Nýja Ísland

Hildur Þórðardóttir
Auglýsing

Þar sem ég gekk í 1. maí göng­unni niður Lauga­veg­inn umkring ­fólki sem er annt um land sitt, var mér hugsað til þeirra umbrota­tíma sem nú fara í hönd. Okkur finn­ast kannski breyt­ing­arnar ganga hægt, en þegar við lít­u­m til baka eftir tíu ár sjáum við hversu mikið hefur áorkast, til hins betra ef við höldum rétt á spil­un­um.

Með hrun­inu árið 2008 fundum við á eigin skinni hvað skipt­ir ­mestu máli. Við vildum ekki lengur búa í sam­fé­lagi þar sem græðgi, spill­ing og óhóf réði för, heldur vildum við öryggi, gagn­sæi, traust, sam­kennd og virð­ingu. Að fólk ­skipti meira máli en pen­ing­ar, að sam­vera sé mik­il­væg­ari en mun­aður og að hags­munir sam­fé­lags vegi þyngra en hag­ræð­ing og hag­vöxt­ur. Að komið verði á móts við alla, unga og aldna, fatl­aða sem ófatl­aða, konur og karla, frum­kvöðla ­sem laun­þega. Við vildum nýtt og betra sam­fé­lag. Nýtt Ísland.

Á stór­merki­legum þjóð­fundi með þver­skurði þjóð­ar­innar vor­u valin grunn­gildi til að byggja á hið nýja sam­fé­lag. Gildin sem valin voru, traust, virð­ing, rétt­læti, lýð­ræði, jöfn­uð­ur, heið­ar­leiki, fjöl­skylda, kær­leik­ur, sjálf­bærn­i of­l., sýna ber­lega hvert við viljum stefna.   

Auglýsing

Eftir ára­tuga til­raunir tókst loks­ins að fá Alþingi til að koma á stjórn­laga­þingi sem semja skyldi nýja og löngu tíma­bæra stjórn­ar­skrá. Fram­kvæmd stjórn­laga­þings­ins sann­aði að við getum kosið hæfa ein­stak­linga á þing sem vinna saman að heill lands og þjóð­ar. Þar er komin fyr­ir­mynd að fram­tíðar Alþingi hins nýja Íslands, þar sem menn og konur starfa saman og f­inna lausnir til hags­bóta fyrir heild­ina.

Nýja stjórn­ar­skráin er nauð­syn­legur hlekkur í upp­bygg­ing­u hins nýja Íslands. For­mæl­endur hennar benda á ímynd­aða agnúa því þeir vilja ekki breyta kerf­inu. Þeir gætu nefni­lega misst spón úr aski sín­um. Eflaust er eitt­hvað ­sem við eigum eftir að laga í nýju stjórn­ar­skránni, enda eiga þær ekki að ver­a greiptar í stein. Þvert á móti á að aðlaga þær breyttum tímum og nýj­u­m við­horf­um. Ef aldrei mætti breyta stjórn­ar­skrám væru konur ekki með­ ­kosn­inga­rétt og Ísland ennþá kon­ungs­ríki.   

Nú er svo komið að hún er í helj­ar­g­reipum kerfis sem neit­ar að breyta sjálfu sér. Til að breyta kerf­inu þarf að velja fólk í öll æðstu emb­ætti sem er ekki hluti af kerf­inu. Það þýðir ekki að kjósa fólk sem vill ekki breyta neinu, því þá breyt­ist ekki neitt. Við þurfum hæft fólk sem veit hvert við erum að fara og þorir að fram­kvæma. Við þurfum leið­toga sem veit hvern­ig hið nýja Ísland lítur út.

Ein­ungis með því að sýna sam­stöðu, hug­rekki og þor getum við breytt sam­fé­lag­inu þannig að við séum stolt af því. Því sam­fé­lagið er nefni­lega við og við erum sam­fé­lag­ið.

Orðin í National­in­um, ein­kenn­is­söng 1. maí, eiga hér svo sann­ar­lega við: „Með sam­stöðu í sveit og bæj­um, við sigra munum græðgi og neyð. ­Með sigrinum við sáum fræj­um, sem að varða nýja leið.“ 

Höf­undur er þjóð­fræð­ing­ur, rit­höf­undur og ­for­seta­fram­bjóð­andi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Rammaáætlun sem sáttargjörð
Kjarninn 17. maí 2022
Tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi aldrei verið jafn miklar og í fyrra
Ríkið hefur milljarðatekjur af losun gróðurhúsalofttegunda, bæði frá uppboðum á losunarheimildum og af kolefnisgjaldi. Féð er ekki eyrnamerkt loftslagsaðgerðum en fjármálaráðherra áætlar að framlög til loftslagsmála nemi yfir 15 milljörðum í ár.
Kjarninn 17. maí 2022
Helga Þórðardóttir varaþingmaður Flokks fólksins.
„Stjórnvöld hafa svikið leigjendur“
Leigjendur eru jaðarsettir og algerlega berskjaldaðir fyrir hentistefnu leigusala, segir varaþingmaður Flokks fólksins. Stjórnvöld verði að koma með beinar aðgerðir sem stöðva brjálsemi óhefts markaðar sem stjórnist af græðgi einstaklinga.
Kjarninn 17. maí 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Ráðherra svarar engu um Samherjamálið þar sem það eigi ekki að lúta „pólitískum afskiptum“
Dómsmálaráðherra segir að embætti sem rannsaki sakamál fái ekki auknar fjárveitingar til að sinna rannsókn tiltekins sakamáls. Á ríkisstjórnarfundi í nóvember 2019 var hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara á Samherjamálinu.
Kjarninn 17. maí 2022
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mætti á opinn fund í allsherjar- og menntamálanefnd um fræðslu og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma.
Segir að ekki hafi verið um kynþáttamiðaða löggæslu að ræða
Ríkislögreglustjóri segist harma það að ungur drengur skyldi hafa ítrekað orðið fyrir áreiti við leit lögreglunnar að strokufanga í síðasta mánuði. Þó sé í þessu tilviki ekki um kynþáttamiðaða löggæslu eða afskipti að ræða.
Kjarninn 17. maí 2022
Viðmiðunarverðið á bensínlítra yfir 300 krónur í fyrsta sinn
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum bensínlítra er með lægsta móti um þessar mundir þrátt fyrir mjög hátt verð. Það bendir til þess að þau séu ekki að skila hækkunum á heimsmarkaðsverði nema að hluta út í verðlagið.
Kjarninn 17. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 í mars.
Spyrja hvort framlögð fjármálaáætlun sé í samræmi við stjórnarsáttmála
ASÍ bendir á það í umsögn sinni við fjármálaáætlun að mjög takmarkað svigrúm sé til aukinna útgjalda næstu árin sem þó er fyrirséð að muni aukast mikið. Vilja efla tekjustofna ríkisins, meðal annars með komugjaldi og hækkun fjármagnstekjuskatts.
Kjarninn 17. maí 2022
Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins.
„Á ekki að skila þessum ólöglega ránsfeng?“
Þingflokksformaður Flokks fólksins segir að álag gangi nærri heilsu fólks sem hefur lent í skerðingum á greiðslum. „Er einhver hissa að kvíði, þunglyndi, streita, svefnleysi sé að hrjá þennan hóp í boði ríkisstjórnarinnar?“ spurði hann á þingi í dag.
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None