Lánasjóður íslenskra........bjána?

Matthías Freyr Matthíasson
Auglýsing

„Ég þoli ekki LÍN!“ eru orð sem flestir í kringum mig sem stunda eða hafa stundað láns­hæft lán, hafa lát­ið frá sér falla í mín eyru. Ég er ekki und­an­skil­inn því að ég hef svo sann­ar­lega ­sagt þessi orð nokkuð oft. Enda er það ekki skrít­ið. Þessi bless­aða stofnun og ­starf­semi hennar er svo langt fyrir ofan minn skiln­ing og það þrátt fyrir það að ég er bara nokkuð með­al­greindur mannapi eins og Georg myndi segja.

Ég ætla að fara yfir­ nokkra punkta á hunda­vaði um það sem mér finnst vera mest ámæl­is­vert við þessa ­stofnun og starf­semi henn­ar.

1.      Ég skil ekki með nokkru móti hvers vegna ­náms­menn sem þurfa að nýta sér þjón­ustu LÍN, þurfi í raun að vaða eld og brenni­stein til þess að fá lán svo við­kom­andi þurfi ekki að stunda fulla vinn­u ­með námi sínu. Það er samt raun­in, flestir stunda ein­hverja vinnu með námi. ­Fólk sem sagt sækir um lán hjá stofn­un­inni og fær sam­þykkt. Það er gleði­efn­i, því jú það skemmti­leg­asta sem fólk veit er að skuld­setja sig. En nei ferl­inu er ekki lok­ið, því við­kom­andi þarf svo að fara í við­skipta­bank­ann sinn og væla út ­yf­ir­drátt til þess að geta lifað með námi þangað til að önn­inni er lokið og náms­ár­angri er skilað inn til LÍN. Þá er yfir­drátt­ur­inn greiddur niður og skuldin fær­ist frá bank­anum og yfir til LÍN. Það er að segja ef við­un­andi náms­ár­angri er náð, alls ekki fyrr!

Auglýsing

2.      Ef þú ert náms­maður erlendis sem ert í öðru­vísi ann­ar­fyr­ir­komu­lagi en þekk­ist hér þá get­urðu lent í helj­ar­inn­ar vand­ræðum með að fá greidd út náms­lán á réttum tíma til að borga leigu og ­uppi­hald. Því að í LÍN er við­horfið oft á tíðum „computer says no“.

3.      Ef þú ert ein­stak­lingur sem ert búinn að vera á vinnu­mark­aði í ein­hvern tíma þá get­urðu eig­in­lega gleymt því að þú fáir ­náms­lán. Farðu bara aftur á vinnu­mark­að­inn, enda tíma­sóun að mennta sig, er það ekki? Nei, ég held að flestir séu sam­mála mér í því að mennt er mátt­ur. En ef þú ert ein­hleypur ein­stak­lingur sem býrð í leigu­hús­næði og átt ekki börn og hefur haft heild­ar­tekjur upp á 6.500.000 á árinu  sem gera 540.000 í heild­ar­laun á mán­uði, þá ­færðu heilar -89.010 krón­ur. Já, þetta er mínus fyrir framan töl­una! En ef þú ert giftur eða í sam­búð með tvö börn og sömu laun og hér að ofan að þá færð­u heild­ar­lán upp á kr. 121.590. Þetta er s.s. talan fyrir önn­ina, ekki á mán­uð­i. Þetta er sam­kvæmt reikni­vél á heima­síðu LÍN.

4.      Ef þú ert ein­stak­lingur sem átt barn úr ­fyrra sam­bandi en ert ekki með lög­heim­ili barns­ins hjá þér, þótt barnið búi ­jafn mikið hjá þér og lög­heim­il­is­for­eldr­inu þá þarftu með stimpl­uðum papp­írum frá sýslu­manni að færa sönnur á að þú eigir þetta barn svo mögu­legt sé að fá hækkun á lánin vegna fram­færslu barns­ins. Þarna er reyndar ekki ein­göngu LÍN að ­kenna, heldur lög­gjaf­anum sem er ekki enn búinn að breyta skrán­ing­ar­fyr­ir­komu­lag­i er varða mál af þessu tagi. Þarna eru stofn­anir ekki að ræða sam­an.

5.      Ef þú ert ein­stak­lingur sem hefur lent í fjár­hags­vand­ræðum og ert á van­skila­skrá þá er eina leiðin fyrir þig til þess að fá náms­lán að fá ein­hvern til þess að ábyrgj­ast þig. Þó að það svo myndi ganga eftir og LÍN myndi sam­þykkja það, þá gætir þú ekki farið í bank­ann þinn til­ þess að fá þennan guð­dóm­lega yfir­drátt til þess að draga fram lífið því ­banka­stofn­un­inn myndi ekki veita þér yfir­drátt­inn og það jafn­vel þótt þú kæm­ir ­með mann­eskju sem væri reiðu­búin til þess að ábyrgj­ast þig.

6.      Ef þú ert ein­stak­lingur sem býr í leigu­í­búð, eins og stór hluti ungs fólks á Íslandi ger­ir. Því ekki hefur ung­t ­fólk efni á að kaupa sér íbúð (Hæ Eygló!). En já, ef þú býrð í leigu­hús­næði og ert með með­leigj­anda sem skráður er fyrir leigu­samn­ingnum þá ertu bara í djúp­um, alveg upp fyrir hnén. Því að þá ertu sam­kvæmt LÍN að búa frítt ein­hver­staðar og rýrna náms­lánin í sam­ræmi við það!

Þetta eru nokkur dæmi ­sem ég get talið upp. Íslenskir náms­menn eru kannski bara bjánar að láta bjóða ­sér þessa fram­komu, ég veit það ekki. Í það minnsta er þetta ekki mikið rætt af þeim aðilum sem eru til þess bær­ir. Hags­muna­sam­tök stúd­enta hafa jú minnst á fram­færsl­una sem er svo skammar­lega lág að það nær ekki nokk­urri átt en það þarf að halda upp miklu stíf­ari áróðri.

Alþing­is­menn þurfa að ­taka af skarið og búta LÍN niður í frum­eindir og byggja eitt­hvað nýtt á grunn­in­um. Náms­menn eiga ekki að þurfa að upp­lifa sig sem ann­ars flokks ­þjóð­fé­lags­þegna fyrir þá sök að stunda nám. LÍN eða það sem kæmi í stað­inn ætt­i að taka upp styrkja­fyr­ir­komu­lag eins og þekk­ist á nágranna­löndum okk­ar. Það þarf að stoppa þetta sam­krull LÍN og bank­anna. Það þarf að gera náms­mönn­um kleift að stunda nám án þess að þurfa að stunda vinnu með. Það á ekki að refsa ­fólki sem sýnir vilja til þess að bæta eða auka menntun sína, fyrir að hafa verið á vinnu­mark­aði.

Höf­undur er stjórn­ar­maður í Bjartri fram­tíð. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None