Þegar hagsmunir stangast á

Auglýsing

Það virð­ist vera ákveðin hefð ­fyrir því að gera lítið úr hags­muna­á­rekstrum á Íslandi. Algeng birt­ing­ar­mynd þess er að allir eru svo full­vissir um að mögu­legir hags­muna­á­rekstrar geti ekki haft nein áhrif á þá sjálfa að þeir telja enga ástæðu til þess að grípa til­ ráð­staf­ana. Er það nokkuð mann­leg afstaða, þar sem flestir vilja auð­vitað trú­a því að þeir geri sjálfir aldrei neitt sem fer á svig við lög eða gott sið­ferð­i. En hags­muna­á­rekstrar eru ekki bara fræði­legt hug­ar­fóstur sið­fræð­inga og ­stjórn­sýslu­spek­úlanta. Þegar á það reynir kemur gjarnan á dag­inn að áhrif hags­muna­á­rekstra eru umtals­vert meiri heldur en vænt­ingar voru um. Í besta ­falli gera hags­muna­á­rekstrar það að verkum að aldrei mun ríkja traust um það ­sem vel er gert. Í versta falli stuðla þeir að brenglaðri ákvarð­ana­töku, klíku­skap, spill­ingu og hindra eðli­lega virkni mark­aða.

Hags­muna­á­rekstrar koma fyrir víða og hafa haft mót­andi áhrif á þjóð­fé­lagið okkar frá manna minn­um. Það er t.d. áhuga­vert að setja atburði sem áttu sér stað í aðdrag­anda hruns­ins í sam­hengi við ráð­staf­anir sem hefði mátt grípa til í því skyni að draga úr eða koma í veg ­fyrir hags­muna­á­rekstra. Má þar fyrst nefna lán­veit­ingar stóru bank­anna þriggja til­ tengdra aðila. Eins og greint var frá í skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis um að­drag­anda og orsakir falls íslensku bank­anna 2008 voru stærstu lán­tak­end­ur ­bank­anna þriggja einnig þeirra stærstu hlut­haf­ar, eða aðilar tengdir þeim. Aðr­ir að­ilar tengdir bönk­unum voru yfir­leitt ekki fjarri, á listum yfir stærst­u lán­tak­end­ur. Áhuga­vert er að velta því fyrir sér hvað hefði orð­ið, ef bank­arn­ir hefðu sett sér skýrar reglur sem tak­mörk­uðu eða hrein­lega bönn­uðu lán­veit­ing­ar til tengdra aðila, sökum þeirra aug­ljósu og stór­felldu hags­muna­á­rekstra sem ­fel­ast í slíkum lán­veit­ing­um. Í öllu falli er ljóst að slíkar ráð­staf­anir hefð­u haft mikil áhrif á þá atburða­rás sem hófst upp úr alda­mótum og lauk með fall­i ­banka­kerf­is­ins.

Einnig má nefna við­skipt­i ­bank­anna með eigin hluta­bréf. Bank­arnir þrír áttu allir umtals­verð við­skipt­i ­með eigin hluta­bréf í aðdrag­anda hruns­ins og veittu mikla fjár­muni til­ lán­veit­inga gegn veði í þessum sömu hluta­bréf­um. Í þeirri stöðu fólu­st aug­ljósir og umtals­verðir hags­muna­á­rekstr­ar. Þegar hluta­bréfa­verð tók að lækk­a ­mynd­að­ist hvati hjá bönk­unum til þess að kaupa eigin hluta­bréf, sem og fjár­magna kaup ann­arra aðila á þeim, í því skyni að koma í veg fyrir frek­ari lækk­an­ir. Sú stað­reynd að fjár­hags­leg staða þeirra var orðin nokkuð háð eigin hluta­bréfa­verð­i, ­sökum fyrr­greindra lán­veit­inga til tengdra aðila og lán­veit­inga með veði í eigin hluta­bréf­um, ýtti sterk­lega undir slíka hvata. Bank­arnir gerðu vissu­lega ein­hverjar ráð­staf­anir til þess að draga úr áhrifum þess­ara hags­muna­á­rekstra, svo sem með því að mynda „kína­veggi“ í kringum starf­semi þeirra deilda sem sáu um eigin fjár­fest­ingar þeirra. Þær ráð­staf­anir virð­ast aftur á móti hafa geng­ið allt of skammt og ekki virkað sem skyldi. Fjöl­margir aðilar hafa hlotið þunga fang­els­is­dóma vegna við­skipta bank­anna með eigin hluta­bréf og enn fleiri hafa verið ákærð­ir. Hefði verið gripið til við­eig­andi ráð­staf­ana til þess að koma í veg fyrir og tak­marka áhrif hags­muna­á­rekstra á lán­veit­ingar og við­skipti með­ eigin hluta­bréf væru lík­lega færri með slíkan fang­els­is­dóm á bak­inu og verð­myndun á hluta­bréfa­mark­aðnum hefði verið eðli­legri, bæði í upp- og ­nið­ur­sveifl­unni.

Auglýsing

Annað dæmi er mál Bald­ur­s ­Guð­laugs­son­ar, sem var ráðu­neyt­is­stjóri í fjár­mála­ráðu­neyt­inu á árunum fyr­ir­ hrun og sat meðal ann­ars í sam­ráðs­hópi stjórn­valda um fjár­mála­stöð­ug­leika og við­bún­að. Á sama tíma var hann hlut­hafi í Lands­banka Íslands og þegar mest lét var sú eign um 400 milljón króna virði. Baldur seldi öll hluta­bréf sín í bank­anum í sept­em­ber 2008 og komust dóm­stólar að þeirri nið­ur­stöðu að hann hefð­i ­búið yfir inn­herj­a­upp­lýs­ingum á þeim tíma, vegna aðkomu hans að sam­ráðs­hópn­um. ­Fyrir vikið hlaut hann tveggja ára fang­els­is­dóm, sem hann hefði eðli máls­ins ­sam­kvæmt ekki hlotið hefði hann ekki komið sér í þá stöðu að vera hlut­hafi í banka á sama tíma og hann var ráðu­neyt­is­stjóri í fjár­mála­ráðu­neyt­inu og ­með­limur í sam­ráðs­hópi stjórn­valda um fjár­mála­stöð­ug­leika og við­bún­að.

Það er því ekki síst fyrir þá aðila sem hags­muna­á­rekstr­arnir varða, sem nauð­syn­legt er að gera allar mögu­leg­ar ráð­staf­anir til þess að koma í veg fyrir þá. Fjöl­margir og þungir fang­els­is­dómar ættu að styðja þá full­yrð­ingu. Allt eru þetta mál þar sem halda má því fram að ekki hafi verið gripið til full­nægj­andi ráð­staf­ana til þess að kom­a í veg fyrir nokkuð aug­ljósa hags­muna­á­rekstra. Lengi mætt­i telja til fleiri dæmi, allt frá einka­væð­ingu bank­anna til póli­tískra ráðn­inga. Afleið­ing­arn­ar eru þekktar og bera „hóf­leg­um“ ráð­stöf­unum gegn hags­muna­á­rekstrum ekki góða ­sög­una. Það er sjaldn­ast hægt að úti­loka hags­muna­á­rekstra með öllu, en yfir­leitt má grípa til marg­vís­legra úrræða sem geta hjálpað til við að skapa traust og ­stuðla að heil­brigð­ari starfs­háttum og ákvarð­ana­töku. Að draga úr hags­muna­á­rekstrum er stórt hags­muna­mál fyrir okkur sem þjóð og því ættu all­ir þeir sem gegna ábyrgð­ar­stöðum í stjórn­mál­um, stjórn­sýslu og atvinnu­líf­inu að beina kast­ljós­inu inn á við og meta hvort ekki sé svig­rúm til úrbóta.

Baldur Thor­laci­us, for­stöðu­maður eft­ir­lits­sviðs Nas­daq Iceland.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None