Þrátt fyrir innanflokksátök - meira segja það hörð að vinnustaðasálfræðingur var kallaður á svæðið - þá virðist ekkert slá Pírata niður í fylgi, þessa dagana. Þeir mælast langstærsta stjórnmálahreyfing landsins, með 35,9 prósent fylgi, á meðan stjórnarflokkarnir hafa samanlagt 34,7 prósent, samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup frá því í gær.
Stjórnarflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, munu vafalítið fara að kalla fram pólitíska stórskotaliðið, nú þegar rúmt ár er til kosninga, til þess að reyna að fjölga fylgismönnum og minnka fylgið við Pírata. Það er ekki gott að segja hvernig hið pólitíska stórskotalið verður skipað, en eitt virðist blasa við þessi misserin. Píratar eru óútreiknanlegir og orðnir að stóru og miklu hreyfiafli á hinu pólitíska sviði. Aðrir flokkar virðar engan veginn átta sig á því hvernig á að nálgast þá yfir höfuð, eða fyrir hvað þeir standa. Fólk virðast horfa til þeirra eftir kerfisbreytingum og einhvers konar nýju upphafi, en slíkt hefur þó ekki verið útfært nákvæmlega hjá Pírötum.
Afar spennandi fjórtán mánuðir fram að kosningum framundan, á hinu pólitíska sviði.