Forsætisráðherrann sem getur ekki gert neitt rangt

Auglýsing

Við­brögð Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar for­sæt­is­ráð­herra við rétt­mætum og eðli­legum spurn­ingum um hæfi hans til að taka ákvarð­anir um ­mótun og fram­kvæmd áætl­unar um losun hafta hafa ekki bætt stöðu hans. Þau hafa ein­kennst af hroka, sjálfs­upp­hafn­ingu og full­kominni van­getu til að setja sig í spor ann­arra og sjá sig utan frá. Fyrst með því að svara engum spurn­ing­um ­fjöl­miðla í tíu daga, og svo með þeim svörum sem hann bauð upp á í mjög þægi­legum við­tölum við Frétta­blaðið og Útvarp Sögu í gær, þar sem skýrt kom fram að hann teldi sig ekki hafa gert nein mis­tök. Raunar hefur Sig­mundur Dav­íð aldrei, svo ég muni, geng­ist við því að hafa gert mis­tök.

Þaul­skipu­lögð við­brögð þing­manna Fram­sókn­ar­flokks­ins og ann­arra úr innsta hring hans hafa heldur ekki verið þess eðlis að þau hafi jákvæð áhrif fyrir for­sæt­is­ráð­herra. Raunar hafa þau gert stöð­una mun verri fyrir hann. Sú ­skipu­lagða bræði hefur falist í því að ráð­ast á nafn­greint fólk og ­fjöl­miðla fyrir að vera óbil­gjarnt gagn­vart þjóð­hetj­unni Sig­mundi Dav­íð. Hún hef­ur ­gengið út á að það ætti öllum að vera sýni­legt að Sig­mundur Davíð hafi geng­ið ­manna harð­ast fram gegn kröfu­höf­um. Það megi eng­inn draga í efa.

Auglýsing

Vanda­málið við þessa rök­semda­færslu er að það eru afar fáir ­sem draga það í efa að for­sæt­is­ráð­herra hafi gengið hart fram í þessu stóra hags­muna­máli, þótt hann hafi haft nokkuð margar mis­vísandi skoð­anir á hvern­ig ætti að leysa það. Og flest­ir, með nokkrum háværum und­an­tekn­ing­um, virð­ast á þeirri skoðun að lausnin sem samið var um í fyrra við kröfu­hafa sé mjög góð ­fyrir Ísland. 

Þótt að Fram­sókn­ar­menn og DV öskri það af torgum að Sig­mund­ur Da­víð hafi nán­ast leyst málið ein­sam­all þá er það kannski ekki endi­lega svo. Að minnsta kosti virð­ast allir aðrir sem komu að mál­inu af alvöru vera ann­arr­ar ­skoð­un­ar. Þeirra mein­ing, sem þeir sjá ekki þörf fyrir að básúna við hvert tæki­færi, er sú að fyrri tvær rík­is­stjórn­ir, Seðla­banki Íslands og síð­ast en ekki síst Bjarni Bene­dikts­son, sem hafði málið á sínu for­ræði og ábyrgð, eig­i ­ríkan þátt í því að mál­inu var lent með þeim hætti sem var gert.

Bar­daga­hana­bræðin

Þess utan snýst Wintris-­málið ekki um meinta hörku ­for­sæt­is­ráð­herra. Það snýst heldur ekki um eig­in­konu hans. Málið snýst í grunn­inn um tvennt: ann­ars vegar hvort for­sæt­is­ráð­herra var hæfur til að kom­a að þeim ákvörð­unum sem hann kom að varð­andi losun hafta og hins vegar að ­for­sæt­is­ráð­herra leyndi almenn­ingi upp­lýs­ingum sem sann­ar­lega hefðu getað haft ­mót­andi áhrif á kjós­endur í kjör­klef­anum fyrir síð­ustu kosn­ing­ar.

Bar­daga­hana­bræðin í hverjum þing­manni Fram­sóknar á fæt­ur öðrum hefur ekk­ert gert til að draga úr mik­il­vægi þess að fá öllum spurn­ing­um um hæfi for­sæt­is­ráð­herra svarað né dregið úr kröf­unni um að allar upp­lýs­ing­ar um erlendar eignir allra ráð­herra verði dregnar fram. Það verður þó lík­ast til­ ekki gert nema með aðkomu umboðs­manns Alþing­is, sjái hann til­efni til að taka ­málið upp. Eða ann­arra eft­ir­lits­stofn­anna eins og Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, sem ber að fylgj­ast með réttri skrán­ingu inn­herja.

Í milli­tíð­inni ætti for­sæt­is­ráð­herra, og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, að íhuga vand­lega að fá sér nýja ráð­gjafa. Því vinur er sá sem til vamms seg­ir, ekki sá sem mælir ein­ungis af með­virkni.

Tími van­trausts­ins

Á þingi virð­ist stjórn­ar­and­staðan vera að bræða með sér­ van­traust­s­til­lögu á for­sæt­is­ráð­herra. Þetta yrði ekki í fyrsta sinn sem van­traust yrði borið fram á Alþingi eftir hrun. Þann 24. nóv­em­ber 2008 lagð­i þá­ver­andi stjórn­ar­and­staða fram van­traust­til­lögu á rík­is­stjórn Geirs H. Haar­de. ­Stein­grímur J. Sig­fús­son, þá for­maður Vinstri grænna, mælti fyrir til­lög­unn­i. Hún var felld með afger­andi hætti.

Í apríl 2011 var Stein­grím­ur, og rík­is­stjórn Jóhönnu Sig­urð­ar­dótt­ur, komin hinum megin við borð­ið. Þá var lögð fram van­traust­til­laga, af ­Sjálf­stæð­is­flokknum sem leiddur var af Bjarna Bene­dikts­syni, tveimur dög­um eftir að þjóðin hafði hafnað Ices­a­ve-­samn­ingum í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu í ann­að s­inn. Til­lagan var naum­lega felld með 32 atkvæðum gegn 30. Einn þing­maður sat hjá.

Í mars 2013, ein­ungis nokkrum vikum fyrir síð­ustu kosn­ing­ar, lagði Þór Saari, þá þing­maður Hreyf­ing­ar­inn­ar, fram van­traust­s­til­lögu á þá­ver­andi rík­is­stjórn Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur vegna þess að hann tald­i ­rík­is­stjórn­ina hafa svikið lof­orð um að færa þjóð­inni nýja stjórn­ar­skrá. ­Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, þeir tveir flokkar sem hafa gert ­mest allra til að koma í veg fyrir nýja stjórn­ar­skrá, studdu til­lög­una. Til­lagan var á end­anum dregin til bak­a. 

Gætu gert ­Sjálf­stæð­is­flokk­inn sam­sekan

Það skal full­yrt hér að sú til­laga sem nú virð­ist vera í burð­ar­liðnum verður aldrei sam­þykkt, og stjórn­ar­and­staðan veit það lík­lega. Í því fel­ast ekki nægi­lega mikil póli­tísk tæki­færi fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn, sem á enn eftir að sigla nokkrum málum í höfn sem hann ætlar sér að nota við tæl­ingu á kjós­endum vorið 2017.

Van­traust­s­til­laga gæti þó verið klókt her­bragð hjá ­stjórn­ar­and­stöðu­flokk­un­um, sér­stak­lega þeim þremur sem eru bók­staf­lega að berj­ast fyrir til­veru sinni: Sam­fylk­ingu, Vinstri grænum og Bjartri fram­tíð. Það er reyndar verð­ug­t ­rann­sókn­ar­efni hvernig þeim þremur flokkum tekst ekki með nokkrum hætti að ­skapa sér stöðu og til­gang í þeirri miklu sundr­ungu og óánægju sem ríkir í ís­lensku sam­fé­lagi. Raunar má veru­lega fara að efast um almennt erind­i ­flokk­anna í ljósi þessa. En það er önnur og lengri saga.

Með því að leggja fram van­traust­s­til­lögu gera stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arn­ir ­Sjálf­stæð­is­flokk­inn, sem mun að mestu verja for­sæt­is­ráð­herra fyrir van­trausti, hins ­vegar sam­sekan með Sig­mundi Dav­íð. Þeir neyða sam­starfs­flokk­inn til að verja for­sæt­is­ráð­herra með form­legum hætti. Og halda mál­inu lif­andi.

En það verður sem fyrr aðrir angar sam­fé­lags­ins sem áfram bera hit­ann og þung­ann af því að leiða til lykta hvort það trún­að­ar­brot sem við okk­ur blasir sé eitt­hvað sem eigi ekki að hafa neinar afleið­ing­ar. Þeir eru ­fjöl­miðl­ar, eft­ir­lits­stofn­anir og að end­ingu almenn­ing­ur. Þeir sjá ­for­sæt­is­ráð­herra og málsvörn hans utan frá. Og geta bent á að keis­ar­inn er ­kviknakinn.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiLeiðari
None