Að treysta á hyggjuvit sjálfs síns í lífsbaráttunni

Auglýsing

Miklar deilur hafa staðið yfir á Akra­nesi vegna umsóknar HB Granda um breyt­ingu á deiliskipu­lagi á svoköll­uðu Breið­ar­svæði og áform fyr­ir­tæk­is­ins um að byggja nýja fisk­þurrkun sem á að skila þrefalt meiri afköstum en sú sem er fyr­ir. Allt frá upp­hafi starf­semi Lauga­fisks á Akra­nesi, sem er nú í eigu HB Granda, hafa íbúar bæj­ar­ins kvartað undan megnri ólykt frá fisk­þurrk­un­inni en bæj­ar­yf­ir­völd, heil­brigð­is­eft­ir­lit og fleiri hafa dauf­heyrst við. 

Sem Skaga­maður hef ég að sjálf­sögðu ekki farið var­hluta af þeim átökum sem hafa ríkt í bæj­ar­fé­lag­inu og af þeim sökum ákvað ég að taka saman og útskýra tengsl hags­muna, valda og gild­is­mats í anda danska skipu­lags­fræð­ings­ins og pró­fess­ors­ins Bent Flyvbjerg þegar kemur að sam­þykktri til­lögu bæj­ar­stjórnar Akra­ness að breyt­ingu á deiliskipu­lagi, en frestur til að gera athuga­semdir við hana rennur út 30. mars næst­kom­andi.

Yfirlitsmynd yfir Akranesbæ.

Auglýsing

Hags­muna­að­ilar

Mat á hags­munum getur verið hug­lægt. Hver er til dæmis mun­ur­inn á þeim sem eiga raun­veru­legra lögvar­inna hags­muna að gæta og þeirra sem upp­lifa sig eiga hags­muna að gæta? Almenn­ingur sem kann að verða fyrir áhrifum af, eða upp­lifir að hann verði fyrir áhrifum vegna skipu­lags­á­kvörð­un­ar, beint eða óbeint hlýtur ætíð að vera hags­muna­að­ili, mis­miklir þó eðli máls­ins sam­kvæmt. Það má aðgreina hags­muna­að­ila í þrjá hópa, þeir eru umsagn­ar­að­il­ar, beinir og óbeinir hags­muna­að­il­ar.

Umsagn­ar­að­ilar

Í til­felli fyr­ir­hug­aðrar stækk­unar fisk­þurrk­unar á Akra­nesi eru umsagn­ar­að­ilar einn hópur hags­muna­að­ila, það eru opin­berar stofn­anir og stjórn­völd sem sinna lög­bundnum verk­efnum á sviði skipu­lags­mála og leyf­is­veit­ingum þeim tengd­um. Það er Skipu­lags­stofn­un, Umhverf­is­stofn­un, Sam­göngu­stofa, Vega­gerðin og Heil­brigð­is­eft­ir­lit Vest­ur­lands svo ein­hverjir séu nefnd­ir.

Heil­brigð­is­eft­ir­lit Vest­ur­lands (HEV) er rekið af sveit­ar­fé­lög­unum á Vest­ur­landi. Í verk­lags­reglum heil­brigð­is­eft­ir­lita segir meðal ann­ars að mark­mið þeirra sé að búa lands­mönnum heil­næm lífs­skil­yrði og vernda þau gildi sem fel­ast í heil­næmu og ómeng­uðu umhverfi. Hjá HEV eru tveir starfs­menn auk sjö nefnd­ar­manna sem mynda stjórn. Fram­ferði HEV í ferl­inu hefur verið mis­vísandi og hefur umhverf­is­ráðu­neytið hnekkt eða breytt ákvörðun HEV um end­ur­nýjun starfs­leyfis í tvígang.

Beinir hags­muna­að­ilar

Annar hópur hags­muna­að­ila eru þeir sem eiga beinna hags­muna að gæta. Það getur verið sveit­ar­fé­lag­ið, íbúar og lóða­haf­ar. Auk þeirra eru rekstr­ar-, þjón­ustu- og fram­kvæmd­ar­að­ilar þó að óljóst sé á þessum tíma­punkti hverjir það verða. Gera má ráð fyrir að ef af fyr­ir­hug­aðri starf­semi verð­ur, þurfi að hanna og setja upp hús og vinnslu­línur og sjá henni fyrir heitu vatni, loft­þurrk­un­ar­bún­aði, meng­un­ar­vörn­um, land­flutn­ingum og svo fram­veg­is.

Íbúar Neðri­-Skaga í námunda við núver­andi hausa­þurrkun og fram­tíðar upp­bygg­ing­ar­svæði nýrrar verk­smiðju finna mest fyrir lykt­ar­meng­un­inni og margir vilja meina að ólyktin komi niður á lífs­gæðum og valdi jafn­vel fjár­hags­legum skaða. Nefnt hefur verið að ekki sé hægt að viðra þvott eða lofta út og að fast­eigna­verð sé lægra á Neðri­-Skaga.

HB Grandi hf. er sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki með starf­stöð á Akra­nesi og í Reykja­vík. Fyr­ir­tækið leggur áherslu á sam­fé­lags­lega ábyrgð og heldur því fram að mögu­legt sé að starf­rækja fisk­þurrkun við íbúa­byggð án þess að valda ónæði eða hvers kyns meng­un. HB Granda bráð­vantar að eigin sögn stærra hús til að ná hag­ræð­ingu í vinnsl­una og er umhugað að klára verk­efnið sem nú þegar hefur kostað mikla vinnu og tíma.

Akra­nes­kaup­staður eða bæj­ar­stjórn Akra­ness er að svo komnu máli sam­þykk til­lögu að breyt­ingu á deiliskipu­lagi Breið­ar­svæð­is. Til­lagan á þó enn eftir að koma til end­an­legrar afgreiðslu í bæj­ar­stjórn. Skipu­lags­á­kvarð­anir eru alltaf með einum eða öðrum hætti hags­muna­mál fyrir sveit­ar­fé­lög eða sveit­ar­stjórnir sem þær taka. Í þessu til­felli eru hags­mun­irnir miklir og flóknir þannig að bæj­ar­yf­ir­völd standa frammi fyrir mis­mun­andi val­kost­u­m. 

Faxa­flóa­hafnir sf. er sam­eign­ar­fé­lag í eigu sveit­ar­fé­laga við Faxa­flóa. Reykja­vík­ur­borg er með 75% eign­ar­hlut, Akra­nes­kaup­staður er með 10,7% og önnur sveit­ar­fé­lög eitt­hvað minna. Til­gangur Faxa­flóa­hafna er rekstur Reykja­vík­ur­hafn­ar, Akra­nes­hafn­ar, Grund­ar­tanga­hafn­ar, Borg­ar­nes­hafnar og ann­arra hafna sem kunna að verða aðilar að félag­inu. Hafn­ar­stjórn Faxa­flóa­hafna hefur frá upp­hafi markað þá stefnu að efla Akra­nes­höfn sem fiski­höfn. 

Aðrir áhrifa­valdar

Þriðji hópur hags­muna­að­ila eru þeir sem eiga ekki beinna hags­muna að gæta en láta sér skipu­lags­svæðið varða. Hér er yfir­leitt átt við íbúa og lög­að­ila þess sveit­ar­fé­lags þar sem skipu­lags­verk­efnið fer fram en það má þó setja alla Íslend­inga í þennan hóp. Í yfir­stand­andi deilu á Akra­nesi hefur mest farið fyrir tveimur und­ir­skrifta­söfn­un­um, með og á móti, en Verka­lýðs­fé­lag Akra­ness og fjöl­miðlar hafa einnig látið sig málið varða.

Upp­bygg­ing á Akra­nesi Hópur undir yfir­skrift­inni Aukin upp­bygg­ing safnar und­ir­skriftum til stuðn­ings breyt­ing­ar­til­lögu við deiliskipu­lag á Breiða­svæð­inu. Þau sem eru í for­svari fyrir und­ir­skrifta­söfn­un­inni eiga það öll sam­eig­in­legt að búa fjarri fisk­þurrk­un­inni.

Betra Akra­nes Hópur undir yfir­skrift­inni Betra Akra­nes safnar und­ir­skriftum á móti aug­lýstri breyt­ingu á deiliskipu­lagi Breið­ar­svæðis og skora á bæj­ar­yf­ir­völd að hafna fyr­ir­liggj­andi skipu­lags­til­lögu og hefja í kjöl­farið við­ræður við HB Granda um aðra stað­setn­ingu í sátt við alla íbúa Akra­ness.

Fjöl­miðlar hafa látið sig skipu­lags­til­lög­una varða ekki síst út frá kvört­unum íbúa vegna lykt­ar­meng­un­ar.

Þátt­tak­endur

Þátttakendur.

Atburða­rás verk­efn­is­ins - Taf­lið greint

2003

Lauga­fiskur hefur starf­semi fólgna í heit­lofts­þurrkun sjáv­ar­af­urða á Akra­nesi.

2004

Í byrjun árs eru sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækin Har­aldur Böðv­ars­son hf. og Grandi hf. sam­einuð undir nafn­inu HB Grandi hf.

2005

1. jan­úar 2005 eru Reykja­vík­ur­höfn, Akra­nes­höfn, Grund­ar­tanga­höfn og Borg­ar­nes­höfn sam­ein­aðar í Faxa­flóa­hafnir sf. Í stofn­samn­ingi Faxa­flóa­hafna kemur fram að Akra­nes­höfn muni verða efld sem fiski­höfn.

Í apríl sam­þykkir Heil­brigð­is­nefnd Vest­ur­lands 50% skerð­ingu á starfs­leyfi Lauga­fisks yfir sum­ar­mán­uð­ina og að óbreyttu verði starfs­leyfi fyr­ir­tæk­is­ins ekki end­ur­nýjað eftir tvö ár. Þessi ákvörðun er tekin á þeim for­sendum að allt frá upp­hafi starf­sem­innar hafi þrá­látar umkvart­anir nágranna, við­ræður og ábend­ingar heil­brigð­is­full­trúa ekki leitt til lausna á vanda­málum í rekstri fyr­ir­tæk­is­ins.

Í maí hefst verk­efni með það að mark­miði að draga úr mengun frá þurrkverk­smiðj­um. Verk­efnið ber vinnu­heitið Pen­inga­lykt - lykt­ar­minni fram­leiðsla á þurrk­uðum þorskaf­urðum og er styrkt um 6 millj­ónir af AVS rann­sókna­sjóði í sjáv­ar­út­vegi og unnið í sam­starfi við Rann­sókna­stofnun fisk­iðn­að­ar­ins, Umhverf­is­stofnun og nokkra helstu fram­leið­endur þurrk­aðra fiskaf­urða, meðal ann­ars Lauga­fisk. 

Fyrri sam­þykkt Heil­brigð­is­nefndar Vest­ur­lands frá því í apríl er dregin til baka og Lauga­fiski sett ákveðin skil­yrði, svo sem að end­ur­skoða innra eft­ir­lit, halda kynn­ing­ar­fund fyrir bæj­ar­búa, setja upp lykt­ar­meng­un­ar­nema o.s.frv.

2006

Í maí eru nið­ur­stöður verk­efn­is­ins Pen­inga­lykt - lykt­ar­minni fram­leiðsla á þurrk­uðum þorskaf­urðum kynntar og í fram­hald­inu bókar Heil­brigð­is­eft­ir­lit Vest­ur­lands þann 30. júní að lykt­ar­mengun sé meiri en for­sendur starfs­leyfis geri ráð fyrir og lausnir til að koma í veg fyrir lykt­ar­mengun frá Lauga­fiski í og við sitt næsta nágrenni séu ekki til stað­ar. Því næst mæta full­trúar Heil­brigð­is­eft­ir­lits­ins á fund bæj­ar­ráðs Akra­ness þar sem mál­efni fyr­ir­tæk­is­ins eru rædd. Á fund­inum lýsa bæj­ar­ráðs­menn yfir vilja sínum fyrir end­ur­nýj­uðu starfs­leyfi Lauga­fisks og hvetja jafn­framt fyr­ir­tækið til að halda rann­sóknum og til­raunum áfram til að útrýma ólykt frá fram­leiðsl­unni. Tveimur mán­uðum seinna veitir Heil­brigð­is­eft­ir­lit Vest­ur­lands Lauga­fiski end­ur­nýjað starfs­leyfi til fjög­urra ára. For­senda starfs­leyf­is­ins er að fyr­ir­tækið haldi áfram að þróa leiðir til að lág­marka lykt­ar­mengun frá starf­sem­inni. Íbúar á neðri Skaga leggja fram stjórn­sýslu­kæru þar sem nýtt starfs­leyfi var hvorki aug­lýst né kynnt.

26. apríl 2006 er Aðal­skipu­lag Akra­ness 2005-2017 stað­fest af umhverf­is­ráð­herra, en þar er meðal ann­ars gert ráð fyrir stækkun hafn­ar­svæðis með stór­skipa­höfn, nýjum hafn­ar­garði og athafna­svæð­um.

Í byrjun sum­ars er fyrsti fundur nýrrar bæj­ar­stjórn­ar. Meiri­hluta skipar Sjálf­stæð­is­flokkur og full­trúi óháðra á F-lista.

2007

602 und­ir­skriftir íbúa Akra­ness sem mót­mæla lykt­ar­mengun frá Lauga­fiski eru afhentar bæj­ar­stjóra. Heil­brigð­is­eft­ir­lit Vest­ur­lands segir íbúa hafa Lauga­fisk fyrir rangri sök og að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins hafi farið eftir skil­yrðum starfs­leyf­is­ins.

Í lok sum­ars úrskurðar umhverf­is­ráðu­neytið að við útgáfu nýs starfs­leyfis Lauga­fisks hafi ekki verið gætt hags­muna þeirra sem búa í grennd­inni og fellir úr gildi útgáfu Heil­brigð­is­nefndar Vest­ur­lands á starfs­leyf­inu. Ráðu­neytið veitir Lauga­fiski þó und­an­þágu frá starfs­leyfi þar til ný ákvörðun heil­brigð­is­nefndar um starfs­leyfi liggur fyr­ir.

Í ágúst óskar stjórn HB Granda eftir að Faxa­flóa­hafnir flýti gerð land­fyll­ingar og hafn­ar­garðs á Akra­nesi og úthluti lóðum undir fisk­iðju­ver, en áður hafði stjórn fyr­ir­tæk­is­ins gefið út yfir­lýs­ingu þess efnis að fyr­ir­tækið hygð­ist sam­eina alla land­vinnslu félags­ins á botn­fiski í einu fisk­iðju­veri á Akra­nesi sem átti að vera til­búið árið 2009. Mán­uði seinna fellur stjórn HB Granda frá þeirri fyr­ir­ætlun þar sem Faxa­flóa­hafnir telja ekki fært að verða við öllum óskum fyr­ir­tæk­is­ins.

2008

Í byrjun árs til­kynnir HB Grandi að öllum starfs­mönnum í land­vinnslu á Akra­nesi verði sagt upp 1. febr­ú­ar, eða um 60 starfs­menn og síðan verði tutt­ugu starfs­menn end­ur­ráðn­ir. Ákvörð­unin kemur fólki í opna skjöldu í ljósi fyrri yfir­lýs­inga og fyr­ir­heita fyr­ir­tæk­is­ins. Við­brögðin láta ekki á sér standa og bæj­ar­stjórn Akra­ness segir að með ákvörðun stjórn­enda HB Granda sé verið að binda endi á 100 ára atvinnu­sögu útgerðar og fisk­vinnslu á Akra­nesi. Bæj­ar­stjórn óskar eftir neyð­ar­fundi með stjórn fyr­ir­tæk­is­ins og þing­mönnum kjör­dæm­is­ins. Verka­lýðs­fé­lag Akra­ness telur HB Granda ekki fara að lögum og segir að ef af upp­sögnum verði hafi tap­ast 150 störf á Akra­nesi frá sam­ein­ingu HB Granda árið 2004. Því næst skorar bæj­ar­ráð Akra­ness á stjórn HB Granda að end­ur­skoða fyr­ir­hug­aðar upp­sagnir starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins á Akra­nesi. Bæj­ar­ráð lýsir því jafn­framt yfir að bæj­ar­yf­ir­völd séu reiðu­búin til að „gera allt sem í þeirra valdi stendur til að liðka fyrir flutn­ingi á frek­ari starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins til Akra­ness“. Í kjöl­farið skorar bæj­ar­stjórn Akra­ness á stjórn Faxa­flóa­hafna og stjórn HB Granda að taka upp þráð­inn frá því sem frá var horfið um flutn­ing HB Granda til Akra­ness. 

Bæj­ar­stjórn Akra­ness tekur afstöðu með fyr­ir­hug­uðu fram­lengdu starfs­leyfi Lauga­fisks og í fram­hald­inu end­ur­nýjar Heil­brigð­is­nefnd Vest­ur­lands starfs­leyfi Lauga­fisks til 12 ára eða til árs­ins 2020. Í kjöl­farið leggja íbúar á Neðri­-Skaga fram tvær stjórn­sýslu­kærur sem fyrst og fremst eru byggðar á lykt­ar­meng­andi starf­semi Lauga­fisks og að skil­yrðum sem starf­sem­inni voru sett séu óskýr og ófull­nægj­andi. Í lok árs er aftur kveð­inn upp úrskurður í umhverf­is­ráðu­neyt­inu, nið­ur­staðan er að starfs­leyfi Lauga­fisks skal stytt um 4 ár og gilda til árs­ins 2016 og kveðið er á um skýr­ari skil­yrði.

6. októ­ber biður for­sæt­is­ráð­herra Íslands Guð að blessa Ísland.

2009

Sigl­inga­stofnun skilar áfanga­skýrslu þar sem gerð er grein fyrir ýmsum þáttum und­ir­bún­ings fyrir þróun hafnar og fram­kvæmda­kostn­aður met­inn. Fram­kvæmdin er ekki talin raun­hæf og í kjöl­farið ákveða bæj­ar­yf­ir­völd að fella hana út úr aðal­skipu­lag­i. 

2010

Nýr meiri­hluti í bæj­ar­stjórn Akra­ness er skip­aður full­trúum Sam­fylk­ing­ar, Vinstri Grænna og Fram­sókn­ar­flokki og óháð­um. Um vorið telur nýkjörin bæj­ar­stjórn þarft að end­ur­skoða nokkra þætti aðal­skipu­lags­ins, meðal ann­ars vegna breyttra áherslna á upp­bygg­ingu hafn­ar­inn­ar.

2011

Í áhættu­skoðun Almanna­varna­nefndar Akra­ness kemur fram að búast megi við lykt­ar­mengun frá fiski­mjöls­verk­smiðju og hausa­þurrkun Lauga­fisks.

2012

Faxa­flóa­hafnir úthluta HB Granda 1óð á Norð­ur­garði í Reykja­vík undir frysti­geymslu m.a. með þeim for­sendum að HB Grandi vinni að end­ur­bótum á útliti eigna sinna í Reykja­vík og vinni með mynd­list­ar­mönnum að hönnun á ytra byrði frysti­geymsl­unnar þannig að útlit hennar verði öllum til mik­ils sóma.

2013

Í maí er lögð fram til­laga að Aðal­skipu­lagi Akra­ness 2013-2025, sem er end­ur­skoðun Aðal­skipu­lags Akra­ness 2005-2017. Í til­lög­unni er meðal ann­arra þátta horfið frá fyrri áætl­unum um bygg­ingu stór­skipa­hafnar en haldið inni 70 þús. m² land­fyll­ingu í og við Steins­vör og Skarfa­vör undir hafn­ar­svæði. Þær hug­myndir ala af sér gras­rót­ar­hreyf­ingu sem mót­mælir kröft­ug­lega þeirri ráða­gerð. Á fundi skipu­lags- og umhverf­is­nefndar Akra­ness í ágúst er bygg­ing­ar- og skipu­lags­full­trúa falið að ræða við skipu­lags­hönnuð og skipu­lags­full­trúa Faxa­flóa­hafna varð­andi minnkun á land­fyll­ingu hafn­ar­svæð­is­ins. Þetta er ákveðið að und­an­gengnum fundi með bæj­ar­ráði þar sem fram kemur að haft skuli að leið­ar­ljósi að fylla ekki upp í Steins­vör og Skarfa­vör. 

HB Grandi kaupir starf­semi Lauga­fisks hf. Sem er gam­al­gróið fyr­ir­tæki á sviði þurrk­unar á fiskaf­urðum fyrir Níger­íu­markað og Vigni G. Jóns­son hf. rót­gróið fyr­ir­tæki á sviði hrogna­vinnslu og sölu.

2014

HB Grandi óskar eftir úthlutun lóðar á Breið­ar­svæð­inu í eigu Akra­nes­kaup­staðar þar sem þeir hyggj­ast flytja og sam­eina starf­semi við for­þurrk­un, eft­ir­þurrkun og pökkun á afurð­um. Í því felst stækkun á lóð og hús­næð­i. 

HB Grandi festir kaup á öllu hlutafé fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­is­ins Norð­an­fisks ehf. á Akra­nesi sem sér­hæfir sig í vinnslu sjáv­ar­af­urða. Kaupin eru liður í áherslu HB Granda á aukna verð­mæta­sköpun úr afla­heim­ildum félags­ins. Norð­an­fiskur er þriðja fyr­ir­tækið á Akra­nesi sem HB Grandi festir kaup á á stuttum tíma.

Nýr meiri­hluti Sjálf­stæð­is­flokks og Bjartrar Fram­tíðar tekur til valda á Akra­nesi í byrjun sum­ars. Fljót­lega eftir það leggur HB Grandi fram deiliskipu­lags­upp­drátt að Breið­ar­svæð­inu sem skipu­lags- og umhverf­is­nefnd tekur vel í.

Í sept­em­ber sam­þykkir bæj­ar­ráð erindi HB Granda um stækkun lóðar og felur bæj­ar­stjóra að stofna starfs­hóp um Breið­ar­svæðið til að und­ir­búa breyt­ingu á gild­andi deiliskipu­lag­i. 

Um haustið kynnir HB Grandi hug­myndir sínar fyrir stjórn Faxa­flóa­hafna þar sem þeir gera ráð fyrir nýrri frysti­geymslu og bygg­ingum undir vinnslu á bol­fiski og upp­sjáv­ar­af­urðum á Akra­nesi. Í lok árs taka Faxa­flóa­hafnir og Akra­nes­bær til umfjöll­unar til­lögur að land­fyll­ingu sunnan Akra­nes­hafnar vegna áforma HB Granda um að reisa þar bygg­ingar undir fisk­vinnslu og tengda útgerð­ar­starf­semi sína og dótt­ur­fé­laga. Hér er komin aftur inn í umræð­una sam­bæri­leg land­fyll­ing og gert er ráð fyrir í Aðal­skipu­lagi Akra­ness 2005-2017, eða allt að 70 þús. m² að land­stærð, en for­send­urnar eru aðr­ar. Óljóst er hvernig á að verða úti um þá 600 þús. rúmmetra af land­fyll­ing­ar­efni sem þarf til verks­ins og hvernig aðgerðin á að standa undir kostn­aði. Upp frá þessu er aldrei minnst á Steins­vör eða Skarfa­vör í þessu sam­hengi, heldur er talað um land­fyll­ingu sunnan Akra­nes­hafn­ar, en þar eru einmitt var­irnar tvær. 

2015

Í apríl kemur út lykt­ar­mats­skýrsla VSÓ að beiðni Akra­nes­kaup­staðar með það að mark­miði að leggja mat á meng­un­ar­varnir sem HB Grandi ætlar að nota til að draga úr lykt­ar­mengun frá nýrri fisk­þurrk­un­ar­verk­smiðju. Nið­ur­staða skýrsl­unnar er að lykt ráð­ist af mörgum þáttum en að lykt muni minnka frá fisk­þurrkun HB Granda ef áform þeirra ná fram að ganga. Aldrei verði þó hægt að reisa vinnslu sem er algjör­lega lykt­ar­laus.

28. maí mæta um 200 íbúar Akra­ness á kynn­ing­ar­fund um mál­efni HB Granda á Breið­inni. Þar kynnti for­stjóri HB Granda fram­tíð­ar­sýn fyr­ir­tæk­is­ins á Akra­nesi, VSÓ ráð­gjöf fór yfir lykt­ar­mats­skýrslu sína og full­trúi Betri byggðar afhenti bæj­ar­stjóra und­ir­skrift­ar­lista með á fjórða hund­rað nöfnum bæj­ar­búa sem mót­mæla fyr­ir­hug­aðri stækkun Lauga­fisks.

Mál­efni fisk­þurrk­un­ar­innar er tekið fyrir í Kast­ljósi á RÚV á haust­mán­uð­um. Dag­inn eftir er erindi skipu­lags- og umhverf­is­nefndar Akra­ness vegna umsóknar HB Granda um breyt­ingu á deiliskipu­lagi á Breið­ar­svæð­inu tekið fyrir á fundi bæj­ar­stjórnar Akra­ness þar sem bæj­ar­stjórn sam­þykkir að óska eftir ítar­legri skipu­lags­gögnum og upp­lýs­ingum um búnað og aðferðir sem HB Grandi hyggst beita til að sporna gegn lykt­ar­meng­un. Við­brögð for­manns Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness í fjöl­miðlum eru að meira sé gert úr mál­inu en efni standa til og það sé ekki eins og það sé ýldu­fýla á Akra­nesi 365 daga árs­ins. Á meðan að á þessu stendur eða um svipað leyti festir HB Grandi kaup á 16 lóðum og lóða­hlutum á Akra­nesi af óljósum ástæð­um, alls um 30 þús. m².

Bæj­ar­ráð og bæj­ar­stjórn Akra­ness sam­þykkja skömmu fyrir jól að hefja við­ræður við Faxa­flóa­hafnir um fyr­ir­hug­aða fram­kvæmd við land­fyll­ingar sunnan Akra­nes­hafn­ar. Kostn­að­ur­inn er áætl­aður um eða yfir tvo millj­arða króna og Faxa­flóa­hafnir leggja áherslu á að þetta sé sam­starfs­verk­efni Akra­nes­kaup­stað­ar, Faxa­flóa­hafna og HB Granda. Bæj­ar­yf­ir­völd leggja áherslu á að skoðuð verði sér­stak­lega áhrif land­fyll­ingar á Langa­sand. Bæj­ar­stjórn Akra­ness er að öðru leyti mjög jákvæð gagn­vart áformum HB Granda, mark­mið hennar er að fjölga störfum í sjáv­ar­út­vegi á Akra­nesi og afleiddri starf­semi.

2016

HB Grandi birtir umhverf­is­skýrslu sína 19. jan­úar vegna fyr­ir­hug­aðrar starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins á Breið­ar­svæð­inu. Fram kemur að ekki verði hægt að kom­ast hjá allri lykt­ar­mengun frá fisk­þurrk­un­inni en hún ætti ekki að vera meiri en dauf nema í und­an­tekn­ing­ar­til­vik­um.

26. jan­úar sam­þykkir bæj­ar­stjórn Akra­ness að aug­lýsa til­lögu að breyt­ingu á deiliskipu­lagi Breið­ar­svæð­is. Deiliskipu­lags­til­lagan felur meðal ann­ars í sér stækkun og breyt­ingu lóða, 4.000 m². land­fyll­ingu í Steins­vör og norður af Skarfa­vör og sjó­varn­ar­garð til að verja hús og lóðir fyrir ágangi sjáv­ar, heim­ild upp á 6.868 m² bygg­inga­magn og 13 metra háar bygg­ing­ar.

16. febr­úar heldur bæj­ar­stjórn Akra­ness kynn­ing­ar­fund um til­lögu að breyt­ingu á deiliskipu­lagi Breið­ar­svæð­is. Í kjöl­farið fara af stað tvær und­ir­skrifta­safn­anir á vegum íbúa á Akra­nesi. Ann­ars vegar til stuðn­ings breyt­ing­ar­til­lögu að deiliskipu­lagi sem felur í sér áform um stækkun fisk­þurrk­unar á Breið­ar­svæð­inu og hins vegar und­ir­skrifta­söfnun til stuðn­ings loft­gæðum fyrir alla sem felur í sér að hafna núver­andi áætlun og skoða aðra stað­setn­ingu fyrir fisk­þurrkun HB Granda. 

Breytingartillaga sýnd á loftmynd – Skýringarmynd úr deiliskipulagi Breiðarsvæðisins

Valda­tafl

Eftir höfð­inu dansa lim­irnir

Skipu­lags­valdið er í höndum sveit­ar­stjórna, lýð­ræðis­kjör­inna full­trúa sem starfa í umboði íbúa og eiga að starfa í þágu þeirra. Það er því í höndum kjós­enda að velja það fólk til starf­anna sem þeir treysta til að setja hags­muni heild­ar­innar ofar öðru. Stjórn Faxa­flóa­hafna fer með vald­svið hafn­ar­stjórnar sem hefur stjórn­un­ar­lega ábyrgð á Akra­nes­höfn. Hún þarf að vera höfð í sam­ráði við skipu­lag hafn­ar­svæðis og sam­þykk allri mann­virkja­gerð sem sveit­ar­stjórn veitir fram­kvæmda­leyfi fyr­ir.

Bæj­ar­stjórnir síð­ustu ára á Akra­nesi, skip­aðar öllum flokk­um, hafa stutt starf­semi fisk­þurrk­unar í óþökk hluta íbú­anna. Það hefur verið gert með þeim for­merkjum að rekstr­ar­að­ilar haldi meðal ann­ars áfram að þróa og betrumbæta meng­un­ar­varn­ar­bún­að. Vera má að það hafi með sanni verið ein­læg trú hverrar bæj­ar­stjórnar á fætur annarri að með tím­anum myndi ólyktin hverfa eða dofna, eða fólk myndi hætta að taka eftir henni. Annar mögu­leiki er að bæj­ar­yf­ir­völdum hafi fund­ist ólyktin rétt­mætur fórn­ar­kostn­aður fyrir starf­sem­ina eða viljað láta hana njóta vafans. Gera má ráð fyrir að bæj­ar­yf­ir­völd séu undir nokkrum þrýst­ingi frá Verka­lýðs­fé­lagi Akra­ness, HB Granda og afleiddri starf­semi þegar kemur að fisk­þurrk­un­inni og rétt­læti núver­andi deiliskipu­lags­breyt­ingu með stefnu og mark­miðum sínum um efl­ingu sjáv­ar­út­vegs og afleiddrar starf­semi á Akra­nesi.

Vald HB Granda er í formi stöðu þeirra. Þeir nýta sér fjár­hags­legan styrk sinn og tengdra hags­muna­að­ila og geta látið bæj­ar­búa, starfs­fólk, stofn­anir og önnur fyr­ir­tæki kenna afls­mun­ar. Hug­myndir HB Granda um stækkun fisk­þurrk­un­ar­innar er bara eitt púsl í mun stærra púslu­spili. Fyr­ir­tækið hefur sín áform og með kröf­um, yfir­lýs­ingum og aðgerðum sínum skapar það þrýst­ing meðal ann­ars á stofn­anir og ráða­menn sveit­ar­fé­laga. HB Grandi er stórt fyr­ir­tæki sem gegnir miklu ábyrgð­ar­hlut­verki í sam­fé­lag­inu, þar sem það fer með tíma­bund­inn ráð­stöf­un­ar- og nýt­ing­ar­rétt á fiski­auð­lind­inni. HB Grandi gegnir ekki síður stóru ábyrgð­ar­hlut­verki gagn­vart eig­endum sínum og starfs­mönn­um. Fyr­ir­tækið starfar í sam­keppn­isvæddu umhverfi á sviði sjáv­ar­út­vegs og megin mark­mið þess er fyrst og fremst að lifa af, tryggja fram­tíð­ar­rekstur og auka hag­vöxt. 

Ein­hverjum gæti þótt það skjóta skökku við að fyr­ir­tækið skuli sýna svona mikla dirfsku þegar mið er tekið af stöðu mark­að­ar­ins fyrir þurrk­aðar fiskaf­urðir og kynnu að spyrja sig eftir hverju það er raun­veru­lega að slægj­ast. HB Grandi hefur verið að kaupa upp fyr­ir­tæki og lóðir á Akra­nesi og sæk­ist eftir úthlutun lóða við höfn­ina og á Breið­inni. Það fellst mikil hag­ræð­ing í því að hafa alla starf­sem­ina á sama punkt­in­um, tryggja sér fram­tíðar atvinnu­svæði og stöðu á sam­keppn­is­mark­að­i. 

Vald þeirra sem eru á móti breyttu deiliskipu­lagi er fyrst og fremst í formi mál­stað­ar. Þau vekja athygli á mál­stað sínum í gegnum fjöl­miðla, sam­fé­lags­miðla og á íbúa­fundum og eiga þannig greiða leið að fólki og geta komið skoð­unum sínum á fram­færi. Fylgj­endur nýja deiliskipu­lags­ins saka mót­mæl­endur um til­bún­ing, ósann­indi, að standa í vegi fyrir atvinnu­upp­bygg­ingu og spilla sam­stöðu bæj­ar­búa. Á móti eru þeir sak­aðir um hræðslu­á­róð­ur, ósann­indi og að standa með pen­inga­öfl­un­um.

Atburð­ar­rás verk­efn­is­ins segir okkur að mót­mæl­endur hafi mátt sín lít­ils í bar­átt­unni við fisk­þurrk­un­ina. Sveit­ar­fé­lagið hefur gefið HB Granda mikla vigt í sam­fé­lag­inu og bæj­ar­yf­ir­völd hafa gengið erinda fisk­þurrk­unar og starf­semi henni tengdri. Faxa­flóa­hafnir hafa helst staðið HB Granda á sporði sem hefur með kænsku og afls­munum tekið sér stöðu á valda­tafl­inu.

Póli­tísk sam­þætt­ing og Nimby áhrif

Að und­an­förnu hefur HB Grandi keypt upp lóðir og sjáv­ar­af­urð­ar­fyr­ir­tæki á Akra­nesi. Áform fyr­ir­tæk­is­ins er að reisa nýja fisk­þurrk­un, frysti­geymslu og bygg­ingar undir vinnslu á bol­fiski og upp­sjáv­ar­af­urðum á Akra­nesi. Bæj­ar­yf­ir­völd hafa lýst því yfir að þau séu reiðu­búin að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að greiða götur HB Granda þegar kemur að frek­ari upp­bygg­ingu á Akra­nesi og það er yfir­lýst stefna Faxa­flóa­hafnar að efla Akra­nes­höfn sem fiski­höfn. Í því sam­hengi liggur fyrir samn­ingur á milli Akra­nes­kaup­stað­ar, Faxa­flóa­hafnar og HB Granda um lóða­út­hlut­anir og miklar land­fyll­ingar undir fyr­ir­hug­aða starf­semi HB Granda á Akra­nesi. Það er því nokkuð ljóst að Akra­nes­kaup­stað­ur, Faxa­flóa­hafnir og HB Grandi eru í meg­in­at­riðum sam­mála um að efla og styrkja sjáv­ar­út­veg og afleidda starf­semi á Akra­nesi. Hvað varðar mál­efni fisk­þurrk­unar eru sömu aðilar ásamt Heil­brigð­is­eft­ir­liti Vest­ur­lands sam­mála um að lykt­ar­mengun af völdum fisk­þurrk­unar í bænum hafi verið ólíð­andi fram til þessa. Það sem fólki greinir á um er hvort það verði hægt að halda ólykt innan við­un­andi marka, sem að hlýtur að vera upp að vissu marki per­sónu­bundið mat.

Íbúa­sam­tökin Betra Akra­nes berj­ast fyrir jöfnum loft­gæðum fyrir alla og vilja að bæj­ar­yf­ir­völd hefji við­ræður við HB Granda um aðra stað­setn­ingu í sátt við alla íbúa Akra­ness. Bæj­ar­yf­ir­völd, Heil­brigð­is­eft­ir­lit Vest­ur­lands og þeir íbúar sem vilja sam­þykkja breyt­ing­ar­til­lögu að deiliskipu­lagi eru aftur á móti sam­mála um að leyfa fisk­þurrk­un­inni að njóta vafans og treysta á fyr­ir­heit HB Granda um bættar meng­un­ar­varnir og minni lykt­ar­mengun í fram­tíð­inn­i. 

Íbúar Akra­ness eru flestir sam­mála um að við­var­andi lykt­ar­mengun hafi stafað af fisk­þurrk­un­inni og vilja ekki hafa starf­semi hennar nálægt sínum heim­kynn­um. Jafn­framt eru flestir íbúar sam­mála um mik­il­vægi iðn­að­ar­ins í atvinnu­lífi Akra­ness og flestir eru sam­mála um að vert sé að athuga mögu­leik­ana á því að flytja fyr­ir­tækið innan bæj­ar­fé­lags­ins en út fyrir íbúa­byggð. Margir virð­ast þannig líta á þetta sem ákveðna og jafn­vel sjálf­sagða fram­þróun í sam­fé­lag­inu en fólk vill bara að hún eigi sér stað fjarri sínum heima­hög­um. Það er að segja „Not In My Back-Y­ar­d“.

Skortur á lýð­ræði

Lýð­ræðis­kjörnir full­trúar og stjórn­sýslan fara með mikil völd í formi póli­tískra ákvarð­anna og ábyrgð­ar. Valdið er vand­með­farið og þarf að beita á upp­byggi­legan hátt í sátt og sam­lyndi við sem flesta. Almennt er það sveit­ar­stjórnum til fram­dráttar ef þær geta stuðlað að heil­brigðri og skyn­sam­legri rök­ræðu áður en átök hefj­ast og fólk fer í skot­graf­irn­ar. Þegar niður í graf­irnar er komið er hætt við að fólk vilji ekki lengur kynna sér mis­mun­andi sjón­ar­mið og í stað þess að beita rök­semd­ar­færslum beitir það hlut­drægri stað­festu eða rétt­læt­ingu. Allir vilja ná sínu fram án þess að miðla mál­um. Til að ná völdum er beitt kænsku eða afls­mun­um, jafn­vel með því að höfða til til­finn­inga fólks, ala á for­dómum eða ótta með ein­hvers­konar áróðri eða mælsku­fræði.

Ákveðnir ráða­menn skjóta upp koll­inum ítrekað í mis­mun­andi ábyrgð­ar­hlut­verkum í ferl­inu, sem vekur upp spurn­ingar um hags­muni og hæfi. Þannig er for­maður bæj­ar­ráðs einnig í stjórn Heil­brigð­is­eft­ir­lits Vest­ur­lands og stjórn Faxa­flóa­hafna og fyrsti vara­for­seti bæj­ar­stjórnar Akra­ness jafn­framt for­maður umhverf­is- og skipu­lags­nefnd­ar, for­maður starfs­hóps um Breið­ar­svæð­ið, vara­maður í stjórn Faxa­flóa­hafnar og tækni­stjóri hjá Skag­anum hf. sem er leið­andi fyr­ir­tæki í hönnun og fram­leiðslu vinnslu­bún­aðar fyrir mat­væla­iðn­að. Annar vara­for­seti bæj­ar­stjórnar og áheyrn­ar­full­trúi í stjórn Faxa­flóa­hafnar er for­maður Heil­brigð­is­nefndar Vest­ur­lands.

Hver græð­ir, hver tapar og hin mörgu ef?

Að vissu leyti hefur sam­fé­lagið á Akra­nesi tapað án þess að ákvörðun hafi verið tek­in. Umræð­an, umfjöll­unin og átökin hafa magn­ast og hætt er við að sama hver nið­ur­staðan verður muni ekki ríkja sátt um hana, heldur muni hún valda óánægju, sem bitnar á þeim er með ákvörð­un­ar­valdið fara. 

Ef það verður af breyttu deiliskipu­lagi upp­fyllir Akra­nes­kaup­staður lof­orð sín gagn­vart HB Granda. Það er hins vegar engin stað­fest­ing fyrir því að af upp­bygg­ingu HB Granda verði. Fáist öll til­skilin leyfi getur HB Grandi ráð­ist í fyr­ir­hug­aðar fram­kvæmd­ir. Ef að af upp­bygg­ingu verður mun HB Grandi ná hag­ræð­ingu í vinnsl­una með nýrri og hag­kvæm­ari fisk­þurrkun og sam­fé­lagið allt, ekki síst rekstr­ar-, þjón­ustu- og fram­kvæmd­ar­að­il­ar, gæti hagn­ast á auknum umsvifum fyr­ir­tæk­is­ins. Aukin umsvif HB Granda væru í takt við yfir­lýst mark­mið Akra­nes­kaup­staðar og Faxa­flóa­hafna og vilja Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness um styrk­ingu fiski­hafn­ar, fleiri störf í sjáv­ar­út­vegi og afleiddri starf­semi á Akra­nesi.

Fram­kvæmdir á Breið­ar­svæð­inu munu hafa í för með sér land­fyll­ingar sem hefðu óaft­ur­kræf áhrif á ásýnd svæð­is­ins þar sem háir veggir rísa meðal ann­ars fyrir aftan núver­andi for­þurrk­un­ar­hús. Fyrir utan það kosta fram­kvæmdir við land­fyll­ingu mikla fjár­muni sem að hlut­að­eig­andi aðilar ætla sér þó vænt­an­lega að fá til baka með einum eða öðrum hætti og helst ríf­lega. Það er sann­reynd þekk­ing að fisk­þurrkun veldur lykt­ar­mengun en ef sett mark­mið HB Granda ná fram að ganga á lykt­ar­mengun vegna nýrrar fisk­þurrk­un­ar­verk­smiðju hins vegar ekki að valda nágrönnum sínum ama. Nú er svo komið að hverjar sem lyktir mark­miða­setn­inga HB Granda verða er hætt við að það muni verða reið­ar­slag fyrir marga íbúa Neðri­-Skaga og þeim til vitnis um mikið órétt­læti, sam­þykki bæj­ar­stjórn deiliskipu­lags­breyt­ing­una. Margir íbúar Neðri­-Skaga hafa barist gegn núver­andi fisk­þurrkun í rúman ára­tug og hætt er við að þau skilaboð yrðu mörgum þung­bær. Ef mark­mið HB Granda ná hins vegar ekki fram að ganga og af fisk­þurrk­un­inni hlýst áfram ólíð­andi lykt­ar­mengun gæti reynst full seint að byrgja brunn­inn og afleið­ing­arnar yrðu marg­þættar og sama ferlið heldur ein­fald­lega áfram. 

Ef deiliskipu­lags­breyt­ingin nær ekki fram að ganga mun fram­tíð fisk­þurrk­unar áfram vera í óvissu, sem fer illa í starfs­fólk og bitnar á starf­semi verk­smiðj­unn­ar. Þeirri óvissu væri hægt að eyða ef fólk myndi sam­ein­ast um aðra stað­setn­ingu. Það yrði kannski ákveðið bakslag í áformum bæj­ar­yf­ir­valda, Faxa­flóa­hafna og HB Granda en fyrir liggja fleiri hug­myndir um upp­bygg­ingu á svæð­inu. Nátt­úran fengi að vera í friði og fjár­munir af fjár­lögum myndu spar­ast. HB Grandi hefur ítrekað að engin áform séu uppi um að hætta starf­semi á Akra­nesi sama hver nið­ur­staðan verð­ur. Ef þeim snýst hugur og myndu setja stefn­una á annað upp­bygg­ing­ar­svæði yrði sam­fé­lagið af mörgum störfum og bæj­ar­yf­ir­völd og Faxa­flóa­hafnir yrðu af tekjum og gjöld­um. Að sama skapi myndi lykt­ar­meng­andi iðn­aður hverfa á braut og íbúar Neðri­-Skaga myndu njóta sömu loft­gæða og aðrir íbú­ar. Þá gæti skap­ast rými til að end­ur­skoða Aðal­skipu­lag Akraness 2005-2017 og áherslur í atvinnu­upp­bygg­ingu.

Sama hvernig fer er ekki ólík­legt að málið muni leiða af sér áfram­hald­andi deil­ur.

Hvert stefnum við? 

Átök íbúa eru í fyr­ir­rúmi á meðan fram­kvæmda­að­ilar hylja sig af kænsku á bak við vald­hafa sem skýla sér á bak við lýð­ræð­is­lega ferla, stefnu, lög og regl­ur. Má vera að ákvörðun hafi verið tekin og rétt­læt­ingar leitað í kjöl­far­ið? Eru bæj­ar­yf­ir­völd að ögra almenn­ing­i? 

Þrátt fyrir langt og strembið ferli ríkir enn ágrein­ingur um verk­efn­ið. Starf­semi fisk­þurrk­unar hefur farið í gegnum mörg starfs­leyfi þrátt fyrir lang­vinnar umkvart­anir nágranna vegna óþefs. Starf­semin hefur setið af sér nokkrar stjórn­sýslu­kær­ur, þrá­látar við­ræð­ur, ábend­ingar og skil­mála heil­brigð­is­full­trúa, umhverf­is­ráðu­neytis og bæj­ar­yf­ir­valda vegna ann­marka á rekstri og óupp­fylltra skil­yrða. Að auki hefur verið haft sam­ráð við hags­muna­að­ila, leitað eftir öllum til­tækum leiðum til að vinna bug á óþefnum til að vera í meiri sátt við íbú­a. 

Þannig að svo virð­ist sem við hjökkum í sama fari. Vitnað er í gild­andi aðal­skipu­lag sem for­sendur fyrir deiliskipu­lags­breyt­ingu en árin upp úr alda­mótum voru sveit­ar­fé­lögin við Faxa­flóa í mik­illi sam­keppni um lend­ingu sam­eig­in­legrar stór­skipa­hafnar og svokölluð Skar­fa­tanga­höfn með nýjum hafn­ar­svæðum og athafna­svæði rambaði inn í Aðal­skipu­lag Akra­ness 2005-2017. (Sam­bæri­leg tísku­fyr­ir­brigði komu til dæmis fram í skipu­lagi fyrir Straums­vík í Hafn­ar­firði, Kárs­nes í Kópa­vogi og Grund­ar­tanga í Hval­fjarð­ar­sveit). Þessi áætlun var sett inn á aðal­skipu­lag sam­kvæmt drögum Sigl­inga­stofn­unar sem meg­in­for­senda upp­bygg­ingar í sjáv­ar­út­vegi á Akra­nesi, þrátt fyrir að sýnt væri að af fram­kvæmd­inni hlyt­ust tals­verð óaft­ur­kræf áhrif á strönd, minjar og bæj­ar­mynd. Seinna átti eftir að koma í ljós að for­sendur og skil­yrði fyrir þessum mann­virkjum voru ekki til staðar og ekki heldur vilji hjá bæj­ar­bú­um. End­ur­skoðun á gild­andi aðal­skipu­lagi hefur aftur á móti dreg­ist mjög á lang­inn sem gerir það að verkum að nú er hægt að skýla sér á bak við úreltar og ófull­unnar hug­myndir í gild­andi aðal­skipu­lagi.

Nið­ur­stöður lykt­ar­mats­skýrslu VSÓ, umhverf­is­skýrslu HB Granda, starfs­hóps um Breið­ar­svæðið og kynn­ing­ar­funda hafa ekki verið til þess fallnar að frið­þægja mót­mæl­endur né fyr­ir­heit um óháðan lykt­ar­skyn­mats­hóp eftir að fyrsta hluta fram­kvæmda verður lok­ið. Fjár­hags­leg rök eða pen­inga­öflin njóta vafans og nágrannar fisk­þurrk­un­ar, sem virð­ast ekki hafa lögvar­inna hags­muna að gæta, mega sín lít­ils ef bæj­ar­yf­ir­völd standa ekki við bakið á þeim. 

Er slík þróun ásætt­an­leg?

Það er ekki sveit­ar­stjórnum til fram­dráttar ef þær geta ekki stuðlað að heil­brigðri og skyn­sam­legri rök­ræðu áður en átök hefj­ast. Ekki er hægt að sætta sig við þróun mála ef við viljum bæta þau og hafa ferl­ana í lagi. Ef við viljum koma í veg fyrir sífellda árekstra hags­muna­að­ila á öllum stigum máls­ins og jafn­vel eftir að fram­kvæmdir eru hafnar þarf eitt­hvað að breytast, til dæmis hug­ar­far og vinnu­lag, og bæta þarf fag­lega þekk­ingu og hæfi þeirra sem vinna að skipu­lagi hjá sveit­ar­fé­lög­um.

Óþarfi er að tíunda kosti fjöl­breytni fram yfir fábreytni en það á líka við um flóru mannauðs­ins. Leiða má líkum að því að íbúar neðri Skag­ans séu að ein­hverju leyti aðrar mann­gerðir en íbúar efri Skag­ans. Á neðri Skaga er gamla þorp­ið, elstu hús Akra­ness sem geyma ákveðna sögu, upp­runa og anda þorps­ins. Í þessum eig­in­leikum geta falist mikil verð­mæti fyrir sveit­ar­fé­lög. Við­hald gam­alla húsa er krefj­andi og þarfn­ast kannski ákveð­innar natni, ástríðu og hug­sjón­ar. Vert er því að hug­leiða gaum­gæfi­lega þau skila­boð sem þessum íbúum eru send og hver við­brögð þeirra verða. 

Ein meg­in­á­herslan í aðal­skipu­lagi Akra­ness er á fjöl­breytt atvinnu­líf. Sam­fé­lag með ein­hæft atvinnu­líf er ber­skjald­aðra fyrir sveiflum á mark­aði. Sveiflur í starf­semi HB Granda hafa til að mynda komið illa niður á Vopn­firð­ing­um, þar sem utan­að­kom­andi orsakir, við­skipta­þving­anir á Rússa, höfðu veru­lega nei­kvæð áhrif á sam­fé­lag­ið. Þannig hafa miklar sveiflur verið í starfs­manna­veltu HB Granda á Akra­nesi fram til þessa og lamaður Níger­íu­mark­aður fyrir þurrk­aðar fiskaf­urðir gefur ekki til­efni til bjart­sýni.

Í ljósi þessa eru umsvif HB Granda á Akra­nesi og sterk staða fyr­ir­tæk­is­ins ekki endi­lega góð fyrir íbúa­lýð­ræð­ið. Bæj­ar­yf­ir­völd eiga hugs­an­lega í erf­ið­leikum með að sam­svara afls­munum þeirra. Þá er HB Granda í lófa lagt að sýna sam­fé­lags­lega ábyrgð af eigin frum­kvæði og skoða aðra kosti eða stað­setn­ingu fyrir fisk­þurrk­un­ina sína. En sumum gæti þótt það lög­legt en sið­laust að bæj­ar­yf­ir­völd taki pen­inga­völdin fram yfir rétt íbúa til heil­næms umhverf­is.

Hvað er hægt að gera í mál­inu?

Hluti af því að skilja nútíma skipu­lag er að hafa augu og eyru opin og velta fyrir sér fram­tíð­inni. Stundum með gagn­rýni og afskiptum og stundum með nýrri sýn eða afstöðu. Horfa þarf á tengslin og sam­hengið á milli mis­mun­andi þátta, líkt og rök­vísi, valds, sann­leika, rök­hyggju og þekk­ing­ar. Það virð­ist vera í þessu máli sem og í mörgum sam­bæri­legum málum að það hafi skort skyn­sama og heil­brigða rök­ræðu, það hafi ekki verið raun­veru­legur vilji fyrir mála­miðl­unum og fólk hafi verið fljótt í skot­graf­irn­ar. 

Það þarf að skoða áhrif fyr­ir­tækja, stofn­ana, hópa og ein­stak­linga í krafti stöðu þeirra og vera vak­andi fyrir og bregð­ast við valda­misvægi. Völd valda vanda­málum þegar kemur að vald­dreif­ingu og hættan er að stjórn­mála­fólk neiti að deila vald­inu. Þannig ber að var­ast að sömu ein­stak­ling­arnir komi að því að taka ákvarð­anir á mörgum stigum í ferl­inu. Líkt og í bæj­ar­stjórn, heil­brigð­is­nefnd, skipu­lags- og umhverf­is­nefnd, hafn­ar­stjórn o.s.frv. Það kann að sæta undrun að Heil­brigð­is­eft­ir­lit Vest­ur­lands, skipu­lags – og umhverf­is­nefnd og bæj­ar­stjórn vilji sam­þykkja fisk­þurrkun í nálægð við íbúa­byggð. Ekki síst orkar það tví­mælis í ljósi skil­yrða heil­brigð­is­eft­ir­lits­ins og bæj­ar­yf­ir­valda þess efnis að fisk­þurrk­unin valdi ekki lykt­ar­meng­un, þegar nið­ur­stöður rann­sókna og umhverf­is­skýrslna hafa leitt í ljós að hún geti aldrei orðið lykt­ar­laus.

Við lifum nýja tíma, örar breyt­ingar hafa orðið á íslenskum atvinnu­hátt­um, fólk ver tíma sínum öðru­vísi en áður og áherslur hafa breyst. Gömlum hefð­um, sem svara ekki lengur kröfum nútím­ans, hefur verið skipt út fyrir ný við­horf og gildi. Stór­auk­inn hluti fólks hefur til­einkað sér óhefð­bundn­ari og meira skap­andi lifn­að­ar­hætti. Gild­is­mat, smekkur og jafn­vel almenn skyn­semi hefur breyst. Kröfur um umhverf­is­gæði hafa almennt auk­ist hjá Íslend­ingum og er tími til kom­inn að taka frekara mark á íbúum í nágrenni við illa lykt­andi iðnað og sýna kröfum þeirra um jöfn loft­gæði fyrir alla meiri til­lit­semi. Vera má að um gloppur í kerf­inu eða lög­gjöf­inni sé að ræða og að grípa þurfi til sið­gæðis og hyggju­vits. Stofn­anir og sveit­ar­fé­lög þurfa að taka ákvarð­anir sem verða til eft­ir­breytni og í hag kom­andi kyn­slóða. 

Í raun­inni greinir fólki ekki á um margt en það þarf að taka ákvörðun byggða á þekk­ingu en ekki geð­þótta. Skipu­lags­mál og hönnun umhverf­is­ins þarfn­ast við­eig­andi sér­fræði­þekk­ingar til að minnka lík­urnar á afkára­legu skipu­lagi. Hægt yrði að vinna að ásætt­an­legri áætlun með hjálp óháðra fag­að­ila þar sem allir hefðu sama mögu­leika á að nálg­ast upp­lýs­ing­ar. 

Það er oft mikið fúsk í skipu­lags­vinnu sem er síðan notað til að rétt­læta aðgerð­ir. Aðal­skipu­lag er ekki verk­fræði­teikn­ing, það er lif­andi plagg þar sem stefna sveit­ar­stjórnar um land­notk­un, sam­göngu- og þjón­ustu­kerfi, umhverf­is­mál, þróun byggðar og byggða­mynstur birt­ist og sem slíkt á það alltaf að vera í end­ur­skoð­un. Þrátt fyrir að núver­andi breyt­ing­ar­til­laga að deiliskipu­lagi sam­svarist að hluta ákveðnum hug­myndum sem fólk hafði við gerð gild­andi aðal­skipu­lags þá væri hægt að tína til mörg atriði sem orka tví­mæl­is, má þar nefna leið­ar­ljós aðal­skipu­lags­ins sem segir „Á Akra­nesi skulu vera góðar aðstæður fyrir öfl­ugt og fjöl­breytt atvinnu­líf og fjöl­skyldu­væn búsetu­skil­yrði í heil­næmu umhverfi, fal­legum bæ með traustum sam­göng­um“.

Mik­il­vægt er að fylgja efna­hags­þró­un­inni og vera í sífelldri end­ur­reisn, því hættan er sú að sam­fé­lagið vaxi á óraun­hæfum hraða og staðni. Í verstu mynd gæti Akra­nes orðið ósjálf­bær svefn­bær í útjaðri Reykja­víkur með fábreyttu atvinnu­svæði. Verði þróun Akra­ness sjálf­bær, miði vexti þess áfram á raun­hæfum hraða og verði áhersla lögð á félags­lega sam­stöðu íbúa um stefnu og þró­un, gæti sveit­ar­fé­lagið skapað frjótt umhverfi sem stuðlar að vexti og fram­gangi skap­andi atvinnu­starf­semi með heild­stæðri stefnu í skipu­lags­mál­um, sem skilar sér í efna­hags­legum og sam­fé­lags­legum ávinn­ingi fyrir Akra­nes.Höf­undur er skipu­lags­fræð­ing­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None