Talið er að við Íslendingar hendum mat fyrir um sautján milljarða á ári. Þetta er sóun sum sé, og augljóst að átaks er þörf til að stilla af neysluvenjur fólks. Sums staðar er talið að allt að helmingur matar sem keyptur er inn á heimilum, endi í ruslinu.
Rakel Garðarsdóttir, stofnandi Vakandi, samtaka um aukna vitundarvakningu varðandi sóun matvæla, ræddi um þessi mál við RÚV.
Þetta er mikilvægt mál sem þarfnast meiri umræðu og athygli. Þegar á heildina er litið er þetta stórt og mikið umhverfismál, og neytendamál sömuleiðis. Kostnaðurinn lendir á samfélaginu öllu, þegar upp er staðið. Skynsamleg matarinnkaup skilja líka meiri peninga eftir hjá fólki, til að safna upp sparnaði.
Vonandi tekst að koma þessu máli upp á þann stall, sem það á skilið.