Stjórnmálamenn verða líka að líta í eigin barm

Landsbankinn
Auglýsing

Banka­sýsla rík­is­ins hefur svarað bréfi Bjarna Bene­dikts­son­ar, efna­hags- og fjár­mála­ráð­herra, þar sem fjallað er um sölu Lands­bank­ans á eign­ar­hlut fyr­ir­tæk­is­ins í Borg­un. Í bréfi Banka­sýsl­unnar seg­ir að „sölu­með­ferðin hafi varp­að veru­legum skugga á árangur Lands­bank­ans und­an­farin miss­eri og að fag­leg ásýnd ­bank­ans og stjórn­enda hans hafi beðið hnekki.[...]­Mik­il­vægt er að Lands­bank­inn end­ur­heimti traust eig­enda sinna, við­skipta­vina og fjár­festa sem og almenn­ings í land­inu. Af þeim þeim sökum telur Banka­sýsla rík­is­ins að banka­ráð Lands­bank­ans verði að grípa til við­eig­andi ráð­staf­ana til að end­ur­heimta það ­traust sem bank­inn tap­aði vegna sölu­með­ferð­ar­inn­ar. Fer stofn­unin fram á að hlut­höfum í Lands­bank­anum hf. verði hið fyrsta gerð grein fyrir því með hvaða hætti banka­ráðið telur rétt að bregð­ast við og ekki siðar en tveimur vik­um ­fyrir aðal­fund sem fram fer þann 14. apríl nk.“

Það er erfitt að skilja þetta öðru­vísi en svo, þarna sé Banka­sýslan að segja við ráð­herra, að ­fátt annað en að banka­ráð og for­stjóri Lands­bank­ans, verði að axla ábyrgð á mál­inu er teng­ist söl­unni á hlutnum í Borg­un, og hætta, til þess að nýtt fólk ­geti tekið við sem er traustins vert.

En þetta er vand­með­far­ið, og stjórn­mála­menn verða líka að horfa í eigin barm, þegar kem­ur að upp­bygg­ingu fjár­mála­mark­að­ar­ins eftir alls­herj­ar­hrun hans haustið 2008.

Auglýsing

End­ur­reisn­ar­starf­ið hefur um margt gengið vel, og það á meðal ann­ars við um Lands­bank­ann. ­Stjórn­endur bank­ans get um margt verið stoltir af end­ur­reisn hans, og því hvernig það starf spilar inn í end­ur­reisn fjár­mála­mark­að­ar­ins.

En eins og ­banka­ráð bank­ans, þar sem Tryggvi Páls­son er for­mað­ur, hefur við­ur­kennt þá vor­u það mis­tök að selja ekki 31,2 pró­sent hlut í Borgun í opnu ferli. Ekki aðeins til að tryggja gagn­sæi, heldur ekki síður til að skapa sam­keppni um ­grein­ing­ar­vinn­una sem fer fram við sölu á eign­um, þar sem áhuga­samir fjár­fest­ar þurfa að leggja fram vönduð til­boð í hlut­ina.Stjórn­mála­menn virð­ast oft gleyma því, að þeir geta skapað traust­ari ramma en þeir hafa þegar gert, þegar kemur að sölu eigna í fjár­mála­kerf­inu sem al­menn­ingur á nú að mestu. Laga­skylda um gagn­sæi við sölu á eignum og af­skriftir skulda, var eitt­hvað sem stjórn­mála­menn hefðu getað kom á, strax eftir hrun­ið, og geta gert enn. Bent hefur verið ítrekað á það í fjöl­miðl­um, að ­gagn­sæi væri lyk­il­at­riði til að end­ur­heimta traust, og stjórn­endur í fjár­mála­kerf­inu hafa sumir hverjir tekið undir þetta í orði.Fjár­mála­eft­ir­litið (FME) er lyk­il­stofnun þegar að þessu kem­ur, en mega bankar ekki stunda óskyldan rekstur sam­kvæmt lög­um, nema með und­an­þágu frá FME. Þeg­ar ­bankar eiga eign­ar­hluti í fyr­ir­tækj­um, þá reynir á þessu aðkomu. Meða skýr­ari lögum hefði mátt komum þessum málum í annan far­veg en raunin hefur ver­ið.Þó ekk­ert afsaki mis­tök bank­anna – og það er sann­ar­lega ekki mein­ingin að ger­a það hér í þessum skrifum – þá þurfa stjórn­mála­menn að horfa einnig í eig­in barm, og spyrja sig að því hvort þeir hafi gert nóg til þess að tryggja góð­an og traustan lag­ara­mma utan um end­ur­reisn fjár­mála­kerf­is­ins. Svarið við þeirri ­spurn­ingu er nei.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
James Hatuikulipi.
Enn einn „hákarlinn“ fellur – Hatuikulipi segir af sér
Allir þrír áhrifamennirnir í Namibíu sem tryggðu Samherja kvóta á undirverði gegn ætluðum mútugreiðslum hafa nú sagt af sér.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Mussila hlýtur Norrænu EdTech verðlaunin
Sprotafyrirtækið Mussila framleiðir hugbúnað sem kennir börnum tónlist í gegnum skapandi umhverfi.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Vitundarvarpið
Vitundarvarpið
Vitundarvarpið – Lífið breyttist eftir að Kamilla kynntist kakóinu
Kjarninn 20. nóvember 2019
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið telur sig hafa uppfyllt eftirlitsskyldu sína með RÚV
Mennta- og menningarmálaráðuneytið tekur ekki afstöðu til ábend­ingar Rík­is­end­ur­skoð­unar um að færa eign­ar­hlut rík­is­ins í RÚV til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins. Ráðu­neytið segir að það sé Alþingis að ákvarða um slíkt.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Haukur ráðinn framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum
Enn hefur ekki verið ráðið í stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Ásta Svavarsdóttir
Þú ert svo sæt svona réttindalaus
Kjarninn 20. nóvember 2019
Samherji kynnti Síldarvinnsluna sem hluta af samstæðunni
Þegar Samherji kynnti samstæðuna sína erlendis þá var Síldarvinnslan kynnt sem uppsjávarhluti hennar og myndir birtar af starfsemi fyrirtækisins. Á Íslandi hefur Samherji aldrei gengist við því að Síldarvinnslan sé tengdur aðili.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Útskurður
Kjarninn 20. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None