þess að tryggja það að leigu­tak­inn geri þetta eins og hann á að gera þetta. Og þetta sam­an­lagt veldur kostn­aði fyrir sam­fé­lagið sem er tals­vert há upp­hæð. Þess vegna er frá sam­fé­lags­legu sjón­ar­miði miklu betra að allir eigi sitt eigið hús­næð­i." 

Þetta er athygl­is­verð nið­ur­staða. 

Meg­in­or­sakir eigna­bólunnar sem sprakk 2008 á Íslandi var hömlu­laus útlána­stefna. Og skortur á val­kostum meðal búset­ur­forma. Með öðrum orð­um: Allt of hátt hlut­fall sér­eignar á hús­næð­is­mark­aði. Þetta hlut­fall er nán­ast það sama á Íslandi uppund­ir­ ára­tug eftir hrun.

Í Þýska­landi sem er þekkt fyrir stöð­ug­leika á hús­næð­is­mark­aði er sér­eign ein­ungis um helm­ingur á við Ísland. Íslenska sér­eign­ar­hlut­fallið ýkir sveiflur og bólur á eigna­mark­aði.  Það skapar kerf­is­á­hættu, Áhvílandi lán geta farið fram úr and­virði við­kom­andi eign­ar. Það gerð­ist síð­ast 1983, og svo aftur 2008 á íslandi. Í bak­sýn­is­spegli er þetta sagan um öll eggin í sömu körfu.

Rík­is­fjöl­mið­ill­inn spurði ekki hver sam­fé­lags­kostn­að­ur­inn var þegar hús­næð­is­mark­að­ur­inn hrundi með banka­kerf­inu 2008. Það má umorða spurn­ing­una: Hvað kost­aði sam­fé­lagið að vera ekki með sam­bæri­legan Not for profit " leigu­markað og nágranna­löndin ?

Speg­ill­inn birti enn­fremur til­lögu pró­fess­ors­ins til lausnar hús­næð­is­vanda ungs fólks: Að kaupa hús­næði og taka lán fyrir því. Pró­fess­or­inn vill að komið verði á fót Fjár­fest­ing­ar­sjóði íbúð­ar­hús­næð­is. Sá sjóður ætti að úthluta fastri upp­hæð til þeirra sem væru að kaupa sér fast­eign í fyrsta sinn. Hver ein­stak­lingur gæti átt rétt á þremur millj­ónum og þannig gæti par átt rétt á sex millj­ónum ef það væri að kaupa fast­eign að verð­mæti 20 millj­óna. Millj­ón­irnar sex yrðu svo eign­ar­hluti sjóðs­ins í hús­næð­inu.

Þessi lausn er nán­ast afritun af Help to buy", sam­bæri­legri nálgun á sams­konar vanda­máli Í Bret­land­i. Help to buy" var hleypt af stokk­unum í Bret­landi árið 2013. Helstu áhrifin virð­ast vera hækkun fast­eigna­verði. Á London­svæð­inu hefur íbúða­verð hækkað langt umfram launa­þró­un. Hús­næð­is­vandi ungs fólks eykst með ári hverju.

Í umræð­unni um leigu­mark­að­inn telja núver­andi stjórn­völd hækk­aðar húsa­leigu­bætur renna beint í vasa leigu­sala. Myndi Íslenska útfærslan af Help to Buy" ekki á sama hátt renna beint í vasa lán­veit­enda í formi hækk­unar á fast­eigna­verði? Eða sem eins­konar rík­is­styrkur til fjár­mála­fyr­ir­tækja? Og við­halda ýktu eigna­verði?

Ráð­stefnan sýnir í hnot­skurn hvernig 2007 and­inn svífur aftur yfir Íslenskum hús­næð­is­mál­um.

Hús­næð­is­vanda­mál/­kerf­is­villur fyrir 2008: 

Of hátt sér­eigna­hlut­fall / lána­hlut­fall eigna. Skortur á skand­in­av­ískum" leigu­mark­aði, Allt of mikil ítök fjár­mála­fyr­ir­tækja á hús­næð­is­mark­að­i, Skortur á "non­profit" hús­næð­ispólítík. Kerf­is­á­hætta,­með ýktum hækk­unum á eigna­verði.

Lausn á núver­andi (2008) hús­næð­is­vanda­máli:

Enn hærra sér­eigna/lána­hlut­fall eigna. Enn meiri skortur á skand­in­av­ískum" leigu­mark­aði. Enn meiri ítök fjár­mála­fyr­ir­tækja og beinna  hags­muna­að­ila á hús­næð­is­mark­aði. Enn meiri kerf­is­á­hætta,­með ýktum hækk­unum á eigna­verði.

Nú er bara spurn­ingin hvaða stjórn­mála­flokkur býður aftur 100% lán til hús­næð­is­kaupa fyrir næstu kosn­ing­ar.

Við þekkjum ferl­ið.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None