Forsætisráðherra eða fórnarlamb?

Auglýsing

Ef ég skil mál­flutn­ing þinn rétt þá á ég að vera þakk­lát fyrir að þú sért for­sæt­is­ráð­herra Íslands. Svo á ég líka að vera þakk­lát kon­unni þinni fyrir að fórna arf­inum sínum á alt­ari póli­tískrar sann­fær­ingar þinn­ar. Í ein­rúmi hafið þið komið ykkur saman um að færa per­sónu­legar fórnir í mína þágu. Þú hefur fylgt póli­tískri sann­fær­ingu þinni um að upp­gjör­inu við föllnu bank­anna skyldi ráð­stafað í skulda­leið­rétt­ingu handa þeim sem keyptu sér fast­eignir á til­teknu tíma­bili og konan þín fórn­aði hluta af sínum pen­ingum meðal ann­ars í að fjár­magna þá leið­rétt­ingu. Fyrir þetta á ég að vera þakk­lát. 

Þú tókst ákvörðun um að stíga inn í opin­bert rými og leggja þína póli­tísku sann­fær­ingu undir dóm kjós­enda í kosn­ing­um. Árangur þinn á þeim opin­bera vett­vangi stendur og fellur með trú­verð­ug­leika. Trú­verð­ug­leiki þinn jókst veru­lega þegar síð­ari dóm­ur­inn í Ices­a­ve-­mál­inu féll og mál­flutn­ingur þinn um að þeir samn­ingar væru ekki hlið­hollir íslenskum almenn­ingi var stað­fest­ur. Þar með urðu til vænt­ingar til þín um að það sem þú hafðir fram að færa væri satt og rétt. Sjálfur hefur þú ýtt undir þessar vænt­ingar með því að byggja upp ímynd af sjálfum þér sem manni sem syndir á móti straumn­um, óhræddur við að fara þínar eigin leið­ir. Gul­rótin sem þú hefur notað til að byggja upp ímynd þína er nokk­urs konar sam­spil þess að höfða til frum­til­finn­inga fólks um að eitt­hvað geti bjargað þeim frá sjálfu sér, nánar til­tekið sjálf­sköp­uðum og þjak­andi fast­eigna­skuld­um, og svo að hægt sé leggja traust sitt á þig því að þú búir yfir per­sónu­legum styrk og óbrigð­ulli dóm­greind til að taka ákvarð­anir fyrir okkur hin. 

Meðal ann­ars út af sam­spili þess­ara vænt­inga kjós­enda þinna og því að mál­flutn­ingur þinn öðl­að­ist trú­verð­ug­leika utan frá ert þú for­sæt­is­ráð­herra. 

Auglýsing

Þegar kemur svo í ljós að þú og eig­in­kona þín hafið í ein­rúmi ákveðið að halda upp­lýs­ingum leyndum sem hafa mjög afger­andi áhrif á trú­verð­ug­leika þinn í dag og í for­tíð­inni þá bregstu við með því að draga upp sjálfs­vor­kunn­ar­kylfu og gerir til­raun til að búa til sam­visku­bit og skömm hjá almenn­ingi yfir því að við séum ekki þakk­lát fyrir allt sem þið hjónin hafið fórnað fyrir okk­ur, óum­beð­in. Vand­inn við þetta er að þið eruð ekki for­eldrar okkar sem færðuð fórnir sem við munum einn dag­inn átta okkur á þegar við eign­umst okkar eigin börn og verðum þakk­lát fyr­ir. Sam­band okkar við þig sem for­sæt­is­ráð­herra er ekki sam­band föður við börnin sín. Við báðum þig ekki um að bjóða þig fram og allar þær fórnir sem þú hefur fært, hvort sem þær eru í einka­lífi þínu eða í opin­beru lífi, eru á þína ábyrgð. 

Með því að stíga inn á opin­bert svæði máttu eiga von á því að fá við­brögð við því sem þú hefur fram að færa. Þegar þú gengur svo enn lengra og býður þig fram til að taka ákvarð­anir fyrir hönd ann­arra skiptir máli hvernig það atvikast og hvað er satt og hvað er rétt. 

Það er ekki satt að upp­lýs­ingar um að eig­in­kona þín sé meðal kröfu­hafa föllnu bank­anna komi almenn­ingi ekki við. Það er ekki rétt að þær upp­lýs­ingar hefðu ekki breytt neinu. Þessar upp­lýs­ingar hefðu haft áhrif á mögu­leika þína til að njóta trú­verðu­leika og þú vissir það og þess vegna ákvaðst þú að sleppa því að segja frá því. Nú ertu reiður yfir því að upp um þig komst og þá beit­irðu fyrir þig að verið sé að ráðst á fjöl­skyldu þína og gerir til­raun til að búa til mynd af ykkur sem fórn­ar­lömbum í ómak­legri her­ferð gegn þér. 

Einu fórn­ar­lömbin í þess­ari atburð­ar­rás eru kjós­endur þínir sem höfðu ekki for­sendur til að meta hversu mikið mark væri tak­andi á þér því þú leyndir þá mik­il­vægum upp­lýs­ing­um. Þar með er trú­verð­ug­leiki þinn horf­inn. Sama hvort þér og eig­in­konu þinni gekk gott eitt til. Þú hefur tæki­færi til að við­ur­kenna mis­tök þín, axla ábyrgð, segja af þér og boða til kosn­inga. Aðeins þannig getur þú lagt þessar upp­lýs­ingar í dóm kjós­enda og fengið úr því skorið hvort þær skipta máli og hvort þær hafi áhrif á vilja kjós­enda til að treysta þér og dóm­greind þinn­i. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Segir að nú þurfi „að hvetja frjósemisgyðjuna til dáða“ og hækka þar með fæðingartíðni
Þingmaður Viðreisnar hvatti fólk til að ferðast í svefnherberginu á þingi í dag því velferðarsamfélagið geti ekki staðið undir sér ef fólk hættir að eignast börn. Fæðingartíðni er nú um 1,7 en þarf að vera 2,1 til að viðhalda mannfjöldanum.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs.
Samþykkt að lækka hámarkshraðann víða í Reykjavíkurborg
Skipulags- og samgönguráð borgarinnar samþykkti á fundi sínum í dag tillögu um að lækka hámarkshraða á götum á forræði borgarinnar niður í 40 eða 30 víðast hvar, til dæmis á Suðurlandsbraut, Bústaðavegi og víðar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Samgöngustofa brást í eftirliti með WOW air
Samgöngustofa hafði viðskiptalega hagsmuni WOW air að leiðarljósi í einhverjum tilvikum í ákvörðunartöku sem snéri að flugfélaginu. Þá veitti stofnunin ráðuneyti sínu misvísandi upplýsingar. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None