Forsætisráðherra eða fórnarlamb?

Auglýsing

Ef ég skil mál­flutn­ing þinn rétt þá á ég að vera þakk­lát fyrir að þú sért for­sæt­is­ráð­herra Íslands. Svo á ég líka að vera þakk­lát kon­unni þinni fyrir að fórna arf­inum sínum á alt­ari póli­tískrar sann­fær­ingar þinn­ar. Í ein­rúmi hafið þið komið ykkur saman um að færa per­sónu­legar fórnir í mína þágu. Þú hefur fylgt póli­tískri sann­fær­ingu þinni um að upp­gjör­inu við föllnu bank­anna skyldi ráð­stafað í skulda­leið­rétt­ingu handa þeim sem keyptu sér fast­eignir á til­teknu tíma­bili og konan þín fórn­aði hluta af sínum pen­ingum meðal ann­ars í að fjár­magna þá leið­rétt­ingu. Fyrir þetta á ég að vera þakk­lát. 

Þú tókst ákvörðun um að stíga inn í opin­bert rými og leggja þína póli­tísku sann­fær­ingu undir dóm kjós­enda í kosn­ing­um. Árangur þinn á þeim opin­bera vett­vangi stendur og fellur með trú­verð­ug­leika. Trú­verð­ug­leiki þinn jókst veru­lega þegar síð­ari dóm­ur­inn í Ices­a­ve-­mál­inu féll og mál­flutn­ingur þinn um að þeir samn­ingar væru ekki hlið­hollir íslenskum almenn­ingi var stað­fest­ur. Þar með urðu til vænt­ingar til þín um að það sem þú hafðir fram að færa væri satt og rétt. Sjálfur hefur þú ýtt undir þessar vænt­ingar með því að byggja upp ímynd af sjálfum þér sem manni sem syndir á móti straumn­um, óhræddur við að fara þínar eigin leið­ir. Gul­rótin sem þú hefur notað til að byggja upp ímynd þína er nokk­urs konar sam­spil þess að höfða til frum­til­finn­inga fólks um að eitt­hvað geti bjargað þeim frá sjálfu sér, nánar til­tekið sjálf­sköp­uðum og þjak­andi fast­eigna­skuld­um, og svo að hægt sé leggja traust sitt á þig því að þú búir yfir per­sónu­legum styrk og óbrigð­ulli dóm­greind til að taka ákvarð­anir fyrir okkur hin. 

Meðal ann­ars út af sam­spili þess­ara vænt­inga kjós­enda þinna og því að mál­flutn­ingur þinn öðl­að­ist trú­verð­ug­leika utan frá ert þú for­sæt­is­ráð­herra. 

Auglýsing

Þegar kemur svo í ljós að þú og eig­in­kona þín hafið í ein­rúmi ákveðið að halda upp­lýs­ingum leyndum sem hafa mjög afger­andi áhrif á trú­verð­ug­leika þinn í dag og í for­tíð­inni þá bregstu við með því að draga upp sjálfs­vor­kunn­ar­kylfu og gerir til­raun til að búa til sam­visku­bit og skömm hjá almenn­ingi yfir því að við séum ekki þakk­lát fyrir allt sem þið hjónin hafið fórnað fyrir okk­ur, óum­beð­in. Vand­inn við þetta er að þið eruð ekki for­eldrar okkar sem færðuð fórnir sem við munum einn dag­inn átta okkur á þegar við eign­umst okkar eigin börn og verðum þakk­lát fyr­ir. Sam­band okkar við þig sem for­sæt­is­ráð­herra er ekki sam­band föður við börnin sín. Við báðum þig ekki um að bjóða þig fram og allar þær fórnir sem þú hefur fært, hvort sem þær eru í einka­lífi þínu eða í opin­beru lífi, eru á þína ábyrgð. 

Með því að stíga inn á opin­bert svæði máttu eiga von á því að fá við­brögð við því sem þú hefur fram að færa. Þegar þú gengur svo enn lengra og býður þig fram til að taka ákvarð­anir fyrir hönd ann­arra skiptir máli hvernig það atvikast og hvað er satt og hvað er rétt. 

Það er ekki satt að upp­lýs­ingar um að eig­in­kona þín sé meðal kröfu­hafa föllnu bank­anna komi almenn­ingi ekki við. Það er ekki rétt að þær upp­lýs­ingar hefðu ekki breytt neinu. Þessar upp­lýs­ingar hefðu haft áhrif á mögu­leika þína til að njóta trú­verðu­leika og þú vissir það og þess vegna ákvaðst þú að sleppa því að segja frá því. Nú ertu reiður yfir því að upp um þig komst og þá beit­irðu fyrir þig að verið sé að ráðst á fjöl­skyldu þína og gerir til­raun til að búa til mynd af ykkur sem fórn­ar­lömbum í ómak­legri her­ferð gegn þér. 

Einu fórn­ar­lömbin í þess­ari atburð­ar­rás eru kjós­endur þínir sem höfðu ekki for­sendur til að meta hversu mikið mark væri tak­andi á þér því þú leyndir þá mik­il­vægum upp­lýs­ing­um. Þar með er trú­verð­ug­leiki þinn horf­inn. Sama hvort þér og eig­in­konu þinni gekk gott eitt til. Þú hefur tæki­færi til að við­ur­kenna mis­tök þín, axla ábyrgð, segja af þér og boða til kosn­inga. Aðeins þannig getur þú lagt þessar upp­lýs­ingar í dóm kjós­enda og fengið úr því skorið hvort þær skipta máli og hvort þær hafi áhrif á vilja kjós­enda til að treysta þér og dóm­greind þinn­i. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Frá utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg.
Neita að upplýsa um fjölda útgefinna neyðarvegabréfa
Nýlega var reglugerð samþykkt í dómsmálaráðuneyti sem veitir utanríkisráðherra heimild til að óska eftir því að ÚTL gefi út vegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Utanríkisráðuneytið upplýsir ekki um fjölda útgefinna vegabréfa.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None