Ekki víst að það dugi að vona það besta

bankar_island.jpg
Auglýsing

Hjól efna­hags­lífs­ins snú­ast hratt þessa dag­ana. Ásdís Krist­jáns­dótt­ir, hjá efna­hags­sviði Sam­taka atvinnu­lífs­ins, sagði í við­tali við ­Björn Bjarna­son á sjón­varps­stöð­inni ÍNN á dög­un­um, að hún hefði sjaldan eða aldrei séð stöð­una með jafn jákvæðum hag­vísum og þessi miss­er­in.

Atvinnu­leysi mæld­ist 3,8 pró­sent, sam­kvæmt tölum sem Hag­stofa Íslands birti í dag, hag­vaxt­ar­horfur þykja góð­ar, eigna­verð, bæði á verð­bréfa­mark­aði og á fast­eigna­mark­aði, hefur hækkað mikið að und­an­förnu og ­launa­hækk­anir eru framund­an. Seðla­bank­inn hefur varað við þeim, en segir þó núna að stóra myndin sé góð og efna­hags­horfur jákvæð­ar. Akkúrat núna sé rétt­i ­tím­inn til að þess að losa um fjár­magns­höft.

Síðan eru það áhrifin af miklum vexti í ferða­þjón­ustu en allt bendir til þess að um 1,7 millj­ónir ferða­manna komi til lands­ins á þessu ári, ef spár ganga eft­ir. Það sem af er ári hafa þær verið van­á­ætl­að­ar, svo aug­ljóst er að mik­ill kraftur er í ferða­þjón­ust­unni.

Auglýsing

Gert er ráð fyrir að gjald­eyr­is­inn­spýt­ing vegna ­ferða­þjón­ust­unnar geti orðið um 430 millj­arðar á þessu ári, sem gerir geirann ­sem heild að lang stærstu gjald­eyr­is­skap­andi atvinnu­grein þjóð­ar­inn­ar.

Þegar kemur að bönk­un­um, blasir við um margt ótrú­leg staða. ­Ís­lenska ríkið á nú á milli 70 og 80 pró­sent fjár­mála­kerf­is­ins, um munar þar mest um ríf­lega 98 pró­sent hlut í Lands­bank­anum og 100 pró­sent í Íslands­banka. Til­ við­bótar eru svo 13 pró­sent hlutur í Arion banka, auk Byggða­stofn­un­ar, LÍN og ­Í­búða­lána­sjóðs. 

Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafa af þessu áhyggj­ur. Það þarf ekki að koma á óvart, en í nýlegum pistli á vef SA er talað um hljóð­láta rík­i­s­væð­ingu. Þessi staða hef­ur ­skap­ast á sama tíma og mik­ill óstöð­ug­leiki hefur verið á sviði stjórn­mál­anna, og má reikna með að kosn­ingar í haust, muni meðal ann­ars snú­ast um hvernig tek­ið verður á þess­ari stöð­u. 

Fjár­mála­kerfið er aug­ljós­lega stærsta mál­ið, og þar tog­ast á sjón­ar­miðin um að breyta kerf­inu lífið en selja eign­ar­hluti í ríks­ins í bönkum og fá pen­ing í rík­is­kass­ann. Eða breyta kerf­inu fyrst, og end­ur­skipu­leggja svo eign­ar­hald­ið. T.d. með því að aðskilja með lögum við­skipta­banka- og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, og skera á milli starf­semi sem nýtur óbeinnar eða beinnar rík­is­á­byrð­gar, og síðan starf­semi sem þarf ekki á neinni slíkri ábyrgð að halda. 

Enn sem komið er, hefur eng­inn stjórn­mála­flokkur útfært skýra stefnu um þetta ­mál, sem verður að telj­ast með nokkrum ólík­ind­um. Mörg sjón­ar­mið eru upp­i­, innan stjórn­mála­flokk­anna, en ljóst er að mikil vinna bíður þeirra við að móta ­skýra stefnu í þessum mál­um. Kjós­endur eiga heimt­ingu á að vita hvað flokk­arnir vilja gera, þegar kemur að fjár­mála­kerf­inu. Á þeim tæp­lega átta árum sem liðin eru frá alls­herj­ar­hruni fjár­mála­kerf­is­ins, þá hefur ekki verið mótuð skýr stefna um hvernig fjár­mála­kerfi á að vera í land­inu til fram­tíðar lit­ið. Nema það telj­ist vera stefna útaf fyrir sig, að breyta litlu í lögum og reglum og vona að hlut­irnir end­ur­taki sig ekki. Það er ekki víst að slík stefna verði til bóta.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
James Hatuikulipi.
Enn einn „hákarlinn“ fellur – Hatuikulipi segir af sér
Allir þrír áhrifamennirnir í Namibíu sem tryggðu Samherja kvóta á undirverði gegn ætluðum mútugreiðslum hafa nú sagt af sér.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Mussila hlýtur Norrænu EdTech verðlaunin
Sprotafyrirtækið Mussila framleiðir hugbúnað sem kennir börnum tónlist í gegnum skapandi umhverfi.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Vitundarvarpið
Vitundarvarpið
Vitundarvarpið – Lífið breyttist eftir að Kamilla kynntist kakóinu
Kjarninn 20. nóvember 2019
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið telur sig hafa uppfyllt eftirlitsskyldu sína með RÚV
Mennta- og menningarmálaráðuneytið tekur ekki afstöðu til ábend­ingar Rík­is­end­ur­skoð­unar um að færa eign­ar­hlut rík­is­ins í RÚV til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins. Ráðu­neytið segir að það sé Alþingis að ákvarða um slíkt.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Haukur ráðinn framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum
Enn hefur ekki verið ráðið í stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Ásta Svavarsdóttir
Þú ert svo sæt svona réttindalaus
Kjarninn 20. nóvember 2019
Samherji kynnti Síldarvinnsluna sem hluta af samstæðunni
Þegar Samherji kynnti samstæðuna sína erlendis þá var Síldarvinnslan kynnt sem uppsjávarhluti hennar og myndir birtar af starfsemi fyrirtækisins. Á Íslandi hefur Samherji aldrei gengist við því að Síldarvinnslan sé tengdur aðili.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Útskurður
Kjarninn 20. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None