Forsætisráðherra eða fórnarlamb?

Auglýsing

Ef ég skil mál­flutn­ing þinn rétt þá á ég að vera þakk­lát fyrir að þú sért for­sæt­is­ráð­herra Íslands. Svo á ég líka að vera þakk­lát kon­unni þinni fyrir að fórna arf­inum sínum á alt­ari póli­tískrar sann­fær­ingar þinn­ar. Í ein­rúmi hafið þið komið ykkur saman um að færa per­sónu­legar fórnir í mína þágu. Þú hefur fylgt póli­tískri sann­fær­ingu þinni um að upp­gjör­inu við föllnu bank­anna skyldi ráð­stafað í skulda­leið­rétt­ingu handa þeim sem keyptu sér fast­eignir á til­teknu tíma­bili og konan þín fórn­aði hluta af sínum pen­ingum meðal ann­ars í að fjár­magna þá leið­rétt­ingu. Fyrir þetta á ég að vera þakk­lát. 

Þú tókst ákvörðun um að stíga inn í opin­bert rými og leggja þína póli­tísku sann­fær­ingu undir dóm kjós­enda í kosn­ing­um. Árangur þinn á þeim opin­bera vett­vangi stendur og fellur með trú­verð­ug­leika. Trú­verð­ug­leiki þinn jókst veru­lega þegar síð­ari dóm­ur­inn í Ices­a­ve-­mál­inu féll og mál­flutn­ingur þinn um að þeir samn­ingar væru ekki hlið­hollir íslenskum almenn­ingi var stað­fest­ur. Þar með urðu til vænt­ingar til þín um að það sem þú hafðir fram að færa væri satt og rétt. Sjálfur hefur þú ýtt undir þessar vænt­ingar með því að byggja upp ímynd af sjálfum þér sem manni sem syndir á móti straumn­um, óhræddur við að fara þínar eigin leið­ir. Gul­rótin sem þú hefur notað til að byggja upp ímynd þína er nokk­urs konar sam­spil þess að höfða til frum­til­finn­inga fólks um að eitt­hvað geti bjargað þeim frá sjálfu sér, nánar til­tekið sjálf­sköp­uðum og þjak­andi fast­eigna­skuld­um, og svo að hægt sé leggja traust sitt á þig því að þú búir yfir per­sónu­legum styrk og óbrigð­ulli dóm­greind til að taka ákvarð­anir fyrir okkur hin. 

Meðal ann­ars út af sam­spili þess­ara vænt­inga kjós­enda þinna og því að mál­flutn­ingur þinn öðl­að­ist trú­verð­ug­leika utan frá ert þú for­sæt­is­ráð­herra. 

Auglýsing

Þegar kemur svo í ljós að þú og eig­in­kona þín hafið í ein­rúmi ákveðið að halda upp­lýs­ingum leyndum sem hafa mjög afger­andi áhrif á trú­verð­ug­leika þinn í dag og í for­tíð­inni þá bregstu við með því að draga upp sjálfs­vor­kunn­ar­kylfu og gerir til­raun til að búa til sam­visku­bit og skömm hjá almenn­ingi yfir því að við séum ekki þakk­lát fyrir allt sem þið hjónin hafið fórnað fyrir okk­ur, óum­beð­in. Vand­inn við þetta er að þið eruð ekki for­eldrar okkar sem færðuð fórnir sem við munum einn dag­inn átta okkur á þegar við eign­umst okkar eigin börn og verðum þakk­lát fyr­ir. Sam­band okkar við þig sem for­sæt­is­ráð­herra er ekki sam­band föður við börnin sín. Við báðum þig ekki um að bjóða þig fram og allar þær fórnir sem þú hefur fært, hvort sem þær eru í einka­lífi þínu eða í opin­beru lífi, eru á þína ábyrgð. 

Með því að stíga inn á opin­bert svæði máttu eiga von á því að fá við­brögð við því sem þú hefur fram að færa. Þegar þú gengur svo enn lengra og býður þig fram til að taka ákvarð­anir fyrir hönd ann­arra skiptir máli hvernig það atvikast og hvað er satt og hvað er rétt. 

Það er ekki satt að upp­lýs­ingar um að eig­in­kona þín sé meðal kröfu­hafa föllnu bank­anna komi almenn­ingi ekki við. Það er ekki rétt að þær upp­lýs­ingar hefðu ekki breytt neinu. Þessar upp­lýs­ingar hefðu haft áhrif á mögu­leika þína til að njóta trú­verðu­leika og þú vissir það og þess vegna ákvaðst þú að sleppa því að segja frá því. Nú ertu reiður yfir því að upp um þig komst og þá beit­irðu fyrir þig að verið sé að ráðst á fjöl­skyldu þína og gerir til­raun til að búa til mynd af ykkur sem fórn­ar­lömbum í ómak­legri her­ferð gegn þér. 

Einu fórn­ar­lömbin í þess­ari atburð­ar­rás eru kjós­endur þínir sem höfðu ekki for­sendur til að meta hversu mikið mark væri tak­andi á þér því þú leyndir þá mik­il­vægum upp­lýs­ing­um. Þar með er trú­verð­ug­leiki þinn horf­inn. Sama hvort þér og eig­in­konu þinni gekk gott eitt til. Þú hefur tæki­færi til að við­ur­kenna mis­tök þín, axla ábyrgð, segja af þér og boða til kosn­inga. Aðeins þannig getur þú lagt þessar upp­lýs­ingar í dóm kjós­enda og fengið úr því skorið hvort þær skipta máli og hvort þær hafi áhrif á vilja kjós­enda til að treysta þér og dóm­greind þinn­i. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki tímabært að fella niður ívilnun á tengiltvinnbíla
Efnahags- og viðskiptanefnd telur ekki tilefni til þess að skattaívilnunin á tengiltvinnbílum falli niður með öllu í lok árs 2020. Nefndin leggur í staðinn til að fjárhæðarmark ívilnunarinnar lækki í nokkrum áföngum.
Kjarninn 16. desember 2019
„Algeggjuð“ hugmynd um sameiningu banka
Í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda á föstudaginn, er fjallað um þá hugmynd að sameina tvo af kerfislægt mikilvægu bönkum landsins.
Kjarninn 15. desember 2019
SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga
Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.
Kjarninn 15. desember 2019
Ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar
Rökkursöngvar Sverris Guðjónssonar kontratenórs eru að koma út. Safnað er fyrir þeim á Karolina Fund.
Kjarninn 15. desember 2019
Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Skil á ársreikningum hafa tekið stakkaskiptum eftir að viðurlög voru hert
Eftir að viðurlög við því að skila ekki ársreikningum á réttum tíma voru hert skila mun fleiri fyrirtæki þeim á réttum tíma. Enn þarf almenningur, fjölmiðlar og aðrir áhugasamir þó að greiða fyrir aðgang að ársreikningum.
Kjarninn 15. desember 2019
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None