7DM_6037_raw_0353.JPG
Auglýsing

David Camer­on, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, er nú lentur í vand­ræðum í Bret­landi, þar sem hann gaf ekki upp allar upp­lýs­ingar um sína per­sónu­legu hagi, þegar kemur að fjár­mál­um. Hann við­ur­kenndi í gær, að hafa hagn­ast af félagi sem skráð var á föður hans, Bla­ir­more Invest­ment Fund. Hagn­að­ur­inn nam 31.500 pund­um, eða sem nemur 5,5 millj­ónum króna. Félagið kemur fyrir í hinum svo­nefndu Panama­skjöl­um, og var aflands­fé­lag í skatta­skjóli. Cameron full­yrðir sjálf­ur, að skatt­greiðslur er tengd­ust honum hafi alla tíð verið í takt við lög í Bret­landi. Hann sleit form­lega á tengsl við félagið fjórum mán­uðum áður en hann tók við sem for­sæt­is­ráð­herra 2010. Tel­egraph, sem er við­ur­kennt og þekkt stuðn­ings­blað Íhalds­flokks­ins í rit­stjórn­ar­skrif­um, það er flokks Camer­on, er ekki ánægt með stöðu for­sæt­is­ráð­herr­ans og birti í gær afar gagn­rýnan pistil um stöðu hans. Aðeins nokkrum klukku­tímum eftir að Cameron við­ur­kenndi fyrr­nefnd atriði, var ljóst að þetta er orðið erf­ið­asta mál sem hann hefur staðið frammi fyrir sem for­sæt­is­ráð­herra, þegar orð­spor hans og trú­verð­ug­leiki, er ann­ars veg­ar. Þegar hefur komið fram krafa um að hann birti öll gögn um mál­ið. Það flækir síðan málin enn frekar að þær hörðu deilur sem nú geysa í Íhalds­flokkn­um, vegna kosn­inga um hvort Bret­land á að vera í Evr­ópu­sam­band­inu eða ekki, eru erf­iðar fyrir Cameron fyr­ir, og margir þeirra sem eru í fram­varða­sveit bar­átt­unnar fyrir því að Bret­land fari úr Evr­ópu­sam­band­inu, koma við sögu í Panama­skjöl­un­um. Cameron er meðal ann­ars gagn­rýndur fyrir að hafa þessi tengsl við félag í skatta­skjóli, og fyrir að hafa ekki gefið þessa hags­muni upp, á sama tíma og stjórn­mála­menn segja almenn­ingi að þeir séu að berj­ast gegn alþjóða­væddum aflandseyja­við­skiptum og skatta­skjól­u­m. For­vitni­legt verður að fylgj­ast með því hvernig þetta mál fer, ekki síst í ljósi þeirrar stöðu sem Bjarni Bene­dikts­son, efna­hags- og fjár­mála­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, er í hér á landi. Hann átti í félagi sem skráð var í þekktu skatta­skjóli, en það eitt, að hafa slík tengsl, þykir hneyksli á alþjóða­vett­vangi. Á því hafa íslenskir stjórna­mála­menn ekki áttað sig, fyrr en hugs­an­lega núna, þegar þeir hafa verið á for­síðum allra útbreidd­ustu dag­blaða hins vest­ræna heims í nokkra daga, og stans­laust til umræðu í sjón­varpi og á net­inu.Bjarni er yfir­ráð­herra skatta­mála og skatt­rann­sókna. Aug­ljós­lega þarf hann að leggja fram öll gögn um mál sín, skatta- og eigna­yf­ir­lit, mörg ár aftur í tím­ann, til þess að svara því sem kallað er eft­ir. Hann getur ekki ein­hliða matað fjöl­miðla með upp­lýs­ing­um, eftir það sem á undan er geng­ið. Málið er þegar orðið of alvar­legt.Gott væri líka að hann legði fram yfir­lit yfir fjár­magns­hreyf­ing­arnar seinnipart árs 2009, sem hann tal­aði um sjálfur í við­tali við Kast­ljós. Almenn­ingur skilur þetta vænt­an­lega illa, enda hefur hann verið með sinn sparnað bak við lög­bundin fjár­magns­höft frá því í nóv­em­ber 2008. Seðla­bank­inn setti reglur 30. októ­ber 2009, til að hindra að það væri hægt að taka „hring­inn“ á aflands­mark­aðnum með krón­una. Þegar þessar upp­lýs­ingar verða teknar sam­an, þá mætti fylgja nákvæmt yfir­lit yfir gengi krón­unn­ar, ef um gjald­eyr­is­við­skipti er að ræða, og tíma­setn­ingar við­skipta, svo það sé alveg öruggt að hann hafi ekki verið að hagn­ast á aflands­gengi krón­unn­ar. Mik­il­vægt er að Bjarni sjálfur átti sig á því, að þessa spurn­ingar eru algjör­lega sjálf­sagð­ar, og hann einn getur upp­lýst um málið og eytt óvissu. Og um leið byggt upp trú­verð­ug­leika sinn á nýjan leik. Ef ekk­ert er óeðli­legt við þessi fjár­mál hans, þá er ekk­ert að ótt­ast.

Hægt er að fylgj­ast með atburðum dags­ins hér í beinni.

Einar Óli – „Mind like a maze“
Húsvíkingur safnar fyrir sinni fyrstu plötu.
Kjarninn 21. júlí 2019
Eigið fé Síldarvinnslunnar 42 milljarðar króna
Hagnaður Síldarvinnslunnar jókst í fyrra frá árinu á undan, um 21 prósent. Hagnaðurinn var 4,1 milljarður króna.
Kjarninn 21. júlí 2019
Bókasafn framtíðarinnar
Hundrað handrit eftir hundrað af þekkustu rithöfundum samtímans verða geymd í Bókasafni framtíðarinnar í hundrað ár.
Kjarninn 21. júlí 2019
Umdeild græn skírteini skila 850 milljónum í hagnað á ári
Upprunaábyrgð raforku, eða svokölluð græn skírteini, hefur verið hampað sem ein af lykilstoðunum í baráttunni við loftslagsbreytingar og lastað sem aflátsbréf í loftslagsmálum.
Kjarninn 21. júlí 2019
Hundruð milljarða til að verjast sjónum
Vegna hækkandi sjávarborðs þurfa Danir að eyða milljörðum til að koma í veg fyrir að sjórinn leggi undir sig stórt landsvæði.
Kjarninn 21. júlí 2019
Kristbjörn Árnason
Peningaelítan á í heiftugri baráttu um völdin á fjármálakerfinu
Kjarninn 20. júlí 2019
Rafbílasala heldur áfram að aukast
Hreinir rafmagnsbílar, tengiltvinnbílar og hybrid bílar voru 22 prósent af heildar fólksbílasölu fyrstu sex mánuði ársins. Ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að árið 2030 verði 100.000 skráðir rafbílar og önnur vistvæn ökutæki hér á landi.
Kjarninn 20. júlí 2019
Össur kaupir fyrirtæki í Detroit
Markaðsvirði Össurnar hefur aukist mikið að undanförnu en félagið er skráð á markað í Kaupmannahöfn.
Kjarninn 20. júlí 2019
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None