Hvers virði er gömul spýta?

Auglýsing

,,Skemmd­ar­verk” sagði Hjálmar Sveins­son for­mað­ur­ ­Skipu­lags­ráðs Reykja­vík­ur­borgar óheim­ilað nið­ur­rif á hund­rað og tíu ára gömlu ­húsi við Tryggva­götu 12. Heim­ilað hafði verið að rífa tveggja hæða stein­hús við ­Tryggva­götu 10 (nefnt Fisk­höll­in, byggð 1905) og tví­lyft timb­ur­hús með kjall­ara og risi við Tryggva­götu 14 (byggt 1899), sumsé bygg­ingar sitt hvorum megin við áð­ur­nefnt hús. Einnig hafði verið heim­ilað að lyfta Tryggva­götu 12 um eina hæð, rífa bak­hlið­ina af og byggja gler­við­bygg­ingu. Af hverju? Jú, það vant­ar ­nefni­lega hót­el.  Fram­kvæmdir hafa ver­ið víða, að vísu með sam­þykki Reykja­vík­ur­borgar en áhöld eru samt um gildi þeirra fram­kvæmda og skil­grein­ing­una á skemmd­ar­verki.

Hafn­ar­stræti 19, Ramma­gerð­in,teiknað af Ein­ari Erlends­syn­i og byggt 1925 var rifið 2015. Húsið við hlið­ina á því, Hafn­ar­stræti 17, bygg­t 1900, var nýlega skrælt að inn­an. Allt tek­ið, gólf, milli­veggir, útvegg­ir. Af hverju? Jú, það átti að breyta hús­inu í hótel en burð­ar­þol húss­ins gerði ekki ráð fyrir bað­að­stöðu í hverju her­bergi. Það hafði ekki verið hugsað fyrir því árið 1900.  Hvað gera bændur þá? Fá leyf­i og rústa pleis­inu. Þessi tvö hús eru í einum elsta bæj­ar­hluta Reykja­vík­ur­borg­ar, við gamla hafn­ar­garð­inn, hafa staðið þar í eina öld.  Ef menn langar til að reka hót­el, og hús­ið ­sem þeir eiga þolir það ekki, verða þeir ekki bara að finna sér annað hús? Er eðli­legt að fá leyfi til að eyði­leggja menn­ing­ar­verð­mæti, hluta af borg­ar­sög­u okkar fyrir eig­in­hags­muni? Getum við ekki treyst skipu­lags­yf­ir­völdum til að ­setja hags­muni borg­ar­búa og þjóð­ar­innar allrar í fyrsta sæti? Að rústa hundrað og tutt­ugu ára gömlu húsi fyrir enn eitt hót­elið séu kannski ekki hags­mun­ir heild­ar­inn­ar. Því þessar fram­kvæmdir verða ekki aftur tekn­ar. Exeter húsið sem stóð við Tryggva­götu 12 er vissu­lega hægt að end­ur­byggja, en það verður aldrei eins. Það er ein­fald­lega ekki hægt.

Skemmd­ar­verk? Já, vissu­lega. En mér detta önnur skemmd­ar­verk í hug, önnur skemmd­ar­verk sem borgin hefur leyft. Fyr­ir­hugað er að rífa Grett­is­götu 4, hlaðið ein­lyft stein­hús með risi frá sama ári. Á sama tíma á að ­setja niður 2 flutn­ings­hús við sömu götu, gegnt þessu til­tekna hús­i. ­Flutn­ings­hús sem stóðu áður við Grett­is­götu 17 og Hverf­is­götu 61. Maður hlýt­ur að spyrja sig, hvaða hringa­vit­leysa er þetta? Á sama blett­inum er verið að rífa og setja niður flutn­ings­hús. Þetta er algjör della.  Lauga­vegur 17 og 19 voru rifin að inn­an, allt skrælt inn­anúr þeim, bara front­ur­inn skil­inn eft­ir. Og hvað er þá eft­ir? Hvað er gam­alt hús? Er gam­alt hús nýbygg­ing með fronti í gömlum stíl? Ef gólf hafa verið rifin burt, hurð­ir, milli­veggir og útveggir farn­ir, er húsið þá 110 ára ­gam­alt? Liggja ein­hver menn­ing­ar­verð­mæti í slíkri leik­mynd? Því hvað eru þessi hund­rað ára gömlu timb­ur­hús annað en okkar hallir og kast­al­ar, okkar menn­ing­ar­verð­mæt­i? Á­kveð­inn bygg­ing­ar­stíll sem ein­kennir þessi hús er ekki að finna í bygg­ing­ar­lög­gjöf og verk­lagi okkar tíma. Áferð, bygg­ing­ar­efni, aðferð­ir, lykt, brak og brest­ir. Þessi hús eru okkar saga, okkar for­tíð. Í þeim höfum við alið ­mann­inn alla síð­ustu öld. Og þrátt fyrir almennan mis­skiln­ing þá eru þau ekk­ert svo mörg. Hús byggð fyrir 1907 í Reykja­vík eru 0,3% af öllum hús­um.

Auglýsing

Öll þessi hús sem ég hef nefnt eru frið­uð. Frið­lýst sök­um ald­urs. En hver er frið­un­in? Ef allar fram­kvæmdir eru leyfðar ef farin er rétt ­leið í kerf­inu, hverju breytir þá skil­grein­ingin frið­lýs­ing?

Húsa­frið­un­ar­nefnd er ein­ungis ráð­gef­andi. Minja­stofn­un Ís­lands sér um fram­kvæmd laga um menn­ing­arminjar sem sett voru 2012. Reykja­vík­ur­borg hefur ákveðna stefnu um varð­veislu bygg­inga og menn­ing­ar­arfs ­sem unnin var í tengslum við Aðal­skipu­lag. Þessi stefna hefur ekki fengið neina laga­lega stað­fest­ingu og póli­tíkin hefur lýst þessu sem vilja sínum en þessi vilji hefur ekki komið fram þegar styrinn hefur staðið um ein­stök hús.

Sel­foss­bær kynnti nýlega hug­myndir um nýjan mið­bæ. Byggja ­skyldi í gömlum stíl. Eins og húsin væru göm­ul. Þau yrðu öll steypt, en báru­járns­klædd og með timb­ur­gluggum í gömlum stíl svo allir héldu að þau væru ­gömul timb­ur­hús. Ungt bæj­ar­fé­lag myndi skapa sér sögu með fínni leik­mynd. Erum við ­virki­lega stödd þar? Að feika það þangað til við meikum það? Því við hljótum að ­spyrja okkur sjálf hver okkar sjálfs­mynd er. Er þetta fáfræði? Eða kannski smekk­leysi? Er okkur ein­fald­lega sama um sögu okk­ar? Það er kannski þess vegna ­sem við virð­umst ekki læra neitt.

Finnst borg­inni, Hjálm­ari Sveins­syni for­manni Skipu­lags­ráðs, ­bygg­ing­ar­full­trú­anum Nikúlási Úlf­ari, Pétri Ármanns­syni, Guð­nýju Gerði og ­fé­lögum á Minja­stofnun ekki nóg kom­ið? Eða ætlum við að leyfa skemmd­ar­verk­in þar til það er ekk­ert eft­ir?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None