Þurfum við „sterka“ forystumenn?

Auglýsing

Þegar áföll dynja yfir og trún­aður brestur er eðli­legt að fyrstu við­brögð hins vonsvikna séu reiði og æstar til­finn­ing­ar. En aldrei er eins nauð­syn­legt að leyfa yfir­vegun og skyn­semi að kom­ast að – eins fljótt og auðið er – og þegar heill þjóðar er í húfi. Þótt Íslend­ingum séu nú efst í huga mál­efni stjórn­mála­manna og breytni getum við ekki ýtt því til­ hliðar að fram undan er for­seta­kjör. Þessi grein geymir almennar hug­leið­ing­ar ­sem það varða. Hún var að mestu samin í mars. Óhjá­kvæmi­lega hefur hún tek­ið breyt­ingum eftir 3. apr­íl, þótt höf­undur hafi reynt að halda ró sinni.

Í mörgum löndum heims eru sterkir for­setar eða ­for­sæt­is­ráð­herr­ar, valda­miklir menn sem virð­ast lítt bundnir af stjórn­ar­skrám og lög­um. Dæmi: Pútín og Erdog­an. Til eru líka lönd eins og Banda­rík­in, þar sem ­for­set­inn fer með fram­kvæmda­vald­ið. Þar er aðskiln­aður lög­gjaf­ar­valds og fram­kvæmda­valds alger. Þannig tvö­falt kerfi er dýrt fyrir litlar þjóðir og get­ur verið lam­andi þegar ágrein­ingur er á milli for­seta og þings. Ýmsar milli­leið­ir hafa vissu­lega verið farn­ar. Á fyrstu árunum eftir seinni heims­styrj­öld höfð­u F­innar sterka for­seta sem fóru að miklu leyti með utan­rík­is­málin og sömdu við vold­ugan nágranna í kyrr­þey. Finnar gáfust upp á þessu og hafa nú svip­aðan hátt á og hér á landi. Þjóð­verjum hefur eftir stríð gef­ist vel að hafa valda­litla for­seta ­sem hafnir eru yfir dæg­ur­þras.

Reynslan sýnir að þeir sem fá mikil völd fara einatt að dýrka valdið – og sjálfa sig – og vilja meira. Ein­hvern veg­inn verður að ­setja þeirri vald­sókn skorð­ur. Það gera góðar stjórn­ar­skrár. Nú lítur út fyr­ir­ að Ísland sé í alvar­legri stjórn­mála­legri kreppu, trún­að­ar­brestur hvert sem litið er. For­seta­kosn­ingar eru fram und­an, og þá kann það að virð­ast freist­and­i hugsun að við þurfum sterkan for­seta sem geti sett rík­is­stjórn stól­inn fyr­ir­ dyrn­ar. Ætli það sé rétt? Er ekki virkt þing­ræði í sam­virkni við mál­frelsi og ­virka frjása fjöl­miðlun besta vörn­in? Lík­leg­asta leiðin til að hægt sé að ­leið­rétta þau mis­tök sem við kunnum að hafa gera á kjör­dög­um?

Auglýsing

Hvernig for­seta þurf­um við þá? Fáir munu óska sér rúss­neska eða tyrk­neska fyr­ir­komu­lags­ins, en þó hafa heyrst raddir um að við þurfum sterkan for­seta, lík­lega eitt­hvað í ætt við Kekkonen sál­uga. Slíkar raddir heyr­ast gjarnan frá þeim sem bölva ­stjórn­mála­mönnum í sand og ösku og telja nauð­syn­legt að ein­hver geti sett þeim stól­inn fyrir dyrn­ar, finnst að þing­ræðið sé gjald­þrota. En jafn­vel úr hópi ­stjórn­mála­manna heyr­ast raddir um að mik­il­vægt sé að for­seti sé þjálf­aður í pólítísku tafli, geti t.d. ráðið nokkru um það hvernig rík­is­stjórn sé í land­inu. Það var, sýnd­ist mér, eitt af meg­in­at­riðum í grein sem Öss­ur Skarp­héð­ins­son birti nýlega í Frétta­blað­inu. E.t.v. von­ast ein­hverjir til að í skjóli óskýrra stjórn­ar­skrár­á­kvæða geti snjallir for­setar gert emb­ætt­ið ­sterkara og sterkara. En viljum við það? Viljum við að for­seti hafi völd sem erfitt er að hemja?

Lýð­ræð­i og þing­ræði

Þegar kos­inn er sterk­ur ­for­seti er einum manni falið mikið vald. Lýð­ræði með þing­bund­inni stjórn felur lík­a í sér framal valds, en því er dreift á ein­stak­linga og flokka. Nútíma­þjóð­fé­lag­i verður ekki stjórnað vel og skyn­sam­lega nema vald sé fram­selt kjörnum full­trú­um í tak­mark­aðan tíma. „Beint lýð­ræði“ þarf að eiga sér far­vegi oftar en á kjör­dag, en engin von er til að við getum öll sett okkur með full­nægj­andi hætt­i inn í mik­inn hluta þeirra mála sem þing þarf að afgreiða. Við almenn­ir kjós­endur verðum að treysta full­trúum okkar fyrir valdi, en á þeim hvílir þung á­byrgð að sýna að þeir séu traustins verð­ir. Þing­ræði sem styðst við skil­virka ­stjórn­ar­skrá, rétt­látt kosn­inga­kerfi, trausta lög­gjöf og heil­brigðar stjórn­ar- og stjórn­sýslu­hefðir virð­ist vera besta stjórn­skipu­lag sem völ er á. For­set­i ­sem mis­stígur sig getur setið sem fast­ast til loka kjör­tíma­bils, en for­sæt­is­ráð­herra og ríkisstjórn eiga sína stöðu undir þing­inu og end­an­lega þjóð­inni sjálfri. ­Þing­ræði þarf auð­vitað að fylgja fullt mál­frelsi og virkt fjöl­miðla­frelsi. Gott ­dæmi um frjálsa fjöl­miðlun er rík­is­út­varp sem afhjúpar mis­fellur í stjórn­ar­fari; vesæl og gangs­laus er slík stofnun ef hún lætur stjórn­mála­menn þagga niður í sér.

Þótt fólk hafi einatt hörð orð um stjórn­mála­menn og stjórn­mála­flokka, er ekki hægt án þeirra að ver­a. ­Þjóð­ar­innar er að kjósa og veita aðhald með gagn­rýni. Árin frá stofn­un lýð­veldis hafa fært okkur Íslend­ingum heim sann­inn um að lýð­ræðið er ekki ­fengið í eitt skipti fyrir öll. Það er verk­efni sem krefst stöðugrar árvekni og um­ræðu og verður að geta tekið bæði áföllum og sigr­um. Lýð­ræðis­vit­und og sið­ferði lýð­ræð­is­ins verður að rækta með þjóð, og það tekur tíma. Stund­um virð­ist fremur miða aftur en fram.

For­set­i, ­þing og þjóð

Sam­ráð, sam­ræða og átök á full­trúa­sam­komu er far­sælasta leið til að ráða fram úr felstum málum þjóð­ar­, en ef ágrein­ingur er djúpur og skýr getur verið besta ráðið að leita til­ ­þjóð­ar­innar sjálfr­ar. Stjórn­ar­skrá og lög þurfa þá að skýra og skil­greina hvenær slíkt getur ger­st, hvernig það fer fram og hvaða afleið­ingar nið­ur­stað­an hef­ur. Frá­leitt er að ein­stak­lingi sé falið geð­þótta­vald um þjóð­ar­at­kvæði. Með­an ­stjórn­ar­skráin vísar ekki veg­inn verður að gera þá kröfu til for­seta­fram­bjóð­enda, ­sem vilja verða teknir alvar­lega, að þeir geri skýra og skil­merki­lega grein ­fyrir því á hvaða for­sendum þeir telja að vísa megi lög­gjöf til þjóð­ar­at­kvæð­is.

Bent hefur verið á að hlut­verk for­seta við stjórn­ar­mynd­anir muni breyt­ast nokkuð sam­kvæmt til­lög­um ­stjórn­laga­ráðs. Grund­vall­ar­regla þing­ræð­is­ins mun þó áfram verða í gildi: Ekki verður mynduð önnur rík­is­stjórn en sú sem þingið vill sam­þykkja. Mestu skipt­ir að for­seti sé heið­ar­legur og óhlut­drægur þegar kemur til stjórn­ar­mynd­un­ar, njót­i ­trausts allra flokka, en ólík­legt er að reynsla for­seta af klækjapóli­tík og vilji til að beita henni yrði þingi og þjóð til far­sæld­ar.

Styrk­ur ­mýkt­ar­innar

Engin ein fyr­ir­mynd ­getur ráðið vali þjóð­ar­innar á for­seta. Hver tími hefur sín við­mið, og ó­hjá­kvæmi­lega eru skoð­anir fólks skipt­ar. Við viljum þó vænt­an­lega öll for­seta ­sem sé heill í öllu sem hún eða hann segir og ger­ir, að for­set­inn sé góður og glæsi­legur full­trúi þjóð­ar­innar innan lands og utan, bæði fær um og lík­leg­ur til að túlka mál­efni og menn­ingu þjóð­ar­innar af þekk­ingu, gjarnan af stolti en án oflæt­is. Ef þjóðin á í deilum á erlendum vett­vangi, sem for­seti tekur þátt í, er mik­il­vægt að for­seti og rík­is­stjórn tali einum munni. Sér­kenni­legt er að ut­an­rík­is­ráð­herra síð­ustu rík­is­stjórnar virð­ist telja það for­seta til tekna að hafa leynt og ljóst haldið fram annarri utan­rík­is­stefnu en rík­is­stjórnin hafð­i. Ætli starfs­menn utan­rík­is­þjón­ust­unnar hafi ekki haft nóg að gera að skýra fyr­ir­ ­stjórn­völdum ann­arra ríkja að for­set­inn réði ekki utan­rík­is­stefn­unni og gæt­i að­eins lýst per­sónu­legum skoð­unum sín­um?

Sú mann­eskja sem við kjósum til for­seta þarf að hafa mik­inn þroska og fjöl­þætta reynslu, þótt sú ­reynsla geti verið fengin við ólík störf og aðstæð­ur. Hún þarf að hafa sýnt ­getu til að fást við flókin við­fangs­efni og valda ábyrgð. Þjóðin þarf að vita eða geta kom­ist að raun um við hvaða gildi for­seta­fram­bjóð­andi hyggst miða ­störf sín. Þar nægja ekki yfir­lýs­ingar um áhuga á mál­efnum sem ekki eru á verk­sviði eða valdi for­set­ans.

Sann­ar­lega þarf for­set­i að vera sterkur ein­stak­ling­ur, af því að hlut­verk­inu fylgir mikil ábyrgð. For­set­i hefur áhrif með per­sónu­leika sín­um, orðum og gerð­um. En for­seti ætti ekki að ásælast ­meiri völd en stjórn­ar­skrá og hefðir afmarka, og þau völd sem for­set­inn hef­ur verður að fara vel með. Vit­an­lega gerir það engan óhæfan að hafa starfað í stjórn­mál­u­m. En sá sem kemur úr þeirri átt þarf eins og aðrir að sann­færa kjós­endur um heil­indi sín og óhlut­drægni, um hæfni til að hefja sig yfir flokka­drætti. For­set­i á að hvetja og sam­eina. Mýktin á að vera styrkur for­set­ans.

Höf­undur er eldri borg­ari.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None