Allt bendir til þess að mál Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar, sem hefur sagt af sér sem forsætisráðherra og er í leyfi frá þingstörfum, muni draga dilk á eftir sér fyrir stjórnmálin í landinu.
Ennþá hafa hvorki Sigmundur Davíð né Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, gert hreint fyrir sínum dyrum með því að birta öll gögnum fjármál sín og viðskipti. Það er óhjákvæmilegt að þeir geri það, ef þeir vilja endurheimta traust og eyða tortryggni, ekki síst innan eigin flokka.
Ef það er ekkert athugavert við stöðuna hjá þeim, þá er ekkert að óttast.
Það sem Alþingi þarf að gera hið fyrsta, er að breyta hagsmunaskráningu Alþingismanna, þannig að allir kjörnir fulltrúar þurfi að gera grein fyrir fjármálum sínum og fjárfestingum framvegis. Það er góð leið til að endurheimta traust sem hefur glatast.
Einfalt og áhrifamikið, allt upp á borð.