Hræðsla og græðgi

turisminn.jpg
Auglýsing

Hvaðan komum við?

Hæ, ég heiti Þetta. Segir það þér eitt­hvað?
 

Það er góður indjána­siður að kynna hverra og hvaðan maður er en ekki hvað maður heit­ir. Annað væri móðgun við þig, for­eldra mína, ætt­ingja og sam­fé­lagið sem mót­aði mig.

Ég er alinn upp í Skaft­ár­hreppi. Sveit stað­sett á suð­aust­ur­landi, mitt á milli aust­fjarða og höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Sam­fé­lagið saman stendur ann­ars vegar af hráum grunn­stoð­um. Þar má nefna heilsu­gæslu, grunn­skóla, hjúkr­un­ar­heim­ili og lítil verk­taka­fyr­ir­tæki í iðn­aði.  Hins vegar bygg­ist það upp á land­bún­aði og ferða­þjón­ust­u. 

Auglýsing



Skóla­bíll­inn sótti mig heim að dyrum klukkan tíu mín­útur yfir átta alla mína grunn­skóla­göngu. Skól­inn gekk eins og vel smurð færi­banda­lína. Skóla­námskráin stýrði því með sóma. Íslenska, danska, enska, mynd­list, smíði, landa­fræði, líf­fræði, nátt­úru­fræði, eðl­is­fræði, efna­fræði, lífs­leikni og tölvu­fræði. Þessu var síðan krumpað saman í sam­fé­lags­fræði og sög­u.
Í frí­mín­út­um, þegar pró­sentu­reikn­ingur hringl­aði í hausnum á manni frá því fyrr um morg­un­inn. Fórum við strák­arnir oft að met­ast um það hvaða teg­und af traktor væri best eða hvað væru margar kindur á okkar bæ. Það vilja allir vera stærstir og best­ir.   

Við höfðum minni áhuga á næsta sögu­tíma. Þar fengum allt að vita um Jón Sig­urðs­son, Fjöln­is­menn, Svein Björns­son, Ólaf Thors, NATO, WW2, amer­íska draum­inn, síldar­æv­in­týrið og allt sem gerði Ísland að sjálf­stæðu vel­ferð­ar­ríki. 9. og 10. ára­tug­ur­inn voru samt óskráðir í skóla­bók­unum okk­ar. Bæði vegna þess að bæk­urnar voru gamlar og senni­lega vegna þess að það er enn í dag óvíst hvað verður um þá skrif­að.



Hvað er í gangi?

Ég flutt­ist í bæinn sum­arið sem ég varð 16 ára. Fyrir sveita­strák er það mikil breyt­ing. Hrað­inn, stressið og skipu­lögðu skyndi­lausn­irnar voru ekki á pari við það sem ég var alinn upp við. 


Amma sendi mér samt alltaf kleinur og flat­kök­ur, bróðir hennar sendi mér fisk en kjöt og kart­öflur fékk ég frá for­eldrum mínum í sveit­inn­i.

 

Fátt eitt þurfti ég að kaupa í Bón­us.  Eitt skiptið lenti ég á tali við konu á sex­tugs­aldri þegar ég var að velja mér ávexti.  Hún skamm­að­ist mikið yfir því hvað ungt fólk væri með ein­dæmum miklir let­ingj­ar. „Epli í plast­um­búð­um, skyr í plast­um­búð­um, plast­skeiðar og einnota mjólk­ur­fern­ur.  Fólk nennir ekki einu sinni að vaska upp eftir sig, hvað þá að vinna!“ Svona var þetta sko ekki þegar hún var ung.



Þessi orð hennar virk­uðu sem hvatn­ing á mig þá.  Ég vildi sýna henni og öðrum að ég væri ekki let­ingi og ungt fólk gæti látið til sín taka, sér­stak­lega krakkar úr sveit.  Það hefði mér sko verið kennt.


Í dag langar mig að segja við hana að það upp­eldi sem hún fékk og sýn hennar kyn­slóðar sé hræðslu­drifin græðgi. Sú hugsun bjó til einnota umbúð­ir, þre­fald­aði orku­fram­leiðslu lands­ins á 20 árum, seldi fiski­miðin á spott­prís og flytur inn ólög­legt vinnu­afl til að gera skít­verk­in.

Hún mun eflaust ekki kunna vel við þessi orð því hennar kyn­slóð er alin upp á mestu upp­gangs­tímum Íslands. Tækninýj­ungar og fram­leiðni hefur marg­fald­ast á hennar tím­um. Þegar hún hugsar um mal­ar­veg­ina sem hún varð bíl­veik á í æsku þorir hún ekki annað en að halda áfram í sömu átt sem kom henni frá þeim.  For­eldr­arnir sögðu henni líka að það væru torf­kofar í hina átt­ina og hún er dauð­skelkuð við það eitt að stoppa nema til að taka hálend­is­ríkt flug­véla­bens­ín.



Hvert erum við að fara?

 

Ferða­menn voru um 1.260.000 árið 2015 og skil­uðu 238 ma.kr í gjald­eyr­is­tekj­ur.
 Heild­ar­afli úr sjó var 1.344.000 tonn fis­veiði­árið 2014/2015 og skil­aði 269 ma.kr í gjald­eyr­is­tekj­ur.

 

Hver ferða­maður skilar verð­mætum sem sam­svarar rúm­lega tonni af fiski.  Sumir bara með því að fara í Bláa lón­ið.


Hálendið er víða ofbeitt af skepnu sem skilar sama sem engum hagn­aði.  Þessi gamla hugsun er að keyra í gegn nýja búvöru­samn­inga sem svo gott sem þvinga bændur til að auka sína fram­leiðslu. 



Stór­fram­kvæmdir í stór­iðju tröll­ríða hag­kerf­inu trekk í trekk. „Fjall­kon­an“ sem ég hitti í Bónus nýtir tím­ann milli fram­kvæmda til að dæla hálendi á bíl­inn og er á meðan skít­hrædd um að torf­kof­arnir nái henni og reið yfir að stjórn­völd séu ekki búin að setja sjálf­virka áfyll­ingu á tank­inn svo hún þurfi nú ekki að standa í þessu gaufi og ves­eni. 


Þessi úrelta hugsun og upp­grips­fíkn er að merg­sjúga auð­lindir lands­ins, fiski­miðin eru van­virt, hálendið er skyndigróða­stöð rík­is­ins og á meðan pössum við að segja engum frá því svo að við getum grætt pen­ing af grun­lausum útlend­ing­um. Þeir skila samt svaka­lega háum upp­hæðum til okkar allra, er það ekki?

Væri ekki ágætt að geta sagt ferða­mönnum að við berum virð­ingu fyrir auð­lindum okkar og meint það?

Hvað eigum við að gera?

Ég hvet „fjall­kon­una“ við stýrið til að stoppa bíl­inn.  Þó ekki væri nema í smá­stund.  Þú ert að rústa bílnum þínum og glanna­skap­ur­inn er þín ósvalandi græðgi. Börnin þín þurfa að nota sama bíl. Þú sinnir engu við­haldi og bíll­inn eyðir orðið meira en skrið­dreki.  Hann er skítugur utan sem inn­an. Dóttir þín er betri að keyra en þú.  


Stígðu útúr bíln­um, fáðu þér eina með öllu. Rifj­aðu upp ensk­una og önnur tungu­mál sem þú hefur fengið að læra, sýndu ferða­mönnum hvar þú ert og þinn merki­lega bíl. Börnin þín hafa menntað sig í að gera við bíla og keyra sparakst­ur. 
Torf­kof­arnir eru svo langt á eftir þér að það muna fæstir hvernig þeir líta út.  

Ekki vera hræðslu­púki. Hættu að hlusta á þá sem eru klapp­stýrur þess­arar hug­mynda­fræði. Ekki segja þeim að fara með fisk­inn og hálendið til aflandseyja.  Ekki kjósa Ólaf Ragnar Gríms­son sem for­seta Íslands eða Sjálf­stæð­is­flokk­inn og Fram­sókn­ar­flokk­inn á þing.  

Það væri fínt að fá mynd á sögu síð­ustu ára­tuga og þessir aðilar eru best geymdir þar sem við­vör­un.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None