Ekki víst að það dugi að vona það besta

bankar_island.jpg
Auglýsing

Hjól efna­hags­lífs­ins snú­ast hratt þessa dag­ana. Ásdís Krist­jáns­dótt­ir, hjá efna­hags­sviði Sam­taka atvinnu­lífs­ins, sagði í við­tali við ­Björn Bjarna­son á sjón­varps­stöð­inni ÍNN á dög­un­um, að hún hefði sjaldan eða aldrei séð stöð­una með jafn jákvæðum hag­vísum og þessi miss­er­in.

Atvinnu­leysi mæld­ist 3,8 pró­sent, sam­kvæmt tölum sem Hag­stofa Íslands birti í dag, hag­vaxt­ar­horfur þykja góð­ar, eigna­verð, bæði á verð­bréfa­mark­aði og á fast­eigna­mark­aði, hefur hækkað mikið að und­an­förnu og ­launa­hækk­anir eru framund­an. Seðla­bank­inn hefur varað við þeim, en segir þó núna að stóra myndin sé góð og efna­hags­horfur jákvæð­ar. Akkúrat núna sé rétt­i ­tím­inn til að þess að losa um fjár­magns­höft.

Síðan eru það áhrifin af miklum vexti í ferða­þjón­ustu en allt bendir til þess að um 1,7 millj­ónir ferða­manna komi til lands­ins á þessu ári, ef spár ganga eft­ir. Það sem af er ári hafa þær verið van­á­ætl­að­ar, svo aug­ljóst er að mik­ill kraftur er í ferða­þjón­ust­unni.

Auglýsing

Gert er ráð fyrir að gjald­eyr­is­inn­spýt­ing vegna ­ferða­þjón­ust­unnar geti orðið um 430 millj­arðar á þessu ári, sem gerir geirann ­sem heild að lang stærstu gjald­eyr­is­skap­andi atvinnu­grein þjóð­ar­inn­ar.

Þegar kemur að bönk­un­um, blasir við um margt ótrú­leg staða. ­Ís­lenska ríkið á nú á milli 70 og 80 pró­sent fjár­mála­kerf­is­ins, um munar þar mest um ríf­lega 98 pró­sent hlut í Lands­bank­anum og 100 pró­sent í Íslands­banka. Til­ við­bótar eru svo 13 pró­sent hlutur í Arion banka, auk Byggða­stofn­un­ar, LÍN og ­Í­búða­lána­sjóðs. 

Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafa af þessu áhyggj­ur. Það þarf ekki að koma á óvart, en í nýlegum pistli á vef SA er talað um hljóð­láta rík­i­s­væð­ingu. Þessi staða hef­ur ­skap­ast á sama tíma og mik­ill óstöð­ug­leiki hefur verið á sviði stjórn­mál­anna, og má reikna með að kosn­ingar í haust, muni meðal ann­ars snú­ast um hvernig tek­ið verður á þess­ari stöð­u. 

Fjár­mála­kerfið er aug­ljós­lega stærsta mál­ið, og þar tog­ast á sjón­ar­miðin um að breyta kerf­inu lífið en selja eign­ar­hluti í ríks­ins í bönkum og fá pen­ing í rík­is­kass­ann. Eða breyta kerf­inu fyrst, og end­ur­skipu­leggja svo eign­ar­hald­ið. T.d. með því að aðskilja með lögum við­skipta­banka- og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, og skera á milli starf­semi sem nýtur óbeinnar eða beinnar rík­is­á­byrð­gar, og síðan starf­semi sem þarf ekki á neinni slíkri ábyrgð að halda. 

Enn sem komið er, hefur eng­inn stjórn­mála­flokkur útfært skýra stefnu um þetta ­mál, sem verður að telj­ast með nokkrum ólík­ind­um. Mörg sjón­ar­mið eru upp­i­, innan stjórn­mála­flokk­anna, en ljóst er að mikil vinna bíður þeirra við að móta ­skýra stefnu í þessum mál­um. Kjós­endur eiga heimt­ingu á að vita hvað flokk­arnir vilja gera, þegar kemur að fjár­mála­kerf­inu. Á þeim tæp­lega átta árum sem liðin eru frá alls­herj­ar­hruni fjár­mála­kerf­is­ins, þá hefur ekki verið mótuð skýr stefna um hvernig fjár­mála­kerfi á að vera í land­inu til fram­tíðar lit­ið. Nema það telj­ist vera stefna útaf fyrir sig, að breyta litlu í lögum og reglum og vona að hlut­irnir end­ur­taki sig ekki. Það er ekki víst að slík stefna verði til bóta.

Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor, sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla, stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None