Umfjöllun erlendra fjölmiðla um aflandsfélagaeignir Dorritar Moussaieff setur kastljósið á forsetann, Ólaf Ragnar Grímsson, sem sækist eftir endurkjöri í kosningunum í júní. Hann hafði áður staðfastlega neitað því að þau tengdust aflandsfélögum, en nú hefur hann sagt að hvorki hann né Dorrit hafi vitað af þessum eignum eða tengingum við aflandsfélög.
Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir íslenskan almenning, eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér sem forsætisráðherra, vegna tenginga við aflandsfélagið Wintris á Tortóla. Þetta var alþjóðleg stórfrétt dögum saman.
Auglýsing
Nú hafa erlendir fjölmiðlar einnig sett forsetahjónin í kastljósið, þar á meðal The Guardian, Le Mondé og Süddeutshe Zeitung, vegna tenginga við aflandsfélög. Þetta er niðurlægjandi fyrir Ísland og orðspor landsins.
Það er mikilvægt að forsetinn svari nákvæmlega fyrir þessi mál, og haldi engu til baka, því það má ljóst vera að öll atriði sem máli skipta munu koma fram. Vonandi sýnir Ólafur Ragnar því skilning, að allt verður að vera uppi á borðum er varðar þessi mál. Annað er ótækt.