Vikið var að því í gær, á þessum vettvangi, að Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, þyrfti að birta öll gögn um viðskipti sín, meðal annars þau sem tengjast aflandsfélagi, til þess að skapa traust á honum sem stjórnmálamanni. Ef það er ekkert óeðlilegt við gögnin, skattaskýrslur þar á meðal, þá er ekkert að óttast.
Nákvæmlega þetta hefur David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, nú ákveðið að gera. Hann ætlar að birta allar skattaskýrslur sína og fleira til, um sex ár aftur í tímann, til þess að reyna að skapa meira traust á honum sem stjórnmálamanni. Hann er undir pressu eftir að það komst upp, að hann hagnaðist um 31.500 pund, um 5,5 milljónir króna, á aflandsfélagi.
Verður Bjarni ekki að gera það sama og Cameron hefur ákveðið að gera?