Yfirburðastaða Ólafs Ragnars í kviku landslagi - Barátta sem er langt í frá lokið

ólafur ragnar grímsson
Auglýsing

Könnun MMR, sem sýnir Ólaf Ragnar Gríms­son ­með tæp­lega 23 pró­sentu­stiga for­skot á Andra Snæ Magna­son í kosn­inga­bar­átt­unni fyrir emb­ætti for­seta Íslands, sýnir glögg­lega hversu áhrifa­mikil ákvörðun það var hjá Ólafi Ragn­ari að bjóða sig fram á nýjan leik, 20 árum eftir að hann varð for­seti. Sem sitj­andi for­seti er hann með yfir­burða­stöðu og algjört for­skot á keppi­nauta, ekki síst vegna þess hvernig ákvörðun hans er rök­studd. Að á óvissu­tím­um, skömmu eftir afsögn for­sæt­is­ráð­herra, þá sé það ráð­legt að bjóða fram kraft­ana á nýjan leik vegna „óvissu“ og „óstöð­ug­leika“.

Þeir fram­bjóð­endur sem sáu fram á nýja tíma og nýtt upp­haf, þegar Ólafur Ragnar myndi hætta sem for­seti, höfðu engin vopn á hendi og stóðu í reynd frammi fyrir ókleifum múr, eftir þessa end­ur­skoð­uðu ákvörð­un. Það sést á könn­unum að það eru Ólafur Ragnar og Andri Snær eru eins og tveir turnar - og Ólafur Ragnar mun hærri - en Halla Tóm­as­dóttir mælist með 8,8 pró­sent fylgi. Það er langt frá þeim fyrr­nefndu, en það má ekki gleyma því samt að margt getur gerst á þeim vikum sem eftir eru fram að kosn­ing­um. Aðrir fram­bjóð­endur hafa mun minna.

Það má ekki slá því föstu strax, að sig­ur­inn sé vís hjá Ólafi Ragn­ari. Svo er ekki. Kann­anir hafa sýnt að fylgi við flokka og fólk, á hinu póli­tíska sviði, er kvikt og breyt­ist hratt. Það sama getur vel átt við um for­seta­fram­bjóð­end­ur. Bar­átt­unni er því langt í frá lok­ið. Það er ósk­andi að mál­efna­leg og skemmti­leg kosn­inga­bar­átta sé nú framund­an, þar sem mál­efni fá að njóta sín með lif­andi rök­ræð­u­m. 

Auglýsing

Þjóðin á skilið að fá fram mál­efna­lega bar­áttu, eftir það sem á undan er geng­ið.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None