Sátt og sóknartækifæri

Auglýsing

Heil­brigð­is­málin eru oftar en ekki ofar­lega í huga fólks. Nýlega var skorað á stjórn­mála­menn að ­lækka kostn­að­ar­þátt­töku almenn­ings úr 18% niður í 9% strax á þessu ári. ­Sam­kvæmt fjár­mála­á­ætlun munu fram­lög aukast um ríf­lega 30 millj­arða næstu 5 árin. Þó þessi áætlun sé gerð í kosn­inga­skyni, þá er þetta svar við rúm­lega 87 þús­und und­ir­skriftum fólks, sem vill efla heil­brigð­is­kerf­ið. Það hefði mátt koma fyrr, en gott og vel engu að síð­ur.

 

Umræðan um hið svo­kall­aða vinstri og hægri í stjórn­málum snýst oft­ast um hversu miklu eigi að eyða í sam­neyslu, hversu háir skattar eigi að vera og svo fram­veg­is. Við þetta skapast ­miklar deil­ur, lítil sátt og þar af leið­andi ekki góð sam­vinna á þingi. Í raun eru flestir hér sam­mála um að hér eigi að vera öfl­ugar grunn­stoðir sam­hliða frjálsum mark­aði, kannski mis­mikil sátt, en að mestu leyti eru stjórn­mála­menn ­sam­mála um helstu atrið­in. Þeir eru fáir, sem vilja einka­rekstur í einu og öllu og sömu­leiðis eru þeir fáir, sem vilja rík­is­rekstur í einu og öllu. Aðal­at­rið­ið er að finna réttu blönd­una - og því snýst deilan oft­ast um örfá pró­sentu­stig.

Auglýsing

 

Það er þó ýmis­legt hægt að gera til að tryggja vel­megun allra og sátt sem flestra. Til að mynda má ­spara tölu­verða fjár­muni með ábyrgum rekstri ríkis og sveit­ar­fé­laga, sem ein­kennir þó sjaldan stjórn­ar­hætti á Íslandi. Nú á dög­unum gagn­rýnd­i ­eft­ir­lits­stofnun EFTA það að hér séu gjarnan gerðir samn­ingar um sölu raf­orku vel und­ir­ ­mark­aðsvirði. Mik­il­vægt er að mark­aðs­gjald sé greitt í sam­ræmi við mark­aðsvirð­i auð­lind­ar. Þetta hljóta nær allir að vera sam­mála um. Með breyttu fyr­ir­komu­lag­i hvað þetta varðar má auka tekjur tölu­vert. Auk þess þarf að upp­ræta mikla ósann­girni, sem felst í því að mis­muna svona á mark­aði. Sér­hags­muna­gæsla og ­kjör­dæma­pot virð­ist ráða hér för, fremur en almanna­hags­munir eða mark­aðslög­mál.

 

Þegar um er að ræða rík­isinn­kaup, þá skortir alla ­yf­ir­sýn, sem verður til þess að millj­örðum er sóað á ári hverju í óhag­kvæm inn­kaup. Að auki er núver­andi kerfi gróð­ar­stía sér­hags­muna, þar sem það skort­ir allt aðhald og eft­ir­lit, en um 40% af inn­kaupum rík­is­ins eru gerð utan laga eða reglna sem ríkið setur fram. Þetta eru við­skipti sem nema tugum millj­arða króna. Áætla má að hægt sé að spara um 10-20% með réttum inn­kaupa­að­ferðum og ­reynsla Dana og Breta sýnir okkur að slíkt sé engin ósk­hyggja, heldur öllu fremur raun­hæf leið til að spara tölu­verða fjár­muni. Mik­il­vægt er að eyða ekki að óþörfu úr sam­eig­in­legum sjóði lands­manna, líkt og er gert núna. Þess vegna er það eðli­leg krafa að breyt­ingar séu gerðar á núver­andi kerfi.

 

Ef tekið væri á þessu tvennu og einnig komið í veg fyrir að rík­is­eignir séu seldar á afslætti, sem því miður þó nokkur dæmi eru um, þá má spara marga millj­arða, sem væru betur nýttir í að efla grunn­stoðir sam­fé­lags­ins eða lækk­a mat­ar­kostnað neyt­enda með lækkun tolla. Jafn­vel væri hægt að gera bæði eða ­meira til. Hér snýst deilan ekki lengur um það hvort skatt­heimta eða ­rík­is­út­gjöld séu ákv. mikil eða lít­il. Sú umræða er tíma­frek og sveifl­ast til­ og frá eftir því hvað hentar stjórn­mála­mönnum hverju sinni. Það væri kannski ráð­lagt að byrja fyrst á því að reka rík­is­sjóð með ábyrgum hætti. Fólk til­ hægri og vinstri ætti að geta komið sér saman um það.Höf­undur er á meðal stofn­enda Við­reisn­ar.

Isavia mátti kyrrsetja vél ALC úr flota WOW air
Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu úr héraði, að Isavia hafi verið í fullum rétti að kyrrsetja vél úr flota WOW air.
Kjarninn 24. maí 2019
Magnús Halldórsson
Aðkallandi að hagræða í bankakerfinu
Kjarninn 24. maí 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Nemendur hafa áskað grunnskólakennara með slæmum afleiðingum
Kjarninn 24. maí 2019
Skýrsla um neyðarlánið kemur á mánudag klukkan 16
Skýrsla um afdrif neyðarláns Seðlabanka Íslands til Kaupþings, og hvernig unnið var úr veðinu sem tekið var vegna lánsins, verður birt á mánudaginn klukkan 16.
Kjarninn 24. maí 2019
Bann við notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerðarbreytingu sem bannar notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi.
Kjarninn 24. maí 2019
Pottersen
Pottersen
Pottersen 16. þáttur: Harry fer í bað
Kjarninn 24. maí 2019
Skattakóngar eða -drottningar verða ekki opinberaðar af skattinum
Ríkisskattstjóri mun ekki senda út upplýsingar til fjölmiðla um þá 40 einstaklinga sem greiða hæstu skattana, líkt og hann hefur gert árum saman. Ástæðan er ákvörðun Persónuverndar í máli gegn Tekjur.is.
Kjarninn 24. maí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Huawei missir Android og ARM leyfi, nýjar Macbook Pro tölvur komnar á markað og Game of Thrones Galaxy Fold á leiðinni
Kjarninn 24. maí 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None