Málefnaleg rökræða er það sem hinir fordómafullu óttast mest

trump
Auglýsing

Í Banda­ríkj­unum er mikil spenna á hinu póli­tíska sviði, þar sem tek­ist er á innan Repúblik­ana og Demókrata um hverjir verði full­trú­ar ­flokk­anna í slagnum um emb­ætti for­seta Banda­ríkj­anna, en kosið verður í nóv­em­ber á þessu ári. 

Bernie Sand­ers og Hill­ary Clinton eru í harðri bar­áttu í ein­stökum ríkj­um, en í könn­unum í augna­blik­inu hefur Hill­ary vinn­ing­inn. Sand­ers er hins vegar með mik­inn kraft í sinni bar­áttu og hefur sótt á í könn­un­um, í ein­stökum ríkj­um, að und­an­förnu.Ótrú­leg staða er uppi hjá Repúblikön­um, sem á sér vart for­dæmi á síð­ustu ára­tug­um. For­ystu­menn flokks­ins á lands­vísu hafa miklar áhyggjur af því hvernig fram­bjóð­endur flokks­ins, sér­stak­lega Don­ald Trump og Ted Cruz - sem eru í for­ystu í könn­unum - tala opin­ber­lega. Nú síð­ast sagði Col­in Powell, fyrr­ver­andi varn­ar­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna og þunga­vigt­ar­maður í Repúblikana­flokknum til margra ára, jafn­vel þó hann hafi stutt Barack Obama bæði 2008 og 2012, að umræðan væri óboð­leg. Þetta „virð­ing­ar­leysi“ gengi ekki. Vís­aði hann til almennrar umræðu, og ekki síst þegar fram­bjóð­endur væru að takast á. Það er hægt að nefna margt, í þessu ­sam­hengi, sem er óboð­legt. Orð Don­alds Trumps um inn­flytj­endur frá Suð­ur- og Mið-Am­er­íku - sem hann kall­aði upp til hópa glæpa­menn og nauð­gara - og síðan tal hans um að loka á ferðir múslima til Banda­ríkj­anna, er eitt­hvað sem mik­il­vægt er að ræða um vel og vand­lega. Rifja upp reglu­lega, svo þau gleym­ist ekki. Þessir ein­feldn­ings­legu og við­ur­styggi­legu for­dómar eiga ekk­ert ­sam­eig­in­legt með hægri eða vinstri póli­tík, jafn­vel þótt stjórn­mála­fræð­ingar reyni eftir fremsta megni að stað­setja for­dóma sem þessa á pólitiska kvarða. For­dómar eins og þeir sem Trump hefur látið frá sér - og Cruz líka - eru til þess fallnir að stór­skaða póli­tíska umræðu, og draga fram for­dóma­fullt fólk út á torg. En það má ekki forð­ast að ræða þá stað­reynd, að þessir fram­bjóð­endur tali með þessum hætti. Því það eitt og sér, að hræð­ast að ræða um for­dómana, getur leitt hina for­dóma­fullu til sig­urs. Mál­efna­leg rök­ræða er beittasta vopnið gegn for­dóm­um. Hún mun vafa­lítið reyn­ast Trump og Cruz erf­ið, eftir því sem líður á bar­átt­una. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magnús Halldórsson
Raskaði rónni
Kjarninn 18. febrúar 2020
Maní og fjölskylda
Skora á íslensk stjórnvöld að sýna mannúð
Stjórn Solaris fordæmir yfirvofandi brottvísun á Maní, 17 ára trans drengs frá Íran, og skorar á íslensk stjórnvöld að sýna mannúð og tryggja að hann fá hér skjól og vernd.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bankasýslan vill að bankaráð dragi úr fjárhagslegri áhættu Landsbankans vegna nýrra höfuðstöðva
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur svarað skriflegri fyrirspurn þingmanns Miðflokksins um byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans, sem munu kosta að minnsta kosti um tólf milljarða. Þar er staðfest að ákvörðunin hafi ekki verið borin undir hluthafafund.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Ráðherra er ekki að skoða að takmarka sölu á orkudrykkjum
Þrátt fyrir að embætti Landlæknis telji að banna eigi sölu á ákveðnum tegundum orkudrykkja er ráðherra matvælaeftirlits ekki sömu skoðunar. Til að meta neyslu ungmenna á orkudrykkjum sem innihalda koffín verður framkvæmd neyslukönnun á meðal ungmenna.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Helmingur landsmanna telur fréttir af alvarleika hlýnunar jarðar réttar
Karlar halda frekar en konur að fréttir af alvarleika hlýnunar jarðar séu almennt ýktar, en um þriðjungur karla telur þær vera það.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Lögðu fram tillögur að lausn kjaradeilu – Aftur fundað á morgun
Fundi vegna kjaradeilu félagsmanna Eflingar og Reykjavíkurborgar er lokið. „Samninganefnd Eflingar hefur fundað stíft síðustu daga ásamt starfsfólki og trúnaðarmönnum til að útfæra og ná sátt um tillögur,“ segir í tilkynningu Eflingar.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðuneytið leggur til breytingar á frumvarpi um stuðning við einkarekna fjölmiðla
Ef tillögur sérfræðingar mennta- og menningarmálaráðuneytisins verða teknar til greina mun endurgreiðsluhlutfall á ritsjórnarkostnaði einkarekinna fjölmiðla hækka og sjónarmiðum héraðsfréttamiðla mætt til að gera þá styrkjahæfa.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Nú er háð mikilvægasta kjarabaráttan um áratugaskeið.
Leslistinn 18. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None