Fulltrúar á landsfundi Repúblikana í Cleveland í júli fá ekki að bera skotvopn inni í ráðstefnuhöllinni. Robert Hoback, talsmaður bandarísku leyniþjónustunnar sem sér um öryggismál í tengslum við forsetakosningarnar og forkosningar flokkanna, tilkynnti þetta í gærkvöldi.
Um 50.000 manns hafa skrifað undir kröfu þess efnis að vopnaburður verði leyfður á landsfundinum, þar sem endanlega verður skorið úr um hver verður fulltrúi flokksins í forsetakosningunum í haust.
Kröfur um að fá að bera skotvopn á landsfundi Repúblikana koma ekki á óvart, enda hafa margir í grasrót flokksins barist með öllum ráðum gegn því að hindruð verði útbreiðsla skotvopna í Bandaríkjunum. Þá á alls ekki við um alla flokksmenn, enda margir í flokknum sem hafa stutt ýmsar aðgerðir sem vinna gegn útbreiðslu skotvopna og gera kröfu um að aðeins ábyrgt fólk eigi skotvopn.
Hryðjuverk eru mikið til umræðu þessi misserin, enda hafa þau verið tíð að undanförnu, í Evrópu og Mið-Austurlöndum sérstaklega. Óttinn við þau er viðvarandi í Bandaríkjunum, enda mannskæð hryðjuverk orðið þar, sé horft yfir sögu síðastliðinna áratuga.
Fjöldi þeirra sem deyr árlega í hryðjuverkum - þegar öll eru meðtalin - hefur mest farið í ríflega 32 þúsund á heimsvísu, en það var árið 2014. Þá fjölgaði fórnarlömbum hryðjuverka um áttatíu prósent frá árinu áður. Þrátt fyrir þetta metár, þá nær þessi tala ekki fjölda þeirra sem deyja vegna skotvopna í Bandaríkjunum en þeir fóru í fyrsta skipti í meira áratug fram úr þeim sem létust vegna bílslysa í fyrra, og voru tæplega 34 þúsund, þegar sjálfsvíg eru meðtalin. Samtals voru 13.286 myrtir með skotvopni í Bandaríkjunum í fyrra, en ekkert vestrænt þróað ríkið er neitt nálægt þessum svakalega háu tölum.
Um 50.000 manns hafa skrifað undir kröfu þess efnis að vopnaburður verði leyfður á landsfundinum, þar sem endanlega verður skorið úr um hver verður fulltrúi flokksins í forsetakosningunum í haust.
Kröfur um að fá að bera skotvopn á landsfundi Repúblikana koma ekki á óvart, enda hafa margir í grasrót flokksins barist með öllum ráðum gegn því að hindruð verði útbreiðsla skotvopna í Bandaríkjunum. Þá á alls ekki við um alla flokksmenn, enda margir í flokknum sem hafa stutt ýmsar aðgerðir sem vinna gegn útbreiðslu skotvopna og gera kröfu um að aðeins ábyrgt fólk eigi skotvopn.
Hryðjuverk eru mikið til umræðu þessi misserin, enda hafa þau verið tíð að undanförnu, í Evrópu og Mið-Austurlöndum sérstaklega. Óttinn við þau er viðvarandi í Bandaríkjunum, enda mannskæð hryðjuverk orðið þar, sé horft yfir sögu síðastliðinna áratuga.
Fjöldi þeirra sem deyr árlega í hryðjuverkum - þegar öll eru meðtalin - hefur mest farið í ríflega 32 þúsund á heimsvísu, en það var árið 2014. Þá fjölgaði fórnarlömbum hryðjuverka um áttatíu prósent frá árinu áður. Þrátt fyrir þetta metár, þá nær þessi tala ekki fjölda þeirra sem deyja vegna skotvopna í Bandaríkjunum en þeir fóru í fyrsta skipti í meira áratug fram úr þeim sem létust vegna bílslysa í fyrra, og voru tæplega 34 þúsund, þegar sjálfsvíg eru meðtalin. Samtals voru 13.286 myrtir með skotvopni í Bandaríkjunum í fyrra, en ekkert vestrænt þróað ríkið er neitt nálægt þessum svakalega háu tölum.
Repúblikanar hafa fulla ástæðu til að óttast hryðjuverku, eins og aðrir, en þeir, sem berjast fyrir óbreyttri byssulöggjöf og frjálsri meðferð skotvopna, mættu líka spyrja sig að því hvort það sé hugsanlega ástæða til að óttast það, að yfir 300 milljónir skotvopna séu í umferð í Bandaríkjunum, og hvort þessi gríðarlegi fjöldi morða vegna skotvopna sé eðlilegur.