Við erum öll jafn léleg

Auglýsing

Órétt­læti er óþol­andi. Það er full­yrð­ing sem lang­flestir ættu að geta verið sam­mála. Þegar eitt­hvað er svo ósann­gjarnt að það svíður í augun og ónota­til­finn­ing líður um lík­amann. Þegar fólk fær ekki það sem það á skil­ið, á meðan annað fólk fær miklu meira en það á skil­ið. Þegar einn aðili stundar vinnu sína og á Porsche-bif­reið, á meðan annar stundar sömu vinnu (með sama árangri) en á Hyundai. Já, þessi pist­ill fjallar um fót­bolta en vitið þið, hann gæti fjallað um svo miklu meira.

En af hverju stafar þetta órétt­læti? Hvers vegna fær karla­fót­bolti alla þessa athygli og hvers vegna hallar á kon­ur? Í stuttu máli er það sam­virk­andi ástæð­ur: vegna feðra­veld­is­ins og arf­leifðar ótam­innar mark­aðs­hyggju þar sem völdin eru, fyr­ir­sjá­an­lega, í höndum karl­manna. Fram­boð og eft­ir­spurn, karlar eru betri í fót­bolta en kon­ur. Og þannig vilja vald­hafar hafa það, þannig vilja þeir halda því. En málið er líka flókn­ara en svo. Það er sveipað órétt­læti af allra hæstu gráðu. Sann­leik­ur­inn er nefni­lega sá, að vald­hafar vilja halda fram ein­hvers konar meng­el­ískum hugs­un­ar­hætti um nátt­úru­val, að það sé í eðli karla að vera betur til þess fallnir að stunda fót­bolta – já, eða íþróttir yfir höf­uð. Hér skulum við staldra við... og átta okkur á: það er kjaftæð­i. 

Förum aðeins aftur í tím­ann, aftur til barn­æsku okkar allra. Sjálfur starf­aði ég sem for­falla­kenn­ari í Hlíða­skóla um þriggja ára skeið. Það var góður tími. Þar kenndi ég öllum ald­urs­hóp­um. Þegar veðrið var gott, hvort heldur á haustin eða um vor, lagði ég mig fram við að fara út með börn­in. Og hug­mynda­flugið var oft ekki meira en svo, að farið var í fót­bolta. Það sem er minnistætt (og ætti í raun ekk­ert að vera það) er að börn í 1.-4. bekk, eru nokkurn veg­inn öll jafn góð í fót­bolta. Eða jafn léleg, skiljið þið? Ég gat svo­leiðis sólað þau fram og til baka, jafn­vel þrjú í einu með því að vippa bolt­anum yfir þau og hlaupa fram­hjá. Haha. Því­líkir aul­ar! 

Auglýsing

Hljómar þetta kunn­ug­lega? 

Við 9-10 ára aldur byrja hlut­irnir síðan að breyt­ast. Strákar fá aukna hvatn­ingu til að stunda fót­bolta. Þeir fá betri og fleiri æfinga­tíma, betri aðstöðu og jafn­vel betri þjálf­ara. Skyndi­lega taka þeir fram úr. Ekki vegna með­fæddra hæfi­leika, heldur vegna hvatn­ingar og félags­mót­un­ar, hegð­unar sem er rót­gróin í okkur og í sam­fé­lag­in­u. 

Ég þekki samt per­sónu­lega stelpur sem héldu áfram, þrátt fyrir þetta. Uns þær fengu sig fullsadd­ar, sem ungar kon­ur, að þurfa að þola þetta órétt­læti. Jafn­aldrar með getn­að­ar­lim fengu að æfa á grasi, þær á gervi­grasi. Jafn­aldrar með getn­að­ar­lim fengu auka­æf­ing­ar, þær fengu ekk­ert. 

Þessi aðstöðu­munur er svo enn verri ann­ars staðar í heim­in­um. Á Íslandi eru skráðir iðk­endur í fót­bolta um 20 þús­und sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá KSÍ. Þar af er um þriðj­ungur kven­kyns. Það er ótrú­lega hátt hlut­fall á heims­vísu. Enn ótrú­legra er þá, miðað við þennan mikla fjölda, hve mun­ur­inn er mik­ill á umfjöllun um „karla­bolta“ ann­ars vegar og „kvenna­bolta“ hins veg­ar. 

En karlar eru jú betri í fót­bolta. Það er stað­reynd. En hvers vegna? Þessi stað­reynd verður til vegna mis­skipt­ing­ar. Stað­reyndin er sú að miklu fleiri karlar stunda íþrótt­ina en kon­ur. Sam­kvæmt síð­ustu heild­ar­taln­ingu FIFA (sem er reyndar 10 ára göm­ul) voru iðk­endur í heim­inum um 265 millj­ón­ir. Þar af eru 26 milljón kon­ur. Þetta þýðir að 90% þeirra sem stunda fót­bolta eru karl­ar. Auð­vitað eru þeir því betri. Ef mark­miðið er að finna 11 bestu leik­menn heims, jafn­vel 1000 bestu leik­menn heims, eða 10 þús­und bestu leik­menn heims, er mun lík­legra að þeir finn­ist meðal 239 milljón iðk­enda heldur en 26 millj­ón­um. Hvað þá þegar þessir 239 milljón iðk­endur fá meiri hvatn­ingu, betri þjálfun og meiri athygli. Þetta er órétt­læt­ið, þetta er það sem stingur og svíð­ur. 

Sann­leik­ur­inn er sá, að meng­el­ískar, darwinískar pæl­ingar um lík­ams­burði eða „eðli“ kynja eiga ein­fald­lega ekki við. Ætlar ein­hver virki­lega að halda því fram að Lionel Messi hafi lík­am­legt for­skot á leik­mann eins og Abby Wambach? Endi­lega dæmið sjálf. 

Abby Wambach. Mynd: ESPN

Það er með fót­bolta eins og allt ann­að. Það er vit­laust gef­ið. Spilin hafa aldrei verið stokk­uð, þeim er vand­lega raðað svo annar aðil­inn hafi alltaf bet­ur. Per­sónu­lega man ég vel eftir því þegar ég var fífl. Þegar ég var blind­ur. Þegar ég trúði mál­flutn­ingi og borð við þann sem Bar­bara og Allan Pease héldu fram í geysi­vin­sælum ritum á borð við „Hvernig á því stendur að karlar hlusta aldrei og konur geta ekki bakkað í stæð­i“. Um að eðl­is­munur kynj­anna réði því að karlar væru betri í skák, sem dæmi. Pea­se-hjónin minnt­ust reyndar aldrei á það að iðk­endur skák­íþrótt­ar­innar eru 95% karl­menn og að konur fá litla sem enga hvatn­ingu til að leggja hana fyrir sig. Auð­vitað finn­ast þá fleiri fram­úr­skar­andi skák­menn en skák­kon­ur. Og það er sama með allt ann­að. Eru konur betri í búta­saumi en karl­ar? Já, örugg­lega. Því það eru miklu fleiri konur en karlar sem hafa lagt búta­saum fyrir sig. Þar fengu þær hvatn­ingu. Þetta er ekki stjarneðl­is­fræði. Þetta er ein­fald­lega ógeðs­lega ósann­gjarnt (með fullri virð­ingu fyrir búta­saumi).

Þetta órétt­læti getur ekki haldið áfram. Það þarf að stokka spil­in. Mér per­sónu­lega mis­býður að standa betur að vígi á grund­velli kyns míns. Hvernig get ég kom­ist að mínum eigin verð­leikum þegar ég fæ for­skot? Því við erum nefni­lega öll jafn léleg. En við ættum öll að hafa jöfn tæki­færi til að blómstra, á hvaða sviði sem er. Við gætum nefni­lega öll orðið fram­úr­skar­and­i. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None