Sátt og sóknartækifæri

Auglýsing

Heil­brigð­is­málin eru oftar en ekki ofar­lega í huga fólks. Nýlega var skorað á stjórn­mála­menn að ­lækka kostn­að­ar­þátt­töku almenn­ings úr 18% niður í 9% strax á þessu ári. ­Sam­kvæmt fjár­mála­á­ætlun munu fram­lög aukast um ríf­lega 30 millj­arða næstu 5 árin. Þó þessi áætlun sé gerð í kosn­inga­skyni, þá er þetta svar við rúm­lega 87 þús­und und­ir­skriftum fólks, sem vill efla heil­brigð­is­kerf­ið. Það hefði mátt koma fyrr, en gott og vel engu að síð­ur.

 

Umræðan um hið svo­kall­aða vinstri og hægri í stjórn­málum snýst oft­ast um hversu miklu eigi að eyða í sam­neyslu, hversu háir skattar eigi að vera og svo fram­veg­is. Við þetta skapast ­miklar deil­ur, lítil sátt og þar af leið­andi ekki góð sam­vinna á þingi. Í raun eru flestir hér sam­mála um að hér eigi að vera öfl­ugar grunn­stoðir sam­hliða frjálsum mark­aði, kannski mis­mikil sátt, en að mestu leyti eru stjórn­mála­menn ­sam­mála um helstu atrið­in. Þeir eru fáir, sem vilja einka­rekstur í einu og öllu og sömu­leiðis eru þeir fáir, sem vilja rík­is­rekstur í einu og öllu. Aðal­at­rið­ið er að finna réttu blönd­una - og því snýst deilan oft­ast um örfá pró­sentu­stig.

Auglýsing

 

Það er þó ýmis­legt hægt að gera til að tryggja vel­megun allra og sátt sem flestra. Til að mynda má ­spara tölu­verða fjár­muni með ábyrgum rekstri ríkis og sveit­ar­fé­laga, sem ein­kennir þó sjaldan stjórn­ar­hætti á Íslandi. Nú á dög­unum gagn­rýnd­i ­eft­ir­lits­stofnun EFTA það að hér séu gjarnan gerðir samn­ingar um sölu raf­orku vel und­ir­ ­mark­aðsvirði. Mik­il­vægt er að mark­aðs­gjald sé greitt í sam­ræmi við mark­aðsvirð­i auð­lind­ar. Þetta hljóta nær allir að vera sam­mála um. Með breyttu fyr­ir­komu­lag­i hvað þetta varðar má auka tekjur tölu­vert. Auk þess þarf að upp­ræta mikla ósann­girni, sem felst í því að mis­muna svona á mark­aði. Sér­hags­muna­gæsla og ­kjör­dæma­pot virð­ist ráða hér för, fremur en almanna­hags­munir eða mark­aðslög­mál.

 

Þegar um er að ræða rík­isinn­kaup, þá skortir alla ­yf­ir­sýn, sem verður til þess að millj­örðum er sóað á ári hverju í óhag­kvæm inn­kaup. Að auki er núver­andi kerfi gróð­ar­stía sér­hags­muna, þar sem það skort­ir allt aðhald og eft­ir­lit, en um 40% af inn­kaupum rík­is­ins eru gerð utan laga eða reglna sem ríkið setur fram. Þetta eru við­skipti sem nema tugum millj­arða króna. Áætla má að hægt sé að spara um 10-20% með réttum inn­kaupa­að­ferðum og ­reynsla Dana og Breta sýnir okkur að slíkt sé engin ósk­hyggja, heldur öllu fremur raun­hæf leið til að spara tölu­verða fjár­muni. Mik­il­vægt er að eyða ekki að óþörfu úr sam­eig­in­legum sjóði lands­manna, líkt og er gert núna. Þess vegna er það eðli­leg krafa að breyt­ingar séu gerðar á núver­andi kerfi.

 

Ef tekið væri á þessu tvennu og einnig komið í veg fyrir að rík­is­eignir séu seldar á afslætti, sem því miður þó nokkur dæmi eru um, þá má spara marga millj­arða, sem væru betur nýttir í að efla grunn­stoðir sam­fé­lags­ins eða lækk­a mat­ar­kostnað neyt­enda með lækkun tolla. Jafn­vel væri hægt að gera bæði eða ­meira til. Hér snýst deilan ekki lengur um það hvort skatt­heimta eða ­rík­is­út­gjöld séu ákv. mikil eða lít­il. Sú umræða er tíma­frek og sveifl­ast til­ og frá eftir því hvað hentar stjórn­mála­mönnum hverju sinni. Það væri kannski ráð­lagt að byrja fyrst á því að reka rík­is­sjóð með ábyrgum hætti. Fólk til­ hægri og vinstri ætti að geta komið sér saman um það.Höf­undur er á meðal stofn­enda Við­reisn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Frá utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg.
Neita að upplýsa um fjölda útgefinna neyðarvegabréfa
Nýlega var reglugerð samþykkt í dómsmálaráðuneyti sem veitir utanríkisráðherra heimild til að óska eftir því að ÚTL gefi út vegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Utanríkisráðuneytið upplýsir ekki um fjölda útgefinna vegabréfa.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None