Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og nefndarmaður í Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, mælir af skynsemi og yfirvegun þegar hann tjáir sig um stöðu efnahagsmála. Hann segir stöðu mála nú vera góða, og heppni spili þar inn í. Verðfall á olíu hefur hjálpað til við að halda verðbólgu í skefjum, á sama tíma og verð á sjávarafurðum hefur verið í hærri kantinum og ferðamennska hefur blómstrað.
Hann segir ennfremur, í viðtali við 365 miðla, að það sé vel hægt, að reka árangursríka hagstjórn, þrátt fyrir smæð krónunnar og sveiflur sem henni fylgja. „Allt þetta tal um að skipta um myntir til þess að fá einhvern ímyndaðan veruleika í öðru landi er allt held ég á misskilningi byggt og ekki gagnlegt. Ástæðan fyrir því að þetta fór illa árið 2008 var fyrst og fremst vegna umgjarðar peningastefnunnar. Það hvort það var Jón Sigurðsson eða Effelturninn á peningaseðlunum var ekki aðalatriðið heldur umgjörðin og hvernig ákvarðanir voru teknar og hvernig við brugðumst við áhættum. Það að stökkva á milli að taka upp kanadadollar einn daginn og evruna hinn daginn. Allt þetta tal er svo gagnslaust.“
Svo mörg voru þau orð.
Hann segir ennfremur, í viðtali við 365 miðla, að það sé vel hægt, að reka árangursríka hagstjórn, þrátt fyrir smæð krónunnar og sveiflur sem henni fylgja. „Allt þetta tal um að skipta um myntir til þess að fá einhvern ímyndaðan veruleika í öðru landi er allt held ég á misskilningi byggt og ekki gagnlegt. Ástæðan fyrir því að þetta fór illa árið 2008 var fyrst og fremst vegna umgjarðar peningastefnunnar. Það hvort það var Jón Sigurðsson eða Effelturninn á peningaseðlunum var ekki aðalatriðið heldur umgjörðin og hvernig ákvarðanir voru teknar og hvernig við brugðumst við áhættum. Það að stökkva á milli að taka upp kanadadollar einn daginn og evruna hinn daginn. Allt þetta tal er svo gagnslaust.“
Svo mörg voru þau orð.
Annað sem Gylfi nefndi, í viðtalinu sem hér er vísað til, var mikilvægi þess að hlúa vel að ferðaþjónustunni. Það sé ekkert ólíklegt að hún sveiflist niður aftur, ef ekki tekst að byggja upp sterka innviði innan greinarinnar. Ekkert sé sjálfgefið, og það megi ekki hugsa alltaf þannig að hlutirni „hljóti að reddast“.