Forsætisráðherra eða fórnarlamb?

Auglýsing

Ef ég skil mál­flutn­ing þinn rétt þá á ég að vera þakk­lát fyrir að þú sért for­sæt­is­ráð­herra Íslands. Svo á ég líka að vera þakk­lát kon­unni þinni fyrir að fórna arf­inum sínum á alt­ari póli­tískrar sann­fær­ingar þinn­ar. Í ein­rúmi hafið þið komið ykkur saman um að færa per­sónu­legar fórnir í mína þágu. Þú hefur fylgt póli­tískri sann­fær­ingu þinni um að upp­gjör­inu við föllnu bank­anna skyldi ráð­stafað í skulda­leið­rétt­ingu handa þeim sem keyptu sér fast­eignir á til­teknu tíma­bili og konan þín fórn­aði hluta af sínum pen­ingum meðal ann­ars í að fjár­magna þá leið­rétt­ingu. Fyrir þetta á ég að vera þakk­lát. 

Þú tókst ákvörðun um að stíga inn í opin­bert rými og leggja þína póli­tísku sann­fær­ingu undir dóm kjós­enda í kosn­ing­um. Árangur þinn á þeim opin­bera vett­vangi stendur og fellur með trú­verð­ug­leika. Trú­verð­ug­leiki þinn jókst veru­lega þegar síð­ari dóm­ur­inn í Ices­a­ve-­mál­inu féll og mál­flutn­ingur þinn um að þeir samn­ingar væru ekki hlið­hollir íslenskum almenn­ingi var stað­fest­ur. Þar með urðu til vænt­ingar til þín um að það sem þú hafðir fram að færa væri satt og rétt. Sjálfur hefur þú ýtt undir þessar vænt­ingar með því að byggja upp ímynd af sjálfum þér sem manni sem syndir á móti straumn­um, óhræddur við að fara þínar eigin leið­ir. Gul­rótin sem þú hefur notað til að byggja upp ímynd þína er nokk­urs konar sam­spil þess að höfða til frum­til­finn­inga fólks um að eitt­hvað geti bjargað þeim frá sjálfu sér, nánar til­tekið sjálf­sköp­uðum og þjak­andi fast­eigna­skuld­um, og svo að hægt sé leggja traust sitt á þig því að þú búir yfir per­sónu­legum styrk og óbrigð­ulli dóm­greind til að taka ákvarð­anir fyrir okkur hin. 

Meðal ann­ars út af sam­spili þess­ara vænt­inga kjós­enda þinna og því að mál­flutn­ingur þinn öðl­að­ist trú­verð­ug­leika utan frá ert þú for­sæt­is­ráð­herra. 

Auglýsing

Þegar kemur svo í ljós að þú og eig­in­kona þín hafið í ein­rúmi ákveðið að halda upp­lýs­ingum leyndum sem hafa mjög afger­andi áhrif á trú­verð­ug­leika þinn í dag og í for­tíð­inni þá bregstu við með því að draga upp sjálfs­vor­kunn­ar­kylfu og gerir til­raun til að búa til sam­visku­bit og skömm hjá almenn­ingi yfir því að við séum ekki þakk­lát fyrir allt sem þið hjónin hafið fórnað fyrir okk­ur, óum­beð­in. Vand­inn við þetta er að þið eruð ekki for­eldrar okkar sem færðuð fórnir sem við munum einn dag­inn átta okkur á þegar við eign­umst okkar eigin börn og verðum þakk­lát fyr­ir. Sam­band okkar við þig sem for­sæt­is­ráð­herra er ekki sam­band föður við börnin sín. Við báðum þig ekki um að bjóða þig fram og allar þær fórnir sem þú hefur fært, hvort sem þær eru í einka­lífi þínu eða í opin­beru lífi, eru á þína ábyrgð. 

Með því að stíga inn á opin­bert svæði máttu eiga von á því að fá við­brögð við því sem þú hefur fram að færa. Þegar þú gengur svo enn lengra og býður þig fram til að taka ákvarð­anir fyrir hönd ann­arra skiptir máli hvernig það atvikast og hvað er satt og hvað er rétt. 

Það er ekki satt að upp­lýs­ingar um að eig­in­kona þín sé meðal kröfu­hafa föllnu bank­anna komi almenn­ingi ekki við. Það er ekki rétt að þær upp­lýs­ingar hefðu ekki breytt neinu. Þessar upp­lýs­ingar hefðu haft áhrif á mögu­leika þína til að njóta trú­verðu­leika og þú vissir það og þess vegna ákvaðst þú að sleppa því að segja frá því. Nú ertu reiður yfir því að upp um þig komst og þá beit­irðu fyrir þig að verið sé að ráðst á fjöl­skyldu þína og gerir til­raun til að búa til mynd af ykkur sem fórn­ar­lömbum í ómak­legri her­ferð gegn þér. 

Einu fórn­ar­lömbin í þess­ari atburð­ar­rás eru kjós­endur þínir sem höfðu ekki for­sendur til að meta hversu mikið mark væri tak­andi á þér því þú leyndir þá mik­il­vægum upp­lýs­ing­um. Þar með er trú­verð­ug­leiki þinn horf­inn. Sama hvort þér og eig­in­konu þinni gekk gott eitt til. Þú hefur tæki­færi til að við­ur­kenna mis­tök þín, axla ábyrgð, segja af þér og boða til kosn­inga. Aðeins þannig getur þú lagt þessar upp­lýs­ingar í dóm kjós­enda og fengið úr því skorið hvort þær skipta máli og hvort þær hafi áhrif á vilja kjós­enda til að treysta þér og dóm­greind þinn­i. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None