7DM_6037_raw_0353.JPG
Auglýsing

David Camer­on, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, er nú lentur í vand­ræðum í Bret­landi, þar sem hann gaf ekki upp allar upp­lýs­ingar um sína per­sónu­legu hagi, þegar kemur að fjár­mál­um. Hann við­ur­kenndi í gær, að hafa hagn­ast af félagi sem skráð var á föður hans, Bla­ir­more Invest­ment Fund. Hagn­að­ur­inn nam 31.500 pund­um, eða sem nemur 5,5 millj­ónum króna. Félagið kemur fyrir í hinum svo­nefndu Panama­skjöl­um, og var aflands­fé­lag í skatta­skjóli. Cameron full­yrðir sjálf­ur, að skatt­greiðslur er tengd­ust honum hafi alla tíð verið í takt við lög í Bret­landi. Hann sleit form­lega á tengsl við félagið fjórum mán­uðum áður en hann tók við sem for­sæt­is­ráð­herra 2010. Tel­egraph, sem er við­ur­kennt og þekkt stuðn­ings­blað Íhalds­flokks­ins í rit­stjórn­ar­skrif­um, það er flokks Camer­on, er ekki ánægt með stöðu for­sæt­is­ráð­herr­ans og birti í gær afar gagn­rýnan pistil um stöðu hans. Aðeins nokkrum klukku­tímum eftir að Cameron við­ur­kenndi fyrr­nefnd atriði, var ljóst að þetta er orðið erf­ið­asta mál sem hann hefur staðið frammi fyrir sem for­sæt­is­ráð­herra, þegar orð­spor hans og trú­verð­ug­leiki, er ann­ars veg­ar. Þegar hefur komið fram krafa um að hann birti öll gögn um mál­ið. Það flækir síðan málin enn frekar að þær hörðu deilur sem nú geysa í Íhalds­flokkn­um, vegna kosn­inga um hvort Bret­land á að vera í Evr­ópu­sam­band­inu eða ekki, eru erf­iðar fyrir Cameron fyr­ir, og margir þeirra sem eru í fram­varða­sveit bar­átt­unnar fyrir því að Bret­land fari úr Evr­ópu­sam­band­inu, koma við sögu í Panama­skjöl­un­um. Cameron er meðal ann­ars gagn­rýndur fyrir að hafa þessi tengsl við félag í skatta­skjóli, og fyrir að hafa ekki gefið þessa hags­muni upp, á sama tíma og stjórn­mála­menn segja almenn­ingi að þeir séu að berj­ast gegn alþjóða­væddum aflandseyja­við­skiptum og skatta­skjól­u­m. For­vitni­legt verður að fylgj­ast með því hvernig þetta mál fer, ekki síst í ljósi þeirrar stöðu sem Bjarni Bene­dikts­son, efna­hags- og fjár­mála­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, er í hér á landi. Hann átti í félagi sem skráð var í þekktu skatta­skjóli, en það eitt, að hafa slík tengsl, þykir hneyksli á alþjóða­vett­vangi. Á því hafa íslenskir stjórna­mála­menn ekki áttað sig, fyrr en hugs­an­lega núna, þegar þeir hafa verið á for­síðum allra útbreidd­ustu dag­blaða hins vest­ræna heims í nokkra daga, og stans­laust til umræðu í sjón­varpi og á net­inu.Bjarni er yfir­ráð­herra skatta­mála og skatt­rann­sókna. Aug­ljós­lega þarf hann að leggja fram öll gögn um mál sín, skatta- og eigna­yf­ir­lit, mörg ár aftur í tím­ann, til þess að svara því sem kallað er eft­ir. Hann getur ekki ein­hliða matað fjöl­miðla með upp­lýs­ing­um, eftir það sem á undan er geng­ið. Málið er þegar orðið of alvar­legt.Gott væri líka að hann legði fram yfir­lit yfir fjár­magns­hreyf­ing­arnar seinnipart árs 2009, sem hann tal­aði um sjálfur í við­tali við Kast­ljós. Almenn­ingur skilur þetta vænt­an­lega illa, enda hefur hann verið með sinn sparnað bak við lög­bundin fjár­magns­höft frá því í nóv­em­ber 2008. Seðla­bank­inn setti reglur 30. októ­ber 2009, til að hindra að það væri hægt að taka „hring­inn“ á aflands­mark­aðnum með krón­una. Þegar þessar upp­lýs­ingar verða teknar sam­an, þá mætti fylgja nákvæmt yfir­lit yfir gengi krón­unn­ar, ef um gjald­eyr­is­við­skipti er að ræða, og tíma­setn­ingar við­skipta, svo það sé alveg öruggt að hann hafi ekki verið að hagn­ast á aflands­gengi krón­unn­ar. Mik­il­vægt er að Bjarni sjálfur átti sig á því, að þessa spurn­ingar eru algjör­lega sjálf­sagð­ar, og hann einn getur upp­lýst um málið og eytt óvissu. Og um leið byggt upp trú­verð­ug­leika sinn á nýjan leik. Ef ekk­ert er óeðli­legt við þessi fjár­mál hans, þá er ekk­ert að ótt­ast.

Hægt er að fylgj­ast með atburðum dags­ins hér í beinni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None