Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og MBA, sem starfar við ráðgjöf á sviði orkumála og hefur úti hinu ágæta orkubloggi, um ýmislegt sem tengist orkumálum Íslendinga, segir að honum hafi borist upplýsingar frá bankastjóra á Íslandi, um að Norðurál hafi ætlað sér að „eyðileggja“ hann.
Þetta kom fram í kveðjugrein á bloggi hans í gær, en Ketill hyggst alfarið snúa sér að alþjóðlegri ráðgjöf.
Í greininni kemur fram, að hann hafi verið varaður við því að Norðurál, sem Landsvirkjun er nú í samningaviðræðum við um endurnýjun orkusölusamnings, hafi ráðið almannatengla til þess að verkefnis, að tala gegn hans málflutningi, en á orkublogginu hafa birst margar metnaðarfullar umfjallanir um orkubúskap þjóðarinnar, ekki síst verð sem álfyrirtækin greiða til Landsvirkjunar fyrir raforkuna.
Það þarf ekki að hafa mörg um um þetta í sjálfu sér, því svona þöggunartilburðir erlendra stórfyrirtækja á Íslandi á aldrei að samþykkja. Það er afleitt, að almannatenglar á Íslandi láti plata sig út í hagsmunabaráttu erlendra stórfyrirtækja, með því að tala niður skoðanir fólks á hinum ýmsu atriðum sem snúa að íslenskum orkubúskap. Það er sjálfsagt mál og eðlilegt, að mörg sjónarmið séu uppi í þeim málum.
Vonandi mun Norðurál sjá að sér, og hætta þessum vondu starfsaðferðum hið snarasta, sem þarna er lýst.