Sjúkrahúsið í Svartaskógi

Auglýsing

Dregið er frá glugg­anum á sjúkra­stof­unn­i.  Sólin glampar á vatn­inu og golan leikur við lauf­blöð trjánna.  Að utan berst lykt af nýslegnu grasi og fugl­arnir ham­ast við að tína ormana úr gras­inu upp í hreiðr­in til ung­anna sinna.  „Ynd­is­legur dag­ur, hvernig hef­urðu það í dag?“  „Dokt­or Klopp kemur fljót­lega og ræðir við þig“ segir dökk­hærði mynd­ar­legi sjúkra­lið­inn við sjúk­ling­inn um leið og hann gengur út úr her­berg­in­u.  Þetta verður enn einn dásam­legi dag­ur­inn í Svarta­skógi.

Er þetta lýs­ing á háskóla­sjúkra­hús­i?  Nei, þetta er róm­an­tísk lýs­ing á heilsu­hæl­i úti í sveit sem hefur akkúrat ekk­ert með nútíma háskóla­sjúkra­hús að gera. Á nú­tíma háskóla­sjúkra­húsi er ekki gert ráð fyrir lang­legu­sjúk­lingum nema í und­an­tekn­inga­til­fell­u­m.  Flestir fara heim sam­dæg­urs eða dag­inn eftir aðgerð. Ég veit ekki hvort að sá hópur manna ­sem und­an­farnar vikur hefur talað hvað hæst fyrir nýjum spít­ala á Víf­il­stöð­u­m er svona róm­an­tískur í eðli sínu eða hrein­lega nennir ekki að hafa fyr­ir, vill ekki eða getur ekki kynnt sér stað­reyndir máls­ins.  Í mál­flutn­ingi hóps sem kallar sig „Betri spít­ala á betri stað“, rek­ur líka hver stað­reynda­villan aðra.

Víf­il­staða­spít­ali er versti kost­ur­inn

Vegna umræðu um spít­ala á Víf­il­stöð­um, gerði ég leit í um­ræðum á net­in­u.  Ég fann ótal dæmi þar ­sem nafn­greint fólk hélt því blákalt fram að aldrei hefði verið gerð könnun á Vífi­stöðum sem val­kost i fyrir spít­ala.  ­Stjórn­endur umræðu­síð­anna höfðu ekki fyrir því að leið­rétta við­kom­and­i, þótt að sumir þeirra vissu miklu bet­ur.  ­Sam­tök um „Betri spít­ala á betri stað“ vita líka alveg að stað­setn­ing á Víf­il­stöðum fellir öll þeirra rök um stað­ar­val, mið­punkt höf­uð­borg­ar, ­kostn­að­ar­út­reikn­inga  og aðgeng­i/fjar­lægð að spít­al­an­um.  Þeim virð­ist því mið­ur­ ­mest í mun að koma í veg fyrir að byggt verði við Hring­braut sama hvaða með­ul­u­m þurfi að beita.  Stað­setn­ing Víf­il­staða­spít­ala var m.a. könnuð 2001 af White arki­tektum.  Þeim kosti var ein­fald­lega ýtt út af borð­inu sem þeim versta af eft­ir­far­andi ástæðum (eins og lesa má í þeirri skýrslu bls. 42-45):

Auglýsing

A. Ein­angr­aður frá byggð af stórri umferð­ar­æð.  Þeir sem koma á spít­al­ann þyrftu flestir að koma með bíl eða strætó.  Lengst að fara ­fyrir meiri­hluta íbúa höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

B. Fjar­lægð frá háskól­anum eru 10 kíló­metrar og því of lang­t til að hægt sé að halda uppi beinum tengslum þar á milli.  Því yrði að byggja upp háskóla­bygg­ingar á svæð­inu fyrir alla spít­ala­tengda kennslu og mynda ein­angr­aðan „campus“ vegna þessa.

Kost­ur­inn var hins vegar að nóg bygg­ing­ar­land er til stað­ar­ bæði fyrir spít­ala og háskóla­bygg­ing­ar.  Jú og það er fal­leg nátt­úra með útsýni, vatni, kjarri, fuglum og grasi.

Tveir kostir standa þá eft­ir:

1. Í námunda við Elliða­vog, sem miðað við íbúa­sam­setn­ing­u ætti að vera ca. miðja höf­uð­borg­ar­innar skv. „Betri spít­ala á betri stað“ og því „lang­hag­kvæm­ast“ m.t.t. aðgengis og ferða.

2. Við Hring­braut.

Hvað er góð­ur­ ­spít­ali?

Sjúk­lingur sem hefur fundið fyrir sér­kenni­legum verk und­an­farið er vísað af heim­il­is­lækni til rann­sóknar niður á Land­spít­ala. Hann ­fær bréf heim til sín frá Land­spít­ala þar sem honum er til­kynnt að hann eigi að ­mæta fastandi þann 10. maí klukkan 10:10.  Hann er að sjálf­sögðu áhyggju­fullur og vill helst fá að ljúka ­rann­sókn­inni af sem fyrst, ekki bíða í margar vik­ur.

Skiptir það þennan ein­stak­ling mestu máli hvernig aðgeng­i bíla­um­ferðar að spít­al­anum er, eða hvort hann er í rólegu nátt­úr­vænu umhverf­i? ­Nei, það sem skiptir hann mestu máli er að fá úrlausn sinna mála á sem bestan og fag­leg­astan hátt.  Ef við­kom­andi væri staddur í landi með ofgnótt spít­ala í kringum sig, myndi hann þá spyrja hvert ­styst væri að keyra eða hvar útsýnið væri best?  ­Nei hann myndi spyrja hvar eru mestar líkur á að ég fái best­u ­grein­ing­una og bestu með­ferð­ina við því sem hrjáir mig.  Og svarið er í lang­flestum til­fell­um, á há­skóla­sjúkra­húsi með nánar teng­ingar við háskóla­starf­semi, rann­sóknir og ný­sköp­un. Þar verða til suðu­pottar hug­mynda, tækni­fram­fara,  ný­sköp­unar og nýrra með­ferða­úr­ræða sem kem­ur allri þjóð­inni til góða.  Þeir sem ekki hafa starfað í slíku umhverfi virð­ast eiga afskap­lega erfitt með að skilja hversu mik­il­væg náin tengsl spít­ala, háskóla, rann­sókna og nýsköp­unar eru. ­Jafn­framt geta skap­ast ótrú­lega mikil verð­mæti úr sprotum sem vaxa og dafna af slíkum rót­um. Lausnir á klínískum vanda­málum eru sífellt að verða verð­mæt­ari og verð­mæt­ari.  Ætlum við að fórna því á alt­ari bíla­um­ferð­ar, sem eins og kemur fram síðar er ekki meira vanda­mál þar en ann­ars stað­ar?

Með því að fara yfir þá spít­ala í Banda­ríkj­unum og Evr­ópu ­sem telj­ast bestu spít­al­arnir með til­liti til grein­ing­ar, með­ferðar og allra þeirra mæli­kvarða sem not­aðir eru til að meta gæði spít­ala, kemur í ljós að lang­flestir þeirra hafa háskóla, rann­sóknir og nýsköpun í nærum­hverf­i sín­u.  Það er að sjálf­sögðu hægt að finna ­dæmi um annað en þau dæmi eru und­an­tekn­ing.

Á einni af síðum „Betri spít­ala á betri stað“ er talað um nýja spít­al­ann sem verið er að byggja í Óðins­vé­um.  Hann er dæmi um glæsi­legan spít­ala sem ver­ið er að byggja á auðu landi rétt utan við borg.  ­Segir þetta alla sög­una?  Nei, á svæð­inu er nefni­lega líka Sydd­ansk háskól­inn og Cor­tex Park, sem verða ­vís­inda­garðar með rann­sókn­ir, þróun og nýsköpun að leið­ar­ljósi auk þess sem ­gert er ráð fyrir aðstöðu fyrir sprota­fyr­ir­tæki á svæð­inu.

Á face­book síðu sömu sam­taka er dæmi um háskóla­sjúkra­hús utan byggðar í London Ont­ario, Kanada án þess að háskóli sé á svæð­in­u.  Þetta eru rang­færslur bæði hvað varð­ar­ há­skóla­sjúkra­húsið og hvað varðar fjölda íbúa sem sjúkra­húsið þjón­ar. Há­skóla­sjúkra­húsið í London Ont­ario er við hlið­ina á háskól­anum og sjúkra­hús­ið ­sem er á mynd­inni þjónar 1,5 millj­óna manna umhverfi skv. heima­síð­u þeirra.  Þrátt fyrir að þeim hafi ver­ið bent á þetta kusu stjórn­endur síð­unnar að halda rang­færsl­unum inni þannig að þeir sem skoða síð­una án þess að skrá sig inn á face­book sjá bara rang­færsl­urn­ar(­mynd 1, tekin þann 14. apríl 2016).

Stærsta háskólasjúkrahúsið í London.Í öllum nágranna­löndum okkar er fjöldi spít­ala með háskóla í næsta nágrenni.  Ekki all­ir, enda þurfa ekki allir spít­alar að verða háskóla­sjúkra­hús og hjá millj­óna þjóðum er hægt að ­búa til fjölda suðu­potta nýsköp­un­ar, rann­sókna og þró­un­ar.  En í þrjú­hund­ruðog­þrjá­tíu­þús­und manna eyja­sam­fé­lagi ættum við að minnsta kosti að hafa nógu mikið bein í nef­inu til að ­geta haft eitt alvöru háskóla­sjúkra­hús í nánum tengslum við háskóla, rann­sókn­ir og nýsköp­un.

Aðgengi að spít­al­an­um:

A) Sjúkra­bíl­ar.

Því hefur verið haldið fram aftur og aftur af and­stæð­ing­um ­upp­bygg­ingar við Hring­braut að ferðir sjúkra­bíla að sam­ein­uðum Land­spít­ala á Hring­braut verði 100 ferðir á dag og 200 í topp­um.  Þessi tala hefur síðan verið tekin upp gagn­rýn­is­laust af hverjum speku­lant­inum á fætur öðr­um. Nú síð­ast birt­ist hún í kosn­inga­kerf­i P­írata sem ein af rök­semd­unum fyrir því að hefja nýtt stað­ar­val fyr­ir­ ­spít­al­ann. Hvaðan kom eig­in­lega þessi tala? Hún er alger þvætt­ingur og er ein­göngu til að blekkja þá sem ekki vita eða hafa ekki tæki­færi til að kynna ­sér mál­ið.  Ég hafði sam­band við ­Slökkvi­lið Höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og bað um upp­lýs­ingar um ferðir sjúkra­bíla á ár­inu 2015, ferðir sem end­uðu við Foss­vog eða Hring­braut.  Þar sem vik­urnar eru tals­vert breyti­leg­ar á­kvað starfs­maður Slökkvi­liðs­ins að senda mér dæmi um tvær mis­mun­andi vikur þar ­sem akstur sjúkra­bíla er flokk­aður eftir for­gangsakstri eða pönt­uðum ferðum í vikum 10 og 25 (tafla 1).

Akstur sjúkrabíla flokkaður eftir forgangsakstri eða pöntuðum ferðum.Í ljós kemur að ferðir sjúkra­bíla í for­gangsakstri (F1 og F2) eru sam­tals 139 fyrri vik­una og 112 seinni vik­una eða 18 ferðir á dag.  Þær eru reyndar fleiri um helgar en á virk­um ­dög­um.  Þetta er for­gangsakstur á slys­stað með enda­stöð á Hring­braut eða Foss­vogi hvort sem um var að ræða ­for­gangsakstur frá slys­stað niður á spít­ala eða ekki.  Eins og allir vita er for­gangsakstur á slys­stað það sem skiptir höf­uð­máli og í mörgum til­fellum þegar t.d. um árekst­ur er að ræða er ástand far­þega kannað en sjúkra­bíll­inn þarf sem betur fer oft­ast ekki að keyra í for­gangsakstri niður á spít­ala. Aðrar ferðir (F3 og F4) eru pant­að­ar­ ­ferðir með sjúk­linga, oft á tíðum milli Hring­brautar og Foss­vogs svo þeim mun ­fækka enn frekar við sam­ein­ingu spít­al­ana við Hring­braut.  Ferðir sjúkra­bíla eru því sam­tals 431 fyrri vik­una og 408 seinni vik­una.  Þetta ger­a að með­al­tali 60 ferðir á dag (ekki 100 ferðir með 200 í topp­um!) og langstærstur hluti þeirra ferða eru pant­aðar og fara ekki fram á háanna­tíma. Þessi ýkti fjöldi næst ekki einu sinni þótt ferð að spít­al­anum sé talin sem ein ­ferð og ferð frá spít­al­anum sem önn­ur.

B) Fjöldi ferða (til og frá spít­al­an­um), starfs­menn, nemar, ­gestir og sjúk­ling­ar.

Hér er annað dæmi um hvernig hægt er að nota tölur til­ blekk­inga og mis­skiln­ings.  Til að meta ­um­ferð­ar­þunga að og frá spít­al­anum er hægt að nota reikni­jöfn­ur.  Þær jöfnur nota mis­mun­andi marg­feld­is­stuðla eftir því hvernig hús­næðið er flokkað til að fá fram áætlun miðað við fjölda ­starfs­manna, sjúk­linga o.s.frv.  Þessar töl­ur ­geta hæg­lega rokkað til og frá um nokkur þús­und ferðir allt eftir hvaða stuð­ull er not­að­ur.  En það er líka hægt að telja ­ferðir við núver­andi ástand. En sam­tök um betri spít­ala á betri stað hafa ekki á­hyggjur af þess háttar rugli og tala á face­book síðu sinni 26. apríl 2015 um 18.000 ferðir á dag eða sam­tals 36.000 ferðir fram og til baka (Mynd 2). Á sömu síðu er talað enn einu sinni um 100-200 ferðir sjúkra­bíla á dag. Til sam­an­burðar má svo taka mat á fjölda ferða sem KPMG gerði og gerir ráð ­fyrir rúm­lega 8000 bíl­ferðum til og frá spít­al­anum á dag.  Þar kemur jafn­framt fram að það skiptir ekki ­máli fyrir vega­lengdir starfs­fólks spít­al­ans hvort spít­al­inn verður við Hring­braut eða Sæv­ar­höfða. Þar er miðað við raun­veru­lega búsetu starfs­manna.  Þar kvarn­ast enn einu sinni upp úr hag­kvæm­is­út­reikn­ing­um við Sæv­ar­höfða.Ekki veit ég hvort róm­an­tíska fólkið sem horfði á Sjúkra­húsið í Svarta­skógi horfir líka á Bráða­mót­tök­una (ER) eða önn­ur bráða­mót­töku­sjúkra­hús­drama og fær þaðan ein­hverjar rang­hug­myndir um það að flestir sjúk­lingar spít­al­ans þurfi að kom­ast sem hrað­ast og auð­veld­ast niður á bráða­mót­töku milli átta og níu á morgn­anna.  Á bráða­mót­tökur spít­al­ans koma um 100 þús­und ­manns á ári eða 275-300 á dag að með­al­tali á öllum tímum sól­ar­hrings.  Hluti þess­ara ein­stak­linga kemur þangað vegna þess að heilsu­gæslu­kerfið er í algjörum molum og er ekki fært um að sinna þeim til­fellum sem það ætti með réttu að sinna. Á dag- og göngu­deildir koma hins vegar 300 þús­und manns á ári eða tæp­lega 1100-1200 hvern virkan dag (að með­al­tali). Þess­ir ein­stak­lingar koma lika á öllum tímum dags, ein­ungis brot þeirra kemur milli 8 og 9 á morgn­anna.  (þessar tölur eru ­fengnar úr árskýrslu LSH fyrir 2014).  Ég bað því upp­lýs­inga­svið LSH að senda mér upp­lýs­ingar um fjölda þeirra sem koma á bráða­mót­töku LSH í vikum 10 og 25 árið 2015 og tíma­dreif­ingu þeirra fyrir hvern dag. Þar inni eru allar komur, hjarta­gátt, kvenna­deild, fæð­ing­ar­deild, með­göng­u- og sæng­ur­legu­deild, Hreiðrið, bráða­mót­taka barna, bráða­mót­taka geð­deildar og al­menn bráða­mót­taka í Foss­vogi og Hring­braut. Er ein­hver sér­stakur álags­punkt­ur milli 8 og 9 á morgn­anna miðað við aðra tíma dags? Nei og raunar er það svo að ­mesta álagið á virkum dögum er milli 10 og 17 (mynd 3).

Meðaltals fjöldi koma á virkum dögum fyrir vikur 10 og 25 árið 2015

Hvar er ­um­ferð­ar­vand­inn?

Þegar þessi grein er skrifuð þann 15. apríl 2016 hef­ur ­dregið úr morg­un- og eft­ir­mið­dags­um­ferð við Hring­braut og á eftir að gera það enn frekar í næstu viku. Það er vegna þess að kennslu við háskól­ana er að ljúka og komið er að próf­um.  Umferðin að Hring­braut tekur aftur að þyngj­ast eftir miðjan ágúst þegar skólar hefj­ast að nýju.  Það tekur mig núna ein­ungis 5-7 mín­útur að keyra frá Síðu­múla og niður að Lækna­garði eftir Miklu­braut um 8 leyt­ið.  Tekur mig raunar ekki nema 10-12 mín­útur við verstu aðstæður að vetri til. Það er nú öll umferð­ar­tepp­an.  Á sama tíma er neyð­ar­brautin á Miklu­braut sem liggur alveg frá Ártúns­brekku að Löngu­hlíð alltaf auð og opin fyrir sjúkra­bíla ­sem þurfa að kom­ast með hraði niður á Hring­braut.  Það vita það allir sem vilja vita að með nýrri ­sam­göngu­mið­stöð í Vatns­mýr­inni (hjá BSÍ) og með gjald­töku á bíla­stæðum HÍ og HR má auð­veld­lega fækka bílaum­ferð mun meira en sem nemur þeirri aukn­ingu sem verður þegar restin af starf­semi spít­al­ans flyst í nýjar bygg­ingar við Hring­braut.  Starfs­menn spít­al­ans eru ­mættir í vinnu fyrir átta eða áður en umferð­ar­þung­inn byrj­ar.  Umferð verður ekki vanda­mál í aðgengi að ­spít­al­anum og íbúar stórra borga myndu hlæja að okkur fyrir að tala um 10-20 mín­útur í umferð sem umferð­ar­teppu. Það er þó styttri tími en það tek­ur“ ­með­al­tals­höf­uð­borg­ar­bú­ann“ að keyra upp á Víf­il­staði!

Háskóla­sjúkra­hús og ný­sköpun

Þeir sem ætla að halda því fram að háskóla­sjúkra­hús þurf­i ekki háskóla nálægt sér, þurfa að færa sterk­ari rök fyrir máli sínu heldur en að það skipti bara ekki máli.  Hér að neðan eru fjögur dæmi um nýlega fyr­ir­lestra sem starfs­fólk spít­al­ans og HÍ og HR (lækn­ar, líf­fræð­ing­ar, lifeinda­fræð­ing­ar, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar, verk­fræð­ing­ar, ­nemar o.s.frv) mættu á og fengu þar tæki­færi til að fræðast, íhuga, ræða saman og fá nýjar hug­mynd­ir. Margir fyr­ir­lestrar eru haldnir í hádeg­inu svo starfs­fólk hafi tæki­færi til að „eyða“ hádeg­is­matnum sínum í að læra meira. Já við erum nördar! Þetta myndi aldrei ganga upp ef spít­al­inn væri settur við Sæv­ar­höfða eða Víf­il­stað­i.  Með því að færa ­spít­al­ann „eitt­hvað ann­að“ er m.a. verið að eyði­leggja þessi tæki­færi nýsköp­un­ar.

a) Erlend­ur ­sér­fræð­ingur með fyr­ir­lestur um mis­mun­andi með­ferðir við lifr­ar­bólgu­veirunn­i. Hald­inn í fyr­ir­lestr­ar­sal Barna­spít­ala.

b) ­Fyr­ir­lestrar um þróun og efn­is­notkun lækn­inga­tækja, haldið í HR

c) ­Fyr­ir­lestur um hreinsun og notkun blóð­flaga, hald­inn í Lækna­garði

d) ­Fyr­ir­lestur um nýja jáeindaskann­ann, hald­inn í húsi Krabba­meins­fé­lags­ins.

Það er erfitt að bera þetta litla sam­fé­lag saman við marg­millj­óna borgir þar sem hver vinnu­staður telur fleiri en vinna hjá hin­u op­in­bera í heild sinni og suðu­pottar vís­inda og nýsköp­unar eru út um allt.  Þó má nefna gott dæmi úr millj­óna­borg­inn­i London, þar sem menn gera sér fulla grein fyrir mik­il­vægi þess að byggja ­sjúkra­hús við hlið háskóla.  Uni­versity Collage of London, sem stað­sett er á einum dýrasta bygg­ing­areit í London, þurfti að byggja nýtt og stærra sjúkra­hús og sam­eina gömul úr sér geng­in ­sjúkra­hús.  Í stað þess að flytja sjúkra­hús­bygg­ing­una út í ódýr­ari lóðir lengra frá háskól­an­um, var tekin sú ákvörðun að byggja nýtt ­sjúkra­hús við hlið háskól­ans á dýrasta stað.  Svo mik­il­væga telja stjórn­endur að nálægð háskóla og spít­ala sé.

Nið­ur­staða mín er sú sama og alltaf áður, öll rök hníga til­ þess að besta stað­setn­ing nýs Land­spít­ala sé við Hring­braut. Allir sem kann­að hafa þessi mál til hlítar hafa kom­ist að sömu nið­ur­stöðu, fyrir utan „Sam­tök um betri spít­ala á betri stað“ sem virð­ast hafa það eitt að mark­miði að stöðv­a ­upp­bygg­ingu við Hring­braut sama hvað tautar og raul­ar.

Höf­undur er vís­inda- og upp­finn­inga­mað­ur.

P.s. fyrir þá sem finnst þetta vera eins og að kaupa hálf­-nýjan bíl, þá er miklu rétt­ara að segja að við ætlum að end­ur­nýja og ­stækka nær allan bíla­flot­ann en sleppa því að selja Bugatt­i-inn (­Barna­spít­al­ann), Kadilják­inn (K-­bygg­ing­una og gamla Land­spít­ala­hús­ið) og Benz ­sendi­bíl­inn (Geð­deild­ina).

p.s, p.s.

Þessum spurn­ingum þurfa sam­tök um betri spít­ala á betri stað að svara:

Hvaðan er talan um 100 til 200 ­ferðir sjúkra­bíla kom­in?

Hvaðan er talan um 36 þús­und ­ferðir á dag á Land­spít­ala kom­in?

Hvaðan eru upp­lýs­ingar um ­sjúkra­húsið í London-Ont­ario komn­ar?

Sam­ræm­ist stað­setn­ing spít­ala á Víf­il­stöðum þeim hag­kvæm­is­út­reikn­ingum sem sam­tökin hafa gert um fjölda og ­lengd ferða til og frá spít­ala á besta stað? Afhverju and­mælið þið ekki þeirri ­stað­setn­ingu?

Hvað verður tapið fyr­ir­ ­þjóð­fé­lagið mikið per ferð við að hafa spít­al­ann á Víf­il­stöðum ef miðað er við ­fyrri for­sendur ykkar og kostnað á hvern ekinn kíló­metra?

Hvers vegna nota sam­tökin það ­sem rök fyrir umferð­ar­teppu að ljóst sé að ekki verður ráð­ist í að setja Miklu­braut í stokk, leggja veg við Hlíð­ar­fót, göng undir Öskju­hlíð og mis­læg gatna­mót Snorra­braut/­Bú­staða­veg ­sam­hliða upp­bygg­ingu á Land­spít­al­anum?

Hvers vegna nota þá sam­tök­in ­kostnað við ofan­greind umferð­ar­mann­virki sem hluta af kostn­aði  (20 millj­arð­ar) í sín­um „hag­kvæm­is­út­reikn­ing­um“ á spít­ala á besta stað þegar þau gera ráð fyrir að þessar fram­kvæmdir kom­ist ekki á kopp­inn næstu ára­tugi?

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None