Opið bréf til Sigmundar Davíðs

Mótmæli á Austurvell
Auglýsing

Kæri Sig­mund­ur,

Þetta er opið bréf frá okkur til þín.

Það skiptir engu máli að konan þín sé mold­rík. Hún mætt­i eiga pen­inga­geymi í anda Jóakims Aða­l­andar uppá Esj­unni án þess að það skipt­i ­máli. Stað­setn­ingin væru að vísu skrítin en fólk sem veit ekki aura sinna tal ­gerir oft sér­kenni­lega hluti. Við vitum allir að auð­æfi ykkar hjóna eru ekki á­stæðan fyrir því að fólk kallar eftir afsögn þinni og þú ættir að hætta að stilla þeim upp sem aðal­at­riði í þessu máli. Hags­munir hjóna eru ekki klippt­ir í sundur með laga­gern­ing­um. Þetta veistu vel, þó svo að þú reynir að halda öðru fram.

Auglýsing

Það má líka vel vera að þú hafir náð frá­bærum árangri í samn­ingum við kröfu­hafa föllnu bank­anna. Það breytir samt ekki þeirri stað­reynd að þú varst bull­andi van­hæfur í því máli. Jafn­vel þó svo að þú hefðir náð best­u ­samn­ingum í heimi varstu samt van­hæf­ur. Það er engin leið til að spinna þetta öðru­vísi. Við vitum það all­ir. Þeir sem hafa hags­muna að gæta beggja vegna ­samn­inga­borðs­ins eru van­hæfir, ef ekki í laga­legum skiln­ingi, þá í sið­ferði­leg­um. Punkt­ur.

Það skiptir líka litlu máli að þú skulir halda því fram allir skattir hafi verið greiddir af þessum auð­æf­um. Það er auð­vitað engin leið að stað­festa það held­ur, enda er það til­gangur skatta­skjóla að leyna eignum og kom­ast hjá skatt­greiðsl­u­m—og varla hægt að ætl­ast til þess af fólki að taka ein­ungis þín orð fyrir því, þegar traust á þér sjálfum liggur und­ir.Málið snýst um allt aðra hluti og til­raunir til að halda því fram að Tortóla sé ekki skatta­skjól eru í besta falli vand­ræða­leg­ar. Þetta veistu allt, enda temmi­lega klár náungi, og það gerir þig óheið­ar­legan í allri fram­komu í þessu ­máli. Þú hlýtur að sjá að þú hefur vondan mál­stað að verja og nú er mál að l­inni.

Þau atriði sem skipta máli eru frekar ein­föld og skýr þeg­ar öllu er á botn­inn hvolft:

1.    Aug­ljósir hags­muna­á­rekstr­ar: Það er ekki heið­ar­legt að ­leika tveimur skjöldum og íslenskir kjós­endur hefðu með réttu átt að fá að vita hvernig þú varst flæktur inn í mál­efni föllnu bank­anna áður en þeir kusu þig. Það er svo bíræf­inn hags­muna­á­rekstur að manni fall­ast bara hend­ur.

 

2.    Besti gjald­mið­ill í heimi: Þú hefur verið óþreyt­andi í að verja krón­una og verð­trygg­ing­una, og meira að segja gengið svo langt að ­kalla krón­una sterkasta gjald­miðil í heimi. Þú hefur talað um að það skipt­i ­máli að „trúa á Ísland“ og komst í veg fyrir að þjóðin gæti greitt atkvæði um að­ild að Evr­ópu­sam­band­inu.Það skýtur því svo­lítið skökku við að þú kjósir að geyma sparifé þitt, og það engar smá upp­hæð­ir, í erlendum gjald­eyri í skatta­skjóli utan­ gjald­eyr­is­haft­anna, meðan almenn­ingur þarf að not­ast við krónu í höft­um. Þetta er í besta falli algjör hræsni og tví­skinn­ung­ur—og skuldar þú þjóð­inni í að minnsta afsök­un­ar­beiðni fyrir þetta.

 

3.    Þú laugst blákalt: Í við­tal­inu í Kast­ljósi í gær laugstu upp í opið geðið á frétta­manni sænska rík­is­sjón­varps­ins í þrí­gang. ­Fyrst neit­að­irðu að hafa nokkurn tíma haft nokkur tengsl við aflands­fé­lög, því næst þóttistu ekki vita nákvæm­lega hvaða félag Wintris væri og hvernig þú tengd­ist því og loks þóttistu ekk­ert kann­ast við það að hafa selt kon­unni þinn­i ­þinn hlut í félag­inu.Síðan við­talið var tekið upp hef­urðu haft þrjár vikur til að leið­rétta lyg­ina og biðj­ast afsök­unar og reyna að bjarga þeirri litlu æru sem þú áttir eft­ir. Í stað­inn hef­urðu djöfl­ast áfram eins og naut í flagi, beitt félögum þínum fyr­ir­ ­þig og dregið allan flokk­inn og rík­is­stjórn­ina niður með þér. Þú hefur meira að ­segja logið því í við­tali við frétta­konu Stöðvar tvö að þú hafir ekki logið og ­þrætt fyrir það með veikum útúr­snún­ingum í ræðu­stól Alþing­is.Fyrir þetta allt ætt­irðu að segja af þér. Við getum ein­fald­lega ekki haft ó­heið­ar­legan mann á stóli for­sæt­is­ráð­herra.

4.    Málið hefur skaðað orð­spor Íslands: Almennt er það litið mjög alvar­legum augum í öðrum löndum að kjörnir full­trúar eigi fé falið í skatta­skjólum og er okkur nú skipað á bekk með glæpa­mönnum og leið­tog­um ­gjör­spilltra landa í heims­press­unni og er það félags­skapur sem við viljum ekki láta kenna okkur við.Þessi umfjöllun skaðar orð­spor og hags­muni Íslands og þó að þér kunni að f­inn­ast það ósann­gjarnt og allt byggt á mis­skiln­ingi, þá skiptir það engu máli. Hags­munir Íslands eiga að vega þyngra en þínir per­sónu­legu hags­mun­ir—og það eru ekki hags­munir Íslands að það sé almennt talið að for­sæt­is­ráð­herr­ann sé ­gjör­spilltur bófi og lyg­ari.

5.    Málið dregur úr trausti í sam­fé­lag­inu: Af þessum á­stæðum sem við höfum áður rak­ið, þá nýtur þú ekki lengur trausts sem ­for­sæt­is­ráð­herra. Það er mjög alvar­legt, því þegar rík­is­stjórn situr sem fólk lítur ekki á séu full­trúar þess, þá grefur það undan trausti á stofn­un­um ­sam­fé­lags­ins og lög­mæti rík­iss­stjórnar þinn­ar, ekki í laga­legum skiln­ing­i, heldur heim­speki­leg­um.Það er mjög skað­legt fyrir lýð­ræðið og ástæðan fyrir því að stjórn­mála­menn í löndum með sterka lýð­ræð­is­hefð stíga til hliðar þegar þeir njóta ekki leng­ur ­trausts, því emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra er stærra en nokkur mann­eskja.

Sýndu nú í verki að þú búir yfir nógu mik­illi auð­mýkt og og ­per­sónu­legum styrk til að setja hags­muni Íslands ofar þínum eigin og segðu af þér emb­ætti. Þér er ekki stætt á öðru. Það gæti kannski bjargað þinni póli­tísku ­arf­leifð og mann­orði líka.

Með kærri kveðju og umhyggju,

Ásgeir og Sig­geir

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jósep Ó.Blöndal
Uppsagnir – A la Sopranos
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flosi Þorgeirsson
Maður er nefndur Jack Parsons
Kjarninn 17. nóvember 2019
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flugvallarstjórn Kastrup braut eigin reglur
Á rúmu ári hafa fjórum sinnum komið upp á Kastrup flugvelli tilvik þar sem öryggi flugvéla, og farþega, hefði getað verið stefnt í voða. Flugvallarstjórninni sem er skylt að loka flugbrautinni samstundis þegar slíkt gerist aðhafðist ekkert.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Bára Halldórsdóttir
Klausturgate – ári síðar
Bára Halldórsdóttir hefur skipulagt málþing með það að markmiði að gefa þolendum „Klausturgate“ rödd og rými til að tjá sig og til þess að ræða Klausturmálið og eftirmál þess fyrir samfélagið.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None