Að standa á öndinni

Auglýsing

Í fyrsta sinn síðan ég man eftir mér líður mér lík­am­lega illa yfir því að búa á Íslandi, og nei, það er ekki aðeins vegna máls­ins sem hefur tröll­riðið allri umræðu í land­inu sein­ustu vik­ur, varð­andi tengsl Sig­mundar Dav­íðs for­sæt­is­ráð­herra við aflands­fé­lagið Wintris Inc. og fleiri hátt setta ráð­herra í land­inu sem eru við­loðin slík félög.

Ég finn fyrir gríð­ar­mik­illi inni­lok­un­ar­til­finn­ingu í litlu sam­fé­lagi þar sem allir hrópa það sama. Ég vil ­meina það að líf okkar og til­finn­ingar séu á mun hærra plani en almenn póli­tík­ ­getur boðið uppá, en í svona máli þar að sem maður í valda­mestu stöð­u ­þjóð­ar­innar hrein­lega blekkir alla lands­menn að þá virð­ist vera eng­in und­an­komu­leið fyrir þær hundsúru til­finn­ingar sem að krauma eflaust í kvið­u­m margra akkúrat núna.

Mér finnst það ekki vera ýkj­ur þegar að ég segi að það sé eins og öll þjóðin standi á önd­inn­i,  bíð­andi eftir því augna­bliki þegar að við ­getum loks andað frá okk­ur. En hvenær verður það? Maður myndi halda að það ­myndi verða EF að svo kemur til að for­sæt­is­ráð­herra segi af sér eða Ólaf­ur Ragnar Gríms­son for­seti leysi hann af störfum eins og honum einum er kleift að ­gera.

Auglýsing

Það sem ger­ist í fram­hald­inu af því er hins vegar allt annað mál. Það sem ég sé fyrir mér er að  ein­hver svip­aður kemur í hans stað og að ­Sig­mundur verði ráð­inn rit­stjóri eins stærsta fjöl­mið­ils lands­ins þar sem ­þjóðin bíður átekta eftir næsta hneyksl­is­máli. Það sem er að ger­ast í íslenskum ­stjórn­málum núna er í raun bein afleið­ing þess sem gerð­ist í hrun­inu árið 2008. Það má endi­lega ein­hver benda mér á þær fram­farir sem hafa orðið varð­and­i ­spill­ingu þeirra sem gegna hæstu valda­stöðum inni á þingi því að ég get ekki komið auga á nein­ar.

Fyrir mér ætti tím­i nú­tíma­stjórn­mála að vera löngu lið­inn. Ég kýs ekki, og mun halda mig við þá á­kvörðun svo lengi sem að það sem er í boði táknar engan veg­inn þau gildi og hags­muni sem ég og mínir líkir teljum okkur hafa að gæta í sam­fé­lag­inu.

Ég veit að það gæti reitt ein­hverja til reiði sér­stak­lega þar sem að margir minni­hluta­hópar hafa í gegn­um ­tíð­ina þurft að berj­ast fyrir sínum kosn­inga­rétti, en ástæðan fyrir því að m.a. ­konur stóðu í ströngu til að berj­ast fyrir þeim rétti að geta kosið er vænt­an­lega vegna þess að þær vildu geta kosið ein­hvern sem að talar fyr­ir­ þeirra hags­mun­um. Ef að eng­inn slíkur stendur til boða til hvers þá að halda a­fram að taka þátt í þessum fár­an­lega skrípa­leik sem að virð­ist engan endi ætl­a að taka?

Ég neita hér með að taka þátt í þess­ari áfram­hald­andi sirkus sýn­ingu og að þurfa að pína mig til þess eins að kveikja á sjón­varp­inu eða fara inn á sam­fé­lags­miðla til að fylgj­ast með nýjust­u fréttum í mál­inu.

Ég er ekki að segja að það sé engin von framund­an, það er von, en hug­ar­farið þarf að breytast, og það ekki ­seinna en núna. Fram­tíð þessa lands er sem betur fer ennþá í okkar höndum sama hversu óraun­veru­legt það kann að hljóma þessa stund­ina.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None