Mótmælin og stóra samhengið

Jón Gunnar Bernburg
Auglýsing

Fjölda­mót­mæl­in ­sem fram hafa farið á Aust­ur­velli nán­ast dag­lega síðan Kast­ljós sýndi þátt um ­tengsl for­sæt­is­ráð­herra við eign­ar­halds­fé­lag á Bresku Jóm­frú­areyjum verða aðeins út­skýrð til fulls með því að setja þau í sam­hengi við alþjóð­legu fjár­málakrepp­una 2007-2009, aðdrag­anda hennar og eft­ir­mála. Fjár­málakreppan olli ekki aðeins efna­hags­leg­um ­vanda í mörgum vel­meg­andi lýð­ræð­is­ríkjum heldur líka straum­hvörfum á stjórn­mála­svið­inu. Útbreidd fjölda­mót­mæli á fyrstu árum krepp­unnar og vax­andi fylg­i við óhefð­bundin stjórn­mál á und­an­förnum miss­erum, bæði í Evr­ópu og vest­an­hafs, end­ur­spegla út­breidda og vax­andi óánægju almenn­ings með stjórn­mál og lýð­ræði í eft­ir­mála fjár­málakrepp­unn­ar. Ísland er engin und­an­tekn­ing. 

Hrunið rauf sjálf­gef­inn veru­leika almenn­ings og skap­aði trú­verð­ug­leika­vanda fyrir vald­hafa, og bjó þannig sjald­gæft sókn­ar­færi fyrir póli­tískt and­óf. Íslend­ingar lærðu í fram­hald­inu að það er hægt að hafa bein áhrif á vald­hafa, og jafn­vel steyp­a þeim af stóli, með fjölda­mót­mæl­um. Sá lær­dómur er ber­sýni­lega ferskur í sögu­legu minni þjóð­ar­inn­ar.

Hrun­ið og arf­leið þess

Hvern­ig ­leiddi fjár­mála­hrunið til fjölda­mót­mæla sem hófust í októ­ber 2008 og í jan­ú­ar 2009 leiddu til rík­is­stjórnaslita og nýrra kosn­inga síðar um vor­ið. Ég hef ­rann­sakað þessa spurn­ingu með við­tölum við mót­mæl­end­ur, könn­unum á mót­mæla­þátt­töku almenn­ings og grein­ingu á orð­ræð­unni sem mynd­að­ist á mót­mæla­fundum og í fjöl­miðlum haustið 2008 (sjá: Economic crisis and mass prot­est: The Pots and Pans Revolution in Iceland; útg. Routled­ge, maí 2016). Rann­sóknin skýrir hvernig fjár­málakrepp­an ­skap­aði frjósaman jarð­veg fyrir póli­tískt andóf og fjölda­virkjun almenn­ings. Í fyrsta lagi rauf banka­hrunið hvers­dags­veru­leika hins almenna borg­ara; sjálf­gefn­ar ­for­sendur Íslend­inga um efna­hags­lega vel­sæld í nútíð og framtið brustu og hið ­sama gerð­ist fyrir for­sendur almenn­ings um traust fjár­mála­kerfi og um yfir­sýn og stjórn­festu rík­is­valds­ins. 

Auglýsing

Þegar for­sendur um þessar stoðir sam­fé­lags­ins brustu svo skyndi­lega sem raun bar vitni urðu margir ótta­slegnir og furð­u lostn­ir. Slag­orðið „hel­vítis fokk­ing fokk“ náði að lýsa því alveg ágæt­lega hvernig þessar fágætu aðstæður sköp­uðu sterka þörf hjá ótta­slegnum almenn­ingi til­ að skil­greina hrun­ið—ör­vænt­inga­fullt ákall um skýr­ingar á því hvað gerst hafð­i, hvers vegna það hafði gerst og hvað kæmi til með að ger­ast næst.

En um haustið 2008 lentu stjórn­völd í trú­verð­ug­leika­vanda sem ­gerði þeim erfitt um vik að útskýra hrunið fyrir almenn­ingi á trú­verð­ugan hátt. ­Ís­lensk stjórn­völd höfðu leitt frelsun fjár­mála­lífs­ins og einka­væð­ingu bank­anna ára­tug­inn á undan og í aðdrag­anda hruns­ins höfðu þáver­andi stjórn­völd opin­ber­lega hunsað við­var­anir um þá hættu sem stafað hafði að Íslandi vegna útþenslu fjár­mála­geirans. Enn fremur töldu stjórn­völd sig til­neydd til að hefja sam­starf við AGS og setj­ast að Ices­ave samn­inga­borði vegna gjald­eyr­is­skorts og þrýst­ings­ frá öðrum ríkjum (þess má geta að í þró­un­ar­lönd­unum hefur sam­starf við AGS oft haft í för með sér fjölda­mót­mæli gegn stjórn­völd­um). Með þetta í huga, og í ljósi þess að Ísland var eitt fyrsta fórn­ar­lamb fjár­málakrepp­unn­ar, er ekki að undra að það hafi verið erfitt fyrir vald­hafa að telja Íslend­ingum trú um að þeir væru ein­fald­lega fórn­ar­lömb „al­þjóð­legs fjár­mála­storms“, eins og þáver­and­i ­for­sæt­is­ráð­herra gaf í skyn í sögu­legu ávarpi 6. októ­ber 2008.

Aðstæð­urnar sem sköp­uð­ust í banka­hrun­in­u ­fólu þannig í sér sókn­ar­færi fyrir póli­tískt and­óf; und­ir­liggj­andi (þ.e. lítt vin­sæl) ádeila á stjórn­völd og þjóð­fé­lags­þróun und­an­geng­ins ára­tugs fékk ­skyndi­lega hljóm­grunn í umræð­unni. Þjóð­fé­lags­gagn­rýnendur og aðgerða­sinnar fund­u ­fyrir áður óþekktum með­byr og fjölda­fundir voru haldn­ir, án aðkomu ­stjórn­mála­manna, til þess að skil­greina hrunið og ástæður þess. Í ótta­blöndnu óvissu­á­stand­i, ­sem var­aði vikum sam­an, var banka­hrunið í stöð­ugu kast­ljósi fjöl­miðla. Til­finn­inga­hlað­in orð­ræða skap­að­ist um að banka­hrunið og áhrif þess á sam­fé­lagið (t.d. Ices­a­ve krísan, gjald­eyr­is­skort­ur, hugs­an­legt gjald­þrot rík­is­ins) væru stjórn­mál­unum að ­kenna, einkum rík­is­stjórnum und­an­geng­inna ára. Orð eins og „spill­ing“, „­flokka­drætt­ir“, „auð­manna­dek­ur“, „órétt­læti“ og „blind mark­aðs­hyggja“ urðu áber­and­i í umræð­unni. Og orð­ræðan fékk hljómgrunn. Kann­anir sem gerðar voru eftir alþing­is­kosn­ing­ar vorið 2009 sýndu að meiri­hluti Íslend­inga (yfir 70%) taldi stjórn­völd ber­a ­mikla ábyrgð á fjár­mála­hrun­inu. Kann­anir hafa sýnt að á þeim árum sem liðin eru hefur almennt traust almenn­ings til stjórn­mál­anna lítið lag­ast. Hér á land­i líkt og víða ann­ars staðar er útbreitt van­traust á stjórn­mál­unum arf­leið fjár­mála­hruns­ins.

Mót­mæla­hefðin

Líkt og í mörgum öðrum löndum leiddi fjár­málakreppan til mik­illa mót­mæla hér­lend­is. Fram að hruni hafði tíundi ára­tug­ur­inn ein­kennst af fámennum mót­mælum aðgerða­sinna, sem einkum beindust að mál­efnum með alþjóð­lega skírskotun (t.d. nátt­úru­vernd og mann­rétt­inda­brot­u­m). En fjár­málakreppan kveikti í ann­ars konar mót­mæl­um; mik­ill fjöldi almenn­ra ­borg­ara safn­að­ist saman á torgum til að mót­mæla stjórn­völd­um. Þetta gerð­ist í mörgum lönd­um, einkum í aust­ur- og suður Evr­ópu. Mót­mælin voru víða ­sjálf­sprott­in; nýjir leik­endur komu fram (í bland við „vana mót­mæl­end­ur“) og boð­uð­u og skipu­lögðu mót­mæli með hjálp sam­fé­lags­miðla. Þátt­taka almenn­ings varð víða afar ­mik­il. Til að mynda benda kann­anir til þess að um þriðj­ungur Grikkja hafi tek­ið þátt í mót­mælum gegn nið­ur­skurði í rík­is­fjár­málum árið 2011. Kann­anir hér­lend­is benda til þess að fjórð­ungur höf­uð­borg­ar­búa hafi á ein­hverjum tíma­punkti mætt í bús­á­halda­mót­mælin í jan­úar 2009. Jafn­framt benda þær til þess að 60-70% ­þjóð­ar­innar hafi stutt þau mót­mæli.

En þó er vert að rifja það upp í þessu sam­hengi að á fyrst­u ­dögum hruns­ins var lít­ill hljóm­grunnur fyrir mót­mæla­að­gerð­um. Fyrst­u ­mót­mæla­fund­irnir sem haldnir voru í miðbæ Reyka­víkur eftir banka­hrunið voru fámenn­ir, enda ekki til staðar vænt­ingar hjá almenn­ingi um að mót­mæli á torgum hefðu eða ­gætu haft áhrif á vald­hafa. Slíkar vænt­ingar sköp­uð­ust þegar leið á haust­ið 2008. Á meðan óvissu­á­standið dróst á lang­inn héldu þrautseigir ein­stak­lingar regu­l­ega ­mót­mæla­fundi og borg­ara­fundi og þátt­taka almenn­ings fór smám saman vax­andi. Ört ­vax­andi þátt­taka „venju­legs fólks“ í mót­mæla­við­burðum kveiktu vænt­ingar um á­fram­hald­andi mót­mæli, ekki síst hjá aðgerðasinnum sem fóru að skipu­leggja og svið­setj­a ­upp­á­komur sem gáfu mót­mæl­unum rót­tækan blæ. Eins aðgerðasinni einn tjáði mér: „.Þetta voru ekki bara við þessir venju­legu mót­mæl­endur að rífa kjaft í lopa­peysum­ heldur þver­skurður af þjóð­inni mættur að heimta breyt­ing­ar, og þá vissi mað­ur­ að það gæti gerst.“ Þessi stemn­ing magn­að­ist upp í jan­úar 2009 og náði hámarki þegar mót­mæl­endur mættu á virkum degi við upp­haf ­þings 20. jan­úar með potta og pönn­ur. Nokkrum dögum síðar gafst rík­is­stjórn­in ­upp og boðað var til kosn­inga. Íslend­ingar höfðu lært að fjölda­mót­mæli eru ekki að­eins mögu­leg heldur geta haft bein áhrif á vald­haf­ana. Þetta var einn af lær­dóm­um hruns­ins.

Panama­lek­inn og mót­mælin nú

Opin­ber­un um tengsl for­sæt­is­ráð­herra við eign­ar­halds­fé­lag á aflandseyjum end­ur­vakti orð­ræð­u um slæm stjórn­mál og órétt­læti sem enn blundar í til­finn­inga­lífi margra Ís­lend­inga. Sýni­leg und­an­brögð ráð­herr­ans í Kast­ljós­þætt­inum mögn­uðu áfallið og vöktu upp kunn­ug­lega til­finn­ingu um for­sendu­brest. Þátt­ur­inn vakti sterkar rétt­læt­is­til­finn­ingar hjá stórum hluta þjóð­ar­innar og skap­aði um leið ­sókn­ar­færi fyrir póli­tískt and­óf. Gríð­ar­legur fjöldi „venju­legra borg­ara“ mætt­i í mót­mælin á Aust­ur­velli mánu­dag­inn 4. apr­íl, sem búið var að boða til á Face­book með nokkrum fyr­ir­vara. Rétt áður en þátt­ur­inn var sýndur höfðu rúm­lega ­fjögur þús­und manns boðað sig á Face­book á mót­mæl­in. Þegar mót­mælin hófust dag­inn eftir höfðu yfir tíu þús­und manns boðað komu sína (yfir 90 þús­und manns var ­boðið á Face­book). Áreið­an­legar tölur um mæt­ingu eru ekki fáan­leg­ar; lík­lega var mæt­ing á bil­inu 10 til 20 þúsund, allt eftir því hvaða aðferð beitt er við taln­ingu. Sé miðað við 15 þús­und má ætla að um 10% af íbú­um höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins hafi mætt í þessi mót­mæli (18-75 ára). Útbreiddar vænt­ing­ar um að með­borg­ar­arnir séu reiðu­búnir að mæta í mót­mæli og að fjölda­mót­mæli geti raun­veru­lega haft áhrif á vald­hafa eru for­senda þess að slíkur fjöldi mæti skyndi­lega í mót­mæli. Það var jú lær­dómur hruns­ins. Bús­á­halda­mót­mælin hafa þannig í raun ­spilað stórt hlut­verk í við­brögðum almenn­ings við Panama­lek­an­um.

En svo virð­ist sem sókn­ar­færið sem skap­að­ist fyrir póli­tískt andóf eftir Kast­ljós­þátt­inn hafi verið tíma­bund­ið, jafn­vel þótt margir hafi viljað ganga lengra og mætt á áfram­hald­andi mót­mæli. Mót­mælin sem fram fóru ­síð­ast­lið­inn laug­ar­dag voru stór á íslenskan mæli­kvarða og jafn­ast reyndar á við stærstu laug­ar­dags­fund­ina sem haldnir voru í miðju óvissu­á­standi hruns­ins í nóv­em­ber 2008 (mæt­ingin er metin á bil­inu 5500 til 12000). Þessi mikla mæt­ing end­ur­spegl­ar ó­á­nægju almenn­ings með stjórn­mál­in. En þótt laug­ar­dags­mót­mælin hafi skap­að ­mikla stemm­ingu hafa mót­mæli vik­unnar verið fremur fámenn. Mæt­ingin í boð­uð ­mót­mæli næst­kom­andi laug­ar­dag mun gefa vís­bend­ingu um hvert fram­hald mót­mæl­anna verður á næstu vik­um. Í bili hafa fjöl­miðlar beint kast­ljós­inu ann­að, hvers­dags­legri mál­efni eru komin á dag­skrá aft­ur. Eftir brott­hvarf Sig­mund­ar Da­víðs sýn­ist veru­leik­inn aftur eins og hann var áður. En óánægjan er til ­stað­ar. Líkt og víða ann­ars staðar er sú til­finn­ing útbreidd að stjórn­málin séu ekki lengur far­vegur fyrir þau átök og álita­efni sem mestu máli skipta.

Í stuttu máli sýnir atburð­ar­rás síð­ast­lið­inna daga að þegar sókn­ar­færi ­mynd­ast fyrir póli­tískt andóf skapar mót­mæla­hefð sú sem til varð á Íslandi vet­ur­inn 2008-2009 mögu­leika á fjölda­mót­mælum sem haft geta bein áhrif á vald­hafa. Ljóst er að mót­mælin 4. apríl sköp­uðu mik­inn þrýs­ing á vald­hafa, sem sést best á því að atburð­ar­rás þriðju­dags­ins 5. apríl var með miklum ólík­ind­um. Þró­un ­mót­mæl­anna und­an­farna daga bendir til þess að sókn­ar­færið fyrir andóf og ­virkjun fjöld­ans hafi verið tíma­bund­ið, en ljóst er að óánægja kraumar og mót­mæla­hefð hefur fest sig í sessi hér­lend­is. Sú blanda getur aftur brot­ist út með­ af­ger­andi hætti næst þegar for­sendu­brestur og trú­verð­ug­leika­krísa skek­ur ­sam­fé­lag­ið.

Höf­undur er prófessor í félags­fræði við HÍ.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Vísbendingar um lægri meðaleinkunn í HÍ eftir styttingu framhaldsskólanáms
Andlegri heilsu nemenda, aðallega stúlkna, hefur hrakað frá því að framhaldsskólanámið var stytt um eitt ár. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en námstímanum var breytt, segir í skýrslu menntamálaráðherra um áhrif styttingarinnar á ýmsa þætti.
Kjarninn 28. maí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple gleraugu á leiðinni
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None