Endurskilgreinum árangur í viðskiptum

Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi.
Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi.
Auglýsing

Ég hef lengi verið á þeirri skoðun að til­gangur fyr­ir­tækja sé ekki ein­ungis að skapa arð fyrir hlut­hafa og hef fylgst áhuga­söm með fyr­ir­tækjum og leið­togum sem eru sama sinn­is. Síð­ustu dagar hafa styrkt mig enn frekar í þeirri trú að nauð­syn­legt sé að end­ur­skil­greina árangur í við­skipt­u­m. 

Á náms­árum mínum las ég bók­ina Byggt til að end­ast (Built to Last) eftir Jim Coll­ins og Jerry Porras. Nið­ur­stöður lang­tíma­rann­sókna höf­unda sýndu að fram­úr­skar­andi fyr­ir­tæki (þau sem skil­uðu umtals­vert hærri arði til lengri tíma lit­ið) eiga það sam­eig­in­legt að hafa skýra hug­mynda­fræði og til­gang umfram fjár­hags­legan arð. Þessi bók er af mörgum talin ein áhrifa­mesta við­skipta­bók okkar tíma og Jim Coll­ins er stundum líkt við rokk­stjörnu rekstr­ar­hag­fræði­nema. Hann nýtti hagnað sinn af þess­ari vin­sælu bók til að setja á stofn rann­sókn­ar­setur í Colorado fylki Banda­ríkj­anna þar sem hann heldur áfram að skoða leiðir til lang­tíma­ár­ang­ur­s. 

Þó vissu­lega megi finna þess mörg dæmi að fyr­ir­tæki og leið­togar þeirra láti nið­ur­stöður Coll­ins sem vind um eyrun þjóta, sjást nú í vax­andi mæli merki um að fyr­ir­tæki séu að end­ur­skil­greina við­horf sín til árang­urs. Árið 2007 fór af stað hreyf­ing í Banda­ríkj­unum sem hefur það mark­mið að hvetja fyr­ir­tæki til að skila þre­faldri rekstr­ar­nið­ur­stöðu (Triple Bottom Line: Profit – People – Planet). Fyr­ir­tækið B Lab var stofnað sama ár og sér um að votta þau fyr­ir­tæki sem velja sér til­gang umfram fjár­hags­legan arð. B fyr­ir­tæki láta það ekki duga að sinna til­fallandi sam­fé­lags­legum verk­efnum heldur inn­lima sam­fé­lags­lega- og umhverf­is­lega ábyrgð í til­gang og sam­þykktir félags­ins og starfa sam­kvæmt skýrum leik­regl­um. Vottuð fyr­ir­tæki þurfa að upp­fylla skýra staðla og frammi­staða þeirra hvað varðar sam­fé­lags­legan- og umhverf­is­legan arð er jafn gagnsæ og fjár­hags­leg frammi­staða þeirra. 

Auglýsing

Í dag starfa um 1500 vottuð B fyr­ir­tæki um allan heim, í 130 starfs­greinum og 42 lönd­um. Þeirra á meðal eru fram­úr­skar­andi fyr­ir­tæki eins og Pata­gonia og Ben & Jerry’s en bæði fyr­ir­tæki fóru frá upp­hafi ótroðnar og skemmti­legar slóðir í sínum fyr­ir­tækja­rekstri. Nýlega hlaut tísku­fyr­ir­tækið Eileen Fis­her einnig vottun sem B fyr­ir­tæki en stofn­andi þessi fyr­ir­tækis hefur í þrjá ára­tugi sett aukna sjálf­bærni og sam­fé­lags­lega ábyrgð á odd­inn í sínum rekstri. Hún lítur á vott­un­ina sem mik­il­vægt skref til að und­ir­strika það mark­mið fyr­ir­tæk­is­ins að vera leið­andi afl jákvæðra breyt­inga í fata­brans­an­um.

Frum­kvöðlar og leið­togar sem aðhyll­ast þre­falda rekstr­ar­nið­ur­stöðu segja að þessi nálgun í við­skiptum beri af sér auk­inn ávöxt, sér í lagi þegar horft er til lengri tíma. Mark­aðs­lega skilar þetta auk­inni tryggð við vörur þeirra og þjón­ustu og auð­veld­ara er að laða að og halda í hæfi­leik­a­ríkt starfs­fólk. Slík fyr­ir­tæki hafna alræði fjár­festa sem hugsa til skemmri tíma og kjósa að horfa til lengri tíma og til allra hags­muna­að­ila. Sem betur fer er slíkt hug­rekki einnig sýni­legt á meðal leið­toga stór­fyr­ir­tækja en þar fer þessi miss­erin fremst í flokki for­stjóri Uni­lever. Paul Polman tók við stjórn­taumunum í Uni­lever í kjöl­far efna­hags­hruns­ins, árið 2009. Hans fyrsta verk var að segja hlut­höfum sínum að þeir myndu ekki fá árs­fjórð­ungs­legar skýrslur því hann ætl­aði að horfa til lengri tíma. Frá þeim degi hefur hann sagt að verð­mæta­sköpun Uni­lever verði byggð á auknu jafn­rétti og sjálf­bærn­i. 

Hug­rakkir leið­togar eins og Eileen Fis­her og Paul Polman skipta sköp­um, ekki bara fyrir sín fyr­ir­tæki heldur fyrir allt sam­fé­lag­ið. Til­gangur þeirra er að end­ur­skil­greina árangur í við­skipt­um, því hvaða leið­togi getur verið stoltur af árangri sem kemur á kostnað sam­fé­lags og/eða umhverf­is? Ég fagna auk­inni umræðu um sam­fé­lags­lega ábyrgð fyr­ir­tækja og hvet frum­kvöðla og leið­toga við­skipta­lífs­ins til að end­ur­skil­greina árangur í við­skiptum og end­ur­heimta þannig það traust sem við­skipti þurfa að njóta.

Höf­undur er rekstr­ar­hag­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None