RÚV greindi frá því í gær, að sautján fyrrverandi og núverandi kvennráðherrar í Frakklandi hefðu sent frá sér í yfirlýsingu, þar sem þær sögðust vera hættar að þegja yfir kynferðislegri áreitni innan stjórnmálanna í Frakklandi. Yfirlýsingin birtist í Journal de Dimanche. Á meðal þeirra sem skrifar undir yfirlýsinguna er Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Í yfirlýsingunni segja konurnar að þær hafi allar fundið fyrir kynjamisrétti, enda verið að feta slóða sem lengi hafi verið einokaðir af körlum á hinu pólitíska sviði. Þær segja ennfremur að það sé aldrei í lagi að segja konu að hún sé í of síðu pilsi; eða að spyrja hana hvort hún sé í g-streng. Konur verði að geta unnið, og notið daglegra athafna án þess að vera áreittar.
Yfirlýsingin er mikilvæg, og því miður er hún vafalítið ekki sett fram af ástæðulausu. Vonandi takar karlar í Frakklandi og annars staðar, þetta til sín.